Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 55
HORGUNBLAÐŒ), ÞRIÐJUDAGUR 21. JULÍ 1987 55 „Gerír menn að betrí flugmönnum" — segir Friðrik Sigftísson mótsstjórí um íslandsmótið í vélflugi „íslandsmótið í vélflugi er enginn leikaraskapur ef einhver skyldi vaða f þeirri villu, því hér er keppt eftir mjög ströngum reglum", sagði Frið- rik Sigfússon, einkaflugmaður og mótsstjóri á íslandsmótinu í vél- flugi, í samtali við Morgunblaðið. „Keppendur sjá svart á hvítu hvaða ósiði þeir eru búnir að venja sig á í flugmennskunni og hvar þeir verða að glugga betur í fræðin til að venja sig af ósiðum þessum og auka þekk- inguna á þeim sviðum sem þeir telja þörf á. Svona krefjandi mót gerir alla sem þátt í þeim taka tvímæla- laust að betri flugmönnum, að ekki sé nú talað um ánægjuna sem fylg- ir þátttökunni", bætti hann við. Friðrik sagði gleði, jákvætt hug- arfar og gott veður hafa einkennt mótshaldið á Helluflugvelli. íslands- mótið í vélflugi er hápunktur sumardagskrár Flugmálafélags ís- lands en félagið hefur í sumar gengist fyrir flugkeppnum í sam- vinnu við hina ýmsu flugklúbba landsins. Friðrik sagði þær keppnir aðeins „generalprufur" fyrir ís- landsmótið, en þær munu hafa tekist vel og fjöldi þátttakenda á bilinu 20—30 í flestum keppnanna. Norðurlandamótið '88 á Islandi Sá íslendingur sem einna mesta reynslu hefur af dómarastörfum á flugkeppnum vélflugmanna er án efa Selfyssingurinn Mogens Taaga- ard sém var yfirdómari á Hellu. Hann er jafnframt Norðurlanda- dómari í vélflugi. Mogens var spurður að því hvort hann sæi fram- för á milli ára? „Já, þegar á heildina er litið hefur flugmönnum farið fram og voru þeir almennt séð með færri refsistig nú en á íslandsmót- inu í fyrra. Að vísu er dálítið erfitt að sýna þetta upp á stig því keppnis- reglunum hefur verið breytt", sagði hann. „Annars var ég yfirdómari á Norðurlandamótinu sem haldið var fyrir skömmu í Finnlandi og miðað við meðalárangur þar, má segja að menn geti bara vel unað við úrslitin hérna á Hellu", sagði Mogens. Þá sagði Mogens Taagaard, að fyrir- hugað væri að halda næsta Norður- landamót í vélflugi hér á landi í júní á næsta ári, nánar tiltekið á Suðurlandi og þá kemur Helluflug- völlur helst til greina í þvi sambandi. Morgunbl aðið/Ól afu r Bragason íslandsmótið i vélflugi var frábœrlega skipulagt og ekki spillti gott veður keppnisskapinu. Mótsstjórain talið frá vinstri: Guðmundur Ásgeirsson, Haraldur Karlsson, yfirdómarinn Mogens Taagaard, Ásgeir Guðmundsson og Friðrik Sigfússon mótsstióri. mig svona niður úr öllu valdi. Svo ef ég ber saman þessi tvö lönd, þá finnst mér miklu auðveldara að rata á fslandi. Nú er bara að ein- beita sér enn betur að flugleiðsög- unni." Miðað við síðasta íslandsmeist- aramót og Norðurlandameistara- mótið, hvernig meturðu árangur þinn núna? „Reglunum hefur verið breytt frá síðasta íslandsmeistaramóti svo erfitt er að gera nákvæman saman- burð, en í fljótu bragði, tel ég mig hafa bætt mig lftið eitt enda i meiri æfingu, svona nýkominn af Norður- landameistaramóti. Hins vegar stóð ég mig miklu betur núna en á Norð- urlandameistaramótinu. Þar var ég með minnstu reynsluna og hafði t.d. aldrei keppt erlendis. Þá var Iandslagið í Finnlandi ekkert svipað þvf sem er hér heima og mér fannst mjög erfitt að rata þar. Sem dætni um reynslu manna á Norðurlanda- meistaramótinu, get ég nefnt að sá sem sigraði er flugstióri hjá SAS og var að taka þátt í tuttugasta skipti, þar af hefur hann orðið Norð- urlandameistari nokkrum sinnum." Er Piper P A-28 Warrior II góð keppnisflugvól? „Hún er mjög góð og lætur að stjórn eins og hugur manns. Hún hefur mikið hraðasvið og er lítið eitt hraðfleygari en vél frá Cessna í sama stærðarflokki, Cessna 172 Skyhawk. Einnig hefur það mikið að segja f lendingarkeppninni, að vængbörðin (flapsar) eru hreyfð með handafli og hreyfast þvf um leið og maður hreyfir handfangið. Að mínu mati eru þetta mikilvægir kostir sem góð keppnisflugvél þarf að vera búin." Hefurðu æft flug mikið i sum- ar? „Fyrir þetta mót æfði ég mig ekkert sérstaklega en það er ekkert vafamál, að það hjálpaði mér núna að ég fór nokkrar æfíngaferðir fyr- ir Norðurlandameistaramótið og svo var það auðvitað mikil reynsla að taka þátt f þvf móti. Annars er það f sjálfu sér aukaatriði að vinna í vélflugmóti. Aðalatriðið er að vera með og vera f skemmtilegum félags- skap einkaflugmanna". Hvað tekur nú við hjá þér i fluginu? „Halda áfram að leika mér," sagði Orri Eirfksson, tvöfaldur Is- landsmeistari f vélfiugi, að lokum. Mynd af Snekkjunni sem byggð er við sérstakar aðstæður þvi götumegin er húsið ein hæð, en eins og sést á myndinni er husið á þremur hæðum. Fáskrúðsfjörður: Nýtt hótel opnað Fiskrúðsfirði. NÝTT HÓTEL á Fáskrúðsfirði var formlega tekið í notkun fyrir skömmu. Hótelið er viðbygging við veitingahúsið Snekkjuna. I viðbyggingunni er er vistlegur veitingasalur og gistirými. Stækkun þessi bætir verulega úr brýnni þörf á gistingu á Fáskrúðs- firði. í hótelinu eru sjö tveggja manna herbergi þar sem hægt er að vera með smærri samkomur. í húsinu er bar og dansaðstaða og hefur staður- inn fengið vínveitingaleyfi. Eigendur Snekkjunnar eru Árný Arnþórsdóttir og Ingi Helgason og hafa þau að mestu leyti hannað hú- sið sjálf en aðalverktaki við upp- byggingu Þess var Þorsteinn Bjarnason húsasmiður á Fáskrúðs- fírði. Innréttingar annaðist Sævar Sigurðsson húsasmiður hér á staðn- um. Þess má geta að mest öll vinna við smíði hússins var í höndum iðnað- armanna á Fáskrúðsfírði. Áformað er að hafa veitingasalinn opinn fyrir almenning á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum fyrst um sinn. Einnig er hægt að halda einkasam- kvæmi eftir þvf sem til fellur. Fyrst um sinn mun Árni ísleifsson pfanó- leikari spila fyrir gesti hótelsins framangreind kvöld. Albert Eigendur Snekkjunar þau Arný og Ingi. Morgunbtaðið/AibertKemp Morgunblaðið/Jón Sig. Leikskólabfirnin sem eru fyrir hádegi voru búin að borða pylsurnar sínar þegar fréttaritara bar að garði, en það mátti sjá á bttrnunum hvað hafði verið með pylsunum. Blönduós: Grillveisla í leikskólanum BlSnduosi. LEIKSKÓLABÖRN og star&fölk á leikskólanum á Blttnduósi gerðu sér dnganmn og héldu grillveislu i tilefhi af þvi að þau eru að fara i mánaðar sumarfrí. Veðrið var upp á sitt besta þennan sfðasta dag fyrir sum- arfrf, 18 til 20 stiga hiti og að sjálfsögðu voru allir f sólskins- skapi. Það var ýmislegt sem börnin ætluðu að gera f sumarfrf- inu: einn ætlaði til Hauganess annar til Sauðárkróks og sá þriðji ætlaði mun lengra eða alla leið til útlanda. Flest börnin hittast aftur 10. ágúst, en þá byrjar leik- skólinn aftur eftir sumarfrí. Elstu leikskólabörnin ljúka á þessum tfmamótum leikskólagöngu, en með haustinu tekur alvaran við eða alvöruskólinn eins og börnin orða það. — Jón Sig. Þessi hópur barna er i leikskólanum eftir hádegi. Þau grilluðu eftir hádegi og fengu blttðrur á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.