Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚU 19897 -\ „Sólfar, vetrarmynd úr Gálgahrauni," olía Einar Hákonarson, listráðunautur Kjarvalsstaða: Kjarval áleit teikning- una undirstöðu allrar myndlistarsköpunar Á KJARVALSSTÖÐUM hefur verið opnuð sýning á verkum eftir meistara Kjarval sem ber nafnið Kjarval — Sumarsýning. Á sýning- unni eru 54 olíu— og vatnslitamyndir sem flestar hafa verið sýndar áður, auk fimmtíu teikninga sem eru úr gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar og eru nú sýndar í fyrsta sinn og voru valdar sérstaklega fyrir þessa sumarsýningu. Meistarinn hefur ekki gefið þessum teikningum nöfn. Eru þetta mest mannamyndir og „fígúratívar“ og engin leið fyrir okkur yngri kynslóðina að vita af hverj- um myndirnar eru. Því fékk ég Einar Hákonarson, listráðunaut Kjarvalsstaða til að fræða mig nánar um teikningar Kjarvals og spurði hann hvaða erindi þær ættu við okkur í dag. Einar Hákonarson, listráðunaut- ur Kjarvalsstaða „Þorpið - Bærinn okkar,“ olía og brons (Morgunbiaíið/Ámi Sœborg) „í vitund flestra íslendinga," sagði Einar, „ er Kjarval þekktast- ur fyrir landslagsmyndir sínar, en hann teiknaði samt alla tíð gífur- lega mikið. Hann á það sammerkt með mestu myndlistarmönnum álfunnar, að hann gerði sér ávallt grein fyrir því hve teikningin er mikil undirstaða fyrir alla mynd- sköpun, bæði sem undirbúnings- vinna og sem sjálfstæður listmiðill. Til marks um það getur maður nefnt, ekki ómerkari nöfn, en Rembrandt, Van Gogh, Ingres og Max Beckmann. Eg hugsa að Kjarval sé einn af fáum íslenskum myndlistarmönnum sem hafa virkilega ræktað teikninguna, en svo verður, því miður, að segja það að Islendingar hafa ekki gert sér grein fyrir hve teikningin er mikill og merkilegur listmiðill. Þó svo að olíumálverk Kjarvals séu óumdeilanlega mörg hver mikil listaverk, skulu menn hafa hug- fast, að undanfari slíkra verka eru eintal listamannsins við teikni- pappírinn. Fólk áttar sig kannski oft ekki á þessu þegar það stendur frammi fyrir fullunnu verki. Þessvegna má segja að þær 5000 skyssur af málverkum og einnig sjálfstæð- ar teikningar eru einstæður arfur sern Reykjavíkurborg hefur hlotn- ast þegar Kjarval ákvað að ánafna borginni öllum sínum reitum eftir sinn dag. Þótt þessar tæplega 50 teikn- ingar og vantslitamyndir, sem eru hér á Sumarsýningu Kjarvals að þessu sinni, séu aðeins brot af þessu mikla safni, á fólk eftir að eiga þess von, smátt og smátt, að sjá þessar myndir, enda er nánast endalaust hægt að búa til mismunandi „sýningatemu,“ vegna þess hve listamaðurinn var Úölhæfur. Eftir að Kjarval ákvað að gefa borginni eigur sínar eftir sinn dag, var frú Steinunn Bjarman á Skjalasafni borgarinnar fengin til að koma þessum hlutum fyrir í kössum og sá hún um frumflokk- un á munum Kjarvals. Svo var það árið 1985, þegar dró að hinni stóru sýningu á 100 ára fæðingar- ári Kjarvals, að hún var aftur kölluð til skjalanna til að skrá eignir hans nákvæmlega. Það voru aðallega bækur og smáhlút- ir, sendibréf til hans og frá honum, og svo auðvitað þessar fjölmörgu teikningar. Hún hefur nýverið skilað þessu af sér eftir tæplega þriggja ára vinnu og ég verð að segja, að frú Steinunn hefur þarna unnið alveg frábært starf, sérs- taklega þegar maður hugsar til þess hve vel hún er búin að búa í haginn fyrir áframhaldandi vinnu á þessum merka arfi. Þú spyrð um gildi þessara teikninga fyrir nútímann. Því verður ekki á móti mælt að Kjar- val tilheyrir þeirri kynslóð sem kölluð hefur verið aldamótamenn- irnir og við vitum að þeir voru bergnumdir og svall raunar blóð í æðum við það að ísland eygði möguleika á að verða sjálfstætt ríki. Þessvegna er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér að megináhersl- an í hans lífsstarfi sé þessi mikli fjöldi landslagsmynda, þar sem hann er að lofsyngja ættjörðina. Það er raunar af nákvæmlega sömu rótum og mörg af þeim ættjarðarljóðum sem öllum þykir hvað vænst um. En þar sem hann hafði ekki við neinn bakgrunn, eða hefð, í mynd- list að styðjast, eins og skáldin, tók það þjóðina töluvert langan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.