Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 45 Eftir að styrjaldarbrjálæðið komst í algleyming var engum hlíft. Norður-Atlantshafíð og Norðursjór- inn voru morandi af tundurduflum og kafbátum, sem nutu dyggilegrar aðstoðar Focke-Wulf-flugvéla. ís- lensk skip urðu fyrir hrottalegum árásum og mörgum þeirra var sökkt á grimdarlegan hátt, án þess að skipshöfnum væri gefin kostur á að fara í björgunarbátana eða á fleka. íslenska sjómannastéttin lét ekki deigan síga, þrátt fyrir hörmungar styrjaldarinnar, þeim var það full- komlega ljóst að lífsafkoma þjóðar- innar væri undir því komin að takast mætti að halda uppi sigling- um með lífsbjörgina að og frá landinu, það verður víst seint full þakkað. Ekki hefí ég tölu á öllum þeim ferðum sem Þorleifur sigldi með bv. Kára á Englands-markað í stríðinu, en eitt er víst að þær voru margar. Hann var lítið fyrir að taka sér frí frá störfum, en lét sér þau stopp nægja sem til féllu hverju sinni. Á stríðsárunum voru loftskeyta- stöðvarnar innsiglaðar þegar skipin lögðu af stað í siglingu til útlanda, það mátti ekki rjúfa innsiglið nema í neyðartilfelli, fréttist því ekkert af ferðum þeirra frá því þau létu úr höfn og þar til komið var til hafnar erlendis. Sú bið gat oft orð- ið æði löng og eftirvæntingarfull, og þeir sem heima biðu áttu oft marga raunarstundina, því brugðið gat til beggja vona. Svo heppilega vildi til að bv. Kári varð ekki fyrir óhöppum af styrjaldarvðldum. En eitt er víst að Dagbjört hefur átt marga andvöku- nóttina á meðan Þorleifur var á sjónum á þessum ófriðarárum, og ekki að ástæðulausu. Henni var gefin mikill styrkur og sálarþrek, hún var ekki að bera tilfinningar sínar á torg, enda sjómannsdóttir og vissi að hverju hún gekk þegar hún kvæntist sjómanni. Styrkurinn og þrekið var hennar heiman- mundur. Þegar vora tók hér heima árið 1945 voru Þjóðverjar að bíða ósigur á öllum vígstöðvum, það var fyrir- sjáanlegt að hverju stefndi. Og orrustunni um Atlantshafið lauk þann 4. maí, þegar yfirflotaforingi Þjóðverja sendi kafbátsmönnum til- kynningu um að hætta öllum hernaðaraðgerðum, og fjórum dög- um síðar gáfust Þjóðverjar upp. Þorleifur var á bv. Kára fram á vorið 1946, en þá urðu þáttaskil, hann batt endanlega fyrir pokann sinn ákveðinn í þvi að kveðja sjó- mennskuna fyrir fullt og allt, en sú varð ekki raunin. Eftir að hann hóf störf í landi notaði hann oft sumarfríin til að skreppa afleys- ingatúra fyrir kollega sína til sjós. Þann 1. apríl 1946 fór hann til starfa hjá Póst- og símamálastofn- uninni á Fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Skipaður fastur starfs- maður frá 1. janúar 1947. Hann tók símritarapróf árið 1953. 1. apríl 1963 var hann skipaður varðstjóri og því starfi gegndi hann þar til 31. desember 1979, en þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Þor- leifur var alla tíð trúr í starfi og bar hag fjarskiptastöðvarinnar fyrir brjósti, hann fór vel með það sem honum var trúað fyrir og allt bruðl var andstætt eðli hans. Fyrir 29 árum réðust þau hjón í það að byggja sér einbýlishús í Löngufit 10 í Garðabæ, þar var myndarlega að verki staðið. Síðan var tekið til við garðræktina, en þar var mikið verk að vinna þar sem grunnt var niður á klöppina, svo aka þurfti miklu magni af mold í garðinn áður en ræktun gat hafist. Nú er þar gróskumikill trjágarður með blómabeðum og tilheyrandi garðhýsi. Dagbjört er mikil hagleiks- og listakona, sem bjó manni sínum fagurt og hlýlegt heimili og þar er gott að koma. Handavinnan hennar er alveg í sérflokki, og hún hefur ekki verið við eina fjölina felld í list- inni, fjöldi málverka og annarra listmuna prýða heimilið hvar sem á er litið, þar má m.a. sjá fagra smíðisgripi úr beini, horni, tönn og leir og fleira mætti upp telja. Mörg af listaverkum hennar hafa verið fengin að láni á sýningar. Þetta kunni maður hennar vel að meta, enda heimakær. Eftir starfslok þeirra hjóna gafst þeim tími til að njóta samvista. Það var af sem áður var á meðan Þor- leifur var langdvölum á sjónum og eftir að hann kom í land, þá tók vaktavinnan við og Dagbjört var útivinnandi húsmóðir. Nú gafst tækifæri, þau ferðuðust mikið heima og erlendis og fóru víða um lönd. Þá tóku þau virkan þátt í störfum og ferðalögum ellilífeyris- þega. Þegar líða tók að síðustu jólum fór Þorleifur að kenna lasleika, sem ágerðist, hann var lagður inn á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Eftir uppskurð var ljóst að hverju stefndi, krabbamein hafði heltekið líkam- ann. Það var mikil áreynsla fyrir hans ástríku eiginkonu að horfa upp á þverrandi heilsu eiginmannsins, sjúkdómurinn ágerðist dag frá degi, mannlegur máttur fékk ekkert að- gert, nema lina sárustu þjáningarn- ar. En hún reyndist sem fyrr traustur lífsförunautur, sem vakti yfir velferð hans af stakri um- hyggju og fórnfýsi þar til yftr lauk. Þegar morgunsólin sendi geisla sína yfir fæðingarbæ Þorleifs Jónssonar, föstudaginn 3. júlí slokknaði síðasti lifsneistinn. Og nú, þegar komið er að leiðar- lokum, vil ég fyrir hönd stöðvar- stjóra og starfsfólks fjarskipta- stöðvarinnar í Gufunesi, svo og annarra loftskeytamanna, þakka samfylgdina. Dagbjört mín, við sendum þér og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Eitt er víst, að minningin um góðan dreng mun lifa á meðal okk- ar loftskeytamanna. Blessuð veri minning Þorleifs Jónssonar. Ólafur K. Bjðrnsson HÖTBL LIMV RAUÐARARSTÍG 18 - REYKJAVlK SlMI 623350 LJOMANDI BILL I HVELLI Bröste hreinsivörumar vinna kraftaverk á bílnum: Splendo gerír rúdurnar skinandi hreinar á augabragdi. Basta Vinyl Extra fjarlægir óhreinindi af vinyl eda plasti utan á bilnum t.d. stuöurum. Pollsh Spray er bón sem setur sterkan gijáa á lakkid og ver það raka og óhreinindum. Rens-Lak djúphreinsar billakkið sem fær þá sinn upprunalega lit. Bröste gæðavörur fóst á bensínstöðvum Esso. Olíufélagið hf Af nógu er að taka Fullar búðir fata. Teg.:8731. Léttur ullarfrakki Verð: kr. 6.500.- Efni: 100% ull. Báðar búðirnar eru fullar af glæsilegum kápum og frökkum á góðu verði! Teg.: 8710. Heilsársfrakki Verð: kr. 9.500.- Efni: GABERDINE. 55% polyester, 45% ull, kamgam. Teg.: 8708. Sumarfrakki Verð: kr. 6.500.- Efnl: 100% polyamide (krumpuefnl). Teg.: 0187. Herrafrakki Verðkr. 10.000.- Efni: NINO-FLEX, 65% polyester, 35% bómull KAPÍISALAN BORGARTÚNI 22 AKCJREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMI 23509 Nægbílastæði SÍMI 96-25250 Póstsendum um land allt Teg.: 345. Heilsársfrakki (Trench-coat) Verð: kr. 9.500.- Efni: NINO-FLEX. 65% polyester, 35% bómull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.