Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 58

Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 58
e?. 58 r<?8í?í íjia .er sfUDAGUiwus .(iigajshuosiom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 J Hljómsveitin A-ha í Laugardalshöll Texti: Arni Matthíasson Það var vel á fimmta þúsund unglinga sem nær fyllti Laugardalshöllina á föstudagskvöld þegar norska hljóm- sveitin A-ha hélt þar fyrri tónleika sína á íslandi að þessu sinni. Ekki fór milli mála að A-ha eru vinsælir hér á landi, enda er ekki langt síðan lag þeirra Cry Wolf var mikið spilað í útvarpi; á öllum rásum. Ekki hefur það haft minni áhrif að nýjasta lag hljómsveitarinnar, The Living Dayl- ights, hefur fengið góða spilun nú síðustu daga. Norðmennirnir í A-ha komu til íslands úr hljómleikaferð um Japan en hljómsveitin hefur átt mikilli velgengni að fagna þar, sem og víða um heim, allt frá því hún sigraði bandaríska vin- sældalistann með lagi sínu Take on Me fyrir tveimur árum. Upp frá því hefur A-ha tekist að koma nokkrum lögum hátt á vinsælda- lista vestan hafs og austan og kannski ekki síst hér á Islandi. Það mátti því búast við góðri aðsókn á tónleika sveitarinnar þrátt fyrir að svo stutt sé síðan Europe fyllti Laugardalshöllina og fengu færri en vildu. Þegar frá upphafi mátti greina að eitthvað yrði aðsóknin minni á tónleika A-ha en á tónleika Europe, en einna mestan þátt í því hefur sjálfsagt átt sú ætlan þeirra er tónleikana héldu að halda aðra tónleika á laugar- dagskvöld. Þó var aðsókn það góð að vel á fimmta þúsund manna keypti sig inn. Útvarpsstöðin Bylgjan var með beina útsendingu frá Laug- ardalshöllinni allt þar til um fimmtán mínútur voru til stefnu að Bylgjumenn tóku sama sitt hafurtask og sviðið fylltist af róturum. Um stundarfjórðungi eftir að tónleikarnir áttu að hefj- ast var sem áhorfendur grunaði að eitthvað væri í aðsigi því það hljóðnaði yfir hópnum og allra augu beindust að sviðinu. Skyndilega var slökkt á öllum ljósum og æpti þá hver sem frek- ast gat. Hljómsveitarmeðlimir hlupu inn á sviðið í skjóli myrk- urs og hófu að leika lag sitt Cry Wolf. Heldur var hljómburður með verra móti til að byrja með en var þó kominn í þokkalegt lag er lagið var á enda. Áhorfendur skeyttu þó ekkert um hljómburð, þeim var nóg að sjá hljómsveitina og heyra að hún var eitthvað að gera. Svo margir sóttu það fast að fá að koma sem næst hljóm- sveitinni að gæslumenn máttu hafa sig alla við við að draga meðvitundarlausa unglinga upp á svið til að koma þeim á örugg- an stað milli þess sem þeir jusu vatni yfir þá sem fremstir stóðu. Eins og áður sagði var hljóm- burður ekki með besta móti til að byija með, en þegar komið var í lagið Here I Stand, var hljómurinn orðinn býsna góður. Áhorfendu kærðu sig þó kollótta um hljómburð. Þeir kunnu greinilega vel við sig þrengslun- um og hoppuðu og létu öllum illum látum þegar við átti, eða þá þeir kveiktu á kveikjurum og sveifluðu þeim til og frá þegar við átti. Greinilegt var að flestir þekktu vel til þeirra laganna sem spiluð voru og mikið var um að tekið var undir í viðlögum. Einna mest var hrifningin þegar kom að lögum sem komist hafa á vin- sældalista hérlendis, eins og vonlegt er, til dæmis í lögum eins og The Sun Always Shines on TV. Um miðbik efnisskrárinnar Morgunblaðið/Þorkell Kyntröllið Morten Hackett. Morgunblaðið/Bjami Morgunblaðið/Bjami Morgunblaðið/Bjami '-i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.