Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 14.07.1987, Síða 37
MORUUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 37 Krakkarnir á Stóru-Tjörnum leika sér í heyinu í sólskininu. Morgunbiaðia/KristinnJens Norðurland eystra; SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Otvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SötunfO^Eagnuiir J®Dira@@®ira & ©tö) Vesturgötu 16, simi 1 3280 Höfóar til . fólks í öllum starfsgreinum! Flestir bændur komnir vel á veg með heyskap Unnið dag og nótt í brakandi þurrki HEYSKAPUR á Norðurlandi eystra er nú hafinn af fullum krafti og eru flestir bændur vel á veg komnir. Helgin reyndist þeim mörgum notadrjúg og unnu þeir dag og nótt eins og einn bóndi í Eyjafirði orðaði það, og kvaðst að líkindum klára hey- skap fyrir helgina ef þurrkur héldist. Bændur í Þingeyjarsýslu hafa einnig notað þurrkinn vel og er útlitið gott með heyskapinn hjá þeim. Stefán Skaftason, bóndi í Straumnesi í Aðaldal, sagði að bændur þar hefðu lítið verið byrjað- ir fyrir óþurrkana, og hefðu tún á stöku stað verið farin að brenna. „Það var bara gott fyrir sprettuna að fá smá vætu, og núna hefur verið unnið sleitulaust við að koma heyjum í hús,“ sagði Stefán. Stefán Halldórsson á Hlöðum í Glæsibæjarhreppi sagði að hey- skapur í sveitum norðan Akureyrar hefði gengið skínandi vel síðan hann hófst fyrir u.þ.b. viku, og taldi að flestir væi-u hálfnaðir að slá. „Gras- spretta er nokkuð góð þar sem kal komst ekki í tún og einnig þar sem roðamaurinn heijaði ekki á þau,“ sagði Stefán. „Tún liðu mjög af þurrki hér í vetur og vor, en segja má að vorið hafi verið með öllu úrkomulaust, en þrátt fyrir það er grasspretta nokkuð góð. Ég býst við að það verði borið á milli slátta og að eitthvað verði slegið upp,“ sagði Stefán að lokum. Bændur í Öngulsstaðahreppi og Hrafnagilshreppi voru einnig mjög bjartsýnir þegar Morgunblaðið hafði tal af þeim í gærdag, og sagði Benjamín Baldursson að hey væru góð. „Hitinn að undanförnu hefur verið upp undir 20 stig og jafnvel yflr það þannig að hér hefur verið alveg brakandi þurrkur eins og hann best getur orðið,“ sagði Benja- mín. „Bændur hér í kring eru langt komnir með heyskap, og ég býst við að klára fyrir helgi ef þurrkur- inn helst. Þá er einnig gott útlit með kartöflur ef einhver vill borða þær,“ sagði Benjamín að lokum. Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Baldursgata Hvassaleiti frá 1 -17 Snorrabraut Hvassaleiti frá 27-75 Flókagata Úthlíð KÓPAVOGUR Drápuhlíðfrá 1-24 Njálsgata frá 24-112 Hverfisgata frá 4-62 Borgarholtsbraut Kópavogsbraut frá 84-113 o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.