Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JULI 1987 > Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs: Ekki beint samband milli verðþróunar jarð- olíu og unninnar olíu „JARÐOLIAN hefiir verið að smáhækka undanfarið og mér þykir ekki ólíklegt að sú þróun muni halda áfram," sagði Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann álits á olíuverðshækkunum á er- lendum mörkuðum í kjölfar spennu á Persaflóa og hvaða áhrif slíkar hækkanir kynnu að hafa fyrir íslendinga. „Verð- þróun unninnar olíu fer eftír öðrum lögmálum en jarðolía og ekki er alveg beint samband á milli, þó að þetta þróist á sama hátt þegar til langs tima er litið." „Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif á þessa þróun, ástandið við Persaflóa er ekki það eina. Það getur engin sagt til um hvernig þessi mál muni þróast á næstunni og hvaða áhrif þetta muni hafa fyrir okkur, en verð á unnum olíu- vörum á íslandi þróast eins og í öðrum Evrópuríkjum." Verð á jarðolíu er nú um 20 doll- arar tunnan en var í kringum 10 dollarar fyrir ári síðan. Verðið hefur hvað hæst verið rúmir 30 dollarar. „Þetta sveiflast alltaf eitthvað. Verð hafa verið að þokast upp yfir- leitt en ekki orðið neinar stórsveifl- ur," sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, í samtali við Morgunblaðið. „Olíuverð hefur hækkað eitthvað frá því í vetur en þetta er afskaplega viðkvæmt tíma- bil núna, meðan flotavernd Banda- ríkjamanna á Persaflóa er að byrja, og ekki hægt að vera með neinar spár. Það verður að bíða og sjá hvað gerist þegar hún hefst." VEÐUR IDAG kl. 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 21.07.87 YFIRUT á hádegi f gær: Um 700 km suður af Hornafirði er 1027 millibara hæð sem þokast austur. Á suðvestanverðu Grænlands- hafí er 1002 míllíbara dj'úp lægð sem hreyfist norðaustur. Við Hvarf er önnur lægð, 998 millibara djúp, sem hreyfist lítið. SPÁ: Vestan og suðvestan gola eða kaldi (3-5 vindstig) á landinu. Skýjað og smá skúrir á víð og dreif fram eftir degi en léttir til aust- anlands síðdegis. Hiti á bilinu 10 til 18 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Suðvestlæg átt. Vætusamt um vestanvert landið en þurrt og víða bjart veður austanlands. Fremur hlýtt f veðri, einkum á norðaustur- og austurlandi. TÁKN: *C J- Heiðskírt Léttskýjað -^^ Hálfskýjað "^fe Skyjað Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjað'rirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # # * * * * * Snjókoma 10° Hrtastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða ', ' Súld OO Mistur ¦ j- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að fsl. tíma hiti veður Akureyri 16 alskýjað Reykjavfk_________12 skúr Bergen Holsinki Jan Mayon Kauprnannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 21 skýjað 21 heiðflkírt 7 rigning 16 skýjað 13 rignlng 8 heiðskírt 22 skýjað skýjað 21 13 alikýjað Algarve Amsterdam Aþena Barcelona Berlfn Chicago Feneyjar Frankfurt Glaskow Hamborg LasPalmas London LosAngeles Lúxemborg Madrid Mallorca Miami Montreal NewYorfc París Róm Vin Washington Winnipeg 26 helðskírt 18 skúr 33 helðskírt 24 skýjað 23 úrkomaígr. 26 mistur 26 þokumóða 17 skúr 17 skýjað 13 þrumuvaður 28 léttskýjað 17 rigning 16 heiðskfrt 16 skúr 28 lóttakýjað 28 lettíkýjað 28 lóttskýjað vantar 20 skúr 23 alskýjað 16 rigning 30 þokumóða 22 Mttskýjað 28 mlstur 17 úrkomaigr. Harður árekstur MJOG harður árekstur varð á mótum Laugavegar og Kringlu- mýrarbrautar á miðnætti aðfararnótt sunnudags. Tveir bílar rákust saman og endaði annar þeirra ferð sfna á Ijósastaur. Báðir bílarnir voru dregnir af slysstað mikið skemmdir og öku- menn fluttir á slysadeild. Þeir munu þó ekki hafa slasast alvarlega. Ekið á vegfaranda á Fríkirkjuvegi - Okumaður gefi sig fram við lögreglu EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Fríkirkjuvegi milli Frikirkjunn- ar og Miðbæjarskólans aðfarar- nótt síðastliðins sunnudags. Ökumaður fór af slysstað án þess að gefa skýrslu til lögreglunnar. Atburðurinn átti sér stað kl. 1.30. Ökumaður var stúlka um tvítugt á ljósri bifreið, líklega af Daihatsu- gerð. Hún stöðvaði bifreið sína og gaf sig á tal við hinn slasaða, en ók síðan brott. Vegfarandinn var síðar fluttur með leigubifreið á slysa- deild, nokkuð meiddur á mjöðm og fótum. Lögreglan mælist til þess að öku- maður bifreiðarinnar gefi sig fram við slysarannsóknardeild lðgregl- unnar í Reykjavík, enda verða ökumenn ávallt að gefa skýrslu, valdi þeir slysi. Einnig eru þeir, sem kunna að hafa verið vitni að slysinu, beðnir um að hafa sambandi við lög- reglu. Asgeir Bjarna - son erlátinn ÁSGEIR Bjarnason fram- kvæmdastjóri Yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Landspftala- ióo, lést sunnudaginn 19. júlí. Asgeir fæddist í Reykjavík 8. maí 1926. Foreldrar hans voru þau Bjarni Þorsteinsson framkvæmda- stjóri og annar eigandi Vélsmiðj- unnar Héðins _og kona hans Jóhanna Olsen. Ásgeir lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946. Hann var síðan við nám f Sviss og eftir það við störf í Vélsmiðjunni Héðni þar til hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Hann sinnti síðan viðskiptum í Reykjavík og varð framkvæmda- stjóri Geðverndarfélgas íslands árið 1966 og sat í stjórn félagsins frá 1971. Sem framkvæmdastjóri sá hann um byggingar Geðverndarfé- lagsins að Reykjarlundi og síðar um byggingu endurhæfingastöðvar að Álfalandi í Reykjavík. Hann var skipaður í bygginga- nefnd Geðdeildar Landspítalans árið 1971 og varð starfsmaður nefndarinnar á meðan á hönnun Ásgeir Bjarnason framkvæmda- stjóri stóð. Árið 1974 tók Ásgeir við starfi framkvæmdastjóra Yfir- stjórnar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð og sinnti hann því starfi til æviloka. Eftirlifandi kona Asgeirs er Kristín Vilhjálmsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Pétur Pétursson, Selfossi, látinn PÉTUR Pétursson rafeindavirkja- meistari lést. f Borgarspftalanum föstudaginn 17. jfilí sl. 51 árs að aldri en hann fieddist f Siglufirði þann 14. júní árið 1936. Pétur var rafeindavirki og starfaði hjá Pósti og síma fyrstu árin en starf- rækti síðan verslun á Selfossi fyrst ásamt Arna óskarssyni og síðan einn. Síðast vann Pétur hjá sjón- varpinu. Pétur var sonur hjónanna Péturs Vermundssonar og Pálfnu Skarphéð- insdóttur en var alinn upp frá fjögurra ára aldri hjá fósturforeldr- um sínum, þeim Árna Kristjánssyni og Guðbjörgu Kristinsdóttur í Siglu- firði. Eiginkona Péturs er Ingibjörg Pétur Pétursson Kjartansdóttir og eignuðust þau þrjú börn. t-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.