Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 162.tbl.75.árg. ÞRIDJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Úrslit portúgölsku kosninganna; „Stuðningur við stöðugleikann" — sagði Cavaco Silva eftir yfirburðasigur Lissabon, Reuter. Sósíaldemó- kratar, undir forystu Anibal Cavaco Silva, forsætisráð- herra, unnu glæsilegan sig- ur og náðu hreinum meiri- hluta i þing- kosningunum f •"• Portúgal á sunnudaginn. Flokkurinn, sem er hægra megin við miðju, þrátt fyrir nafhið, leggur mikla áherslu á markaðskerfi og einka- framtak. Eitt helsta stemumál hans er sala ríkisfyrirtækja. I gildandi stjórnarskrá Portugals eru ákvæði sem banna að fyrir- tæki, sem eitt sinn hefur verið þjóðnýtt, verði aftur sett einka- aðilum. Þetta er í fyrsta skipti sem flokk- ur nær hreinum meirihluta í portú- galska þinginu eftir að lýðræði komst á með byltingunni 1974 og hafa alls setið 16 ríkisstjórnir á þessu tímabili. Cavaco Silva var óþekktur pró- fessor í hagfræði er hann tók við formennsku í flokki sínum fyrir þrem árum. Hann varð forsætisráð- herra fyrir hálfu öðru ári og hefur stjórn hans tekist að minnka verð- bólgu og auka hagvöxt. Á frétta- mannafundi í gærkvöldi sagði forsætisráðherrann að mikilvæg- asta málið á næstunni yrði endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrárbreytingar þarfnast tveggja þriðju hluta atkvæða á þingi til að öðlast gildi. Aðspurður kvaðst Silva vænta þess að stjórnar- andstaðan yrði „raunsæ". Svíþjóð: Smjörlík- isflótti Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA lögreglan upplýsti f gær að leitað væri fanga sem á sunnudaginn heföi tekist að þröngva sér út um klefaglugga sem aðeins er 36 sinnum 15 sm. Maðurinn var allsnakinn og smurður smjörlfki. Verðir f fangelsinu, sem er skammt sunnan Stokkhólms, voru furðu lostnir vcgna flótta mannsins, sem er um tvítugt og sat inni vegna ffkniefnabrots. Hann hljóp út um fangelsishliðið sem hafði verið opnað til að hleypa bfl í gegn og fyrir framan nefið á vörðunum hvarf hann síðan inn f nærliggjandi skóg. „Þetta er ótrúlegt. Ég gerði tilraun og mér tókst ekki einu sinni að troða höfðinu f gegn," sagði fangelsisvörður f samtali við dagblað. Helstu niðurstöðutölur kosning- anna urðu sem hér segir, en taka skal fram að ekki voru komnar nið- urstöður frá Portúgölum búsettum eriendis, er kjósa fjóra þingmenn: Sósíaldemókratar hlutu 50,2% atkvæða og 146 þingsæti, jafnaðar- menn (Sósíalistaflokkurinn) hlutu 22,3% og 59 þingsæti, Sameinaða lýðræðissambandið (kommmúnist- ar) fengu 12,2% og 30 þingsæti. Kristilegir demókratar og flokkur Eanesar, fyrrverandi forseta, biðu afhroð og fengu aðeins fáein þing- sæti hver. Sjá sfðu 26: „Hreinn meiri- hluti . . ." Iran—Irak: Borg undir vatni Á myndinni sést borgin Sondrio á Norður-ítalfu, en gífurleg flóð undanfarna daga hafa fært borgina að mestu í kaf. Fleiri borgir og þorp í landshlutanum hafa orðið fyrir skakkaföllum af völdum flóðanna og talið er að 15 manns hafi týnt lífi. Sjá einnig sfðu 26. Öryggisráðið krefst tafarlauss vopnahlés Óvissa ríkir um viðbrögð Irana SÞ, Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær samhljóða að krefjast þess að íranir og ír- akar semdu þegar f stað um vopnahlé og drægju heri sína inn fyrir alþjóðlega viðurkennd landamæri ríkjanna tveggja. Samkvæmt reglum SÞ eru 811 aðildarrfki skuldbundin tíl að hlíta samþykktinni og Öryggis- ráðið hótaði „frekari aðgerðum" ef rfkin sinntu ekki kröfunni. Alls eiga 15 ríki fulltrúa í Örygg- isráðinu. Þetta er f fyrsta sinn síðan Persaflóastríðið hófst fyrir sjö árum að ráðið beitir skipunarvaldi sfnu gagnvart styrjaldaraðilunum og hefur reyndar sjaldan til þess kom- ið í sögu samtakanna, enda geta stórveldin stöðvað slfkar aðgerðir hvert fyrir sig með því að beita neitunarvaldi. Eftir hina sögulegu atkvæða- greiðslu kvaddi Peres de Cuellar, aðalritari SÞ, fulltrúa írana og ír- aka á sinn fund til viðræðna, en hann hefur um langt skeið reynt að miðla málum f deilu ríkjanna. Fulltrúi íraka var viðstaddur at- kvæðagreiðsluna í Öryggisráðinu en íranir hafa hins vegar lengi snið- gengið fundi ráðsins í mótmæla- skyni við afstöðu SÞ til styrjaldar- innar sem írakar hófu gegn frönum á sínum tfma. Ýmsir stjórnarerindrekar óttuð- ust að samþykktin myndi engu breyta, ekki sfst vegna þess að ummæli sumra ráðamanna f íran Rcuter Shultz, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpar fund Öryggis- ráðsins f gær. Lengst t.v. sést fulltrúi fraka, Daha Kittani. hafa bent til þess að þeir myndu hafa hana að engu. Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði f gær að stjórn hans væri staðráðin i að láta samþykkt Öryggisráðsins ekki verða pappírsplagg eitt. Bandarfkjamenn hafa lagt til að hunsi stríðsaðilar samþykktina verði öll vopnasala til þeirra bönnuð. Deila írana og Frakka er enn óleyst en Frakkar slitu stjórnmála- sambandi við írani á föstudaginn er íranir neituðu að framselja meintan hryðjuverkamann, sem fengið hefur húsaskjól f sendiráði þeirra í París, að sögn franskra yfirvalda. íranir halda 26 frönskum sendiráðsmönnum f gíslingu í Te- heran og franskir lögreglumenn sitja um franska sendiráðið f París. í gær sagði útvarpið í Teheran þó að ríkið myndi bregðast við með jákvæðum hætti ef Frakkar létu af umsátri um frönsku sendimenn- ina. Yfirvöld í Teheran hafa einnig gefið sendimönnum Evrópubanda- lagsríkja leyfi til að veita frönsku sendimönnunum neyðarhjálp. Sjá sfðu 24 gerðum . . , Vill beita refsiað- Blökkumenn í Suður- Afríku: Vilja fá páfann í heimsókn Jóhaniicoarborjf, Reuter. Útbreiddasta dagblað blökku- manna f Suður-Afríku, The Sowetan, skoraði f gær á Jóhann- es Pál páfa að endurskoða þá ákvörðun sfna að heimsækja ekki landið í ferð sinni til Afrfku á næsta ári. Blaðið er gefið út í Soweto, út- borg Jóhannesarborgar. í leiðara þess sagði að heimsókn páfa myndi beina athygli heimsins að vanda- málum landsins. Dagblöð hafa vitnað í embættismenn Páfagarðs sem sögðu að páfinn ætlaði að snið- ganga Suður-Afríku vegna ofsókna stjórnvalda landsins á hendur blökkumönnum og vildi hann ekki ferðast um með „ruddalegu lög- regluliði" Bothas forseta. „Ef páfinn kæmi hingað f píla- grímsferð til að sýna andstyggð Páfagarðs á kúgun fátækra myndi alþýðan slá um hann skjaldborg," sagði blaðið. Ónnur dagblöð töldu einnig að ákvörðun páfa væru mistök. Eitt þeirra sagði að kaþólikkar f landinu — en 80% þeirra eru svartir — yrðu í rauninni vanræktir vegna synda annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.