Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JULI 19897 „Það er einskis nýtur ráðgjafi sem ekki hefur sjálfstæðar skoðanir“ -segir efnahagsráðunautur hinnar nýju ríkisstjórnar. Þeirra sumarmánaða sem nú eru að líða verður sjálfsagt lengst minnst vegfna langvinnra stjórnarmyndunar- viðræðna og einstakrar veðurbliðu. Þegar stjórnarskipti voru um garð gengin fengu fleiri en nýju ráðherrarn- ir eitthvað nýtt að starfa. Einn þessara manna er Ólafur ísleifsson, hagfræð- ingur, nýráðinn efhahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Eg hitti hann að máli og bað hann að segja frá sjálfum sér og starfinu. „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1955. Foreldrar mínir eru Ágústa Jóhannsdóttir og ísleifur Pálsson, sem bæði fæddust í Vestmannaeyjum. Ég ólst upp í Vestur- bænum og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1975. í Háskólanum lagði ég stund á stærðfræði undir hand- leiðslu frábærra kennara og lauk BS-prófi árið 1978. Að því loknu lá leiðin í London School of Economics þar sem ég nam hagfræði til meistaraprófs, en því lauk ég árið 1980.“ Ég spyr Ólaf hvemig honum hafi lfkað í LSE. „London School of Ec- onomics er mjög góður skóli. Þar er valinn maður í hveiju rúmi og margir kennar- anna eru víðkunnir fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf. Auk þess er þar eitt besta hagfræðibókasafn í heimi.“ Olafur er kvæntur Dögg Pálsdóttur, lögfræðingi, og eiga þau einn son, Pál Ágúst, sem er fjögurra ára. Dögg er deild- arstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Við kynntumst þegar við störfuðum saman í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Á þessum tíma voru vinstri menn í meiri- hiuta í Stúdentaráði, engu að síður tel ég Morgunblaðið/Þorkell Ólafúr ísleifsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Vöku hafa náð góðum árangri á þessum áram.“ „Að námi loknu hóf ég störf hjá Þjóð- hagsstofnun. Þar starfaði ég til 1983 er mér bauðst starf við alþjóðadeild Seðla- bankans. Síðustu tvö árin starfaði ég við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington." En er auðvelt fyrir unga hagfræðinga að fá störf við sitt hæfi hér á landi? „Mér virðist vera talsverð eftirspurn eftir fólki með þessa menntun, en það var mjög góður skóli að hefja störf hjá Þjóðhags- stofnun, þar sem ég fékkst við áhugaverð verkefni." Mér leikur forvitni á að vita hvort það hafi alltaf verið ætlunin að læra hag- fræði. „Nei, eftir stúdentspróf stóð valið helst á milli íslensku og stærðfræði. Ég valdi stærðfræði og sé ekki eftir því, enda auðveldara að lesa mér til upp á eigin spýtur í íslenskum fræðum en í stærð- fræði. Síðar sneri ég að hagfræðinni.“ Talið berst að dvöl Ólafs erlendis við nám og störf. „Ég kunni vel við mig bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Þetta eru um margt ólíkar þjóðir, en mér finnst ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að dveljast báðum megin Atlantshafsins. Það var fróðlegt að koma til Bandaríkjanna ekki síst eftir að hafa verið í Englandi. Bretamir eru eins og allir vita formfastir og byggja mjög á gömlum hefðum. Ég hreifst af framtakssemi og stórhug Banda- ríkjamanna. Þeir eru þjóð innflytjenda sem í býr skapandi kraftur. gandaríkjamenn eiga ákaflega merkilega sögu og leggja mikla rækt við hana. Það sést vel nú á 200 ára afmæli stjómarskrárinnar. Hún á líklega drýgstan þátt í að binda þessa sundurleitu þjóð saman í eina heild. Það gerði dvölina í Washington einnig mjög ánægjulega að þar kynntist ég miklu hæfileikafólki og við eignuðumst marga góða vini. “ Og hvernig lýst nýjum efnahagsráðu- naut svo á sig í Stjórnarráðinu? „Það em ekki nema nokkrir dagar síðan ég tók við þessu starfi, en ég vænti þess að starfið verði fjölbreytt og hlakka til að takast á við verkefnin framundan. Um það hvort nauðsynlegt er að efnahagsráðgjafinn sé alltaf sammála ríkisstjóminni hef ég það að segja, að sá ráðgjafi er einskis nýtur sem ekki getur haldið fram sjálfstæðum skoðunum á málum. “ Stundum er talað um að svokallaðir fræðingar séu til lítils nýtir, lokaðir í fílbeinsturni og úr takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Um þetta segir Ólafur: „Ég held að gagnlegast sé að beita því sem maður kann, en binda sig ekki við kreddur. Maður verður að geta greint á milli fræðisetninga og praktískra lausna. Hér skiptir og máli að taka tillit til mann- legra sjónarmiða og kunna að beita dómgreind sinni." Það er greinilegt að Ólafur hefur mik- inn áhuga á sögu og stjórnmálum og um stund ræðum við vítt og breitt um pólitík. Móðurafí Ólafs var Jóhann Þ. Jósefsson fjármála- og atvinnumálaráðherra í ríkis- stjóm Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-49, sem nefnd hefur verið Stefanía. Nú starfa sömu þrír flokkar saman aftur, í þetta sinn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. En Ólafur hefur fengist við ýmislegt annað en hagfræði. Hann kenndi um skeið stærðfræði við Háskólann og kveður kennsluna hafa átt vel við sig. „Úti í Washington sótti ég frönskutíma áður e., vinna hófst á morgnana. Enda nauðsynlegt að kynnast sem flestum tungumálum." Þegar hér er komið er kominn tími til að kveðja. Nýja efnahagsráðunautarins bíða spennandi verkefni og víst að hendur verða látnar standa fram úr ermum. ÞSv Sigurður Ingvason skipaverkfræðingur: Hannar skip fyrir banda- ríska flotann SIGURÐUR Ingvason skipaverk- fræðingur í Gautaborg fékk fyrir stuttu viðurkenningu frá samtökum bandarískra verk- fræðinga sem starfa við sjóher- inn. Viðurkenninguna fékk Sigurður fyrir þjónustuskip sem hann hefúr hannað fyrir banda- ríska flotann. Nú er verið að heQa smíði á sjö slíkum skipum á vegum flotans. { samtali við Morgunblaðið kvaðst Sigurður hafa unnið þijú til fjögur síðustu ár fyrir bandaríska flotann við að hanna nýtt lag á skipum. Við þetta verk hefði hann notað reynslu sína frá íslandi er hann hannaði flutningaskipið Esj- una og fiskiskipið Otto N. Þorláks- son. Sigurður sagði að nýja skipið væri þjónustu- og birgðaskip sem færi vel í sjó og léti vel að stjóm. „Það er búið að veija sem samsvar- ar rúmlega nítján milljónum íslenskra króna til prófana á þessu skipi og niðurstöður sýna að sjó- hæfni þess er 20% betri en á samsvarandi skipum sem flotinn hefur til umráða í dag,“ sagði Sig- urður. „Sem dæmi má nefna að meðan gömlu skipin þurfa 34.000 hestöfl til að ná 20 hnúta siglingu þá þarf nýja skipið £4.000 hestöfl til að ná sömu siglingu með sömu olíunotkun." Frá árinu 1977 hefur Sigurður rekið eigin ráðgjafafyrirtæki í skipahönnun í Gautaborg. Hann kvaðst vera búinn að gefa íslenska útgerðarmenn upp á bátinn. „Á Is- landi er ekki hugsað um notkunar- gildi skipanna. Það er mjög sárt að horfa upp á þegar íslenskir út- gerðarmenn kaupa gömul og úrelt skip í stað þess að leita nýrra leiða við hönnun sem sparað gætu stórfé með bættu notkunargildi." Sigurður taldi að á íslandi væri nauðsynlegt að setja fram lágmarks kröfur um notkunargildi á skipum en því mið- Sigurður Ingvason skipaverk- fræðingur. ur væru menn hræddir við að fara nýjar leiðir í skipahönnun og því ríkti stöðnun. Sem dæmi um þetta nefndi hann hönnun á skipsskrúf- um. „Hér í Svíþjóð er algengt að skrúfuhraði nýrra skipa sé undir 100 snúningum á mínútu. Heima er skrúfuhraðinn oft 375 snúningar á mínútu. íslenskum skipsskrúfum má því helst líkja við ijómaþeyt- ara,“ sagði Sigurður að lokum. AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Baldursgata Borgarholtsbraut Lindargata frá 40-63 Kópavogsbraut Bragagata frá84-113o.fl. Snorrabraut Njálsgatafrá 24-112 UTHVERFI Stigahlíðfrá 35-97

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.