Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 * Agnar Ivars hús gagnabólstrari Fæddur 14. febrúar 1917 Dáinn 26. júní 1987 Þegar ég minnist Agnars frænda míns, eða Bufa eins og hann var jafnan kallaður hér áður fyrr, þá leitar hugurinn meira en 40 ár aftur í tímann. Ég var þá í fóstri um stundar- sakir hjá afa Jóni og ömmu Rósu, foreldrum Bufa. Agnar var þá ungur maður í blóma lífsins, kvikur á fæti og létt- ur í lund. Hann var giftur yndis- legri konu, Guðrúnu Helgadóttur, hafði nýlokið námi í húsgagna- bólstrun og var reiðubúinn að takast á við lífið og tilveruna. Lífið hafði þó ekki alltaf brosað við Agnari. Hann hafði nokkrum árum áður þurft að horfa á bak Edgari, einkabróður sínum, mikl- um efnispilti, sem lést aðeins 21 árs að aldri og Önnu Steinunni, einkasystur sinni, sem lést í frum- bemsku. Minningin um ungu hjónin Agn- ar og Guðrúnu á þessum árum er ákaflega björt. Það var sungið og spilað undir á píanó eða teiknað og litað með pastellitunum hennar Gunnu. Það var alltaf sólskin á þessum árum. Agnar hjálpaði mér að lesa fyrirsagnir í Mogganum og að fylgjast með teiknuðu hetj- unni Markúsi. Stundum var farið í bíltúr í gula Wolsley-bílnum hans afa, sem var áreiðanlega falleg- asti bíllinn í heiminum. Þá var oft komið við í Prestó, hljóðfæraversl- uninni hans afa Jóns sem var hreinræktuð undraveröld. Undir handarjaðri Agnars var ^ ótakmarkað athafnafrelsi nema þegar afamir Jón og Þórarinn vom að kompónera eða æfa eitt- hvert verk fyrir slaghörpu og fíðlu. Þá passaði Agnar upp á að ég truflaði ekki meira en góðu hófí gegndi. Hann hafði sjálfur lært á fíðlu hjá afa Þórami og þekkti til hlítar þann stríðsaga sem krafíst var þegar saman fóm litlir dreng- ir og tónlist. Agnar tók þessvegna í höndina á mér, leiddi mig inn í næsta herbergi, færði mér litabók og liti og gerði mér grein fyrir föstu punktunum í tiiveranni þeg- ar afamir æfðu á hljóðfæri. Ef allar aðrar aðferðir þmtu þá las Agnar fyrir mig úr Nonna og Manna. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Guðrún kona Agnars var dáin eftir stutta en erfíða sjúk- dómslegu aðeins 26 ára að aldri. Ég var þá tæpra tíu ára og gerði mér ekki grein fyrir sorg og söknuði Agnars, sem hallaði sér að Bakkusi meira en góðu hófí gegndi á næstu ámm. En árið 1953 birti aftur upp hjá Agnari svo um munaði er hann giftist öðm sinni, Svövu Felix- dóttur, frænku minni. Svava, sem er ein mætasta kona sem ég hef kynnst, bjó manni sínum fallegt og gott heimili og bömin tvö, Jón og Guðrún, fæddust á næstu tveim ámm. Agnar vann við iðn sína, ýmist með eigin rekstur eða hjá öðmm og virtist hafa allar for- sendur í besta lagi fyrir hamingju- sömu lífí. En Bakkus konungur lætur ekki að sér hæða. Hann hafði smám saman hert tök sín á Agnari svo ekki varð lengur við unað og fór því svo sem gjaman gerist á þeim bæ að hjónabandið brast. Agnar fluttist nú heim til for- eldra sinna og bjó með þeim til dánardægurs þeirra, Jón Ivars dó 1968 og Rósa 1986, þá tæplega 94 ára að aldri. Agnar reyndist móður sinni besti drengur þau 18 ár er Rósa lifði eftir mann sinn. Jafnvel þótt segja megi að Agn- ari hafí tæpast náð viðunandi tökum á lífí sínu eftir að slitnaði upp úr hjónabandi hans og Svövu þá vora engu að síður fjölmargir ljósir punktar í tilvemnni. í fyrsta lagi áttu þau Svava miklu bamaláni að fagna og vom miklir kærleikar með Agnari, bömum hans, tengdabömum og bamabömum. í öðm lagi héldu Agnar og Svava alltaf góðri vináttu þar til yfír lauk og er það fagur vitnis- burður um lyndiseinkunn þeirra beggja. Svava reyndist fyrrverandi eig- inmanni sínum mikil stoð og stytta alla tíð og sýndi alveg einstaka fómfysi og hetjulund er Agnari háði sitt dauðastríð og má með sanni segja að þar hafí öll ijöl- skyldan sameinast öðm sinni. Böm Agnars og tengdabörn reyndust honum sem best verður á kosið. Fyrir mér verður Agnar alltaf minnisstæður sem einstakt ljúf- menni. Hann reiddi ekki gæfuna í þverpokum alla tíð en hann gerði aldrei á hlut nokkurs manns. Mér fannst sem Agnar endurheimti hamingjuna síðustu æviár sín í samvistum við böm sín, tengda- böm og bamaböm, sem vom augasteinar afa síns og ég held að hann hafi kvatt þennan heim sáttur við lífið og tilvemna. Einar Benediktksson orti eitt sinn: Stundin deyr og dvínar burt sem dropi i straumaniðinn. Öll vor ævi er annaðhvurt óséð eða liðin. Úr Vogum. Agnar ívars fæddist 14. febrúar 1917 og lést 26. júní 1987, rétt sjötugur að aldri. Hann var sonur sæmdarhjónanna Rósu og Jóns ívars. Ættum Jóns og Rósu gerði ég nokkur skil í minningargrein að Rósu ívars látinni vorið 1986. Agnar nam húsgagnabólstmn hjá Kristni Sveinssyni. Kristinn var upphaflega söðlasmiður en lærði bólstmn hjá dönskum manni, Axel Meinholt. Kristinn er almennt talinn fyrsti íslenski bólstrarinn og varð síðar fyrsti formaður Fé- lags húsgagnasmiða á íslandi. Agnar var góður fagmaður og sérstaklega vandvirkur. Hann vann um skeið hjá Ingólfi Gis- surarsyni, Helga Sigurðssyni og Ásgrími P. Lúðvíkssyni sem var æskukunningi Agnars. Þess á milli rak Agnar eigið verkstæði í iðn sinni. Agnar kvæntist árið 1942 Guð- rúnu Helgadóttur, listrænni afbragðskonu. Guðrún var dóttir Helga Jörgenssonar tollþjóns og konu hans, sem bæði era látin. Guðrún lést árið 1950 aðeins 26 ára að aldri og var hún mikill harmdauði þeim sem til þekktu. Agnar og Guðrún vom bamlaus. Agnar kvæntist öðm sinni 1953 Svövu Felixdóttur endurskoðanda hjá Tollendurskoðun. Svava er fædd 3. apríl 1922. Hún er dóttir hjónanna Felix Jónssonar yfírtoll- varðar, f. 1895 d. 1978, og Guðmundu Jóhannsdóttur frá Hofí, Eyrarbakka. Guðmunda er fædd 1898 og býr nú á Hrafnistu í Hafnarfirði vel em. Felix var sonur Jóns Þórðarsonar, f. 1856 d. 1959, 103 ára að aldri og Guð- rúnar Símonardóttur, f. 1866 d. 1959, 93 ára, frá Reykjakoti í Ölfusi. Guðrún var systir langömmu minnar í föðurætt, Helgu Símonardóttur hómópötu, f. 1849 d. 1937, á ísafírði. Þau Jón og Guðrún bjuggu lengi á Núpum i Ölfusi. Böm Svövu og Agnars era Jón ívars, f. 27. maí 1954, starfsmað- ur Egils Skallagrímssonar, kvæntur Guðlaugu Björgvinsdótt- ur, ritara hjá Flugleiðum. Þau eiga einn sont Ára, f. 2. október 1983. Guðrún Ivars, stúdent, einkaritari Háskólarektors f. 21. desember 1955, gift Zophoníasi Sigurðssyni, tæknistjóra Kringlunnar. Þau eiga eina dóttur, Svövu f. 15. júlí 1981. Öll em böm og tengdaböm Agn- ars mikið sæmdarfólk sem hefur komið sér vel áfram í lífinu. Ég hitti Agnar kvöldstund skömmu áður en hann lagðist banaleguna. Ég vissi ekki að Agn- ar hafði þá þegar vitneskju um þann sjúkdóm sem skömmu síðar dró hann til dauða. Við leituðum saman að gömlum ljósmyndum frá Akureyrarámm foreldra hans sem skyldu birtast í 70 ára afmælisriti Leikfélags Akureyrar, en Rósa hafði verið ein vinsælasta leikkon- an norðan heiða á sínum yngri ámm. Agnar var einstaklega hress og glaður og lék við hvem sinn fíngur. Mér fannst þá sem ég færðist rúm 40 ár aftur í tímann til þeirra ára er fundum okkar bar fyrst saman í mínu barnsminni. Mér fínnst líklegt að Agnar aki nú um himnavegi með foreldram sínum og systkinum í gula Wolsleynum hans afa Jóns. Mér fínnst gott að minnast Agnars frænda míns á þann veg. Gengi er valt, þar fé er falt fagna skalt í hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt sem hjartað galt úr sjóði. (Einar Ben.) Guð blessi minninguna um góðan dreng með gott hjartalag. Edgar Guðmundsson Leiðrétting Einar Þórðarson, Bámgötu 38 hér í bænum, hefur beðið Morgun- blaðið að geta þess vegna kveðju- orða um Birgi Harðarson í blaðinu á sunnudag að foreldrar Birgis em þau Ingibjörg Þórðardóttir, sem nú er vistmaður á Hrafnistu í Reykja- vík, en bjó lengst af á Haðarstíg 15 hér í bænum, og Hörður Guð- mundsson. Augljóst er því að þau Kristín, Pálmi og Viðar, sem nefnd em til sögu í kveðjuorðunum, em ekki systkin hans heldur hálfsystk- ini. raöauglýsingai- — raðauglýsingar — raðauglýsingar Frystigámur 17fet Til sölu frystigámur, nýyfirfarin. Greiðslukjör. Upplýsingar í síma 687325 og eftir kl. 19.00 í síma 673312. Innréttingar fyrir hárgreiðslu- og snyrtistofu. Vegna fyrirhugaðs flutnings Kristu í Kringl- una eru allar innréttingar stofunnar á Rauðarárstíg 18 til sölu. Um er að ræða m.a. stóla, borð, hillur, skápa, hárþurrkur, vaska, spegla o.fl. o.fl. Afhending fer fram 13.-16. ágúst. Upplýsingar á Rauðarárstíg 18, ekki í síma, mánudaga-föstudaga kl. 17.00-18.00. SEBASTIAN Intemational Heidelberg Sord Stærð 64x91 ásamt brotvél til sölu. Bæði tækin eru í góðu ástandi. Tilboðum skal skilað á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Plássleysi — 4056“ fyrir 25. júlí. Veitingastaður Af sérstökum ástæðum er til sölu einn af betri veitingastöðum borgarinnar. Leigusamningur á húsnæði til langs tíma. S621600 Borgartún 29 RagnarTómasson hdl HUSAKAUP Loðdýrabændur — fóðurstöðvar Höfum til sölu blokkfryst grófhökkuð þorsk- bein til notkunar í loðdýrafóður. Einnig til sölu gufuþurrkað loðnumjöl til notkunar í loðdýra- og laxeldisfóður. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., 680 Þórshöfn. Símar 96-81111, 81137 og 81237. Síðustu forvöð Nú fara að verða síðustu forvöö að sækja um aukafulltrúa á SUS- þingið i Borgarnesi 4.-6. sept. nk. Einnig er nauösynlegt að skrlfstofu SUS berist sem allra fyrst tilkynning um útnefningu þingfulltrúa. Framkvaamdastjórn SUS. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn, Hafnarfirði Almennur félagsfundur verður í Sjálfstæðishúsinu viö Strandgötu fimmtudaginn 23. júlí nk. kl. 8.00, stundvíslega. Fundarefni: Kosning fulltrúa á Landssambandsþing sjálfstæðiskvenna, sem hald- ið verður á Akureyri, dagana 28.-30. ágúst nk. Félagskonur, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.