Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.07.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 49 Með verst förnu svæðum landsins Landgræðslan vill draga úr beitarálagi Selfossi. GRAFNINGURINN er mjög illa farinn af gróðureyðingu og fyllir, að áliti Landgræðslunnar, þann flokk landsvæða sem einna verst eru farin að þessu leyti. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefur framkvæmt mælingar á ástandi gróðurs og jarðvegs i hreppnum, sem staðfesta hve jarð- vegseyðingin er alvarleg í megin- hluta Grafningsins. Niðurstöður hafa ekki verið birtar, en þær benda til þess að skjótra aðgerða sé þörf til úrbóta. Af hálfu Land- græðslunnar er mikill áhugi fyrir því að tekið sé á jarðvegseyðing- unni í Grafningi. Að mati gróðureftirlitsmanna Landgræðslunnar eru gróðurskilyrði í Grafningnum í eðli sínu mjög góð, en gróður þar ekki svipur hjá sjón miðað við það sem verið gæti. Ekki hefur verið formlega bent á það að beit sé of mikil í hreppnum, en Land- græðslan hefur lengi haft áhyggjur af ofbeit og telur hana orsök stór- kostlegrar jarðvegseyðingar á þessu svæði. Undanfarin ár hefur Landgræðsl- an borið á afréttinn og annars staðar í hreppnum. Bændur hafa greitt áburðinn, en Landgræðslan annast dreifinguna með flugvél. í ár verður dreift 36 tonnum af áburði sem sam- svarar dreifingu á 100 hektara. Þetta telja landgræðslumenn virðingar- verða viðleitni, en þetta sé dropi í hafið miðað við það sem gera þarf. Benda þeir á að til þess að árangur náist þurfi draga úr beitarálagi. Um þessar mundir er unnið að endurskoðun gróðurkorta af Grafn- ingnum og bíður Landgræðslan eftir niðurstöðum af þeirri endurskoðun til þess að geta hafið viðræður við bændur. Þessar niðurstöður eru væntanlegar í haust. Landgræðslan hefur unnið að því að fá bændasamtökin tii að taka meira tillit til landgæða við ákvörðun framleiðslu á jörðum og landbúnað- arframleiðslu á einstökum svæðum. Árangurinn birtist í því að Fram- leiðnisjóður greiðir nú álag þar sem keyptur er framleiðsluréttur á jörð- um þar sem hugmyndir eru að draga úr beitarálagi og auka ræktun. — Sig. Jóns. Þýðir ekki að taka lifi- brauðið af bændum — segir oddviti Grafningshrepps og vísar á bug öllu tali um friðun Selfossi. „EF SAGT er að landið sé svona slæmt þá verða þessir aðilar að segja hvernig það _var þegar það var betra," sagði Ársæll Hannes- son, oddviti og bóndi á Stóra-Hálsi í Grafningi, þegar hann var spurð- ur álits á skoðunum Landgræðsl- unnar á gróðureyðingu í hreppnum. Hann vísaði því á bug að landeyðingin væri svo mikil sem sagt væri. Það væri ekki rétt að miða eingöngu við meli og hlíðar. Á grónu landi væri gróður f góðu lagi. Ársæll benti á, að víða í hreppnum væru rofabörð sem ekki hefðu breyst í áratugi. Hann kvaðst geta bent á staði á sinni landareign þar sem hefði verið gróið land á æskuárum hans, en þar sem nú rynni kannski lækur og börð hefðu myndast. Slíkt gerðist með því að frostsprungur kæmu í jarðveginn og síðan rynni vatn eftir þeim. Hann sagði erfitt að græða upp moldina í rofabörðunum uppi í hæð- unum því gróðurinn festist ekki í moldinni þó svo borið væri á. Hins vegar mætti sjá árangur af áburðar- dreifingunni í urðinni í kring. Þróunin virtist því þurfa að vera sú, að moldarbörðin færu og landið næði sér aftur á strik. Varðandi friðun landsins fyrir beit sagði Ársæll, að það þýddi lítið að friða landið þannig því þá væri lifí- brauðið tekið af bændunum og jarðirnar gerðar verðlausar. Þegar svo væri komið yrðu sjálfsagt marg- ir tilbúnir að kaupa jarðimar undir sumarbústaði. Ársæll sagði að honum virtist sem reka ætti áróður fyrir gróðureyðingu í hreppnum til þess að fá fram friðun fyrir beit og auðvelda það, að fjár- sterkir aðilar næðu undir sig jörðun- um fyrir sumarbústaði þegar búið væri að flæma bænduma burtu. Hann sagði bændur í hreppnum ekki andvíga uppgræðslu landsins, en það þýddi ekki að taka frá þeim lifibrauðið, slíkt samþykkti enginn. — Sig. Jóns. TKYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KDDAK... Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað. n Auður Haralds rceðir vlð páfa Djöfulsins f Róm: Köbld Launalausir þjónar þér til aðstoðar! ÞRJÚ VINSÆL MEÐ í SUMARLEYFID Stútfullt af forvitnilegu og skemmtilegu efni við ollro hœfi. Auður Haralds fer m.o. á kostum í viðtoli við pófo djöfulsins í Róm. VERÐLAUNAKROSSGÁTUR Fyrstu verðloun 5.000 krónur. Auk þess getrounir, þrautir, bornoefni og skop. Nýafstaðin lesendakönnun Hogvongs sýnir oð H&H er ó toppnum. Þoð reyndist lesið of meiro en þriðjungi aðspurðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.