Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIBJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 27 Indland: Rajiv Gandhi hreinsar til Najibí Moskvu Leiðtogi afgönsku ríkisstjómar- innar, Najib, ræddi í gær við Mikhail Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Ekki var látið uppi um hvað við- ræðumar snerust, en talið er líklegt að aukin hemaðarátök í Afganistan og hugsanlegar leiðir til að binda enda á þau, hafi ver- ið efst á baugi hjá leiðtogunum. Mynd þessi var tekin á sunnudag á Moskvuflugvelli er Eduard She- vardnadze, utanríkisráðherra, (lengst t.h.) og A. Dobrynin (ann- ar f.v.) er sæti á í miðstjóminni, tóku á móti Najib (þriðji f.v.). stjómar, séu þeir honum ekki leiði- tamir. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er Gandhi mikið í mun að sýna að hann hafi öll völd í hendi sér áður en þingið kemur saman þann 27. þessa mánaðar og tryggja þannig að óánægðir þingmenn Kongress- flokksins verði ekki með uppsteyt. !* „ GEFÐU ÞER _ GOÐAN TIMA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ ÚRIANDI Gjafir og glaðningur til vina, ættingja og viðskiptavina erlendis. Afþreyingarefni fyrir ferðina. Tslensk matvara hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis. Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað ogmeira en „þjóðleg sérviska“. Lostæti á borð við hangikjöt, reyktan lax, kavíar ogíslenska osta hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum á borðum útlandanna. íslenskt sælgæti nýtur mikilla vinsælda handan hafsins. Þér er óhætt að hafa talsvert magn með þér - það verðurfljótt aðhverfa (stingdu strax undan eftirlætistegundinni þinni.) Minjagripir og handverk eiga alltaf vel við. Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund. íslenskt handverk er gjöfsem gleður. Bækur um ísland. Glæsilegar gjafír við flest hugsanleg tækifæri. Einstök landkynning sem gaman er að fletta með áhugasömum lesendum. Biöft og tímarit fvrir ferðina. Öll nýjustu dagblöðin með glóðvolgum, íslenskum fréttum. Tímarit og bækur til aðlesa á leiðinni og í ferðinni. Nýju Delhi, Reuter. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, gerði þekktasta and- stæðing sinn í Kongressflokkn- um, Vishwanath Pratap Singh, brottrækan úr flokknum á sunnudagskvöld. Brottrekstur- inn er liður i herferð Gandhis til að kveða niður andófið gegn honum, sem hefúr farið mjög vaxandi undanfarið. Singh var áður fjármálaráðherra í stjóm Gandhis og barðist af hörku gegn fjármálaspillingu embættis- manna, þar til Gandhi þvingaði hann til að láta af embætti og taka að sér vamarmálaráðuneytið. Þar fletti Singh ofan af mútugreiðslum í sambandi við samning við Vestur- Þjóðveija um kafbátakaup, og neyddist til að segja af sér að kröfu forsætisráðherrans. Gagnrýni á Gandhi og stefnu hans hefur færst í aukana upp á síðkastið eftir að Kongressflokkur- inn hefur hvað eftir annað tapað í fylkiskosningum og komið hafa fram ásakanir um mútuþægni opin- berra embættismanna í samningum við erlend fyrirtæki og ólöglega gjaldeyriseign framámanna í þjóðlífínu. Til þess að bæta enn á vandræði Gandhis sögðu tveir ráðherrar hans af sér á sunnudaginn og einn besti vinur hans, kvikmyndastjaman Amitabh Bachchan, varð að láta þingsæti sitt af hendi vegna ásak- ana á hendur bróður hans um fjármálaspillingu. Gandhi hefur nú rekið fjóra and- stæðinga sína úr flokknum á einni viku og menn velta því fyrir sér, hvort þessar hreinsanir muni hafa í för með sér frekari aðgerðir af hans hálfu til þess að styrkja stöðu sína. Búist er við að hann kunni að stokka upp í ríkisstjóminni, í níunda skiptið á hálfu þriðja ári, og fyrirskipa endurskipulagningu Kongressflokksins, sem reyndar hefur lengi legið í loftinu. Einnig þykir Gandhi líklegur til þess að reka úr embætti ýmsa valdamikla ráðherra í fyllqum sem flokkur hans Gengi gjaldmiðla Lundúnum, Reuter. GENGI Bandaríkjadals hélst stöðugt á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í gær, en gullverð lækk- aði eilítið. Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum í Tókýó og Lundún- um.. Spennan á Persaflóa orsakaði það að olíuverð hélst áfram hátt í gær og það olli bæði áhyggjum verðbréfasala og styrkti dalinn, einkum gagnvart japanska jeninu. Sterlingspundið kostaði 1,6040 Bandaríkjadali á hádegi í gær í Lundúnum. Gengi annarra gjald- miðla var með þeim hætti að fyrir einn Bandaríkjadal fengust: 1,3175 kanadískir dalir, 1,8610 vestur-þýsk mörk, 2,0945 hollensk gyllini, 1,5500 svissneskir frankar, 38,58 belgískir frankar, 6,1950 franskir frankar, 1346 ítalskar lírur, 152,95 japönsk jen, 6,4725 sænskar krónur, 6,7850 norskar krónur og 7,0575 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 449,50 Banda- ríkjadali. XJöfðar til JLJL fólks í öllum starfsgreinum! Flugstöð Leifs Eirfkssonar, Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.