Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 56
Cterkurog *3 hagkvæmur auglýsingamiöill! yttwgmífiiútíb ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tveir veiktust efljr kjúklingaát GRUNUR leikur á að kjúklingar, sem seldir voru grillaðir í verslun í höfuðborgiimi fyrir síðustu lielgi, hafi valdið matareitrun. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur bárust kvartanir frá a.m.k. tveimur aðilum. Höfðu þeir neytt kjúklings frá versluninni fyrir sfðustu helgi. Rannsóknarstofu Hollustur- verndar ríkisins voru send sýni. m.a. afgangur'af kjúklingi sem tal- inn var hafa valdið matareitruninni. Einnig voru tekin sýni úr hráefni í versluninni. Samkvæmt upplýsing- um frá Heilbrigðiseftirlitinu var eldhús verslunarinnar til fyrirmynd- ar og benti því ýmislegt til að bakteríur hafí leynst í hráefninu. Fé hleypt í frið- aðan gróðurreit SPJÖLL hafa verið unnin á girðingu utan um friðaðan reit á Auð- kúluheiði þar sem Rannsóknarstofiiun landbúnaðarins heftir unnið að gróðurathugunum fyrir Landsvirkjun. Að sðgn Ingva Þorsteins- sonar deildarstjóra hjá RALA hefur grjót verið borið á girðinguna á um 150 metra kafla og hún lögð niður. í gœr taldist mðnnum til að um 1000 fjár væru inn á reitnum sem er 300 hektarar að flatar- máli. Gróðurinn er mjög viðkvæmur og sagðist Ingvi óttast að féð yrði búið að bfta allt sem bitið yrði innan tíu daga. „Við höfum ekki neinn grunaðan f þessu máli og ég býst ekki við þvf að sökudólgurinn fínnist nokkru sinni. En það er augsýnilegt að „^þetta er ekki einfaldlega hrekkur því girðingin er utan alfaraleiðar. Þetta kemur manni ekki sfst í opna skjöldu vegna þess að við höfum notið einstaklega góðrar samvinnu við bændur út af þessu ræktunar- starfi," sagði Ingvi. Á Auðkúluheiði haf a verið rækt- aðir upp um 1500 hektarar lands. Þetta er liður f áætlun til að bæta bændum á svæðinu það tap sem þeir verða fyrir þegar Blönduvirkj- un kemst f gagnið. Landsvirkjun ber allan kostnað af ræktuninni sem Landgræðslan sér um. RALA hefur unnið að ýmsum rannsóknum á beitarþoli og áburð- arþörf á heiðinni. Til þess voru ^. afmarkaðir reitir með sérstökum girðingum. Girðingin sem orðið hef- ur fyrir spjöllum er utan um langstærsta reitinn. í hann var sáð Blönduvirkjun: Verkfall á morg1- un ef ekki semst Fundur í deilu verkamanna við Blönduvirkjun, stóð enn á mið- nættí í gærkvöldi. Bar mikið í milli samkvæmt heimildum blaðsins. Verkfall hefur verið boðað í deil- unni frá og með morgundeginum, -22.JÚ1Í. var fyrir fjórum árum. Tvö fyrstu sumrin var svæðið algerlega friðað, en síðan hefur fé verið leyft að bíta þar seinni hluta sumars. Þetta mun vera f fyrata sinn sem tilraunaræktun á vegum rannsókn- arstofnunarinnar verður fyrir slíkum spjöllum. Ingvi sagði að tjón- ið væri ekki óbætanlegt. Það myndi hinsvegar taka mjög langan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur. Dragnótaveiðarnar í Faxaflóa: Óréttlátt að við greiðum hærri sektir á umframafla en aðrir Grindavik. „VIÐ sjómenn sem stundum drag- nótaveiðarnar í Faxaflóa erum óánægðir með að okkur er gert að greiða fyrir hvert kíló 23 krón- ur f sekt af upptækum afla á meðan aðrir greiða aðeins 16 krónur fyrir kflóið ef þeir fara fram yfir á kvóta," sagði Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 er fréttaritari Morgunblaðs- ins fór með honum í róður í síðustu viku til að fylgjast með veiðunum. Sjá nánar á miðopnu viðtal við Stefán Einarsson skip- stjóra. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Til greina kemur að draga úr hvalveiðum Frá Jóni Ásgeiri Sigurðsayni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandarugunum. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra telur koma til greina að draga úr hvalveiðum, ef hægt er að afla nauðsynlegra upplýs- inga með öðrum aðferðum og innan skynsamlegra kostnaðarmarka. Halldór er staddur í Washington til viðræðna við Bandaríkjamenn um hvalveiðar við ísland. Hvalastofnarnir í hafinu við ísland neyta milli 3 og 4 milljón tonna af fieðu á ári að mati sjávarútvegsráð- herra. Hann telur að um 15.000 hrefnur séu við landið og jafnmörg stórhveli. „Bandaríkjamenn hafa valið þá leið að samþykkja það sem þeir kölluðu „saklausa" ályktunartillögu í Alþjóðahvalveiðiráðinu, þar sem Bandaríska viðræðunefhdin: 10 manns, þrjú ráðuneyti Frá Jóni Ásgeiri SigurðMyni, fréttaritara Viðræðunefhdir íslands og Bandaríkjanna í hvalveiðideil- unni koma saman tíl fiindar í viðskiptaráðuneytinu í Was- hington árdegis i dag. Af hálfii Bandarfkjanna stjórnar Dr. Anthony Calio ráðherra við- ræðunum, en Halldór Asgrims- son sjávarútvegsráðherra stiórnar þeim af íslands hálfu. Átta manns eru f fslensku við- ræðunefndinni, þeir Halldór Morjfunhlaðsins f Bandaríkjunum. Ásgrímsson, Jóhann Sigurjóns- son, Árni Kolbeinsson, Kjartan Júlfusson frá sjávarútvegsráðu- neytinu, Ingvi Ingvason, Helgi Ágústsson og Hörður Bjamason frá sendiráði Islands í Washington og Guðmundur Eiríksson frá ut- anríkisráðuneytinu. í bandarísku viðræðunefndinni verða tfu manns, þeir Dr. Anthony Calio aðstoðarráðhefra og yfir- maður sjávarútvegsdeildar við- skiptaráðuneytisins, Dr. Evans, Dr. Tillman, Dean Swanson og Spradley frá viðskiptaráðuneyt- inu, Negro Ponte sendiherra, Wilkinson, Crosby og Coleson frá utanríkisráðuneytinu, Carr frá dómsmálaráðuneytinu og loks tekur Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, þátt í viðræðunum. kom fram að hún væri á engan hátt bindandi og það þurfti aðeins einfaldan meirihluta til samþykkis," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra í viðtali við Morgun- blaðið í Washington í gær. „En síðan koma þeir og segja að þetta sé stefnumarkandi ályktun og þar af leiðandi séu þeir skyldug- ir til að grfpa til lagaákvæða hér f Bandaríkjunum. Hinsvegar kom fram í hæstaréttardðmi vegna hval- veiða Japana að bandarfsk stjórn- völd hafa töluvert svigrúm. Ennfremur þarf samþykki allra til að breyta stofnsamningi hvalveiði- ráðsins, en samkvæmt honum er hverju aðildarríki algjörlega í sjálfs- vald sett hvernig það hagar hval- veiðum í vísindaskyni. Við erum mjög óánægðir með vinnubrögð Bandaríkjamanna í þessu máli. Þeir þurftu ekki að leggja svo mikla áherslu á að fá þessa ályktun samþykkta og gátu líka ráðið því að hún yrði öðruvísi. Þessi staða sem nú er komin upp er því að mestu leyti verknaður Bandarfkjamanna. Framhaldið mun að sjálfsögðu ráðast mikið af þeirra hugmyndum. Við teljum það nauðsynlegt að framkvæma áætlunina um hvala- rannsóknir og f því felst að það er veiddur takmarkaður fjöldi hvala. Með því móti fást niðurstöður sem við teljum nauðsynlegar fyrir fram- haldið. Ég get nefnt sem dæmi að það er talið að nú séu um 15.000 hrefnur við landið og það er ekki ólíklegt að það séu um 15.000 stór- hveli í sjónum. Við erum þá að tala um hvalastofna sem gætu verið um það bil 700.000 tonn og það er tal- ið að þeir þurfi um 3 til 4 milljónir tonna af fæðu á ári. Þetta eru ágiskunartölur og okkur skortir nauðsynlega upplýsingar til að bæta þær. Menn spyrja hvort ekki sé hægt að afla þessara upplýsinga með því að drepa ekki hvali. Því er til að svara að það væri hægt að ná hluta þeirra án þess að drepa hvali, en þær aðferðir eru miklu, miklu dýr- ari en hvalveiðar. Þá kemur sú upp spurning hver gæti kostað slíkar rannsóknir og hverjir séu tilbúnir til þess. Við höfum ekki orðið varir við áhuga annarra þjóða á að leggja til það fjármagn sem þarf. En við hðfum sagt við okkar vísindamenn að ef aðrir vísindamenn geti bent á aðrar leiðir en hvalveiðar til að afla sömu upplýsinga, en innan skynsamlegra kostnaðarmarka, þá sé það allt f lagi. Okkar áhugamál er að ná þessum niðurstöðum," sagði Halldór Asgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.