Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 54
T < i iw «»r i< ír <’f- /» »v 54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Morgunblaðið/Ólafur Bragason Helluflugvöllur var eins og alþjóðaflugvöllur þegar íslandsmótíð í vélflugi var haldið þar sl. laugar- dag. Fremst á myndinni er Piper PA-28 Warrior flugvél Orra Eiríkssonar, íslandsmeistara, sem er að undirbúa flugtak. Fjöldi annarra keppnisvéla bíður tilbúinn í röð fyrir aftan. íslandsmótið í vélflugi: * Prri Eiiíksson varði Islandsmeistara- titilinn snilldarlega — Tveir flugmenn skáru sig úr Flug Gunnar Þorsteinsson Tveir flugmenn, Orri Eiríksson frá Akureyri og Jón E.B. Guð- mundsson frá Reykjavík, skáru sig úr á íslandsmeistaramótinu í vél- flugi sem var haldið á Helluflugvelli á laugardaginn. Næstur á eftir þeim var Bjöm Kristinsson frá Reykjavík með tæplega 500 fleiri refsistig. Keppnin var skemmtileg, veður var gott og skipulag til fyrirmyndar. Síðari hluta dagsins fór fram lend- ingakeppni sem laðaði að nokkum fjölda áhorfenda, enda sýndu flug- mennimir þá mikil tilþrif. Að mati dómara mótsins eru íslenskir einka- flugmenn í mikilli framför frá íslandsmeistaramótinu í fyrra. íslandsmót í vélflugi skiptist í þijá hluta: Flugleiðsöguhluta, sér- verkefni og lendingakeppni. í flugleiðsöguhlutanum er verið að kanna hæfni keppenda til að fljúga eftir nákvæmri flugáætlun enda verður að halda réttum tíma, hæð og ferli sem keppendur hafa sjálfír reiknað út. Krafíst er ótrú- legrar nákvæmni því frávik á hinum ýmsu tímastöðvum mega ekki vera nema tvær sekúndur. Nýbakaður íslandsmeistari, Orri Eiríksson, hlaut ekkert refsistig fyrir gerð flugáætlunar, næstbestum árangri á þessu sviði náði ísleifur Sveins- son, með 3 refsistig, og með 6 refsistig voru þeir nafnarnir Guð- mundur Tómasson og Jónsson. Flugleiðasagan erfiðust Flugleiðsagan var tvímælalaust erfiðasti hluti íslandsmeistaramóts- ins. Floginn var tæplega 100 sjómflna hringur, Hella-Brúarhlöð- Laugarvatn-Þjórsárósar-Austur- Landeyjar, og fylgdust dómarar með árangrinum á nokkrum tíma- stöðvum, sumum lejmilegum. Nákvæmasti flugmaðurinn var Orri Eiríksson, með 357 refsistig, næst- ur með 365 refsistig kom Jón E.B. Guðmundsson, og þriðji var Almar Sigurðsson sem hlaut 564 refsistig. Sérverkefnin sem flugmennimir þurftu að leysa fólust í því að finna merki á jörðu niðri, þekkja kenni- leiti af ljósmyndum og merkja þessi atriði inn á landakort. Tilgangur þessa hluta keppninnar er að reyna hæfni flugmannanna til að kanna umhverfíð á meðan þeir fljúga eftir krefjandi tímaáætlun. Þennan hluta leysti Orri best og fékk 60 refsi- stig, Almar Sigurðsson og Jón E.B. Guðmundsson komu næstir með 90 refsistig og í þriðja sætinu, með 150 refsistig, lentu þeir Guðmundur Tómasson og ísleifur Sveinsson. Einn reyndasti dómari mótsins, Mogens Taagaard frá Selfossi, sagði f samtali við blaðamann að veðrið hefði verið „alltof gott“ fyrir flugmennina í þessum keppnishlut- um, „enda sáu þeir t.d. hálft Suðurlandið þegar þeir voru komnir í þúsund feta hæð“, sagði Mogens. Lendingakeppnin skemmtilegnst Lendingakeppnin var örugglega skemmtilegasti hluti keppninnar, a.m.k. fyrir áhorfendur því þá færist mjög mikið flör í leikinn og voru tilþrif sumra flugmannanna mikil. Nokkur fyöldi áhorfenda fylgdist með á Helluflugvelli. Til- gangur þessa hluta er að kanna hæfni keppenda við fjórar mismun- andi lendingar: Marklendingu, gervinauðlendingu, gervinauðlend- ingu án notkunar vængbarða og marklendingu yfír hindrun. Lendingakeppnin var miklu jafn- ari og_ meira spennandi en aðrir hlutar íslandsmótsins og voru sam- anlögð refsistig úr lendingunum flórum á bilinu 35—388. Enn var Orri hlutskarpastur, og hlaut aðeins 35 refsistig í lendingakeppninni, næstur kom Bjöm Kristinsson með 119 refsistig og þriðji, með 123 refsistig, var Guðmundur Jónsson. Samtals hlaut íslandsmeistarinn, Orri Eiríksson, 452 refsistig. í öðru sæti var Jón E.B. Guðmundsson Úrslit Nr. Refsistig 1. Orri Eiríksson, TF-PIA 452 Piper PA-28-161 2. Jón E.B. Guðmundsson, TF-SKA 699 Cessna 150J 3. Bjöm Kristinsson, TF-UNA 1.171 Cessna 172M 4. Almar Sigurðsson, TF-EOS 1.249 Piper PA-28-161 5. fsleifúr Sveinsson, TF-FFU 1.258 Cessna 172N 6. GuðmundurTómasson,TF-HAL 1.323 Cessna 172N 7. Ragnar J. Ragnarsson, TF-RJR 1.529 Jodel DR 250/160 8. Albert Siguijónsson, TF-OLA 1.560 Piper PA-28-151 9. Gunnar Þór Ólafsson, TF-FRI 1.734 Cessna 172M 10. GuðmundurJónsson,TF-GJA 2.589 Cessna 172N 11. GuðmundurÁsgeirsson,TF-GAG 2.625 Piper PA-22-150 Morgunblaóið/ÓIafur Bragason Glaður yfír unnum sigri. íslandsmeistarinn í vélfíugi 1987, Orri Eiriksson, 22ja ára Akureyringur, hampar sigurlaununum. Albert Sigurjónsson, niðursokkinn í gerð flugáætlunar. Flugmenn- iralr máttu ekki vera nema 2 sekúndur frá tímastöðvum í flugleið- J3öguhlutanum. enda var það erfíðastí hlutinn. Morgunblaðið/Ólafur Bragason BjÖrn Kristjánsson úr Reykjavík glímir við eina af Qórum lendinga- þrautum sem lagðar voru fyrir flugmennina. Björn kepptí á vél sinni, TF-UNA, Cessna 172 Skyhawk. með samtals 699 refsistig og þriðji var Björn Kristinsson með 1171 refsistig samtals. Lakastur var árangur flugmanns sem var með hvorki meira né minna en 2625 samanlögð refsistig. Skipulagtil fyrirmyndar Skipulag mótsins var til fyrir- myndar og fóru þar fremstir Friðrik Sigfússon, mótsstjóri, sem var yfír- dómari og Einar Steingrímsson, flugumferðarstjóri úr Vestmanna- eyjum, sem stjómaði flugumferð- inni á Hellusvæðinu af sinni alkunnu röggsemi. Þetta var í fyrsta sinn sem vél- flugmenn keppa um íslandsmeist- aratitilinn á Helluflugvelli. EUefu flugmenn tóku þátt í mótinu, en að sjálfsögðu komu fjölmargir kol- legar þeirra til að fylgjst með og komu samtals um 30 einkaflugvélar til Hellu þennan daginn. Gísli J. Johnsen hf. lánaði IBM tölvubúnað sem flýtti mjög fyrir hinum flóknu útreikningum á refsistigunum. Bjöm Thoroddsen flugmaður sýndi listflug á „Shell-flugvélinni" við mikinn fögnuð viðstaddra og má segja að það hafí verið við hæfí, því oft er íslandsmeistaramótið í vélflugi nefnt Shell-mótið vegna þess að Olíufélagið Skeljungur hf. hefur gefíð veglegan farandbikar til keppninnar. Eftir tæpt ár verður Helluflug- völlur væntanlega aftur í sviðsljós- inu því fyrirhugað er að halda Norðurlandameistaramótið í vél- flugi á íslandi og kemur Hella helst til greina í því sambandi. „Ætla að halda áfram að leíka mér“ — segir Orri Eiríksson Islandsmeist- ari í vélflugi annað árið í röð Orri Eiríksson, 22 ára véla- verkfræðinemi frá Akureyri, kom, sá og sigraði á íslands- meistaramótinu í vélflugi 1987. Orri var einnig íslandsmeistari árið áður og segja má að hann hafí varið títilinn með snilld á Helluflugvelli sl. laugardag. Sá keppandi sem næstur kom var 247 refsistígum ofar. Orri hefíir um 250 flugstundir að baki og keppti á flugvél af gerðinni Pip- er PA-28-161 Warrior II.TF-PIA frá Akureyri. Komu þér þessi úrslit á óvart? „Ég var ekkert viss um að mér tækist að verja titilinn þó að ég hafí nú búist við því að blanda mér í baráttuna um efstu sætin. Það eina sem ég var öruggur um í upp- hafí, var að ég gerði pottþétta flugáætlun. Það kom mér dálítið á óvart að aðeins tveir keppendur voru svona langefstir. Það er kannski því að þakka að við höfum mestu keppnisreynsluna að baki en margir flugmannanna voru einmitt að taka þátt í vélflugsmóti í fyrsta sinn“. Hvaða þrautir var erfíðast að leysa? „Það er enginn vafi á því að það var flugleiðsagan sem var erfíðust. Ég fékk samtals 452 refsistig, þar af voru 357 vegna flugleiðsögunn- ar, 60 vegna sérverkefna og 35 vegna lendinganna. Ég keppti á Norðurlandameistaramótinu í vél- flugi í Finnlandi í júní sl. og lenti þar í 11. sæti af 17. og fékk 1.200 refsistig. Ég var þar fjórði í lending- arkeppninni en flugleiðsagan dró
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.