Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Akureyrarbær semur við ríkissjóð: Skuldabréfalán boðin út að upphæð 57 milljónir Aflaverðmæti fyrir 34-35 milljónir króna hjá Margréti EA: „Eigum bara möguleika á einum svona túr á ári“ Morgunblaðið/Kristinn Jens Sturla Einarsson skipstjóri á Margréti EA 710 eftir mettúrinn, með sonum sinum, Einari Bjarna, sem fór með honum í túrinn, og Val- geiri Má. AKUREYRARBÆR hefur geng- ið frá samningi við ríkissjóð um greiðslur á hluta ríkisins í kostn- aði við byggingu Lundaskóla og Síðuskóla. A móti þessum samn- ingum hefur bærinn ákveðið að bjóða út skuldabréfalán að upp- hæð 57,9 milljónir króna og hefst sala þeirra í þessari viku. Upphæðin sem samið var um við ríkissjóð var 65,4 milljónir króna á núgildandi verðlagi og verður hún greidd á árunum 1987-1992, og er verðtryggð en vaxtalaus á samn- ingstímanum. Skuldabréfalánin sem Landsbankinn sér um að bjóða út er hins vegar ekki nema 57,9 milljónir og á að vetja þeirri upphæð til almennra framkvæmda í bænum. A fréttamannafundi sem haldinn var í gær af þessu tilefni kom fram að Landsbankinn hefur gengist fyr- ir skuldabréfalánum af þessu tagi að undanförnu, en þetta er lang- stærsta útboð sem þeir hafa séð um fyrir bæjarfélag. Bréfín verða að upphæð 50 þúsund krónur, 100 þúsund krónur og 250 þúsund krón- ur og verða með 9% vexti umfram verðtryggingu, og greiðast í einu lagi eftir fjögur ár. Haukur Þór Haraldsson, for- stöðumaður verðbréfaviðskipta Landsbankans, sagði að fram að þessu hefðu verðbréf af þessu tagi rokið út á skömmum tíma, jafnvel á örfáum vikum, og reiknaði hann með að öll bréfin ættu að verða seld fyrir áramót. Sléttbakur tilbúinn til veiða í september TOGARINN Sléttbakur verður væntanlega tilbúinn til veiða eft- ir breytingarnar, sem verið er að gera á honum, í byrjun sept- ember og mun hann þá lialda strax til veiða. Sverrir Leósson, stjórnarformað- ur Útgerðarfélags Akureyringa, sagði í samtali við Morgunblaðið að breytingarnar á Sléttbaki í frystitogara hefðu gengið ágætlega og giskaði á að kostnaður við þetta yrði í kringum 200 milljónir króna. „Þetta verður mjög vel útbúið skip, sennilega fullkomnasti frysti- togari í eigu landsmanna,“ sagði Sverrir. „Eins og áður hefur komið fram höfum við fullan hug á því að fá annan frystitogara í okkar eigu og ástæðan er sú að Útgerðar- félag Akureyringa er stór rekstrar- eining sem verður að hafa sem fjölbreyttasta fiskvinnslustarf- semi,“ sagði Sverrir. Sléttbakur verður 8 metmm lengri þegar breytingunum lýkur og einnig verður búið að skipta um öll spil í honum. - sagði Sturla Einarsson, skipstjóri FRYSTITOGARINN Margrét EA kom til hafnar á sunnudags- kvöldið með verðmætasta afla sem komið hefur hér að landi í einni veiðiferð. Var hann með 255 tonn af frystum flökum, mestmegnis þorskflökum, og er áætlað söluverðmæti um 34-35 milljónir króna. Giskað var á að hásetahlutur væri um 350 þúsund krónur. „Við höfum ekki möguleika nema á einum svona túr á ári. Þetta voru um 600 tonn sem við fengum af þorski upp úr sjó, og vorum áður búnir að veiða um 100 tonn, og þar með er þorskkvótinn búinn,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri á Margréti. Veiðiferðin stóð í 26 daga og sagði Sturla að mannskapurinn væri örþreyttur eftir allt úthaldið og hvíldinni feginn. Aflinn var að mestu leyti unninn fyrir Bretlands- markað, flakaður og snyrtur en er með roði og beinum. „Þetta var eiginlega fyrsti túrinn okkar á bolfisk, því við höfðum ein- ungis farið einn stuttan prufutúi' áður þar sem við veiddum um 100 tonn. Við snúum okkur því nú að öðrum tegundum og höldum út á fimmtudagskvöldið,“ sagði Sturla að lokum. Hjólreiðaferðin hefur gengið vel Jón hjólar til Hvammstanga í kvöld HÓLREIÐAFERÐ Jóns Kristins- sonar til Reykjavíkur hófst á laugardaginn klukkan 13.30 og í gærkvöldi var hann kominn til Blönduóss þar sem hann ætlaði að sofa í nótt, en halda síðan til Hvammstanga í dag. Um helgina hjólaði hann til Dalvíkur, Ólafs- fjarðar, Siglufjarðar og Sauðár- króks, og var hvarvetna vel tekið. Hefur hann hcimsótt dval- arheimili aldraðra á hverjum stað, kynnt ferðina og flutt stutta skemmtidagskrá ásamt dóttur sinni. Fólk á öllum aldri var mætt við Sel II eftir hádegið á laugardag ýmist til að kveðja Jón eða fylgja honum áleiðis frá Akureyri. Að sögn Helgu, dóttur Jóns, sem fylgir hon- um á ferðalaginu á bifreið hefur ferðin gengið mjög vel; Jón er óþreyttur enn sem komið er, og vai1 meira að segja á undan áætlun til Sauðárkróks á sunnudaginn. Þá sagði Helga að fjársöfnunin fyrir Sel II hefði gengið nokkuð vel það sem af er ferðinni, og bjóst reyndar við að undirtektir ættu eftir að batna því margir hefðu verið að heiman um helgina. „Við erum bjaitsýn á að söfnun- in gangi vel, fólk hefur haft samband við okkur í gc.'gnum ferð- asímann sem er í bílnum hjá mér, og reyndar var fyrsta símatalið frá New York þaðan sem bróðir Jóns hringdi," sagði Helga. Að lokum hvatti hún þá sem væru á ferðinni og vildu koma áheit- um áleiðis að stoppa bara bílinn sem hún ekur, en hún keyrir á eftir föð- ur sínum alla leiðina til Reykjavíkur. Akureyringar —ferðafólk Við bjóðum daglega ný afskorin blóm. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Skreytingar við öll tækifæri. Bílastæði við búðardyrnar. AKURW KAUPANGI V/MYRARVEG 602 AKUREYRI SIMAR 24800 & 24830 POSTHOLF 498

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.