Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 32
-¦• 32 raei ilðt í<: BUOA<IUU WOM MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Daivík: Ný lögreglustöð DALVÍKINGAR tóku formlega í riotkun nýja lögreglustöð á föstu- daginn og er þetta þriðja lög- reglustöðin sem þar er tekin í notkun. Oll aðstaða lögregiunnar gjörbeytíst við það að flytjast í þetta nýja husnæðí þvi mjög þröngt var orðið um alla starf- semi í þvi gamla. Nýja lögreglustöðin er um 120 fermetrar að stærð og inniheldur bílageymslu og sérstaka geymslu fyrir óskilamuni, og eru góðir möguleikar til þess að stækka hús- næðið í tæplega 200 fermetra. Húsnæðið var keypt fokhelt í aprfl 1984 fyrir 1,2 milljónir króna og í fyrrahaust hófst frágangur innanhúss. Framreiknaður kostnað- ur við gerð lögreglustöðvarinnar er tæplega 4 milljónir króna. Við það tækifæri er stöðin var tekin í notkun sagði bæjarfógeti, Elías I. Elíasson, að stöðin væri sú þriðja sem tekin væri í notkun en sú fyrsta sem stæði undir nafni. Sagði hann að mönnum hefði verið fyrir löngu ljóst að gamla stöðin stæði ekki til frambúðar og að hún hefði átt að víkja fyrir öðrum mann- virkjum. Óskaði hann síðan lög- reglumönnum til hamingju með hina nýju aðstöðu og Dalvíkingum öllurn með hina nýju lögreglustöð. Lögreglumenn standandi f afgreiðslu hinnar nyju stöðvar; Arngrímur Baldursson, lögregluþjónn, Skarp- héðinn Pétursson, héraðslögreglumaður, Hjalti Zóphaníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Elias I. Elfasson, bæjarfógeti, Halldór Gunnlaugson. varðstjóri, Sævar Freyr Ingason, lögregluþjónn, Zóphanfas Jónmundsson, héraðslögreglumaður, og Ólafur Asgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Kjúklingar hækka um 5%: Kjarnfóðurskatturinn fer beint út í verðlagið Morgunblao'ioTTrausti Hin nýja Iðgreglustöð, en auk hennar eru þarna til húsa Rarik, áhaldahús og aðstaða fyrir sjúkra- og slökkvibifreiðar. - segir Jónas Halldórsson „ÞESSI tvöföldun á kjarnfóður- skattinum er hrikaleg og við Hitaveita Akureyrar: Gjaldskráin lækkaruml8% GJALDSKRA eyrar lækkar Hitaveitu Akur- að meðaltali um 18% firá 1. ágúst að telja, og verð- ur gjald fyrir mínútulítrann 3200 kr. og fyrir vatnstonnið 56 krón- ur. Reiknað er með að skuldir Hita- veitu Akureyrar verði ekki hærri en sem svarar tveimur milljörðum árið 1993, og verði skuldin hærri greiðir ríkissjóður 75% þeirrar upp- hæðar sem umfram verður. Franz Árnason, hitaveitustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að gera hita- veituna skuldlausa eftir u.þ.b. 23 ár, en benti á að forsendur gætu hæglega breyst. Nefndi hann í því sambandi óhagstæða gengisþróun og frekari fjárfestingar af hálfu hitaveitunnar því ekki væri vitað hver vatnsforði hitaveitunnar væri. Þá benti hann á að Hitaveita Akur- eyrar borgaði nú um 20 milljónir árlega í raforku. Þar af rynnu 6-7 milljónir til Rafmagnsveitu Akur- eyrar og þrjár milljónir færu beint í ríkissjóð i formi söluskatts. Snæbjörn í svifflugunni. MorgunUaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Flogið í 50 ára gamalli svifflugu vitum ekki hvernig gengur að koma henni út f verðlagið," sagði Jónas Halldórsson, formaður Félags kjúklingabænda, en á . fúndi í síðustu viku tóku kjúkl- ingabændur ákvörðun um að hækka kjúklinga um 5%, og sagði Jónas að önnur 5% hækkun ætti cftir að fylgja f kjölfarið. „Það er til allverulegt magn af kjúkiingum sem framleiddir hafa verið áður en kjarnfóðurskatturinn var tvöfaldaður og því teljum við okkur getað hækkað þetta svona í áföngum, en hins vegar má ekki gleyma að geymslukostnaður hleðst einnig upp hjá okkur því umfram- birgðir í landinu eru nú um 300-400 tonn." Jónas sagði að kjúklinganeysla hefði greinilega dregist saman og að kjúklingabændur yrðu að vinna sig út úr þessum vanda sjálfir. „Það er greinilegt að salmonellusýkingar hafa breytt neyslunni og við verðum að bregðast við því á ábyrgan hátt; það þýðir ekki að halda áfram að framleiða eins og ekkert hafi í sko- rist. Mér finnst þetta hins vegar heldur kaldar kveðjur sem við fáum frá Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum því þar á bæjum hafa menn verið með yfirlýsingar um að afnema beri kjarnfóðurskattinn og talið hann óréttlátan, en þess í stað er hann tvöfaldaður. Neytandinn er á þennan hátt látinn borga niður lambakjötið. Ég hugsa að kjúkling- ar gætu lækkað um 60-100 krónur kg ef kjarnfóðurskatturinn yrði af- numinn, en þó eru kjúklingar þrátt fyrir allt ódýrasta kjötið á markaðn- um fyrir utan lambakjöt í heilum skrokkum," sagði Jónas Halldórs- son að lokurn. FÉLAGI í Svifflugfélaginu, Snæ- björn Erlendsson, gerði sér lítið fyrir nú um helgina og flaug f tvígang nær fímmtíu ára gamalli svifflugu sem ekki hafði verið flogið síðan 1970. Var svifflugan gerð upp og flugferðin farin í tilefni 50 ára afmælis Svifflugfé- lagsins, sem er á þessu ári. Akureyringar —ferðafólk Við bjóðum daglega ný afskorin blóm. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Skreytingar við öll tækifæri. Bílastæði við búðardyrnar. n AKUR KAUPANGI V/MYRARVEG 602 AKUREYRI SIMAR 24800 & 24830 POSTHOLF498 Snæbjörn var dreginn í loftið eftir hádegið á laugardag og flaug hann þá svifflugunni í samtals 13 mínútur í fyrri ferðinni en 23 í þeirri seinni og gekk allt vel í bæði skiptin. „Hún er svolítið svifasein en það er gaman að fljúga henni. Hún lætur vel að stjórn, betur en ég bjóst við," sagði Snæbjörn eftir ferðimar, og var himinlifandi með þær báðar, eins og hann komst að orði. Sagði hann að ákveðið hefði ver- ið fyrir einu og hálfu ári að setja sviffluguna saman og fljúga henni í tilefni afmælisins. „Það er ekkert varið í að setja svona grip saman án þess að geta sýnt fólki það svart á hvítu að hægt er að fljúga hon- um," sagði Snæbjörn. Hann sagði reyndar að búið væri að smíða hana mikið upp, en samt væri talsvert eftir í henni sem væri upprunalegt. „Við ætlum seinna að reyna að draga hana upp á spili því þannig var hún áður dregin á loft, en aldr- ei með flugvél eins og nú. Svifflugan fór í sitt fyrsta reynsluflug í mars árið 1938 og var eftir það töluvert flogið í 20 ár sam- fleytt, en síðan algjörlega lögð til hliðar, fyrir utan flugið sem fór fram á flugdaginn, fyrir 17 árum. Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Snæbjörn að gera sig kláran fyrir flugið í svifflugunni sem ekki hafði verið flogið síðan 25. júlí 1970, en henni var fyrst flogið f mars 1938. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.