Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Ríðandi í kring- um Snæfellsnes Borg í Miklaholtshreppi. SEM BETUR fer er það í fram- för að bændur og búalið létti af sér erli líðandi stundar og taki sér nokkurra daga frí. Margir hafa þann hátt á að fara slíkar ferðir í sláttarlok, þegar áhyggj- ur heyskapar eru lagðar til hliðar. Þá er gott að skoða sitt land og fara um ókunn héruð, þá er margt sem gleður gests- augað, bæði í alvöru og gamni. Fyllsta ástæða er til að bænda- fólk láti það meira eftir sér og mættu fleiri taka sér til fyrirmynd- ar að gleyma dagsins önn um stund, þrátt fyrir þá erfiðleika sem steðja að bændafólki þessi árin. Hér skal greint frá í stórum dráttum einni slíkri ferð, þar sem allt heimilisfólkið á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi og nokkrir vinir þeirra úr Borgamesi fóru ríðandi kringum Snæfellsnes. Fengu þau dýrðlegt veður og nutu þess í ríkum mæli hversu mikla náttúrufegurð Snæfellsnes býður ferðamanninum, en það skal tekið fram að það þarf að fara meira en eina ferð ef allt á að skoða sem augað gleður. Þessi sami hópur fór sl. sumar á hestum frá Snorrastöðum norður í Steingrímsfjörð, sú leið er 400 km. Afangastaður hópsins var að kom- ast að Gestsstöðuum í Kirkjubóls- hreppi, því þangað sótti Haukur bóndi á Snorrastöðum sína góðu og dugmiklu konu, Ingibjörgu Jóns- dóttur. Báðar þessar ferðir gengu að óskum, ferðafélagamir nutu frá- bærrar fyrirgreiðslu hvar sem þeir komu og sendu öllum sem hlut eiga að máli bestu þakkir. Að þessu sinni var lagt af stað frá Snorrastöðum þann 19. júní með 32 hross. Farið var um 300 km leið. Þann 19. júní var farið með hrossin að Syðri-Rauðamel. 20. júní var farið frá Syðri- Rauðamel að Hrísakoti í Helgafells- sveit. 21. júní. Farið frá Hrísakoti að Kvemá í Eyrarsveit. 23. júní. Farið frá Kvemá að Vaðstakksheiði í Neshreppi. 24. júní. Farið frá Hamraendum að Stokkhamri, Miklaholtshreppi. 26. júní. Farið frá Stokkhamri Kjartan Magnússon, Haukur Sveinbjömsson og Ragnar Jónsson ganga frá hestum í áningarstað. Friðjón Sveinbjörnsson spari- sjóðsstjóri í Borgarnesi les upp úr Landinu þínu. og heim að Snorrastöðum. Þátttakendur í ferðinni voru: Þórður Jónsson, Snorrastöðum, Ingibjörg Jónsdóttir, Snorrastöðum, Branddís Margrét Hauksdóttir, Snorrastöðum, Haukur Svein- bjömsson, Snorrastöðum, María Bjarman, Snorrastöðum (frá Svíþjóð), Guðrún Georgsdóttir, Borgamesi, Ragnar Jónsson, Bor- gamesi, Jóna Sigurðardóttir, Borgamesi, Kjartan Magnússon, Borgamesi, og Friðjón Sveinbjöms- son, Borgamesi. PáU Áð á Snæfellsnesi, f.v. Jóna Sigurðardóttir, Friðjón Sveinbjörasson, Guðrún Georgsdóttir og Þórður Jónsson. Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd. 5ÉÁR FYRIR FRAMTÍÐINA AFMÆLISTILBOD 5 M\/ r\n qi ilfin áhorcÍQ á Iánt \/nri i\/nrrS nn nnrSa hinni icti i Ný og aukin áhersla á lágt vöruverð og góða þjónustu í KRON verslununum í tilefni 50 ára starfsemi félagsins. Afmælistilboðin áýmsum heimilisvörum hafa reynst mörgum mikill búhnykkur. Hér er 5. afmælistilboðið: Kellogs komflögur 500 gr. kr. 115,- Lassie hrísgrjón 227 gr. kr. 23,- Slotts tómatsósa 525 gr. kr. 57,- Barber tekex 200 gr. kr. 24,- Pally kex 300 gr. kr. 39,- Prana þvottaduft 3,6 kg. kr. 425,- Maggi kartöflumús kr. 57,- Gular baunir kr. 29,- Clearway grillfilma kr. 69,- Leni eldhúsrúllur 2 rl. kr. 65,- Epli rauð amerísk 1 kg. kr. 69,- Juvei hveiti 2 kg. kr. 39,' Sirkku sykurmolar 1 kg. kr. 37,- Honig spaghetti 250 gr. kr. 32,- Colgate tannkrem 75 ml. kr. 64,- Toblerone súkkulaði 400 gr. kr. 249,- Jarðarberjasulta rússnesk kr. 49,- Ananas í sneiðum 425 gr. kr. 45,- Ananas 425 gr. kr. 35,- Ma-ling sveppir 184 gr. kr. 35,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.