Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20, JÚNÍ 1987 21 ríkjamanna. íranir voru hins vegar nógu skynsamir til að láta slíkt ógert. Stuðningur við írak Á hinn bóginn var það framferði írana sem leiddi til þess að Banda- ríkjamenn ákváðu að veita írökum upplýsingar frá gervihnöttum um liðsflutninga og umsvif írana. Þá hvöttu Bandaríkjamenn til þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að ríki heims sameinuðust um algert bann á vopnasölu til íran. Tillaga þessi beindist einkum gegn Kínveij- um sem hafa selt írönum flugskeyti af gerðinni „Silikiormur" (Silkworm) en í krafti þeirra gætu íranir hindr- að allar siglingar um Hormuz-sund inn á Persaflóa. Á dögunum sótti Yang Shankung, sem á sæti í stjóm- málanefnd kínverska kommúnista- flokksins, bandaríska embættismenn heim. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór þess á leit við hann að Kínverjar létu af sölu á flugskeytum þessum til íran. Sá kínverski tók þessari málaleitan fá- lega. Engu að síður sýnir þetta að Bandaríkjastjóm stendur með Irök- um í Persaflóastríðinu. Stjómin hefur ekki látið í ljós efasemdir um þá skýringu íraka að árásin á frei- gátuna „Stark“ hafi komið til vegna mistaka flugmannsins sem skaut flugskeytinu. Þetta sýnir að stjómin vill koma í veg fyrir að almenningur í Bandaríkjunum fyllist andúð í garð íraka. Stjóm Reagans forseta er einnig mjög í mun að treysta að nýju samskiptin við hófsöm Araba- ríki svo sem Saudi-Arabíu, Jórdaníu, Kuwait og fleiri og bæta þann trún- aðarbrest sem skapaðist eftir vopnasöluhneykslið. Þrátt fyrir að Iranir hafi fordæmt aukin umsvif Bandaríkjamanna og Sovétmanna á Persaflóa munu af- skipti þessara ríkja vafalaust leggj- ast þungt á íranska ráðamenn. Lokasigur þeirra í styijöldinni við íraka er enn ijarlægari en áður. Þá hljóta íranir að hafa af því áhyggjur að stórveldin tvö bíði færis á að grípa til aðgerða sem gætu veikt stöðu írana enn frekar. Flestir stjómmálaskýrendur hér í Banda- ríkjunum hallast að því að íranir muni forðast að ögra stórveldunum á Persaflóa og vonist til þess að Bandaríkjamenn dragi smám saman úr umsvifum sínum á þessum slóðum og kalli herskip sín á brott. Svo kann einnig að fara að íranir endur- meti stöðu mála í Persaflóastríðinu í kjölfar aðgerða Bandaríkjamanna og Sovétmanna til að tryggja sigl- ingar á flóanum. Hingað til hafa íranir ekki náð að vinna umtalsverða sigra. Gífurlegt mannfall hefur verið í röðum þeirra og kostnaður við stríðsreksturinn hefur sligað efna- hasgslífið. Stjómkænska Kuwaitbúa kann að hafa meiri áhrif á gang Persaflóastríðisins en drápstól Irana og Iraka. Henry Brandon var um langt skeið fréttaritari Sunday Times. Hann ritar nú dálka um bandarísk stjórnmál og er þekktur fyrir við- töl sín við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og aðra hátt- setta embættismenn. Hare Krisna: Samkomaí Þrídrangi SAMKOMUR verða hjá Hare Krisna hreyfingunni á íslandi í Þrídrangi, Tryggvagötu 18 í Reykjavík, sunnudagana 21. júní og 28. júní. Samkomurnar hefj- ast kl. 16.00. Þar verður meðal annars kynnt heimspeki og menning Vedafræð- anna indversku og kyijaðir verða andlegir söngvar og möntmr á sanskrít. Síðan verða bomir fram jurtaréttir. (Úr fréttatilkynningu) Gunnlaugur Helgason dagskrárgerðarmaður á Stjörnunni. Ný bók frá Menningarsjóði: Afmælisrit til heiðurs Þorbimi Sigurgeirssyni í TILEFNI af sjötugsafmæli Þor- bjöms Sigurgeirssonar prófess- ors hinn 19. júní gefur Menningarsjóður út afmælisrit til heiðurs Þorbimi. Rit þetta nefnist „í hlutarins eðli“ og er 434 blaðsí- ður að stærð, prýtt myndum og inniheldur tvö sérprentuð kort. Eðlis- fræðifélag íslands hafði forgöngu um útgáfuna. Ritstjóri er Dr. Þor- steinn I. Sigfússon eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans. Bókinni „í hlutarins eðli“ er skipt í þijá meginhluta. Alls skrifa 24 íslenskir vísindamenn greinar í bókina, sem allar eiga það sameigin- legt að tengjast starfi og hugsjónum Þorbjöms Sigurgeirssonar á ein- hvem hátt, en Þorbjöm er einn af frumheijum rannsókna í nútíma raunvfsindum hér á landi. í fyrsta þætti bókarinnar er fjallað um sögu rannsókna í þessum fræð- um á Islandi og einkum tekið mið af eðlisfræði og jarðvísindum. Einnig er í fyrsta þætti minningaágrip og saga Rannsóknaráðs rakin. I öðmm þætti bókarinnar er fjall- að um íslensk rannsóknaverkefni sem spanna allt frá segulsviðsmæl- ingum og jöklarannsóknum til hraunkælingar og hraunhitaveitu. Alls em í þessum þætti bókarinnar 13 greinar. Síðasti þáttur bókarinnar er fræðslugreinar um eðlisfræði nútím- ans. Greinar í þessum flokki em, eins og margar greinar ritsins, þær fyrstu sinnar tegundar á aðgengi- legu íslensku máli. I ritnefnd afmælisritsins em auk ritstjóra þeir Leó Kristjánsson, Páll Stjarnan á Suðurlandi HLUTARINS Laugardags- göngurí Kópavogi Á HVERJUM laugardegi allan ársins hring fer gönguklúbbur frístundahópsins „Hana nú“ í Kópavogi í gönguferð um Kópa- vog. Þessi laugardagsganga er ætluð öllum Kópavogsbúum, ekki einung- is félagsmönnum. Á hveijum laugardegi kl. 10 er komið saman að Digranesvegi 12, dmkkið kaffi og síðan gengið um bæinn í klukk- utíma. ÚTVARPSSTÖÐIN Sljarnan nær nú til hlustenda um allt Suð- urland eftir að sendir var settur upp á Klifi í Vestmannaeyjum. Sendirinn var tekinn í notkun að kvöldi mánudagsins 15. júní og hljómaði Stjaman þá um allt Suður- land. Sem fyrr nær Stjaman eyrum hlustenda um allt Faxaflóasvæðið og upp á Snæfellsnes. Búast má við að Stjaman færi enn út kvíamar áður en langt um líður. Auk senda í Reykjavík og í Vestmannaeyjum hefur útvarps- stöðin tryggt sér útsendingarleyfí á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum, segir í frétt frá Stjömunni. Theodórsson, Þorsteinn Vilhjálms- son og Jón Pétursson. Fréttatilkynning. Áskriftarsiminn er 83033 GISLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222 n i ERIGSSON farsímar í fararbroddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.