Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Um hvað snýst hvalveiðideilan? eftir Guðrúnu Helgadóttur Með aukinni þekkingu mannsins á umhverfi sínu hefur orðið æ ljós- ara hversu afdrifaríkt það kann að reynast ef einstakir hlekkir í lífkeðju jarðarinnar bresta. íslend- ingar hafa tekið virkan þátt í samstarfí þjóða heims um vemdun lífríkisins, vamir gegn mengun landa, lofts og lagar, og þáttur íslendinga í gerð hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna var íslandi til sóma. Enda hefur enginn ágreiningur verið um sjálfsagðan þátt okkar í samvinnu þjóða um umhverfísmál, fyrr en tekist hefur að gera okkur að viðundri á al- þjóðavettvangi vegna hvalveiði- málsins, sem nú sýnist komið í óleysanlegan hnút. Varla verður með sanni sagt að við þessu hafí eki verið varað á Alþingi, en ef til vill höfum við gert of lítið af því að skýra eðli málsins fyrir almenn- ingi, og þess vegna hættir mörgum til að ruglast á aðalatriðum og aukaatriðum þess. Grein sú sem hér birtist er eilítil tilraun til skýr- ingar á málinu í heild. Hvað er Alþjóða- hvalveiðiráðið? Alþjóðahvalveiðiráðið er ekki nýleg uppfínning þrýstihópa um allan heim, eins og oft er látið í veðri vaka. Árið 1946 gerðu hval- veiðiþjóðir með sér sáttmála um skipan hvalveiða og gekk hann í gildi 10 nóvember 1948. íslending- ar tilkynntu þátttöku sína 10. mars 1947, og hafa verið aðilar að honum æ síðan. Löngu áður höfðu menn verið uggandi um of- veiði á hvölum, og t.d. bannaði Alþingi hvalveiði íslendinga árið 1915, og nær 20 ár liðu þar til þær voru leyfðar á ný. Þá voru engir þrýstihópar viðriðnir bannið og hvorki Greenpeace né Sea Shep- hard til, og ríku frúrnar í Ameríku sem oft er vitnað til voru enn á bamsaldri. Alþjóðahvalveiðiráðið var því og er alþjóðastofnun sem starfar sjálfstætt, var upphaflega komið á fót af hvalveiðiþjóðum til að fylgjast með viðgangi hvala- stofnanna og koma í veg fyrir ofveiði, en óiíkt ýmsum hliðstæðum stofnunum starfar ráðið ekki undir jrfírstjóm Sameinuðu þjóðanna vegna andstöðu nokkurra ríkja við slíkt fyrirkomulag. Fjölmargar þjóðir aðrar en hvalveiðiþjóðir eru nú aðilar að ráðinu, þar sem öllum er löngu ljóst að vemdun lífríkisins er ekki einkamál einnar þjóðar fremur en annarrar, heldur sið- ferðileg skylda alls mannkyns. Hvernigf starfar Al- þjóðahvalveiðiráðið? Ráðinu er skipt í þtjár starfs- deildir: vísindanefnd, tækninefnd og allsheijamefnd. Vísindanefnd ráðsins rannsakar vísindaleg gögn og upplýsingar og leggur mat sitt á það sem þar kemur fram. Vísindanefndin beitir ekki at- kvæðagreiðslu, heldur leggur fram tilmæli og greinargerðir til tækni- nefndarinnar. Þess vegna er auðvitað ekki óalgengt að menn greini á í niðurstöðum sem frá nefndinni og sémefndum hennar koma, þar sem vísindamenn telja sig vita sáralítið um háttu og lífshlaup hvalanna, þó að þeir sem alls ekkert vita telji sig þess um- komna að fullyrða að hvalastofn- unum sé í engu hætt. Tækninefnd ráðsins er fullskipað þing og það sitja sendifulltrúar aðildarríkjanna. Þar er beitt atkvæðagreiðslu og einfaldur meirihluti nægir til að vísa málum til allsheijamefndar eða stöðva þau, en þar er endanleg ákvörðun tekin. Þegar ákvörðun er tekin í allsheijamefnd, þarf aukinn meirihluta, eða 8/< atkvæða. Þannig á að vera tryggt að engar ákvarðanir verði teknar nema með samþykki yfírgnæfandi meirihluta aðildarríkjanna. Lýðræðið innap ráðsins er þó enn tryggt með því, að sé eitt- hvert aðildarríki ósátt við ákvörðun ráðsins, á það rétt á að mótmæla henni innan 90 daga. Alþjóðahvalveiðiráðið er því stofnun, sem leggur vísindalegar niðurstöður til gmndvallar við ákvarðanatöku, en er ekki sam- kunda þrýstihópa. Saga hvalveiði- deilunnar Sumarið 1972 var haldin í Stokkhólmi fyrsta alþjóðaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfísmál og tóku 113 ríki þátt í henni. A ráðstefnunni var rætt um helstu vandamál í sam- skiptum mannsins og lífríkis jarðarinnar. Þar kom m.a. fram að nauðsyn bæri til að auka rann- sóknir á lífí hvalanna og tilmælum var beint til Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um að það beitti sér fyrir frestun á hvalveiðum og stóraukn- um rannsóknum á hvalastofnun- um. Tilmælin hlutu _ góðar undirtektir og fulltrúar íslands greiddu þeim atkvæði sitt. Þar með höfðu íslendingar tekið ábyrgð á viljayfírlýsingu um stöðvun hval- veiða um sinn. A 24. ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins, sem haldinn var tveimur vikum seinna, bar hins vegar svo við að fulltrúar íslands greiddu atkvæði gegn tillögu, sem aðalrit- ari Stokkhólmsráðstefnunnar bar fram fyrir hönd aðildarríkjanna, en hún var um stöðvun hvalveiða í ábataskyni í tíu ár. Hið sama gerðist á 25. ársfundi ráðsins og um árabil skipuðu íslendingar sér síðan í hóp þeirra þjóða sem höfn- uðu frestun á hvalveiðum. Sumarið 1982 samþykkti Al- þjóðahvalveiðiráðið bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986 og til ársins 1990, svo að tóm gæfíst til rannsókna á stærð hvala- stofnanna sem. margir vísinda- menn óttuðust að væru í útrýmingarhættu. Hvalveiðiþjóð- um var þannig veittur 3*/2 árs aðlögunartími þar til veiðum yrði hætt. Norðmenn, Sovétmenn og Japanir mótmæltu banninu þegar, en á alþingi íslendinga var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Alþingi ályktar að samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um takmörkun hval- veiða sem kunngerð var með bréfí til ríkisstjómarinnar dagsettu 2. september 1982 verði ekki mót- mælt af íslands hálfu, en nefndin hafði til afgreiðslu þingsályktun- artillögu Eiðs Guðnasonar um að banninu skyldi mótmælt. Minni- hluti nefndarinnar lagði fram aðra tillögu samhljóða tillögu Eiðs. At- kvæðagreiðsla fór fram með nafnakalli og samþykktu 29 þing- menn að banninu yrði ekki mótmælt, 28 að því skyldi mót- mælt. í nefndarálitum bæði minnihluta og meirihluta kemur fram vilji til að stórauka rannsóknir á hvala- stofnunum hér við land. Það var þó ekki fyrr en haustið 1984, að sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd til að undirbúa hvemig rann- sóknunum skyldi háttað. Hinn 21. febrúar 1985, þegar nefndin hafði skilað verki sínu, fól ráðherra Ha- frannsóknarstofnun að semja áætlun um rannsóknir á hvala- stofnunum og undruðust menn nokkuð, hversu seint var af stað farið, þar sem bannið skyldi taka gildi 1. janúar 1986 eða eftir 10 mánuði. Áætlun um hvalveiðar í vísindaskyni Hinn 11. apríl eða U/2 mánuði seinna skilaði Hafrannsóknar- stofnun áætlun sinni um hvalveiðar í vísindaskyni. Framkvæmdaáætl- un lá síðan fyrir í byijun maí og samningur var gerður við Hval hf. og undirritaður 14. maí 1985, þar sem fyrirtækinu var falið að ann- ast veiðar á 80 langreyðum og 40 sandreyðum árlega meðan bannið væri í gildi undir yfírstjóm Ha- frannsóknarstofnunar. Andvirði hvalaafurðanna skyldi renna óskipt til greiðslu kostnaðar sem tengdist hvalarannsóknum en af- gangurinn ef einhver yrði skyldi renna í sérstakan sjóð, sem ekki má nota til annars en hvalarann- sókna. íslenska ríkið skal sam- kvæmt samningum ekki leggja fram fé til rannsóknanna og hugs- anlegt tap af rekstrinum er algjör- lega á ábyrgð Hvals hf. Áætlunina um árlegt veiðimagn skal endur- skoða í upphafí hvers árs. Það verður ekki annað sagt en hér hafi verið viðhöfð snör hand- tök. Fullyrt var að margir vísinda- menn hefðu unnið að áætluninni, en ekki mun stofnun eins og Nátt- úruvemdarráð hafa komið mikið þar við sögu. Áætlunin fór síðan til Alþjóðahvalveiðiráðsins, fyrst til vísindanefndarinnar að venju, en samkvæmt sáttmálanum frá 1946 á ráðið fyrst og fremst að Ijalla um veiðimagn. Veruleg gagnrýni kom fram á áætlunina í vísinda- nefndinni og undimefndum hennar, sem Ijalla um hinar ýmsu stofntegundir, og töldu margir að óþarft væri að veiða svo mikið magn, þegar væru til sýni sem nægðu til rannsókna, og áhuga- verðara væri að leggja áherslu á talningu á lifandi dýrum. Heimild til veiða í rannsóknarskyni var samkvæmt henni, en hér þótti ýmsum að um of mikið magn væri að ræða. Þá var minnst á hugsan- lega hagsmunaárekstra við fyrir- tækið sem veiðina átti að annast hér. Þá bentu menn á að í hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna væru skýr ákvæði um flökkustofna sjávardýra og eru hvalir þar sérs- taklega taldir. Segir þar að aðild- arríkin skuli vinna saman að vemdun sjávardýra og í samvinnu við alþjóðastofnanir að vemdun hvalastofnanna. (64., 65. og 120. gr. hafréttarsáttmálans.) Hvalimir eru þannig teknir sérstaklega fyrir vegna þess að þeir ferðast um heimsins höf, svo að engri þjóð er auðvelt að eigna sér stofnana. íslensk stjómvöld hirtu ekkert um athugasemdir vísindanefndar- innar og veiðamar hófust. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Malmö í maí 1986 komu fram athugasemdir við Qármögnun veið- anna. Menn höfðu ekki gert sér ljóst að veiðamar yrðu stundaðar í ábataskyni og rannsóknimar Qár- magnaðar með sölu afurða. Eftir harða orrahríð var samþykkt álykt- un um að íslendingar nýttu 51% afurðanna af veiddu hvölum innan- lands, en veitt heimild til að flytja Guðrún Helgadóttir „Getur þjóðin ekki ver- ið án tekna af hvalaaf- urðum? A síðasta ári voru útflutning'stekjur fyrir þessa vöru 185 milljónir, en fyrir allan útflutning okkar fen- gust 45 milljarðar. Svarið hlýtur að vera nei. Er slíkt atvinnu- leysi í landinu að ógerlegt væri að f inna starfsmönnum Hvals hf. önnur störf ef hval- veiðum yrði hætt? Hrædd er ég um að svarið yrði aftur nei. Hins vegar er dagljóst að Kristján Loftsson á hagsmuna að gæta, en undarlegt má teljast að ríksstjórnin setji þá æru sinni og hagsmun- um þjóðarinnar ofar.“ 49% á erlendan markað. Þetta leyfí var veitt í samræmi við ákvæði í sáttmálanum frá 1946 um að veiði- þjóðir nýti þau dýr sem veidd eru. Viðskiptaörðugleikar vegna veiðanna Snemma árs 1986 fóru að ber- ast fregnir um að helstu kaupendur hvalaafurða okkar, Japanir, myndu e.t.v. ekki halda þeim viðskiptum áfram meðan á hvalveiðibanninu stæði af ótta við að glata með því fískveiðiréttindum sínum innan bandarískrar lögsögu. Japanir áttu um þetta leyti í málaferlum í Bandaríkjunum um gildi svokall- aðra Packwood/Magnuson-laga, en þau heimila Bandaríkjamönnum að beita viðskiptabanni á þjóðir sem stofna dýrategundum í útrým- ingarhættu. Þeir kváðust banna innflutning á hvalaafurðum íslend- inga til Japans ef til greina kæmi að Bandaríkjamenn beittu áður- nefndum lögum vegna innflutn- ingsins. Niðurstaða málaferlanna varð sú að forseti Bandaríkjanna hefði nokkurt svigrúm í hveiju tilviki til að beita viðskiptabanni, svo að engin yfírlýsing kom frá Japönum að sinni um kaup á hvalaafurðum frá íslandi. En samningar létu á sér standa, og augljóst var að þeir héldu að sér höndum. Snemma á þessu ári fór svo sending af hvalkjöti áleiðis til Jap- ans, og er öllum í fersku minni hvemig fyrir þeirri sendingu fór í Hamborg. Samkvæmt samningi milli Eftiahagsbandalagsríkjanna er óheimilt að flytja um hafnir aðildarríkjanna aftirðir af dýrum sem taldar eru í útrýmingarhættu, og kjötið var sent aftur heim til íslands. Spyija mætti hvort við- skiptaráðuneytið hafí enga vitn- eskju haft um þennan samning þegar það veitti útflutningsleyfíð, en við því var engin svör að hafa á þeim bæ. Síðustu atburðir í þessu vandræðamáli Ársfundur Alþjóðahvalveiðir- áðsins var enn haldinn í Boumemo- uth í júní sl. og nú harðnaði leikurinn. Ástralíumenn lögðu fram tillögu þess efnis að hvalveið- ar íslendinga samræmdust ekki samþykktum ráðsins um undan- þágu til hvalveiða í vísindaskyni. Framkvæmdahluti tillögunnar var samþykktur með atkvæðum 16 þjóða, 6 voru á móti og 9 sátu hjá. Inngangur tillögunnar var samþykktur með 19 atkvæðum, 4 voru á móti og 8 sátu hjá. Fulltrú- ar íslands höfðu lagt fram tillögu um að frestað yrði að ijalla um vísindaáætlunina til næsta fundar, þar sem Bandaríkjamenn höfðu fengið samþykkt að um hana færi fram atkvæðagreiðsla. Tillaga ís- lendinga var felld. Það kom íslendingunum á fund- inum eflaust á óvart hversu lítinn stuðning málfutningur þeirra' hlaut. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra lét enda skapið hlaupa með sig í gönur, og hafði í frammi hótanir um að íslendingar segðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Skynsamur maður eins og ráðherrann hefði þó átt að vita, að hann hefur ekkert umboð til að ijúfa gerða alþjóðasamninga, og auk þess mundi úrsögn úr ráð- inu á engan hátt bjarga okkur úr þessum leiða vanda. í þeirri stöðu sem málið er nú stendur þetta eftir: Orðstír íslend- inga í umhverfísmálum hefur beðið hnekki sem örðugt verður að hreinsa okkur af. Virðing manna fyrir vilja íslendinga til að halda gerða samninga við aðrar þjóðir hefur dofnað svo að um munar. Og loks hefur miklum viðskipta- hagsmunum þjóðar okkar verið stefíit í hættu sem menn þora tægast að horfast í augu við. Ástæða alls þessa er sú stað- reynd að íslendingum hefur ekki tekist að fá þjóðir heims til að skilja nauðsyn þessa hvaladráps og þær telja hvalveiðar íslendinga ekki samræmast stefnu Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem mörkuð var 1982. Hverra hagsmuni er um að ræða? Getur þjóðin ekki verið án tekna af hvalaafurðum? Á síðasta ári voru útflutningstekjur fyrir þessa vöru 1985 milljónir, en fyrir allan útflutning okkar fengust 45 millj- arðar. Svarið hlýtur að vera nei. Er slíkt atvinnuleysi í landinu að ógerlegt væri að finna starfsmönn- um Hvals hf. önnur störf ef hvalveiðum yrði hætt? Hrædd er ég um að svarið yrði aftur nei. Hins vegar er dagljóst að Kristján Loftsson á hagsmuna að gæta, en undarlegt má teljast að ríksstjómin setji þá æru sinni og hagsmunum þjóðarinnar ofar. Þjóðin á rétt á að fá skýringu á þessu mati á hagsmunum. Það er löngu ljóst að þvermóðska íslenskra stjómvalda ieiðir ekki til neins. Deilan um hvalveiðamar er töpuð fyrir íslendinga og engin leið út úr henni nema að hætta hvalveiðum svo lengi sem bannið er í gildi. íslendingar eru ekki ein- ir í heiminum og kjánaleg þjóð- remba sem gripið hefur verið til, lítillækkar okkur aðeins í augum úmheimsins. Við getum hinsvegar lagt stóran skerf til umhverfísmála með rannsóknum á lifandi hvölum í hafinu kringum landið. Hinir nýju ráðherrar í ríkis- stjóminni em ekki til einskis þangað komnir ef þeim tekst að koma vitinu fyrir sjávarútvegsráð- herra þjóðarinnar í þessu máli. Höfundur er einn af alþingia- mönnum Alþýðubandalaga fyrir Reykjavíkurkjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.