Morgunblaðið - 14.07.1987, Page 20

Morgunblaðið - 14.07.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 -I Ferðaþjónusta á landsbyggðinni Morgunblaðið/Leifur Hallgrímsson Mikley og Hrútey í Mývatni. Mývatnssveit: Hugmyndir uppi um að lengja ferðamannatímaim Þjónusta við ferðafólk er vax- andi atvinnugrein í Mývatnssveit. Þó er ferðamannatíminn frekar stuttur og eru uppi ýmsar hug- myndir um að reyna að lengja hann enn frekar. Ekki er talið að ferðamannastraumurinn hafí enn náð hámarki á þessu sumri. Arnþór Bjömsson hótelstjóri í Hótel Reynihlíð telur gistinætur í hótelinu heldur færri nú en á sama tíma síðastliðið sumar, en pantan- ir eru miklar. Landverðir á tjaldstæðum hjá Reykjahlíð segja hinsvegar að- sóknina meiri nú en á sama tíma í fyrra. Fram til 22. júní gistu 1.478 á móti 1.365 í júní á síðasta ári. Einnig eru tjaldsvæði hjá Bamaskólanum á Skútustöðum og Bjargi. Þar geta tjaldbúar fengið að gista og er aðsókn vaxandi. Hótel Reykjahlíð er með veitinga- og gistiaðstöðu sem verið hefur um áratuga skeið. Þá er ferðaþjón- usta bænda með gistingu fyrir ferðafólk á Stöng og Laxárbakka. Fleiri einstaklingar hafa góða að- stöðu til að taka á móti ferðamönn- um til gistingar á einkaheimilum. Útimarkaður fyrir ferðafólk er opinn á planinu hjá Hótel Reynihlíð. Þar er á boðstólum margskonar fatnaður og fleira. Eigendur eru Ágúst Hilmarsson og Sævar Kristjánsson og telja þeir aðsóknina enn ekki mjög mikla á þessu sumri. Mýflug hf. var stofnað árið 1985. Það hefur með höndum þjónustu við ferðafólk, er með út- sýnis- og leiguflug. Félagið á tvær 5 sæta flugvélar og eina kennslu- vél. Útsýnisflugið er stærsti þátturinn í starfsemi félagsins og fer vaxandi. Þess má geta að aukning frá síðasta ári miðað við júnímánuð er yfír 100%. Félagið er með sex ákveðnar leiðir sem flogið er og virðist ferðamönnum líka þær mjög vel. Flogið er yfír Mývatnssveit og Kröflusvæðið. Þá er flogið yfir Óskju, Herðubreið og Herðubreiðarlindir. Ennfremur Kverkfjöll og Vatnajökul. Þá er einnig flugferð yfír Kröflusvæðið, Ásbyrgi og Dettifoss. Farið er yfír Öskju, Kverkfjöll, síðan með Jök- ulsá á Fjöllum allt til sjávar. Að lokum er flugferð yfir Kröflu til Húsavíkur og norður í Grímsey, þar sem höfð er einnar klukku- stundar viðdvöl. Að sögn Leifs Hallgrímssonar flugmanns og framkvæmdastjóra Mýflugs hefur félagið alla tíð búið við mjög frum- stæða aðstöðu og sjálft hefur það að miklu leyti þurft að kosta þær umbætur sem gerðar hafa verið. Flugvöllurinn hjá Reykjahlíð er ófullkominn en á komandi hausti stendur til að endurbæta hann. Nú er verið að byggja þar flugstöð og reisa flugskýli. Þarf Mýflug að mestu að fjármagna þær fram- kvæmdir. Framtíðaráform félags- ins eru að koma upp góðri aðstöðu til að geta sinnt þeirri vaxandi þörf sem virðist vera fyrir útsýnis- og leiguflug í Mývatnssveit. Jón Ámi Sigfússon í Víkumesi hefur um nokkurra ára skeið hald- ið uppi ferðum í Herðubreiðarlindir og Oskju með ferðafólk. Þetta eru eins dags ferðir og eru þær famar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Einnig or hann með ferðir að Dettifossi, Hljóðaklettum og Ásbyrgi á þriðjudögum, fímmtudögum og laugardögum. Jón er ennfremur með hópferðir vítt um landið og bíður upp á bíla sem geta tekið 10—53 farþega. Eldá hf. býður þjónustu við ferðafólk sem hér segir: Skoðunar-. ferðir umhverfís Mývatn og að eldstöðvunum við Leirhnjúk á sunnudögum, þriðjudögum og fímmtudögum. Einnig er farið til Húsavíkur um Tjömes, í Ásbyrgi, Hljóðakletta og Hólmatungur og að Dettifossi vestan Jökulsár á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Eldá er með áætlun- arferðir milli Mývatns og Húsavík- urflugvallar í tengslum við flug Flugleiða og hefur einnig söluum- boð fyrir Flugleiðir. Þá býður Eldá upp á ferðir með hestum á styttri og lengri leiðum. Þar er farið til ýmissa mjög áhugaverðra staða í nágrenni Mývatns sem ekki em í alfaraleið og því lítið kunnar. Þá er boðið upp á leigu á róðrarbátum á Mývatni, gistingu í heimahúsum í Reykjahlíð og nágrenni og tjald- leyfí á góðu svæði við vatnið. Eldá er einnig með verslun og eru þar seldar ýmsar vörur fyrir ferðafólk eins og minjagripir, ullarvörur, bækur og fleira. Eflaust mætti geta fleiri þátta ferðamála í Mývatnssveit Borgarnes: Mikið um bókanir fram í tímann segir Jón Stefán Karlsson hótelstjóri Borgarnesi. „ÞETTA er búið að vera mjög gott hjá okkur, ívið betra en í fyrra, það sem af er og útlitið er gott, mikið um bókanir fram í tímann," sagði Jón Stefán Karlsson hótelstjóri í Borgarnesi þegar hann var spurður um ferðamannastrauminn í sumar. Sagði Jón að veitingasalan væri meiri en gistingin, því töluvert væri um að hópar, sem væru á ferð í héraðinu, kæmu í mat, en gistu ekki. Sagði Jón að hótelið væri að margra mati í hæfílegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið til ráðstefnu-, námskeiða- og fundahalds. Enda væri hótelið vel búið til slíkra hluta. Nú væri nýlokið prestastefnu og framundan væri meðal annars fjölmenn ráð- stefna norrænna eftirlaunakennara. Aðspurður um hvað boðið væri upp á fyrir ferðafólk á staðnum sagði Jón að lítið væri um dansleiki á hótelinu á sumrin, en þó kæmu Sumargleðin og Stuðmenn yfírleitt við. Þá væru að sjálfsögðu allar veitingar í boði á hótelinu og auk diskótónlistar væri öðru hvoru boð- ið upp á lifandi tónlist. Fyrir þá sem vildu fara í silungs- eða laxveiði kvaðst Jón geta útvegað leyfí bæði í ám og vötnum í næsta nágrenni. Þá væri stutt að fara í 9 holu golf- völl sem væri að Hamri, rétt ofan við Borgames. Einnig kvaðst Jón geta komið fólki á hestbak með litl- um fyrirvara. Stutt væri í íþrótta- miðstöðina í Borgamesi þar sem væri sundlaug, gufubað og tækja- salur til heilsuræktar. Þá sagði Jón að rútur frá fjórum sérleyfíshöfum VH> KJÓSUjVI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.