Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Þær voru kampakátar stðllumar úr Fáki að lokinni verðlaunaafhendingu enda báðar hlaðnar verðlaun- um, Edda Sólveig til vinstri með Seif í taumi og situr Janúar og Hjörný á Stimi. íslandsmótið í hestaíþróttum á Flötutungum: Morgunblaðið/V aldimar Kristinsáon Afrakstur islandsmótsins ly á Sigurbimi Bárðarsyni; átta eignabikar- ar og fjórir farandbikarar og varð Hmn að £á borð undir allnn góðmálminn meðan á verðlaiinaafhendingnnni stóð. Með Sigurbimi á myndinni eru keppnishestar hans Kalsi og Btjánn. Sunnlendingar hirtu lungann af verðlaununum Sigurbjörn Bárðarson sigraði í fimm greinum Hestar Valdimar Kristinsson ÞRÁTT fyrir að íslandsmótið í hestaíþróttum væri haldið á Norðurlandi voru það Sunnlend- ingar sem hirtu bróðurpartinn af verðlaununum. Reglan er sú að mótin eru haldin til skiptis á Suður-, Norður- og Vesturlandi og eru keppendur úr þeim Qórð- ungi þar sem mótið er haldið ávallt nokkuð áberandi, en nú varð raunin önnur. Af 47 verð- launasætum í öllum greinum mótsins fengu Norðlendingar 11 en Sunnlendingar 43 og Vest- lendingar 2. Árangur Sigurbjöms Bárðarson- ar vakti verðskuldaða athygli en hann sigraði í öllum greinum sem hann tók þátt f að undanskildu gæðingaskeiðinu, en þar varð hann í öðm sæti. Sigraði hann með yfír- burðum í töltinu á Brjáni frá Hólum en í úrslitunum þar sem raðað var í sæti settu allir dómaramir þá fé- laga í fyrsta sæti fyrir öll atriðin, þ.e. hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð. Er það einsdæmi frá því farið var að keppa um þennan titil, að sigur hafi unnist á svo sannfær- andi hátt. Sigurbjöm hefur einu sinni áður unnið íslandsmeistaratit- il í tölti sem er eftirsóttasti titill íslandsmótsins. Það vill svo skemmtilega til að hesturinn sem hann keppti þá á hét einnig Bijánn og það er fleira sem minnir á mót- ið 1979 því þá sigraði Sigurbjöm í öllum greinum nema einni eins og hann gerði nú. Eftir það mót var hann uppnefndur Gullbjöm og virð- ist sem Gullbjöm sé kominn á kreik á nýjan leik. í mótslok afhenti Pét- ur Jökull Hákonarson formaður íþróttaráðs LH Sigurbimi bikar en hann var af íþróttaráði LH valinn hestaíþróttamaður ársins. Er í ráði að ljölmiðlar þeir er fjalla um hesta- íþróttir velji hver hljóti þennan titil í framtíðinni á sama hátt og gert er í öðrum íþróttagreinum. Vaknar þá sú spuming hvort hestamenn verði ekki gjaldgengir í keppninni um íþróttamann ársins. í forkeppni töltsins hlutu Sigur- bjöm og Bijánn 94,64 stig sem er besti árangur í þessari grein á árinu og er þetta gott vegamesti fyrir þá félaga að hafa með á heims- meistaramótið í Austurríki. En það em fleiri en Sigurbjöm sem geta fagnað góðum árangri því Dalvíkingar sem sáu um fram- kvæmd mótsins stóðu sig með miklum sóma. Gengu hlutimir vel fyrir sig að flestu leyti og öll að- staða á Flötutungum, mótssvæði þeirra Hringsmanna, er til mikillar fyrirmyndar. Mótsskráin var ágæt að undanskildu því að ekki var get- ið um fæðingarstað hrossanna sem er því miður að verða viðtekin venja á hestamótum. í skránni vom hafð- ar útskýringar um hvemig hver keppnisgrein skuli riðin og er það ágæt tilhögun sem getur komið bæði keppendum sem áhorfendum til góða. Að loknum úrslitum unglinga i Qórgangi. Frá vinstri talið: Berglind á Freyju, Heiðdis á Drottningu, Hákon á Limbó, Ragnhildur á Bróð- ur og Islandsmeistarinn í Qórgangi unglinga 1987, Halldór Viktors- son á Herði, en hann keppti nú i fyrsta skipti á íþróttamóti. Við verðlaunaafhendinguna stilltu verðlaunahafar sér upp á skemmtilegan hátt á miðju vallarins. Hestakosturinn á mótinu var með miklum ágætum eins og hæfir á íslandsmóti. Margir athyglisverðir hestar komu fram sem ekki hafa verið í fremstu röð fram að þessu og má þar til dæmis neftia tvö af- kvæmi Ófeigs 882, hryssuna Golu frá Gerðum sem er alsystir Snjalls og Óðinn frá Gerðum sem er einnig náskyldur Snjalli og minna þessi hross mjög á klárinn. Þótt ekki væru margir keppendur í unglinga- og bamaflokki var keppni krakkanna ekki sfður skemmtileg á að horfa. Vakti það nokkra athygii að meirihluti kepp- enda kom að sunnan og er það íhugunarmál fyrir Norðlendinga hversvegna svo fáir unglingar mæta þaðan til leiks. í bamaflokki vom stúlkur í miklum meirihluta keppenda en jafnt í unglingafiokki. í unglingaflokki voru þau mest áberandi Ragnhildur Matthíasdóttir á Bróður frá Kirkjubæ og Halldór Viktorsson á Herði. I unglinga- fiokki börðust þær Hjömý Snorra- dóttir á Stimi og Edda Sólveig um sigurinn í tölti og ijórgangi og höfðu þær sigur í hvorri greininni fyrir sig. Hjömý og Sigurður Matthías- son sem bæði em í bamaflokki kepptu í fimmgangi og gæðinga- skeiði með þeim fullorðnu og stóðu sig með mikilli prýði. Hjömý lenti í 7. til 8. sæti og Sigurður í 13. sæti af 21 keppanda. Skutu þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.