Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 50
Vp.pr t.TTtl. t.r ?TTTOAPTTIT,(?TÍT<T dTTTA.TTTVTTTOTTOWT MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 Prufu-hitamælar -=- 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. §lhuiirtlaDiu@)iuir ^rDSSOini VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Ný kynslóð Sfl(unrOmti@y&- Vesturgötu 16, slmi 1 3280. Eintiell vandaðaðar vörur Rafsuðuvélar Handhægar geröir eru fyrirliggandi gott verö Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar 681722 og 38125 vandaðaðar vörur Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 simar 681722 og 38125 Einhell vandaöar vörur SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SíÖumula33 símar 681722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR Blaóió sem þú vaknar vió! Frjókornin eru mitt eldsneyti - segir Noel John- son, 88 ára mara- þonhlaupari Það er oft talað um undraböm en sjaldnar um undraöldunga. Noel Johnson er 88 ára en lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en sjötugur, ríflega áætlað. Hann er léttur á fæti og léttur í lund og hefur það að atvinnu að ferðast um heiminn á vegum fyrirtækis sem selur fijó- kom jurta, en þessi fijókom telur hann vera ástæðuna fyrir óvenju- legri hreysti sinni og lífsgleði. Noel kom hingað fyrst árið 1983 og þá eignaðist hann góða vinkonu hér í Reykjavík, Bryndísi Jóhannsdóttur. Þau hafa skrifazt á síðan og svo miklar mætur hefur hann á Bryndísi að hann tekur ekki í mál að láta mynda sig nema hún sé á myndinni líka. „Ég kynntist Noel þannig að ég rakst á hann uppi á Fellahelli. Hann stóð þar einn sér og ég gaf mig á tal við hann af því að ég hélt að hann væri einmana. Hann spurði hvort ég væri fljót að hlaupa og síðan tók hann í hendina á mér og við hlupum saman um alla Reykjavík. Þama tókst með okkur vinátta sem hefur haldizt síðan. Mömmu leizt ekkert á blikuna — hún hélt að þetta væri bara einn með gráa fiðringinn. En annað kom nú á daginn. Noel er yndislegur maður og ég met vináttu hans mik- ils. Hann er svo jákvæður og einlægur og ég hef margt af honum lært eins og svo margir aðrir,“ seg- ir Bryndís brosandi. Hún er 17 ára og stundar nám á viðskiptasviði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Noel Johnson hefur ekki alltaf verið eins brattur og hann er nú, kominn undir nírætt. „Þegar ég var sjötugur var ég orðinn ræfill til heilsunnar. Ég var 25 kg of þungur, hjartað var farið að gefa sig og ég var búinn að missa konuna. Þótt ég ætti indæl böm og bamaböm var ekkert sér- stakt framundan hjá mér. Það lá beinast við að fara bara á eitthvert huggulegt elliheimili og bíða þess sem verða vildi, eins og það var nú ánægjuleg tilhugsun eða hitt þó heldur. Ég sætti mig ekki við þetta. Ég vildi fá meira út úr lífínu. Þess vegna tók ég á mig rögg og byij- aði á því að hugsa mitt ráð vel og vandlega. Mig langaði sannarlega ekki til að verða bömum mínum byrði en þegar ég tók mér stöðu fyrir framan spegilinn sá ég gaml- an, feitan mann með poka undir augunum, veiklulegan litarhátt og grautlina vöðva. Ég sá ekki annað en ég væri búinn að vera. En það vildi mér_ til að ég var vanur að beijast. Ég var gamall hermaður og ég hafði verið atvinnumaður í hnefaleikum. Tilhugsunin um ósig- ur var óþolandi og því ákvað ég að ráðast til atlögu einu sinni enn — að þessu sinni gegn sjálfum mér. Og það nægði ekki að koma skrokknum í lag — hugarfarsbreyt- ing var jafnvel enn nauðsynlegri. Ég hætti að einangra mig, leitaði eftir félagsskap og smám saman hafði líf mitt gjörbreytzt. Ég skokk- aði og stundaði líkamsþjálfun reglulega, borðaði nær eingöngu jurtafæðu, hætti að reykja og drekka og þegar ég var 72 ára varð ég hrifinn af fallegri konu. Hún var miklu yngri en ég og áður en langt um leið lá það beint við að við færum saman í rúmið. En hvílík vonbrigði! Andinn var reiðu- búinn en holdið var veikt. Ég varð reiður og sár en hún tók þessu furðu vel og sagði að þetta mundi lagast. Svo ég fór að kynna mér hvað hægt væri að gera. Ekki leið á löngu þar til ég rakst á bækling um vísindalegar rannsóknir á fijókom- um sem sagðir voru eina fullkomna fæðan sem völ væri á í veröldinni. Ég fór að borða fijókom og þótt árangurinn hafí ekki komið sam- dægurs fór mér fram smátt og smátt, þannig að ég fór að lifa eðli- legu kynlífí." „Og gerir enn?“ „Já, já. Flestir halda að kynlíf sé eitthvað sem bara er ætlað ungu fólki en þetta er fjarstæða. Það þarf að viðhalda áhuganum og svo þarf að halda sér í þjálfun. Og borða fijókom. Þau ættu að vera undir- staðan í mataræði allra. Þau hafa auðvitað ekki bara örvandi áhrif á kynhvöt heldur alla líðan okkar, andlega og líkamlega. Frjókomin eru ekki lyf, þau em fæða. Læknum þykir mjög merkilegt að skoða mig. Það eru þeir sem leita til mín en Satanískur hryllir frá Alan Parker Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Angel Heart. Sýnd í Bíóborginni. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆ Bandarísk. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Alan Parker. Framleiðendur: Alan Marshall og Elliot Kastner. Kvikmyndataka: Michael Seresin. Helstu hlutverk: Mickey Rourke, Robert De Niro, Lisa Bonet og Charlotte Rampl- ing. Það er aðeins tvennt sem tengir Angel Heart, sem sýnd er í Bíóborg- inni, við hinar hefðbundnu spæjara- myndir og það er spæjarinn sem Mickey Rourke leikur eins og hann hafí búið á öskuhaugunum í heila öld og viðfangsefnið sem hann fær: leit að týndum manni. Allt annað er satanísk hryllingsmynd og hveij- ar sem væntingar ykkar um hana eru þá á hún örugglega eftir að koma ykkur á óvart. Ef þið eruð rétt stillt á Angel Heart em sýnir í henni sem eiga eftir að elta ykkur heim og langleiðina í svefninn. Handritshöfundurinn og leik- stjórinn Alan Parker blandar saman Chandlerískri leynilögreglusögu sem gerist árið 1955 ogyfímáttúm- legri hrollvekju um endurholdgun, andatrú, djöfladýrkendur og hið Illa, sem smýgur inní merg og bein og verður jafnvel sterkari í endur- minningunni. Myndin er á sinn hátt einskonar draugasaga og ein sú magnaðasta sem hér hefur sést í lengri tíma. Parker er snillingur í að ná fram köldum óhugnaðinum úr niðumídd- um og myrkum leikmyndum sjötta áratugarins með lýsingu og skugg- um sem gera myndina stundum allt að því litlausa í bráðgóðri kvik- myndatöku Michael Serasin. Parker bregður oft frábærlega samsettum og stílfærðum myndum á tjaldið og skeytir við aðalfrásögnina hroll- Morgunblaðið/KGA 88 ára — I fullu fjöri. ekki ég til þeirra. Eg þarf ekki á læknum að halda. Ég hef ekki eytt krónu í lyf eða læknishjálp síðan ég var sjötugur, enda er ég stál- hraustur." „Ekki ert þú að halda því fram að frjókomin séu lykillinn að hreyst- inni?“ „Þau eiga sinn mikilvæga þátt í henni en það er hugarfarið sem mestu máli skiptir. Öll lækning kemur innan frá og ég held því fram að við getum hvað sem við viljum. Við emm líka það sem við borðum og ég gæti þess að borða aðeins hollustufæði." „Eins og hvað?“ „Allan jarðargróður. Ég borða það sama og dýrin se_m við sjáum allt í kringum okkur. Ég er þó ekki svo öfgafullur að ég afþakki t.d. kjöt þegar mér er borið það þar sem ég er gestur. En þá fæ ég mér mjög lítið af því og borða það alls ekki daglega. Venjulega legg ég mér ekkert til munns sem þarf að sjóða eða matreiða. Ég bý aldrei til mat. Ég á heima í San Diego og bý einn og ég hef bara engan áhuga á matargerð, enda tel ég að maður eigi bara að leggja sér til munns grösin eins og þau koma fyrir af jörðinni. Við getum bara borið okkur saman við gíraffann. Af hveiju skyldi hann hafa svona langan h’áls? Það er til þess að hann náí í laufið í krónum tijánna. Og fyrst gíraffinn étur lauf og gras af hveiju skyldum við þá ekki gera það líka. Við erum bara með 3 þúsund bragðlauka en gíraffinn er með 50 þúsund. Gíraffinn borðar ekkert sem rotnar, eins og t.d. kjöt. Hann borðar heldur ekki pakkamat köldum martröðum og sýnum úr fortíð og framtíð, sem eru svolítið ruglingsleg en auka sannarlega á spennuna og loks sviðsetur hann viðbjóðsleg morðin án þess að mað- ur sjái þau nokkumtíman framin, aðeins hryllinginn eftirá. Og það eru engin venjuleg morð sem elta söguhetjuna Harry Angel (Mickey Rourke). í fyrstu er þetta eins og hvert annað mál, sem hvaða einkaspæjari eins og Harry getur fengið uppí hendumar. Louis Cyp- hre (De Niro), sem er með neglur eins langar og hnífsblöð og hárið bundið í hnút á hnakkanum, biður hann að finna þennan Johnny Favo- rite fyrir sig því hann á inni hjá honum skuld. Nújá, segir Harry og lyktar kannski eins og gamlir strigaskór. Hann fer að leita og þótt hann komist að ýmsu er hann aldrei neinu nær um hvar Johnny er. Hins vegar má hann varla snúa sér við áður en hann hrýtur um verulega illa leikin lík. Leitin ber hann suður í Lúísíana, í hita, blús og blóðbað sem engan endi ætlar að taka. Mickey Rourke í hlutverki sögu- hetjunnar á einstaklega vel heima í hinu drungalega og hrollvekjandi andrúmslofti myndarinnar. Hann er ótrúlega skítugur og illa til reika í samræmi við stíl myndarinnar og ástand hans versnar eftir því sem líður á og leikur Rourke eflist að sama skapi með hveijum ramma. Parker hefði varla getað fengið betri mann í hlutverkið. Ef ástand Rourke versnar lengjast neglumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.