Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 18

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 SVARIÐ ER ÞÖGN Nokkur orð í tilefni af þögn Sveinbjörns Rafnssonar heimspekideildarprófessors eftir Jón Kristvin Margeirsson „SSðan grein mín birtist eru liðnir nálægt þvi tveir mánuðir eða svo og ekkert svar hefur birzt frá Sveinbirni. En þögnin er lika svar. Með þögn sinni játar Sveinbjörn, að hann geti ekki vefengt það, að S ritgerð minni sé í hvivetna farið eftir gildandi reglum S visinda- legri sagnfræði. Og hann játar einnig með þögninni, að hann geti ekki nefnt dæmi, þar sem hann vefengi einhveija niðurstöðu S rit- gerð minni á þeirri forsendu, að ekki hafi verið farið eftir gildandi reglum í visindalegri sagnfræði." í Morgunblaðinu 20. maí sl. beindi ég af gefnu tilefni spumingu til Sveinbjöms Rafnssonar prófessors við heimspekideild Háskóla íslands. Spuming mín ásamt inngangi var sem hér segir: „í nýlegu dómnefndaráliti, sem þú hefur undirritað, er vitnað í dóm- nefndarálit tveggja dómnefnda um ritgerð mína „Deilur Hörmangarafé- lagsins og íslendinga 1752-57“ til stuðnings neikvæðu áliti þínu og meðnefndarmanna þinna og komizt svo að orði, að á ritgerð minni séu „verulegar brotalamir". Nú hef ég staðhæft opinberlega (sbr. grein mína í Morgunblaðinu 15. júlí sl. sumar), að í ritgerð minni sé í hvívetna farið eftir gildandi reglum í vísindalegri sagnfræði. Treystir þú þér til að vefengja þetta? Auðvitað geta engar brotalamir, sízt af öllu veralegar, verið á sagnfræðirann- sókn, þar sem í hvívetna er farið eftir gildandi reglum í vísindalegri sagnfræði. Reglumar, sem hér er átt við, standa skráðar í þeim ritum, sem ég nefndi í „Opnu bréfi til heimspeki- deildar" í Mbl. 7.-8. marz 1986 og auðvitað ætlast ég til þess, að þú rökstyðjjir svar þitt með tilvitnunum úr þessum ritum. Hvert er svar þitt, Sveinbjöm Rafnsson, við þessari spumingu? Ennfremur: Getur þú neftit dæmi, þar sem þú vefengir einhveija niður- stöðu í ritgerð minni á þeirri for- sendu, að ekki hafi verið farið eftit gildandi reglum í vísindalegri sagn- fræði?" Svarað með þögn Síðan grein mín birtist era liðnir nálægt því tveir mánuðir eða svo og ekkert svar hefur birzt frá Svein- bimi. En þögnin er líka svar. Með þögn sinni játar Sveinbjöm, að hann geti ekki vefengt það, að í ritgerð minni sé í hvívetna farið eftir gild- andi reglum í vísindalegri sagnfræði. Og hann játar einnig með þögninni, að hann get.i ekki nefnt dæmi, þar sem hann vefengi einhverja niður- stöðu í ritgerð minni á þeirri for- sendu, að ekki hafi verið farið eftir gildandi reglum í vísindalegri sagn- fræði. Sveinbjöm hefur þannig játað með þögninni, að ummæli hans standist ekki og umrætt dómnefnd- arálit hans sé að þessu leyti að engu hafandi. Vinnubrögð Sveinbjöms í þessu dæmi virðast borin uppi af þeirri hugmyndafræði, að hann geti sem prófessor sett fram hvaða staðhæf- ingu sem er, án tillits til þess hvort hún er sönn eða ekki og notað slíkar staðhæfíngar sem forsendur eftir geðþótta. Þar sem heimspekideild Háskóla íslands sé eina heimspeki- deildin á landinu og þar sem eftirlit með störfum deildarinnar skorti, geti Jón Kristvin Margeirsson hann leyft sér hvað sem er í dóm- nefndaráliti. Tilefni til spurningar í grein minni 20. maí sl. lýsti ég tilefninu til þeirrar spumingar, sem fram var borin. Við það mætti bæta einu atriði. Sveinbjöm veit það auðvitað mætavel, að ritgerð mín sem hér um ræðir, um deilur Hörmangarafélags- ins og íslendinga 1752-57, er unnin fyrir almannafé, sem ég fékk í formi rannsóknarstyrkja. Þessa styrki hlaut ég til að gera vísindarannsókn og áðumefnd ummæli Sveinbjöms fela það í sér, að þetta fé hafi ekki nýtzt sem skyldi. Það var því ofur eðlilegt að fara fram á það við Svein- bjöm að hann stæði opinberlega við orð sín, ef hann treysti sér til þess. Ef til vill vefst það fyrir lesandan- um að átta sig á því, hvað felist í hugtakinu vísindaleg sagnfræði. Er ekki öll sagnfræði vísindi, kann ein- hver að spyija. Til að útskýra hugtakið skulum við hugsa okkur, að við skiptum sögunni í tvennt, sagnfræðilegar visindarannsóknir og framsetningarsagnfræði. í framsetn- ingarsagnfræði er framsetning á sagnfræðilegu efni meginatriðið og höfundurinn ákveður sjálfur, hvaða reglum hann fylgir. Allt sem skrifað hefur verið um sagnfræðileg efni frá upphafi íslenzkrar sagnaritunar og fram á 19. öld flokkast sem fram- setningarsagnfræði. Og mest af því sem síðan hefur birzt á íslenzku um sagnfræðileg efni flokkast einnig sem framsetningarsagnfræði. Gott dæmi um framsetningarsagnfræði samkvæmt þessari skiptingu er ís- landssaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem flestir fullorðnir íslend- ingar kannast við. Vinnubrögð þess sagnaritara, sem leggur stund á framsetningarsagnfræði, era býsna áþekk vinnubrögðum rithöfundarins. Báðir reyna að setja saman góðan teqcta og báðir ákveða sjálfir, hvaða reglum þeir fylgja. Vísindaleg sagnfræði (sagnfræði- leg vísindarannsókn) greinist frá framsetningarsagnfræði á þann hátt, að hér gilda fastar reglur. Þetta era þær reglur, sem ég hef kallað gild- andi reglur í vísindalegri sagnfræði. Sem dæmi um þessa tegund sagn- fræði má benda á tvær ritgerðir eftir Norðurtandamet íspjótkasti 82,96 m. Til haminaju! tr Þrotlausaræfingarog undirbúningsstarf Einars Vilhjálmssonar að íþrótt sinni ber ríkulegan ávöxt þessa dagana; íslandsmet 5. júlí, 82,10 m. og Norðurlandamet, 82,96 m. s.l. laugardag á Landsmóti U.M.F.Í. FYRIR FRAMTlÐINA íþróttaafrek í afmælisgjöf Á fimmtugasta starfsári sínu er KRON heiður að því að styðja við bakið á íslenskum afreksmanni sem stefnir hátt á íþróttasviðinu. Ekki spillir ságlæsilegi árangur sem hann er að ná þessa dagana. Vonandi verður ástæða til að samgleðjast Einari Viihjálmssyni og allri þjóðinni enn frekar á næstunni. Áfram Einar! K?CN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.