Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 61

Morgunblaðið - 14.07.1987, Side 61
MORGU.NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987 61 VEXHR Vinnudagur fjölskyldunnar í Kópavogi: L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna „Fossvogsdalurinn verði fær gangandi fólki“ - segir Eiríkur Páll Eiríksson yfirflokksstjóri HINN árlegá vinnudagnr fjöl- skyldunnar fór fram í Kópavogi síðastliðinn fimintndag. Að þessu sinni var unnið að stígagerð í Foss- vogsdal og m.a. smíðaðar þrjár brýr yfir skurði í daln- um. Morgunblaðið ræddi við Eirík Pál Eiríksson yfirflokksstjóra Vinnuskóla Kópavogs og kvað hann stefnuna væri þá að gera dalinn að útivistarsvæði. „Við viljum að dalurinn verði fær gangandi fólki“ sagði hann. Eiríkur sagði að þegar þessum framkvæmdum væri lokið yrði fær gönguleið frá Birkigrund eftir dalnum endilöngum austur í Kjarrhólma. Þá yrði einnig hægt að komast sæmilega greið- lega milli Kópavogs og Reykjavíkur. „Þetta er í þriðja sinn sem við erum með vinnudag fjölskyldunnar og. tilgangurinn er sá að virkja Kopavogsbúa til þess að vinna í bænum sínum að fegrun eða uppbyggingu úti- vistarsvæða" sagði Eiríkur. Sigurður Þorsteinsson for- stjóri Vinnuskóla Kópavogs sagði að 200 krakkar úr vinnu- skólanum auk u.þ.b. 50 fullorð- inna tækju þátt í framkvæmdum Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Þorsteinsson (t.v.) og Eiríkur Páll Eiríksson. dagsins og búið væri að leggja alls 700 metra af stígum. Hann sagði að nú væri komin 3-4 kíló- metra löng trimmbraut í Foss- vogsdal og ætti hún að nýtast bæði trimmurum og ekki síður skíðagöngumönnum á vetrum. Haraldur Erlendsson kennari var einn þeirra mörgu sem lögðu hönd á plóginn í Fossvogsdaln- um þennan dag. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að stígagerðin væri stórsniðug og ætti henni í raun að hafa lokið fyrir löngu. Hann benti á að gjarnan mætti planta trjám til skjóls á stöku stað svo að dalur- inn mætti nýtast til sólbaða. Haraldur kvaðst sjálfur nota dalinn mikið, bæði trimmaði hann oft á sumrin og gengi á skíðum á vetrum. Haraldur Erlendsson keppist við brúarsmíðina. Ný matvöruversl- un í Ytri-Njarðvík Frá 11. júlí 1987 eru vextir í Landsbankanum sem hér segir: . Ytri-Njarðvík. BRÆÐURNIR Jónas og Her- mann Ragnarssynir, sem reka tvær verslanir í Keflavík undir nafninu Nonni & Bubbi, hafa opnað verslun í Ytri-Njarðvík undir sama nafni. Verslunin er við Holtsgötu í húsnæði sem stað- ið hefur autt í nokkurn tíma. Þar var áður matvöruverslun og • þegar hún hætti rekstri hefur engin nýlenduvöruverslun verið í hjarta Njarðvíkur fyrr en nú. Miklar end- urbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu sem er hið snyrtilegasta hvar sem á það er litið. Jónas Ragnarsson sagði að Njarðvíkingar hefðu tekið þeim bræðrum vel og sýnt mikla velvild í þeirra garð. „Eg hef opnað nokkr- ar verslanir um dagana, en ekki fyrr fundið þessa miklu velvild sem Njarðvíkingar hafa sýnt okkur. Frá því að við hófum endurbætur á húsinu sem var ákaflega illa farið og þangað til við opnuðum liðu aðeins 6 vikur. Allir voru boðnir og búnir að leggja fram lið sitt og við munum leggja metnað okkar í að standa undir þessu trausti,“ sagði Jónas. I versluninni verða 9 starfsmenn og er Unnar Ragnarsson verslunar- stjóri. Hún verður opin til kl. 22.00 alla daga vikunnar. - BB Hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Heiðmundur Sigurmundsson ásamt fjölskyldu í anddyri nýja hótelsins. Fyrir framan þau á myndinni eru frá vinstri talið: Gerður Garðarsdóttir, Eyjólfur Heiðmundsson, Sigrún J. Heiðmundsdóttir, Jóhann Heiðmundsson, hótelstjóri, Tryggvi Ólafsson, Sigríður Lísa Geirsdóttir og böm. leggst vel í mig og við verðum bara að vera bjartsýn og vona að þetta gangi vel. Ég er bjartsýnn á fram- gang ferðamannaþjónustunnar hér í Eyjum sem er enn ung atvinnugrein. Við höfum fundið að ferðamanna- straumurinn hefur aukist hingað ár frá ári og með enn bættan sam- göngum, nýjum Heijólfi og endurbót- um á flugbrautum, á hér að vera hægt að skapa hreinustu paradís fyr- ir ferðamenn." Mikill fjöldi fólks þáði boð hótel- eigenda að vera við vígslu hótelsins á laugardaginn. Eigendum bárust ógrynni af blómum og ámaðaróskum í tilefni opnunarinnar. - hkj. INNLÁNSVEXTIR: Vextir alls á ári Sparisjóðsbækur 15,0% Kjörbækur 22,5% Vextir eftir 16 mánuði 23,9% Vextireftir24 mánuði 24,5% Vaxtaleiðrétting v/úttekta 0,8% Verðtryggður Sparireikningur: Með 3ja mánaða bindingu 2,0% Með 6 mánaða bindingu 3,5% Sérstakarverðbæturámán, 1,17% 14,0% Sparireikningar bundnir i 3 mán. 16,0% Sparireikningarbundniri 12mán. 17,0% Spariián 17,0% Tékkareikningar 8,0% Einkareikningar 14,0% Innlendirgjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar 6,0% Sterlingspund 7,5% Vestur-þýskmörk 2,5% Danskarkrónur 8,5% ÚTLÁNSVEXTIR: Vextir alis á ári Víxlar(forvextir) 27,0% Hlaupareikningar 28,5% Almennskuldabréf 28,0% Verðtryggö lán 8,0%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.