Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLI 1987 Afganistan: Spenna á Persaflóa eykst nú stöðugt. Meðal annars eru þessi tvö skip Rauða flotans búin að koma sér fyrir í Ho.rmuz-sundi og bíða þess sem verða vill. Franskir lögreglumenn við íranska sendiráðið í Paris. I baksýn er foldgnár Eiffel- turninn. Öryggisráðið um Persaflóastríðið: Innrásarherinn viðurkennir aukið mannfall Skæruliðar sækja í sig veðrið Moskvu, Reuter. MANNFALL í liði sovéska innr- ásarhersins í Afganistan hefur aukist mjög á síðastliðnum mánuðum eítir þvi sem skæru- liðar hafa sótt í sig veðrið. Þetta kom fram í máli Boris Pyadyshev, talsmanni sovéska utanríkisráðuneytisins, fyrir skömtnu. Fram kom einnig að hersveitir leppstjórnarinnar í Kabúl hafa heldur ekki farið Reuter Vill beita refsiaðgerðum verði ályktuninni ekki hlítt Óvissuástand á Persaflóa Ltmdúnum, Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kom í gær saman til atkvæðagreiðslu um ályktun þess efhis að íran og írak skuli leggia niður vopn, þrátt fyrir að Iranir hafi farið fram á frestun hennar á síðustu stundu. Á meðan þessu stóð undirbjuggu Bandaríkjamenn ferð fyrstu skipalestarinnar undir flotavernd síðan f Víet- nam-stríðinu, en talið er að fyrstu olíuskip Kuwait-búa muni leggja af stað undir bandarískum fána á morgun. Franska stjórnin, sem sleit stjórnmálasambandi við írani á föstudag, ráðlagði frönskum skipafélögum að beina skipum sínum frá Persaflóa, þar sem ekki væri unnt að tryggja ör- yggi þeirra. Mohammad Djavad Salari, sendiherra írans í Bonn, skýrði Reuter frá því að hann hefði beð- ið vestur-þýsk stjórnvöld um að reyna að fresta fundi öryggisráðs- ins fram í næsta mánuð, en þá taka Vestur-Þjóðverjar við forsæti ráðsins. Nú eiga Frakkar það. „Eftir hinar fjandsamlegu aðgerð- ir Frakka í garð írans að undan- förnu, gæti ályktunin ekki orðið annað en einhliða og á það getum ekki fallist. Eins og málin standa sjáum við engan grundvöll fyrir réttlátri ályktun." Stjórnarerindrekar við Samein- uðu þjóðirnar sögðu hins vegar að ekki hefði verið minnst á frest- un fundarins, þegar komið var saman til þess að leggja lokahönd á uppkastið að tillögunni. í henni er gert ráð fyrir að styrjaldaraðil- um verði gert að draga hersveitir sínar til baka, en á milli verði einskismannsland. Þá eiga löndin einnig að skiptast á stríðsföngum. Verði ríkin ekki við þessu munu SÞ grípa til „frekari ráðstafana" og er þá átt við refsiaðgerðir. Kuwait, sem styður íraka, hvatti í gær ráðið til þess að sam- þykkja tillöguna. Forsætisráð- herra furstadæmisins, Sheikh Saad al-Abdullah al-Salem al- Sabah, sagði á fréttamannafundi í gær að hann vonaðist til þess að ályktunin yrði til þess að skipa- árásum á flóanum linnti. Á hinn bóginn gerði hann lítið úr mikil- vægi þess að skip frá Kuwait sigldu undir bandarískum fána. „Endurskráning skipanna er við- skiptaráðstöfun, sem er ekki ætlað að stigmagna stríðið eða skapa frekari átök öflugra aðila á svæðinu." Frakkar slitu stjórnmálasam- bandi við írani eftir að þeir neituðu frönskum yfirvöldum um að yfirheyra starfsmann íranska sendiráðsins í París, en sá er grun- aður um aðild að hryðjuverkaöld- unni í París í fyrra. Maðurinn er titlaður sendiráðstúlkur og nýtur því ekki réttinda stjórnarerind- reka, en hins vegar er talið að hann sé leyniþjónustumaður og í raun næstráðandi sendiráðsins. Bretar hafa einungis lágmarks- samskipti við íran og Bandaríkja- menn hafa nær ekkert samband haft við landið síðan 1980. Nú þegar Frakkar hafa slitið stjórn- málasambandi sínu við írani eru Rússar og Kínverjar einu fasta- fulltrúar öryggisráðsins, sem hafa samband við klerkaveldið. Er því hætt við að íranir verði býsna vinasnauðir ef þeir ákveða að hundsa ytilmæli öryggisráðs- ins. varhluta af árásum þessum. Að undanförnu hafa borist fréttir af mjög bættri vfgstöðu skæru- liða. Pyadyshev sagði að árásir og ávinningar skæruliða hefðu aukist mjög eftir að Najib, leiðtogi lepp- stjórnarinnar, lýsti einhliða yfir vopnahléi í janúar síðastliðnum. Hann sagði einnig að skærulið- ar hefðu fært sér í nyt nýtískuleg vopn, sem Bandaríkjamenn hefðu látið þeim í té. Þar á meðal eru Stinger-flaugarnar, sem skjóta má af öxl, en með flaugum þess- um hafa skæruliðar skotið niður tugi þyrlna og flugvéla. „Þetta jók á vandann og leiddi til frekara mannfalls meðal [stjórnarher- manna] og sovéskra hersveita," sagði Pyadyshev, en gaf ekki frek- ari upplýsingar um valinn. Hann sagði ennfremur, án þess að fjöl- yrða um það, að gripið yrði til ráðstafana til þess að binda enda á þessa „skammæju yfirburði." Kremlarbændur og húskarlar þeirra í Kabúl hafa ekkert viljað segja um orrustur sínar og skæru- liða, en bandarískur embættis- maður sagði í mánuðinum að sveitir skæruliða hefðu í fyrsta sinn rekið öflugt sovéskt lið á flótta, þar á meðal sérstakar úr- valssvéitir. Embættismaöurinn, sem óskaði nafhleyndar, sagði að orrustan hefði á sér stað í Paktia- héraði. Sovétmenn réðust inn í Afgan- istan á jóladag 1979 og hafa síðan haft lausan her í landinu. Að öllu jöfnu er talið að um 115.000 manns séu í herliði Rauða hersins í Afganistan. Sovétríkin: Verður gagnrýni á stefhu kommúnistaflokksins leyfð? Grein í Moskovskaya Pravda bendir til að svo sé í GREIN eítir virtan sovéskan hagspeking, V. Dashichev, sem birtist f dagblaðinu Moskov- skaya Pravda er sú hugmynd viðruð að evrókommúnisminn svokallaði eigi sér rætur að rekja til félagslegra og efna- hagslegra mistaka í Sovétríkj- unum. Ekki hefur fyrr verið gengið svo langt f hagsöguskýr- ingum, þó svo að vissulega hafi áður heyrst raddir um að margt hafl betur mátt fara. Það sem mesta athygli vekur þó er að þetta er í fyrsta sinni sem játað er að kommúnistaflokkar utan Sovétríkjanna hafi tapað fylgi vegna þess að Sovétrikin hafi ekki reynst sú fyrirmynd, sem kommúnistar hafa viljað vera láta. „Að mínu viti var evrókommún- isminn, þar sem leitað var annarra leiða og markmiða sósíalískrar þróunar en gert var í Sovétríkjun- um, í raun svar við félagslegum og efnahagslegum vanda okkar." Dashichev prófessor, sem er deildarstjóri Rannsóknastofnunar sósíalískra hagkerfa í Moskvu, sagði ennfremur að hið miðstýrða hagkerfí í Moskvu hefði reynst Þrándur í Götu nánari samhæf- ingar hagkerfa Varsjárbanda- lagsríkjanna og annarra sósíalist- aríkja. „Samvinnan átti sér aðeins stað í efstu þrepum stjórnsviðsins," segir hann og bætir við að oft sé auðveldara fyrir Austur-Evr- ópubúa að ferðast vestur um járntjald en til Sovétríkjanna. Sovétríkin sökudolg- urinn? í greininni er gengið mun lengra en áður í gagnrýni á fyrri valdhafa á pólítíska sviðinu, sem því efnahagslega, því ein af niður- stöðum höfundar er að Sovétríkj- unum sé að hluta að kenna um stirð samskipti þeirra við komm- únistaflokka utan Sovétríkjanna, hvort sem ræðir um Vesturlönd eða leppríki Sovétríkjanna. Greinin er talin merki um að róttækari gagnrýni en áður sé nú leyfð og það rakið til samþykktar Miðstjórnarinnar hinn 26. júní sl. um gagngerar efnahagsbreyting- ar í frjálsræðisátt. Þá styrkti Mikhail Gorbachev einnig stöðu sína með því að koma þremur stuðningsmönnum sínum í stjórn- málaráðið. Dashichev prófessor gagnrýndi harðlega „íhaldssaman sóíalisma" og réðist ennfremur gegn „þeirri efnis- og eiginhagsmunahyggju skrifkeranna, sem hefur gert skrifstofuveldið að því bákni sem það er." Hann rakti það fyrir- komulag að hverju smáatriði skuli miðstýrt til Stalíns, sem rak efna- hagslífið eins og herafla. „ ... en þjóðfélagið getur ekki lifað og þrifist samkvæmt heraga." Hin nýj a/g amia stétt Sigur Sovétríkjanna í Seinni heimsstyrjöldinni virtist staðfesta verklag Stalíns og hans nóta og það varð nokkurs konar heilög kýr — ósnertanleg og óumdeilan- legt og reyndar til einskis nýtt. Varðhundar hins gamla kerfis spurðu sjálfa sig aldrei hinnar ein- földu og augljósu spurningan „Hvers vegna býr það ríki heims, sem er auðugast að náttúruauð- lindum, við stöðugan skort á öllum sviðum? Af hverju búum.við við ein lélegustu lifsskilyrði Evrópu?" í síðustu viku sagði Gorbachev á fundi með helstu ritstjórum Sovétríkjanna að sér væri ljóst að sumum fyndist gagnrýnin hafa gengið of langt. Hann taldi þó að allt sem sagt hefði verið væri inn- an ramma marxismans og til þess fallið að glæða baráttuna fyrir sigri sósialismans. Gorbachev virðist þeirrar skoð- unar að gagnrýnin sé Sovétríkjun- um nauðsynleg og að meira tjáningarfrelsi muni leiða til al- mennari samstöðu um ágæti kommúnistastjórnarinnar, frekar en að það cfli stjórnarandstöðu. Hvort hann hefur rétt fyrir sér á enn eftir að koma í ljós og það er reyndar enn óljóst hvort nokkuð var um stefnumörkun að ræða þar sem grein Dashichev var. Takmörkuð gagnrýni hefur yfir- leitt verið liðin í Sovétríkjunum, svo fremur sem ekki hefur verið efast um ágæti kerfisins. Nú er búið að brjóta ísinn, en verður vökinni við haldið? A.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.