Morgunblaðið - 14.07.1987, Page 12

Morgunblaðið - 14.07.1987, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál í stál. SOtLÐiJtoLflgjaar <St ©o> VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14680 - 21480 esió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80 SAUMAVÉLAR — IÐNAÐARVÉLAR Höfum fengið allar vélar úrverksmiðjunni Dúk hf. til sölu. Vélarnar verða til sýnis 14.-17. júlí kl. 14.00-17.00 alla dagana í Skeifunni 13, Reykjavík. Seldar verða: Beinsaumsvélar, nálarflutningsvélar, over- lockvélar, keðjusaumsvélar, tvístunguvélar, hnappagatavélar, heftivél, töluáfestingavél, pressuborð ásamt ýmsum öðrum iðnaðarvél- um, vinnustólar, hjálparborð, skoðunar- og pökkunarborð og flúorcentljós. SNÆFELL SF., LANGHOLTSVEG 109-111, 124 REYKJAVÍK, SÍMAR 91-30300 OG 91-33622. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-i-200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. SöQJirCmíigjiLDD3 VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14680 - 21480 Metsölublad á hverjum degi! BACH í SKÁLHOLTI Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju sumartónleikamir í Skál- holti voru helgaðir Jóhanni Sebastí- an Bach og slógu þar saman sönghópurinn Hljómeyki og Bjöm Steinar Sólbergsson orgelleikari. Tónleikamir hófust á sálmforleik yfir sálmalagið Nun komm, der Heiden Heiland. Bach notar sömu vinnuaðferð í útfærslu sinni á nokkmm sálmalögum, að spinna upp úr sér sjálfstætt tónverk og fella inn í það eins og eina hend- ingu sálmsins. Bæði er að innskots- hendingar sálmsins em leiknar og einnig sungnar eins og í kantötunni Vakna, Síons verðir kalla. Spuni Bachs er að því leyti til hinn full- komni kontrapunktur, að hann er alger andstæða við sálmalagið þó niðurstaðan sé undarlega seið- mögnuð heild. Hljómeyki söng sálminn í einraddaðri skipan og þætti Bjöms Steinars í þessum tón- leikum lauk með tvíleiks-konsert í a-moll, op. 3 no. 8, eftir Vivaldi er J.S. Bach umritaði fyrir orgel. Þessi konsert er ekta Vivaldi, fjömgur og leikandi, opinskár og laus við flókinn rithátt og í raun ótrúlegt að útgefendur Bach-verka skuli hafa mistekið sig á umritunum meistarans, sérstaklega þar sem slík iðja var blátt áfram nauðsyn þeim er lögðu stund á tónsmíði og auk þess mikið iðkuð á þessum tíma. Bjöm Steinar Sólbergsson er góður orgelleikari og var leikur hans allur hinn vandaðasti, þó und- irritaður hefði óskað að heyra hann stefna sér í meiri hættu, því þannig má vel útfæra Vivaldi-konsertana og gera þá að spennandi tónlist. Tónleikunum lauk með því að Hljómeyki flutti mótettuna Jesu meine Freude eftir meistara Bach. Til að flytja slíkt verk með svo fáum söngvumm sem em í Hljómeyki, þurfa allir flytjendumir að vera býsna vel þjálfaðir söngvarar ef söngurinn á að vera gæddur þeirri festu er gerir þétt ofínn kontra- punkt meistarans áheyrilegan. Þrátt fyrir að margt væri fallega gert hjá Hljómeyki var tónstaðan á stundum óviss og samskipan tón- hendinganna laus. Líklega hefði það nokkra þýðingu fyrir söngflokkinn að hafa tiltækan stjómanda til að auka á samvirkni og raddlegt jafn- vægi, sérstaklega í erfíðum tón- verkum eins og þessari mótettu Bachs. Hljómeyki. Á innfelldu myndunum eru t.v. Hjálmar H. Ragnarsson og t.h. Björn Steinar Sólbergsson Hjálmar H. Ragnarsson Tónlist Jón Ásgeirsson Á §órðu sumartónleikunum í Skálholti vom eingöngu flutt tón- verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Flytjendur vom Hljómeyki en auk þess flutti Halldór Vilhelmsson smálag Hjálmars við ljóð eftir Snorra Hjartarson og lék Bjöm Steinar Sólbergsson undir á oregl. Önnur verk tónleikanna vom kór- verk er vom öll flutt undir stjóm höfundar. Vel má merkja togstreitu í tónmáli Hjálmars þar sem annars vegar er um að ræða „nýakadem- iskar" vinnuaðferðir með hljóm- klasa og ýmis tónblæbrigði sem þungamiðju og annars vegar vinnu- tækni er Hjálmar sækir að nokkm í einfaldar þríhljómaaðferðir Jóns Leifs, þar sem hljómamir sjálfír em hreinir en hljómskiptin em unnin út frá þverstæðri skipan einstakra tóna án þess að samskipan hljóm- anna raskist. Þessi aðferði er alls ekki ný en Hjálmar hefur þama fundið sérstæðan tón, sem kemur einkar fallega fram í lögum eins og Gamalt vers, Kvöldvísur um sumarmál og Ave Maria. í tónverkunum Gloria og ekki síst í Credo,.sem var frumflutt að þessu sinni, tekst Hjálmari að gæða verk sín sterkri „dramtík", sem er eins konar andstæða þess ljóðræna í „þríhljóma" lögunum. Þessi tog- streita á ef til vill eftir að mynda sterka samsteypu í verkum Hjálm- ars, þar sem honum, laus við „aðferðir", tækist að skapa sér sér- stæðan og magnaðan stíl, því tónlist hans ber með sér að vera góður tónskáldskapur, þar sem saman fer kunnátta og sterk túlkun tilfínn- inga. Hljómeyki flutti tónlist Hjálmars á mjög áhrifamikinn máta og auðheyrt að söngflokkurinn naut markvissrar leiðsagnar tónskálds- ins. í heild voru tónleikamir mjög áhrifamiklir, því bæði var flutning- urinn á þessari erfíðu tónlist mjög góður og tónlistin sjálf, sem er sér- kennilegt sambland af „lýrík og drama", ekki síður til þess vekja hrifningu áheyrenda. Morgunblaðið/Þorkell Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Goldí við Laugaveg. Eig- andi er Þorleifur Björnsson. Á myndinnni eru talið frá vinstri: Edda Þorsteinsdóttir verslunarstjóri, Kristín Geirsdóttir af- greiðslustúlka og Anna Ámadóttir afgreiðslustúlka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.