Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐE), ÞREÖJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Blaðburðarstúlka verður fyrir kyn- ferðislegri áreitni ELLEFU ára gömul blaðburðar- stúlka, sem var að bera út Morgunblaðið í Einholt og Meðal- holt síðastliðiun laugardag, varð fyrir kynferðislegri áreitni af um það bil þrítugum manni. Maður- inn dró telpuna inn f husasund við Einholt og bæði þuklaði hana og skipaði henni með hótunum að þukla sig. Atburður þessi gerðist klukkan um Kveikt í tveim- urbifreiðum KVEKT var í tveimur bifireiðum aðfararnótt sunnudagsins, ann- arri á Hagamel en hinni á Greni- mel. Bifreiðarnar eru báðar mikið skemmdar. Slökkviliðið f Reykjavfk var kallað út rúmlega fimm, aðfararnótt sunnu- dagsins til að slökkva eld, sem komið hafði upp f Lada-bifreið og tfu mfnút- um sfðar til að slökkva eld f Datsun- bifreið. Rannsóknarlögreglan er nú með þetta mál f höndum og taldi talsmað- ur hennar víst að sami maðurinn væri að verki, en rannsókn var í full- um gangi f gær. 7 á laugardagsmorgun. Telpan var þá stödd við gatnamót Einholts og Meðalholts og kom maðurinn gang- andi niður Stórholtið. Hann gaf sig á tal við hana og togaði hana sfðan inn f áðurnefnt sund, þar sem hann leitaði á hana með þulki og skipaði henni jafnframt að þukla sig. Hann hafði f hótunum við hana, ef hún færi ekki að vilja hans, kvað hana myndu hafa verra af svo og fjöl- skyldu hennar. Málið hefur verið kært til Rann- sóknalögreglu ríkisins. Telpan gaf lýsingu á manninum. Hún kvað vínlykt hafa verið af honum, sem gæti gefið til kynna að hann hafí verið að koma úr einhvers konar gleðskap. Hann var svartklæddur, en þó taldi hún hann ekki hafa verið spariklæddan, skolhærður með stutt alskegg, sem var fvið ljósara er hár hans. Hárið var greitt frá enninu og fremur var hann langleitur. Að öðru leyti taldi telpan manninn ekki hafa nein sérstök einkenni, hann væri á aldrinum 25 til 30 ára. Það eru tilmæli, að þeir, sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um mann, sem kæmi heim við lýs- ingu telpunnar, hafi samband við Rannsóknalögreglu rikisins þegar f stað. Flugstöð Leife Eiríkssonar: Bilun í tækníbúnaði olli því að tilkynnt var um eldsvoða BILUN varð L tæknibúnaði þeún er varar fólk við eldsvoða og öðrum hættum sem steðjað geta að gestum og starfsfólki Flug- stöðvar Leifs Eirfkssonar i Keflavík. Bilunin varð um kl. 7.30 Slinnudagsmorguninn 19. júlí og var þá tilkynnt að eldur væri laus f byggingunní. Umræddur tæknibúnaður er al- gjörlega sjálfvirkur og þegar tilkynnt hafði verið að eldur væri laus var fólk beðið um að yfírgefa bygging- una með hraði. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra á Keflavfkurflugvelli gerðist þetta yfir háannatfmann og voru á milli 600 og 700 farþegar staddir í flugstöð- inni auk u.þ.b. hundrað starfsmanna. Hann sagði að viðbrögð farþega og allra þeirra sem staddir voru f flug- stöðinni hefðu verið hárrétt og tókst að rýma stöðina á mjög skömmum tfma. Pétur sagði að fátt værí svo með öllu illt að ekki fylgdi nokkuð gott og hefðu allir neyðarútgangar verið í fullkomnu lagi og ekkert farið úr- skeiðis þegar fólk yfirgaf húsið. Skýringar á þessum atburði liggja enn ekki fyrir en Pétur sagði að rann- sóknir hefðu verið gerðar á tækni- búnaðnum og vonaðist hann til þess að þær leiddu eitthvað f ljós. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir. Búnaðurinn var prófaður seinni part sunnudags og reyndist þá vera í lagi. Morgunblaðið/Kr.Bcn. Stefan Einarsson skipstjóri við sjálfVirku miðunarstöðina f brúnni áAðalbjðrguRE. Öryggismál sjómanna: Bátur í hverri ver- stöð með miðunarstöð Grindavflc. HJA Slysavarnafélagi Islands hefiir verið unnið að þvf f vetur og vor að í hverri verstöð verði einn bátur búinn sjálfvirkri Koden-miðunarstöð fyrir neyð- arsenda gúnunfbjörgunarbát- anna. Sömu gerð og er í flugvél Flugmálastjórnar. Að sögn Stefáns Einarssonar skipstjóra á Aðalbjörgu RE 5 var slík miðunarstöð sett f Aðalbjörgina þegar hún var í smíðum í vetur. „Hannes Hafstein framkvæmd- arstjóri SVFI undirstakk mig með þetta tæki enda skipti það ekki stóru fyrir kostnað bátsins, en mjög miklu fyrir öryggi sjómanna á haf- inu. Það er mjög öfugsnúið að í björg- unarbátum séu neyðarsendar en sfðan hvergi neitt tæki staðsett sem getur miðað neyðarsendinguna út. Ohætt er að segja að það geti skipt sköpum ef tekst að miða slfka send- ingu út strax ef slys ber að höndum á miðunum", sagði Stefán. Kr.Ben. Grashagabörnin kunnu vel að meta grillveisluna f gðtunni. Selfoss: Morgunblaðið/SigurðurJónsson Gríllað í Grashaganum og lífgað upp á tilveruna ScUÓMÍ. ÍBÍIAR við Grashaga á Sel- fossi brugðu á leik siðdegis á Iaugardag, skreyttu hluta göt- unnar og grilluðu gómsæta réttí. Það mætti hver með sitt grill og garðhúsgögn og var öllu raðað upp á götunni. Sfðan griUaði hver fyrir sig og voru það jafnt karlar sem konur sem sáu um að vel hitnaði í kolunum. Börnin kunnu að meta þessa nýbreytni og biðu spennt eftir afurðunum af grill- inu. Nýlokið er að veita viðurkenn- ingar fyrir góða umgengni um lóðir og hús á Selfossi. I sam- bandi við uppákomu Grashaga- fólksins stakk einn fbúanna upp á þvf að það væri ekki vitlaust að veita viðurkenningar fyrir skemmtilegar uppákomur S göt- um. — Sig. Jóns. Beðið eftír grillmat. Rannsóknir á hundaæði: Hundaæði getur borist hing- að til lands hvenær sem er - segir dr. Páll Hersteinsson NORÐMENN hafa leitað aðstoð- ar dr. Páls Hersteinssonar veiðistjóra varðandi rannsóknir á útbreiðslu hundaæðis meðal refa á Svalbarða. Við rannsókn- ir sinar munu Norðmenn merkja refí með útvarpssendum, en þá aðferð var Páll fýrstur manna tíl að nota við rannsóknir á heimskautarefum. Páll sagði að hundaæði hefði fyrst borist til Svalbarða fyrir um sjö árum og nú væri aftur farið að bera á sjúkdómnum á sömu slóðum og þess vegna verið ákveð- ið að kanna útbreiðslu hans. í þvi skyni munu Norðmenn athuga hvortþeir 150-200 heimskautaref- ir sem skotnir verða á veiðitímabil- inu séu smitaðir af hundaæði en einnig verður komið fyrir út- varpssendum á heilbrigðum dýrum og lifhaðarhættir þeirra kannaðir með þeim hætti. Sett verða svo- kölluð radiohálsbönd á ung dýr að haustlagi og fylgst svo með ferðum þeirra yfir veturinn. Hafa Norðmenn leitað aðstoðar Páls þar sem aðstæður á Svalbarða eru ólíkar því sem þeir hafa áður feng- ist við. Rannsóknir á rauðref í Evrópu hafa að sögn Páls sýnt að út- breiðsluhraði sýkinnar tengist útbreiðsluhraða dýranna. Hann sagði að þar sem lítið væri vitað um lifnaðarhætti heimskautarefs- ins á Svalbarða væri talið naðsyn- legt að fylgjast með ferðum heilbrigðra dýra svo hægt verði að spá fyrir um útbreiðsluhraða veikinnar. Aðspurður um hvort vitað sé um hundaæði meðal refa á íslandi sagði Páll svo ekki vera en sam- bærilegar rannsóknir þyrfti að gera hér á landi. Til þess að það væri hægt yrði hins vegar að breyta logum um refa- og minka- veiðar. „Ferðir ungra refa gætu gefið mikilvægar vísbendingar um hversu hratt hundaæði gæti breiðst út hér á landi, á milli lands- hluta þar sem aðstæður eru víða mjög ólíkar. Við vitum aldrei hven- ær hundaæði gæti borist hingað, það gæti borist frá Grænlandi eða frá Evrópu með ólöglegum inn- flutningi gæludýra," sagði Páll að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.