Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 23 Mannréttindanefhd Evrópu; Fyrsta íslenska mál ið tekið til munn- legs málfiitnings Mannréttindanefnd Evrópu hefur ákveðið að taka mál Jóns Kristinssonar frá Akureyri til munnlegs málfliil nings f haust eða vetur og mun þetta vera í fyrsta sinn, sem nefndin tekur íslenskt mál tíl munnlegs flutn- ings. Þess má geta að hér er um sama Jón Kristinsson að ræða og nýlega hjólaði frá Akureyri til Reykjavíkur. Upphaf þessa máls var að Jón var tekinn, grunaður um of hrað- an akstur og að hafa ekki virt biðskyldu, af lögreglunni á Akur- eyri. Mál hans var rannsakað af lögreglunni á Akureyri og dæmt þar í héraðsdómi og síðar í Hæsta- rétti. Það álitaefhi sem Jón vill fá úr skorið með aðstoð réttar- gæslumanns síns Eiríks Tómas- sonar hrl. er hvort það fái staðist mannréttindasáttmála Evrópu að sýslumaður dæmi í máli, sem hann hefur sjálfur stjórnað rannsókn á. Ef dómur fellur Jóni í vil, eru íslensk stjórnvöld skuldbundin til þess að breyta sinni löggjöf til samræmis við þann dóm. Dómur- inn gæti því hugsanlega þýtt miklar breytingar á núverandi sýslumannaskipan, þar sem stjórn rannsóknar og dónisvald er á sömú hendi, þ.a. íaðgreina pyrfti á miili lögreglu- o£ dómsvalds. Mannréttindanefnd Evrópu hefur tekið mál Jóns til athugunar og ákveðið að taka það til munn- legs málflutnings. Að loknum málflutningi í nefndinni tekur hún afstöðu til þess hvort dæmt verði í því. Ef svo er safnar hún þeim gögnum, sem nauðsynleg eru og tekur síðan efnislega afstöðu til málsins. Örlög máls eftir meðferð nefndarinnar eru tvenns konar. Oft lýkur máli með sátt á þessu stigi; ef ekki, fer málið annað hvort fyrir ráðherranefnd eða Evrópudómstólinn. Ef hvorki við- komandi ríki né nefndin ákveða að vísa máli til dómstólsins, fer það fyr'r ráðherranefndina, þar sem sitja fulltrúar utanríkisráð- herra aðildarríkja að Evrópusátt- málanum. Þess má geta að á annað hundr- að mál hafa verið tekin til dóms hjá mannréttindadómstóli Evrópu frá stofnun hans, en þar hefur á síðustu árum verið dæmt í 20^30 málum á ári. Dr. Gaukur Jörunds- son prófessor situr fyrir íslands hönd í mannréttindanefndinni og Þór Vilhjálmsson hæstaréttar- dómari í mannréttindadómstóln- um. VEISLA I HVERRI DOS Ufiarfcef? KJOTIÐNAÐARSTOD KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 Borgaraflokkurinn: Stoftiað félag í Norður- landskjördæmi vestra STOFNFUNDUR Félags Borg- arafiokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra var haldmn á Blönduósi 11. júlí sl. / Lögð voru fram drög að sam- þykktum Félags Borgara- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, sem voru einróma samþykkt á fundinum. A fund- inuin fór fram kosning stjórn- ar. Formaður stjórnar var kosinn Sigurður Hansen. Á fyrsta fundi stjórnar sem Fljótsdalsvirkjun næsti virkjunarkostur Sýslufundur leggur áherslu á að Fljótsdalsvirkjun verði næsti virkj- unarkostur á eftir Blönduvirkjun eins og lög nr. 60 frá 1981 gera ráð fyrir. Fundurinn skorar á orku- málaráðherra og Landsvirkjun að hraða vatnamælingum og öðrum rannsóknum, þar sem nýjungar í flutningi rafmagns eru að ryðja sér braut, jafnframt sem markaður fyr- ir sölu orkunnar getur breyst. Þá er sérstaklega vakin athygli á auknu öryggi í orkumálum, þar sem líkur á jarðskjálftum og eldgosum eru hverfandi á Austurlandi. Perlusteinn og jarðgas kannað Sýslufundur vill ítreka áskorun til iðnaðarráðherra um framhalds- rannsóknir á perlusteini í Loðmund- arfirði og aðstæðum varðandi vinnslu hans. Vakin er athygli á að fyrirtækið John Manville hefur sýnt áhuga á kaupum á perlusteini mjög nýlega. Einnig vill fundurinn hvetja til að lokið verði rannsóknum á jarðgasi í Lagarfljóti og hugsan- legri nýtingu þess. Fjölmargar fleiri tillögur voru samþykktar, sem snerta mál sveit- arstjórna í Norður-Múlasýslu. Lokafundur sýslufundar Norð- ur-Múlasýslu verður í apríl 1988. G.V.Þ. haldinn var strax af loknum aðal- fundi skipti stjórnin með sér verkum þannig að varaformaður var kosinn Zóphonías Zóphonías- son, forstjóri, Blönduósi, gjaldkeri Ólafur Runólfur Birgisson, skrif- stofust[6ri, Siglufirði og ritari Ágúst ísfjörð, veitingamaður, Efra-Vatnshorni. Varaformaður er jafnframt formaður fram- kvæmdastjórnar. Aðalstjórn samanstendur af fulltrúúm frá öllum þéttbýlis- kjörnum í kjördæminu, ásamt fulltrúum úr sveitum. Formaður kjördæmaráðsins á sæti í fram- kvæmdastjórn Borgaraflokksins. í aðalstjórn kjördæmafélagsins eiga sæti 16 menn og í varastjórn eru 11 fulltrúar. A fundinum kom fram mikil samstaða um málefni Borgara- flokksins. Alþingismennirnir Guðmundur Ágústsson og Júlíus Sólnes voru gestir fundarins, en þeir höfðu verið á ferðalagi um Vestfirði þar sem undirbúningur að stofnun kjördæmafélags Vest- fjarða er á næsta leiti. (I'ri'ltjitilkynninjr.) Ferskar dögum saman -enda í loftskiptum umbúðum. Mjólkursamsalan DEMIDEKK VIÐARVÖRN... ióskáitunum frtttbartaium oktar Veldu gaeði og endingu VelduDEMIDEKK. HUSASiVtlÐJAIM SUOARVOGi 3 5 O687T00 Málaðu tilveruna með LACOSTE litum LACOSTE -fierra GARDURINN AÐALSTRÆTI 9 S: 12234 KRINGLAN S: 689234 afsláttur íjúníogjúlíveitumvið 15% staðgreiðsluafslátt af öllum bremsuklossum í Volksvagen, Mitsubishi og Range Rover bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. IHl HEKLAHF SIMAR: 91-695500 91-695650 91-695651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.