Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 29 Breytingar í lýðræðisátt í S-Kóreu: Uppstokkun á ríkissljórninni Seoul, Reuter. CHUN Doo Hwan, forseti Suður-Kóreu, gerði mikiar breytingar á ríkisstjórninni í gær. Hann útnefndi nýjan forsætisráðherra og leysti ráðherra, sem einnig gegna háum embættum innan stjórnarflokks- ins, frá ráðherradómi. Uppstokkunin í stjórninni felur m.a. í sér skipun nýrra ráðherra í hinum mikilvægu innanríkis- varnar- og menntamálaráðuneytum. Hún siglir í kjölfar loforða Chuns um stjórnarumbætur og lýðræðisiegar forsetakosningar, sem skipulagð- ar væru án þess að hygia einstökum stjórnmálafiokkum. Chun gaf þessa yfirlýsingu að loknum þriggja vikna stanslausum óeirðum stjórnarandstæðinga í landinu, sem hann varð loks að láta undan. Hinn nýi forsætisráðherra ríkis- stjórnarinnar er Kim Chung Yul, sem var yfirforingi í flugher S- Kóreu á sjötta áratugnum. Kim er 69 ára að aldri og tekur við af Lee Han Key, sem var skipaður forsæt- isráðherra 26. maí síðastliðinn er hneyksli vegna dauða námsmanns nokkurs, sem l '-tfði verið pyndaður af lögreglunni, stóð sem hæst. Fimm ráðherrar, sem gegndu einnig forystuhlutverki í Lýðræðis- lega réttlætisflokknum, voru leystir frá störfum. Þeir voru: Koh Kun, innanríkisráðherra, Lee Se Ki, íþróttaráðherra, Lee Dai Soon, sam- gönguráðherra, Lee Tai Sup, vísinda- og tækniráðherra og Cho Ki Sang, stjórnmálaráðherra. Einn þeirra, sem gegndu þannig tvöföldu hlutverki, verslunarráð- herrann Rha Wong Bee, ákvað að sitja áfram í ríkisstjórninni og sagði þess í stað af sér embætti sínu inn- an flokksins. Varnarmálaráðher- rann, Lee Ki Baek, lét hins vegar af ráðherradómi. Talsmaður Chuns forseta sagði á fréttamannafundi í gær: „Upp- stokkunin er ætluð til að endurnýja ímynd stjórnarinnar samkvæmt áætlun Chuns forseta, gefa betri yfirsýn yfir landakoit stjórnmál- anna... og framkvæma hið krefjandi verkefni að koma á raunverulegu lýðræði í landinu.“ Stjórnarandstaðan virðist eiga í erfiðleikum með að bregðast við hinum skyndilegu sinnaskiptum stjórnarinnar svo vel sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar hennar, þeir Kim Yong Sam og Kim Dae Jung, hafa ekki getað komið sér saman um sameiginlegan for- setaframbjóðanda, sem gæti veitt svo að hann neyðist til að láta í minni pokann fyrir honum, muni hann taka því með reisn og halda áfram starfi sínu fyrir flokkinn. Peacock hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvoit hann bjóði sig fram eður ei, en í gær sagði hann fréttamönnum að það yrði á næstu dögum. Þingflokkur fijáls- lyndra mun væntanlega kjósa formann í næstu viku. Sigurvegararnir í Verkamanna- flokknum hafa einnig deilt inn- byrðis eftir kosningarnar, einkum um nýjan ráðherralista. Þær deilur eru þó ekki taldar alvarlegar og styrkur Hawkes er óumdeilanlegur, að sögn stjórnmálaskýrenda. Hann hefur lýst því yfir að öll mikilvæg- ustu ráðherraembættin verði í höndum sömu manna og fyrir kosn- ingar. Hawke sagði einnig að stjórn hans myndi nú halda áfram endur- reisn efnahags landsins, og þakkaði kosningasigur sinn einkum ábyrgri efnahagsstefnu, þótt óeining hægri flokkanna hefði einnig komið við sögu. Astralski dalurinn hækkaði í verði í gær og kaupgleði var mikil á verðbréfamörkuðum, þar sem ■nenn töldu að áframhaldandi stjórn Hawkes myndi tryggja stöðugleika í efnahagsmálum. Samtök ástral- skra verkalýðsfélaga hafa einnig lýst stuðningi við Hawke og sagst ekki munu gera kröfur um hærri launataxta á næstunni til þess að hjálpa Hawke í efnahagsumbótun- um. Bob Hawke mál að stríða í eigin flokki. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda formannsembættinu og leiða flokkinn í næstu kosningum eftir þrjú ár. Hins vegar má Howard nú eiga von á því að helsti keppinautur hans innan flokksins, Andrew Pea- cock fyrrum utanríkisráðherra, geri tilkall til formannsembættisins. Howard sigraði Peacock í form- annskosningum árið 1985. Mismunandi skoðanir Peacocks og Howards á efnahagsmálum hafa oft valdið deilum í Ftjálslynda flokknum, og skömmu fyrir kosn- ingar setti Howard rækilega ofan í við keppinaut sinn og sakaði hann um óhollustu við sig. Howard hefur sagst munu ræða við Peacock í því skyni að afstýra bardaga um formannssætið, en fari Chun Doo-Hwan forseti Suöur- Kóreu. væntanlegum arftaka Chuns, Roh Tae Woo, verðuga keppni. í gær lentu þeir tvímenningar svo í enn frekari vandræðum, er 200 stjórnarandstæðingar ruddust inn í byggingu stjórnarandstöðuflokks- ins á meðan á fréttamannafundi Kims Yong Sam stóð, og kröfðust þess að öllum viðræðum við stjórn- ina yrði frestað þar til allir pólitískir fangar í landinu hefðu verið leystir úr haldi. Báðir leiðtogarnir reyndu að tala mótmælendurna til, og að lokum ákvað fólkið að snúa aðgerðum sínum upp í sólarhrings langa föstu í byggingunni, en Kim Dae Jung frestaði fréttamannafundi, sem hann ætlaði að halda i dag. A blaðamannafundinum, sem Kim Yong Sam hélt, krafðist hann þess meðal annars að allir pólitískir fangar yrðu látnir lausir, ný stjórn- arskrá yrði borin undii- þjóðarat- kvæði í september, forsetakosning- ar yrðu í nóvember og almennar kosningar í desember. Afganskir uppreisnarmenn með eldflaugavörpu A Afganistan; V estrænar eld- flaugar breyta gangi stríðsms Islamabad, Pakistan, Reutcr. Talsmenn afganskra skæruliða og vestrænir fréttaskýrendur eru sammála um að háþróaðar, vestrænar eldflaugar hafi orðið til þess að stríðið í landinu hafi nú tekið nýja stefnu. Undan- farna mánuði hafa tugir af þyrlum og flugvélum verið skotnar niður með banda- rískum Stinger-eldflaugum. Þetta hefur aukið andlegt þrek skæruliðanna og þvingað Sov- étmenn og Kabúl-stjórnina til þess að breyta baráttuaðferð- um sínum. I staðinn fyrir loftárásir, könn- unar- og árásarferðir með þyrlum er nú beitt stórskotaliði og þung- byggðum eldflaugum, sem skotið er af jörðu, gegn skæruliðum. Loftárásir eru nú gerðar úr meiri hæð eða með lágflugi. „Vegna Stinger-flauganna fljúga þeir annaðhvort of hátt svo að sprengjurnar missa marks eða svo lágt að við eigum auðvelt með að hitta þá með vélbyssum," sagði afganskur heimildarmaður. Heyrst hefur hér í Islamabad að stjórnarliðar séu farnir að nota þyrlurnar sér til stuðnings við næturárásir. Þriggja vikna löng orrusta í maí og júní um dal nokkurn í Jiji- héraði í austurhluta fylkisins Paktia sýnir ve! þá breytingu sem orðið hefur á stríðinu. Á svæðinu eru mikilvægar birgðaleiðir fyrir skæruliða sem herja í ýmsum hlutum Austur- og Mið-Afganistans og Kabúl-stjórn- in hefur oft reynt að ná þeim á sitt á vald. I maí sóttu brynvarðir flokkar mörg þúsund hermanna, þ.á.m. sovéskra úivalshermanna, fram til austurs inn í dalinn. Uppr- unalega voru varðsveitir skæru- liða umhverfis dalinn skotspónn flugsveita stjórnarinnar. En þegar búið var að skjóta niður allmargar flugvélar urðu árásrmennirnar að treysta meira á það lið sem þeir hiifðu á jörðu niðri. Svo fór að þeir voru neyddir til að höi-fa eft- ir einhveija hiirðustu bardaga í öllu stríðinu og féllu hundruð manna af hálfu beggja aðila sam- kvæmt frásögnum skæruliða. Háttsettur, bandarískur emb- ættismaður telur að orrustan sýni að ákæruliðar séu færir um að leggja til atlögu við sovéska her- menn í stórorrustu og stöðva framrás þeirra. Fréttaskýrendur í hópi vestrænna stjórnarerindreka í Pakistan segja hins vegar að aðstæður í Jiji-héraði hafi verið einstakar í sinni röð og vöruðu menn við því að halda að skærulið- ar gætu endurtekið „sigurinn" annars staðar. Bardaginn átti sér stað aðeins nokkra kílómetra frá miklum birgðastöðvum skæruliða á Kurr- am-svæðinu innan pakistönsku landamæranna og þess vegna réðu þeir yfir meiri vopnabúnaði en nokkru sinni fyrr. Einn skæru- liðahópurinn skaut allt að þúsund eldflaugum á dag þegar orrustan stóð sem hæst en slíkt magn eld- flauga er ómögulegt að flytja til flestra átakasvæðanna. Einnig var það mikilvægt vegna álits helstu skæruliðaforingjanna að halda yfirráðum á svæðinu fyrir utan gildi þess sem birgðaflutn- ingaleiðar. Þrjár af þeim sjö skæruliða- hreyfingum, sem hafa aðalstöðvar í Pakistan, tóku þátt í orrustunni og samvinna milli hreyfinganna, sem oft eiga í útistöðum sín í milli, var án efa veigamikil ástæða fyrir góðum árangri. Talsmenn skæruliða sögðu þó að liðsmenn hreyfinganna hefðu unnið vel saman í mörgum orrustum víða í landinu áður og Jiji-orrustan væri því engin undantekning. Áhrifin af Stingor-flaugunum - og bresku Blowpipe-flaugunum, sem Moskvu-stjórnin segir að hafi verið notaðar gegn flugvélum í Afganistan - hafa einnig komið skýrt í ljós í öðrum bardögum nýlega. Herflokkar Sovétmanna og Kabúl-stjórnarinnar hafa reynt að hrekja skæruliða burt frá Pagh- man-hæðum en þaðan er hægt að skjóta eldflaugum á höfuð- borgina, Kabúl. Samkvæmt skýrslum vestrænna stjórnarer- indreka hafa hersveitirnar aðal- lega notað stórskotalið og eldflaugar en ekki stuðst jafn mikið við loftárásir og áður. Ókleift er að fá nákvæmar fregnir af því hve margar þyrlur og flugvélar hafa raunverulega verið skotnar niður af skæruliðun- um. Bandarískir embættismenn áætla að ein vél hafi að meðaltali verið skotin niður á dag frá því seint á síðastliðnu ári en hvorki Moskvu-stjórnin né yfirvöld í Kab- úl birta tölur varðandi átökin. Stjórnmálaskýrendur eru á hinn bóginn sammála um að flaugarn- ar hafi haft umtalsverð áhrif á gang stríðsins og stóraukið kostn- að Sovétmanna við stríðsrekstur- inn. Þeir hafa haft herlið í landinu síðan 1979. Þótt þeir geti enda- laust fyllt í skörð flugvélaflotans þá er erfiðara að fá nægilega marga þjálfaða afganska flug- menn. Stórskotaliðsárásir eru ekki jafn áhrifaríkar og loftárásir á afmörkuð skotmörk og þar að auki valda þær meiri hættu á mannfalli í liði óbrcyttra borgara án þess að stefnt sé að slíku. Því meira sem liði á jörðu niðri er beitt í bardögum þeim mun meira verður mannfallið í liði Kabúl- stjórnarinnar. Talsmenn skæru- liða segja að flugvélatapið hafi leikið baráttuþrek stjórnarher- manna hart og þrek skæruliða hafi vaxið að sama skapi. Reyndir foringjar í liði skæru- liða gera sér þó vel grein fyrir því að ekki einu sinni með Stin- ger-flaugar að vopni geta þeir unnið stríðið meðan Sovétmenn standi ótrauðir að baki Kabúl- stjórninni og eina leiðin til að binda enda á blóðbaðið sé því ein- hvers konar samkomulag. Samningaumleitanir hafa hlaupið í baklás og fulltrúar beggja aðila segjast vera að bíða eftir betra tilboði frá hinum. „Síðastliðna fjóra mánuði hefur bókstaflega engin hreyfing verið í átt til samkomulags," sagði tals- maður pakistanska utanríkisráðu- neytisins í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.