Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 42
 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Evrópumótið í brids hefst 1. ágúst í Englandi: Frakkar eru með sig- urstranglegasta liðið _________Brids__________ GuðmundurSv. Hermannsson Undírbúningur landsliða Evr- ópuþjóðanna er nú víðasthvar á lokastigi fyrir Evrópumótið i Brighton í Englandi sem hefst 1. ágúst næstkomandi. Menn eru líka farnir að vega og meta möguleika einstakra landsliða og velta fyrir sér mögulegri loka- röð. Skipan allra landsliðanna hefur ekki borist hingað til lands en þó hafa flestar bestu bridsþjóðimar tilkjmnt lið sín. Austurríkismenn em núverandi Evrópumeistarar og þeir senda í þetta skipti fjóra af spilumnum sem unnu mótið á Ítalíu 1985, þá Fucic, Feichtinger, Meinl og Terraneo. Til viðbótar em Krifn- er og Kubak. Þótt nöfnin flest séu gamalkunn virkar þetta lið ekki eins sterkt og endranær því búið er að skipta upp öllum pömnum frá 1985 og þótt sveitin gæti vel náð verð- Kir kjubæj ar klaustri. HINAR árlegu kappreiðar hesta- mannafélagsins Kóps voru haldnar nýlega á Sólvöllum í " Landbroti. Mættur var fjöldi manna og hesta í blíðskapar- veðri. Helstu úrslit vom þau að í A- flokki gæðinga sigraði Kristín Lámsdóttir á Sleipni og í B-flokki var efstur_ Vignir Siggeirsson á Stíganda. í unglingaflokki (yngri) var stigahæstur Ólafur Fannar Vig- fússon á Hem og í eldra flokki Kristín Lámsdóttir á Sleipni. Bestan tíma í 150 m skeiði hafði Hvinur frá Hvassafelli á 17,4, í 250 m skeiði Glaumur frá Norður-Fossi á 26,2, í 300 m brokki Sörli frá Heiðarseli á 38,2, í 300 m stökki Glanni frá Hemlu á 23,8 og í 300 m stökki Gammur frá Höfn á 20,1. + Þá var einnig til skemmtunar jámingaboðreið þar sem yngri og launasæti hefur undirritaður ekki trú á að Austurríki haldi Evrópu- meistaratitlinum. Silfrið_ á síðasta Evrópumóti hrepptu ísraelsmenn en lið þeirra nú hefur ekki borist hingað. Mér þykir þó ólíklegt að þeir endurtaki leikinn og nái verðlaunasæti nú því spilaramir em hreinlega ekki nógu góðir til þess, þótt þeir stæðu sig vel á Ítalíu. Bronsþjóðin frá 1985, Frakkar, sendir hinsvegar fima- sterkt lið þar sem em Cronier og Lebel, Chemla og Perron, Soulet og Abecassis. Þetta em allt Evr- ópu- og Ólympíumeistarar nema Abecassis en hann er gamalreyndur spilari sem hingað til hefur ekki verið talinn baggi á neinni brids- sveit. Þetta lið á að hafa alla burði til að vinna mótið í Brighton auð- veldlega, en reynslan hefur sýnt að slíkir spádómar rætast ekki alltaf þegar frönsk lið eiga í hlut. Stund- um hefur innbyrðis ósamlyndi veikt sveitimar og pörin en ég hef ekk- Þrír efstu í yngri flokki unglinga. eldri knapar leiddu saman hesta sína og sigmðu þeir yngri. Nú nýlega lauk reiðskóla á veg- um hestamannafélagsins þar sem ert heyrt í þá vem um liðið nú og spái Frökkunum því efsta sætinu. Heimamennimir, Bretar, senda mjög sterkt lið til leiks, aldrei þessu vant. Þar má fyrst fræga telja gömlu kempumar, Flint og Shee- han, og með þeim verða Forrester, Brock, Armstrong og Kirby. Þær aðferðir sem Bretar hafa notað undanfarin ár við landsliðsval hafa gefist misvel og bresku liðin hafa því verið upp og ofan en mér er til efst að hægt sé að fínna sterkara lið á Bretlandseyjum þessa dagana. Þetta em allt þaulreyndir spilarar sem hafa spilað saman í áraraðir og því ættu Bretamir að eiga alla möguleika á verðlaunasæti. Sagan kennir okkur að það má aldrei afskrifa ítalina en í þetta skipti kæmi verulega á óvart ef þeir stæðu á verðlaunapöllunum í mótslok. Þrír liðsmannanna em kunnuglegir, þeir Mosca, Lauria og Denna, en þeir spila allir við lítt þekkta spilara, þá Bocchi, Rosatti og Buratti. kennt var í fjórum flokkum svo ekki er hægt að segja annað en gróska sé í starfsemi félagsins. HFH Annað lið sem gæti komið á óvart er Pólveijar en það lið vann nýlega sveitakeppnina á mjög sterku brids- móti í Luxemborg. Pólska liðið er að þessu sinni skipað Wilkosz, Klukowski, Romanski, Bizon, Bo- roszewicz og Zawata. Þrír þeir fyrstnefndu em allir vel þekktir en hinir þrír hafa mér vitanlega ekki gert miklar rósir enn sem komið er. Uppgangur Hollendinga hefur verið mikill síðustu árin og þar em að koma upp ungir menn sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Liðskip- an þeirra nú hefur ekki borist hingað en þeir unnu tvöfaldan sigur á Evrópubandalagsmótinu og verða til alls líklegir í Brighton. Þá em eftir lið Norðurlandanna: Danir, Norðmenn og Svíar. Danir gerðu sér góðar vonir í vor þegar þeir völdu Möller, Koch, Schaltz, Boesgaard, Schou og Hulgaard. Hrakfarir liðsins á Evrópubanda- lagsmótinu fyrr í sumar dró þó úr væntingunum þótt Werdelin og Auken spiluðu raunar þar fyrir Schaltz og Boesgaard. Möller, Koch, Werdelin og Blakset stóðu sig þó með prýði á áðumefndu móti í Luxemborg og spiluðu úr- slitaleikinn við Pólveijana; höfðu raunar unnið þá fyrr í mótinu með miklum mun. Svíar halda sig við gömlu jaskana Flodqvist, Gullberg, Sundelin og Göthe og að þessu sinni fá Fallen- ius og Lindqvist, ungu mennimir sem hér spiluðu á bridshátíð í vet- ur, náðarsamlegast að vera með. Ég hef ekki trú á að þeim takist að hífa liðið upp á verðlaunapalla að þessu sinni því þótt ijórmenning- amir séu sennilega reynslumesta liðið á mótinu hafa þeir aldrei náð sér á strik á Evrópumótum síðan þeir unnu 1977. Norðmenn eru síðan óskrifað blað að þessu sinni. Liðsskipanin hefur ekki borist hingað enn en ég veit að Helness og Aabye og Voll og Stovneng verða í liðinu. Eg hef satt að segja heldur litla trú á þeim í þetta skiptið, sérstaklega ef þriðja parið verður úr hópnum sem hér spilaði á bridshátíðinni í vetur. Eins og sést á íslenska landsliðið eftir að eiga við marga snillinga við græna borðið og það verður spennandi að sjá hvemig þeim Aðal- steini Jörgensen, Ásgeiri Ásbjöms- syni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Erni Amþórssyni, Jóni Baldurssyni og Sigurði Sverrissyni undir stjóm Hjalta Elíassonar gengur að beija frá sér. Í kvennaflokki má búast við að þijár þjóðir beijist um sigurinn, þe. Frakkar sem eru núverandi Evrópu- meistarar, Bretar og Hollendingar. Bresku heimsmeisturunum hefur Kirkjubæjarklaustur: Kappreiðar Kóps á Sólvöllum aldrei gengið sem best á Evrópu- mótunum og það hefur aðallega verið vegna þess að þriðja par liðs- ins hefur ekki verið sterkt. í þetta skipti ættu þó þær Davies, Smith, Horton og Landy að hafa góðan stuðning af Kitty Bethe og Liza Shaw því þær hafa unnið mót eftir mót í Bretlandi og víðar undanfama mánuði. Ég ætla því að leyfa mér að spá því að heimavöllurinn og glóðheitt par dugi bresku konunum til að vinna kvennaflokkinn. íslenska liðið er skipað Esther Jakobsdóttur, Valgerði Kristjóns- dóttur, Erlu Siguijónsdóttur, Dröfn Guðmundsdóttur, Höllu Bergþórs- dóttur og Kristjönu Steingríms- dóttur og undirritaður verður fyrirliði liðsins. Lesendur geta af ofangreindu reynt að mynda sér sínar eigin skoð- anir um lokaröð á mótinu. En svona í kaupbæti fylgir hér eitt spil frá mótinu í Luxemborg þar sem Danir og Pólveijar eigast við. Ef Danimir spila svona í Brighton eru þeir til alls vísir. Norður ♦ AG ¥654 ♦ ADG863 ♦ D5 Vestur Austur ♦ KD10973, ¥109 ♦ A10862 ♦ 852 ¥K ♦ 1097542 ♦ K74 Suður ♦ 64 ¥ ADG8732 ♦ K ♦ G93 Vestur Norður Austur Suður pass 1 T pass 2 H 3 Gr. 4 H 5 L! 5 H pass pass pass Við annað borðið sátu Pólveijamir AV og þar byijaði vestur á 2 tíglum sem sýndu einhveija tvílita hendi og 0-11 punkta. Austur passaði og suður stökk í 3 hjörtu sem norður hækkaði í 4 hjörtu. Spaði kom út og sagnhafi fékk 13 slagi og 510. Við hitt borðið sátu Möller og Koch AV og Wilkosz og Bizon NS. Þar valdi Koch að passa í upphafi með vesturspilin en kom síðan inná 3 gröndum til að sýna svörtu litina. Möller í austur hefði auðvitað getað sagt 4 spaða yfir 4 hjörtum eins og beinast liggur við. En hann þóttist viss um að NS færu í 5 hjörtu og því sagði hann frekar 5 lauf þar sem hann vildi fá útspilið. Suður sagði 5 hjörtu eins og Möller bjóst við og all- ir pössuðu. Og nú var Koch ekki i vafa með útspilið: laufatvist. Möller stakk upp kóngnum og þegar hann átti slaginn vissi hann að Koch átti ásinn og laufa- tvisturinn var hliðarkall fyrir tígul. Möller spilaði því tígli til baka, Koch trompaði og spilið var einn niður. HOLLANDSPISTILL / Eggert H. Kjartansson I sól og sumaryl Amsterdamborg-ar Undanfama daga hefur blessuð sólin elskað allt hér í Hollandi. Jökullitaðir bleikskinnar sem vom orðnir æði langþreyttir á sólar- leysinu hafa notað tækifærið og breitt úr sér á svölum, í sólstólum og á bökkum sundlauganna. Sól- guðinum Ra og bjórrisanum Heineken hafa verið færðar fórnir í formi sólarolíu og freyðandi gull- litaðs vökva sem bannað er að selja í einstaka löndum. Gleðin og frelsið sem fyllt hefur hugi og hjörtu landsmanna með hækkandi sól, endurspeglast í auknu um- burðarlyndi og þolinmæði gagn- vart náunganum. Þannig gerðist það, að vini mínum sem varð nokkuð starsýnt á langleggjað, ljóshært piltagull á reiðhjóli, „í alltof stuttu pilsi“, varð það á að leggja ekki nóg á í beygjunni sem hann var að taka. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, brunahani lagðist flatur og nýr gosbrunnur leit dagsins ljos. Blómarósin sneri reiðhjólinu og nálgaðist staðinn þar sem óhappið átti sér stað. Vinur minn sneri sér að henni og sagði pent: „Þetta er allt í lagi, góða mín. Ég fyrirgef þér dáleiðslu beggja ljósbijóta augna minna. Hjólaðu bara áfram en vertu ekki hissa þó fleiri vatnshanar eigi eftir að gjalda fegurðar þinnar, hálf ber- rassaðrar, í umferðinni". Undur blítt og. sakleysislegt bros var svarið. Amsterdambúar eru þekktir fyrir að vera fyrri til en flestir aðrir hér í Hollandi að blanda geði við samborgara sína á götum úti, ef veður leyfir. Fjöldi þeirra sest á bekk fyrir framan ein- hveija ölstofuna og aðrir koma sér fyrir meðal erlendra ferða- langa á Leidseplein. Eitt af því sem er dæmigert fyrir Amster- dambúa, það er að segja eldri kynslóðina, er það sem sést hér á myndinni sem fylgir. Að setja sólstólinn sinn út á gangstétt, koma fyrir tveim fötum með blóm- strandi plöntum í til beggja handa og við hliðina á stólnum á hægri hönd málverki, sem undir venju- legum kringumstæðum prýðir veggi stofunnar. Setjast síðan í stólinn, njóta lífsins og heilsa upp á gangandi vegfarendur. „Dag mijnheer Hollander, dag mijnheer Ijslander". Lífsstíll í Amsterdam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.