Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.07.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUU 1987 líll „ Fdztu ek.k.ert um þaS þó þetta. V/SA-koirt Sé skrób Stolió- þCXÓ er bara. lcalLinn minn." ásí er... . .. iid koma mcð fyrstu plöntuna handa henni til að ^róðursotja. TM Rcg. U.S. Pat. Otf.—all rights rescrved 01986 Los Angeles Times Syndicate Það ganga kjaftasögur um þig og dverginn okkar? Enn um árekstur Þann 7.7. sá ég að maður hafði hringt í Velvakanda til að hneyksl- ast á skrifum mínum í Velvakanda nokkru áður út af úrskurði lögfræð- inga tryggingarfélaganna vegna árekstrar sem ég sætti mig ekki við frekar en margir aðrir. Þessi maður, Daníel Guðmundsson, hneykslaðist yfir að ég skyldi leyfa mér að rengja þessa blessuðu átt- menninga og segir að sér finnist þetta bréf mitt vera eins konar þverskurður af þeim 19. aldarhugs- unarhætti sem viðgengst í umferð- inni hér á iandi. Bréfritari er hneykslaður út af því ranglæti sem þama var beitt af minni hálfu að fella mig ekki við úrskurð þeirra félaga. Það ber hverjum ökumanni sem ekur á eftir öðru ökutæki að hafa bil á milli sín og þess sem á undan ekur svo að hann geti stöðvað í tæka tíð ef þörf krefur. Það hefur ökumaður sendibílsins greinilega ekki gert. Sonur minn hafði fyrir löngu fært sig yfir á vinstri akrein og gefíð stefnuljós. Ef sá sem á eftir ók hefði tekið tillit til hálku vegarins hefði hann getað stöðvað í tæka tíð. Daníel er ef til vill stuðningsmað- ur þeirra mörgu sem stunda þá varasömu iðju að aka langtímum saman á akrein fyrir framúrakstur. Þú ættir að geyma reiði þína þar til þú hefur kynnt þér umferðalögin betur líkt og lögfræðingarnir. Ekki lætur Daníel sér nægja að ausa þessu af viskubmnni sínum. Síðan segir hann að ég hafi vænt lögfræð- ingana um að hafa ekki kynnt sér umferðarlögin. Svo mörg voru þau orð. Þá ætla ég að upplýsa þig um að ég hef haft bifreiðatryggingu hjá Sjóvá í 27 ár og aðeins einu sinni orðið fyrir tjóni. Og annað, ég ók dráttarbifreiðum sem tryggð- ar vom hjá sama tryggingarfólagi og allan tímann með 60% bónus. Þetta er eflaust þversum 19. ald- ar hugsunarháttur að þínu mati. Það væri eflaust til bóta ef' fleiri tileinkuðu sér þennan 19. aldar hugsunarhátt. Þórarinn Björnsson Þessir hringdu . . Hvar fá ferðamenn upplýsingar? Eiríka Friðriksdóttir hringdi: „Hvar geta erlendir ferðamenn fengið upplýsingar um Reykjavík eða jafnvel upplýsingar um hvar hægt er að fá upplýsingar? Nú er búið að loka turninum á Lækj- artorgi og hann verður víst ekki opnaður aftur.“ Hverjir kjósa f eg’urðardrottningar? Kona hringdi: „Eg sá að það var einhver að skrifa um daginn um það hve feg- urðarsamkeppnir væi-u orðnar sjálfsagðar og eðlilegar. Mig lang- ar að vita hveijir standa eiginlega fyrir þeim og hveijir kjósa þessar fegurðardrottningar. Mér finnast þær sem verða fyrir valinu allar eins. Getur það verið eðlilegt?" Gulur páfag-aukur fannst Guðlaug hringdi: „Fyrir rúmri viku var komið með til míri páfagauk sem hafði fundist einhvers staðar á Hofsval- lagötu. Páfagaukui’inn er gulur og greinilega vel vaninn svo að það er augljóst að einhveijum hefur þótt vænt um hann. Því vil ég gjarnan koma honum til skila enda er ég hrædd um að hann hafi ekki gott af því að umgang- ast mína eigin fugla sem eru nánast villtir. Eigandi páfagauks- ins getur haft samband við mig í síma 11425 á vinnutíma og í síma 17890 á kvöldin." Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI MINNIÐ ?! " Leyfi til hundahalds hefur nú vcrið í gildi í nokkur misseri, mismunandi þó eftir sveitarfélög- um. Ljóst er, að hundum hefur fjölgað mjög eftir að hundahald varð löglegt. Þessum leyfum fylgja ströng skilyrði m.a. þau, að hundar verða að vera í bandi og umsjón eiganda síns, þegar þeir eru á ferli utan dyra. Fyrst í stað voru þessar reglur haldnar samvizkusamlega af flestum hundaeigendum en eftir því, sem frá líður verður meðferð fólks á hundum sínum frjálslegri og um leið eru settar reglur brotnar daglega. Fólk þarf ekki að vera mikið á ferðinni á útivistarsvæðum í hiifuð- borginni og nágrenni til þess að sjá, að settar reglur um hundahald eru ekki haldnar nema að takmörk- uðu leyti. Hvarvetna má sjá hunda lausa á ferð, að vísu í langflestum tilvikum með eigendum sínum. Þeir hinir sömu sjá þó ekki ástæðu til að setja hunda sína í band, ef og þegar þeir mæta öðru fólki. Vafa- laust segja þessir hundaeigendur sem svo, að hundar þeirra séu mein- lausir og ráðist ekki á annað fólk. Það má vel vera, en þeir, sem mæta lausum hundum á gangi þekkja þá ekki og vita ekkert um hvers konar skepnur þar eru á ferð. Það hefur hvað eftir annað kom- ið fyrir, að hundar bíti fólk. Þeir, sem einu sinni hafa orðið fyrir þeirri lífsreynslu eru lítið hrifnir af því að hitta fyrir lausa hunda á förnum vegi. Það verður að gera þá kröfu til hundaeigenda, að þeir hafi hunda sína í bandi, þegar þeir eru á ferli úti við með þá. Það verð- ur líka að gera þá kröfu til yfirvalda, að þau fylgi fast eftir þeim reglum, sem settar hafa verið um hunda- hald. Ella má búast við því, að deilur um hundahald setji í ríkum mæli svip sinn á næstu kosningar til sveitarstjórna á höfuðborgar- svæðinu. XXX Fólki þykir alltaf forvitnilegt, að fylgjast með því, þegar nýir menn setjast í ráðherrastóla, hvers konar bíla þeir panta á kostnað skattborgaranna. Hinn nýi Qár- málaráðherra hefur nú gengið á undan með góðu fordæmi og skýrt frá því, að hann hafi pantað sér Citróen braggabíl! En hvað sem því líður er ástæða til að varpa því fram nú, þegar ný umferð er að hefjast í bílamálum landsstjómenda, hvort ekki sé ástæða til að setja reglur um það, hvað ráðherrar og aðrir þeir, sem hafa rétt á að kaupa bíla á kostnað skattgreiðenda geti leyft sér að kaupa dýra bíla. Er þetta ekki verðugt verkefni fyrir ráð- herrann, sem ætlar að aka um í- braggabíl?! XXX að er auðvitað sveitamennska af versta tagi, þegar æðstu stjómendur í litlu landi eins og Is- landi taka upp á því að kaupa rándýrar bifreiðar á kostnað skatt- greiðenda. Reglur um þetta eiga að sjálfsögðu að vera til staðar, bæði hjá rikinu gagnvart ráðherr- um, sendiherrum, bankastjói-um ríkisbanka og stjórnendum ríkis- fyrirtækja, sem hafa bíla á vegum þeirra, svo og hjá sveitarfélögum. Það eru of mörg dæmi um það, að opinberir umsýslunarinenn hafi orð- ið hlægilegir í augum almennings vegna of kostnaðarsamra bíla- kaupa. En að vísu má bæta því við, að almenningi finnst þetta á stund- um ekkert fyndið, ekki sízt þegar sömu menn eru að leggja milljarða í nýjum sköttum á þjóðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.