Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 IKmgtmlilfKfetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Slgtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Umtalsvert lúðueldi til útflutnings? Dragnótaveiðarnar í Faxaflóa; „Verðum að sæta upptöku afla o g sektum, þó við eigum efltir 150 tonn afþorskkvóta“ segir Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 Grindavík. Sjávarauðlindir, veiðar og vinnsla hafa lengst af verið burðarásinn í atvinnu og af- komu íslendinga. Þeir hafa sótt lífskjör sín og efnahagslegt sjálfstæði í sjó, ef svo má að orði komast, og svo verður lengi enn. En svipult er sævarlognið og svipull er sjávaraflinn. Þess- vegna hafa menn lengi horft til einskonar búskapar með nytja- físka, fískræktar og fískeldis, á hliðstæðan hátt og menn hafa búið með kindur, kýr og fleiri landdýr. Óþarfí er að ijölyrða um ræktun helztu vatnafíska. Tekizt hefur að rækta upp ár og vötn [silungur og lax], stunda hafbeit [lax] og reka eldisstöðvar [silungur og lax] með góðum árangri, bæði hér- lendis og erlendis. Við erum að vísu enn nánast við upphaf veg- ferðar hvað fískeldi vatnafíska varðar. Engu að síður er mikill árangur í hendi, sem lofar góðu um framhaldið. Margs er þó að gæta, bæði að því er varðar físk- sjúkdóma, sem víða hafa reynzt fískeldi óþægur ljár í þúfu, og markaðsmál, ekki sízt ef mikil vöxtur hleypur í þessa starfsemi hjá öðrum fískræktarþjóðum. Hér á landi sem annars stað- ar hefur fískræktar- og fískeld- isáhuginn einnig beinst að öðrum tegundum, ekki sízt þorski og lúðu, og rækjurækt er víða stunduð erlendis. Þannig hefur athyglisverð tilraun með lúðueldu staðið yfír hjá íslands- laxi hf. síðan í nóvember 1985. Hafrannsóknastofnunin hefur yfírumsjón með tilraun þessari, Rannsóknastofnun fískiðnaðar- ins stjómar fóðurgerð en ís- landslax hf. leggur fram Ijármagn og aðstöðu. Og rann- sóknarráð ríkisins hefur lagt fram stjn"k til tilraunastarfsins. Tilraunin fer þann veg fram að veidd er smálúða í dragnót, sem flutt er í eldisstöðina. Þar er lúðan alin á loðnu og vitamín- bættu fískifóðri í þar til gerðum keijum með sandbotni og yfír- breiðslum, enda þolir lúðan ekki birtu að ráði. Talið er að lúðan nái kjörstærð — 15-30 kílóum —, sem er hæfíleg sláturþyngd, á þremur árum. Eftirlitsmaður með lúðueldinu segir í viðtali við Morgunblaðið nú um helg- ina, að sprökumar verði svo spakar „að þær eti úr lófa manns og að þeim líki ágætlega að vera klappað". Hinsvegar hefur Norðmönn- um, sem sennilega em lengst komnir í tilraunum með lúðu- eldi, gengið erfiðlega að ná tökum á lúðuklaki. Þeim hefur þó tekizt að ala lúðuseiði fram jrfír myndbreytingu svokallaða, það er í nokkra mánuði, en þá verður mikil breyting á útliti og starfsemi seiðanna. Norðmenn veija mjög miklum fjármunum til rannsókna á klaki og eldi lúðu og verður fróðlegt að fýlgj- ast með framvindu tilrauna þeirra á næstu ámm. Þeir, sem að tilrauninni með lúðueldi standa hér á landi, munu einkum horfa til erlends markaðar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en lúða er víða eftirsótt fískmeti. Markaðsverð lúðu mun nokkuð mismunandi eftir árstíma en fer á bezta sölu- tíma upp fyrir verð á laxi. Takist vel til um lúðurækt hér á landi verður eldisfíski slátrað á þeim tíma árs þegar verð er hæst og afurðin flutt utan flug- leiðis. Hafrannsóknastofnunin hef- ur nú reist tilraunastöð til lúðueldis í landi íslandslax hf. við Grindavík. Þar verða meðal annars gerðar tilraunir með mismunandi fóðurtegundir, þ.e. áhrif þeirra á vaxtarhraða. Einnig verður kannað hvemig vaxtarhraði og fóðumýting breytast með hitastigi í eldis- keijum. Víðar er hugað að lúðueldi bér á landi en hjá íslandslaxi hf. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hef- ur hafíð eins árs rannsóknar- verkefni bæði með þorsk- og lúðueldi, sem fróðlegt verður að fylgjast með. Fyrirhugað er að nýta gömlu síldarverksmiðjuna og gamla lýsistanka á Hjaltejrri til starfseminnar. Fer vel á því að þetta fyrrum gjöfula sfldar- pláss í þjóðarbúið þjóni þannig nýju hlutverki í verðmætasköp- un landsmanna. Tilraunir með lúðueldi, sem nú fara fram, eru einkar athygl- isverðar. Bjöm Bjömsson, fiskifræðingur, sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag: „Ef seiðasöfnun gengur vel og ekkert óvænt kemur upp á er hugsanlegt að hér á landi verði innan fárra ára hægt að he§a umtalsvert lúðueldi til út- flutnings." SKARKOLAVEIÐAR í dragnót eða dragnótaveiðar í Faxaflóa eins og þessi veiðiskapur er allt- af kallaður, byijaði miðvikudag- inn 15. júli síðastliðinn. Veiðamar byrjuðu upphaflega á áttunda áratugnum vegna til- raunavinnslu hjá Sjöstjörnunni í Njarðvíkum þar sem verið var að leita að nýjum vinnslugreinum innan fiskvinnslunnar og vitað var um gjöful en ónýtt kolamið í Faxaflóa. Tilraunin skilaði þokkalegum árangri því hægt og rólega fíölgaði vinnslustöðvun- um upp í sex og bátunum úr tveim í tíu. Nú hefiir stöðvunum hins vegar fækkað um tvær en bátafíöldinn er sá sami. Heppilegasta veiðarfærið fyrir skarkolann er dragnót, en Flóinn var einmitt drepinn hér á árum áður með henni og því er þetta veiðarfæri bannfært þegar þorskur er annars vegar. Þessar veiðar eru því undir gífurlegu eftirliti sjávarút- vegsráðuneytisins, svo miklu að jaðrar við hreinar ofsóknir á hendur sjómönnum að þeirra mati. Til að forvitnast um gang þess- ara veiða og skyggnast undir yfírborðið til að sjá hvort ýmsar fullyrðingar eiga við rök að styðjast fór fréttaritari Morgunblaðsins í róður með Aðalbjörgu RE 5 á þriðja degi veiðanna. „Ég er mjög ósáttur með þau vinnubrögð að meðan ég á eftir 150 tonn af þorskkvóta skuli ráðuneytið halda fast í að ef bolfiskur fer umfram 15% af afla bátsins á hveiju tveggja vikna tímabili þá sé hann gerður upptækur og mér gert að greiða 24 krónur í sekt á hvert umframkíló, auk þess sem upptæki fiskurinn er reiknaður út úr kvótan- um. Þeir togarar eða bátar sem hins vegar fara yfír á kvóta þurfa aðeins að greiða 16 krónur í sekt á hvert umfram kíló,“ sagði Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 þegar hann var nýbúinn að kasta í hraur.holu norðan í hrauninu suður af Akranesi. „Þetta kalla ég argasta óréttlæti eða ofsóknir á hendur okkur af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins," bætti hann við og fylgdist með astikinu sem nú gaf til kynna að klettur á botninum nálgaðist. „Nú er það svo,“ hélt hann áfram, „að þessar veiðar eru undir strang- asta eftirliti sem þekkist á nokkrum veiðiskap og tortryggnin í okkar garð er alveg gífurleg. Mér virðist að margt sem okkur er gert að hlíta sé geðþóttaákvörðun eins manns. Sem dæmi vil ég nefna að undanfarin ár hefur það fyrir- komulag verið, að hámarkskolaafli er 1.500 tonn og stunda tíu bátar veiðamar með misjöfnum árangri eins og gengur. Ég og Guðbjartur bróðir, sem er með Aðalbjörgu II RE 236, höfum alltaf byijað fyrsta dag veiðanna og sótt stíft. Lætur nærri að meðal- talsafli sé um og yfír 200 tonn hjá hvorum fyrir sig. Mánuði áður en veiðamar byijuðu höfðum við sam- band við skrifstofu sjávarútvegs- ráðuneytisins og sagði hann okkur að sama fyrirkomulag yrði á veiðun- um og undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessari fyrirspum okkar var sú að okkur bauðst betri bátur fyrir Guðbjart og spuming var hvort við ættum að skipta á gamla bátnum sem hann var á og leggja út í meiri fíárfestingu, sem við og gerðum. Tveimur dögum áður en veiðam- ar byijuðu fengum við send leyfín og er þá í fyrsta skiptið búið að setja 150 tonna kvóta á hvem bát. Okkar hlutur er því skertur sam- tals um 100 tonn samanlagt. Eina útskýringin sem við fengum frá skrifstofustjóranum var sú að útgerðarmennimir sem stæðu að þessum veiðum hefðu óskað eftir þessu fyrirkomulagi. Við vissum hins vegar að ekki var haft sam- band við meirihlutann því fleiri en við erum óánægðir með þessar ráð- stafanir, sem verður að líta á sem geðþóttaákvörðun eins embættis- manns því ekkert samráð hefur heldur verið haft við fulltrúa hags- munaaðila í kvótanefnd sem er þó venja áður en slíkar ráðstafanir eru gerðar. Frá mínum bæjardyrum séð er hér verið að setjast ofan á þá sem eru duglegastir að hífa upp skussana. Enn eitt dæmið um mgluganginn sem við verðum að sætta okkur við af hálfu opinbers starfsmanns er sá að eftir að sú staða kom upp að stöðvunum sem vinna kolann hefur fækkað þá losnum við ekki við allan aflann á þann hátt. Ég legg að vísu upp hjá Norður- stjömunni en Guðbjarti var sagt að hann yrði að landa sínum afla á markaðnum. Við spurðum hvort við mættum ekki landa í gáma en við því var þvert nei, enda stendur í leyfínu að öllum kolaafla skuli land- að til vinnslu innanlands. Þegar við spurðum hvort einhver Pétur eða Páll mætti kaupa kolann á markaðnum og setja hann í gám var okkur sagt að við yrðum sjálfír að koma í veg fyrir að slíkt gerðist. Ruglugangurinn sem mætir okk- ur þegar opinberir starfsmenn eru annars vegar er vægast sagt ótrú- legur og er nýjasta dæmið að allir bátar og togarar mega leggjast að bryggju við Faxamarkað og landa beint inn á markaðinn þar sem afl- inn er vigtaður enda er þar eftirlits- maður frá ráðuneytinu allan tímann. Við þurfum aftur á móti að láta vigta á gömlu hafnarvigt- inni í vesturhöfninni og keyra aflanum í gegnum miðbæinn á markaðinn undir eftirliti annars eftirlitsmanns," sagði Stefán og kallaði á strákana að hífa. Þegar hér var komið sögu var komið fram yfír hádegi. Við höfðum látið úr Reykjavíkurhöfn klukkan flögur um nóttina og var nótin lát- in fara tveimur tímum seinna enda segir í leyfínu að bátamir megi stunda veiðamar frá klukkan sex á morgnana til klukkan átta á kvöld- in._ í fyrsta halinu fengust tvö tonn og var megnið koli en innan um voru nokkrar fallegar ýsur og væn- ir þorskar. Annað og þriðja halið vom mun lakari eða innan við tonn hvert af kola. Aðalbjörg II var þama skammt frá og toguðu bátamir ýmist þann- ig að þeir mættust eða að annar dró í norður og hinn í suðaustur. Þrengslin á milli hraundranga í botninum vora það mikil og rennan í hrauninu það þröng að ómögulegt var fyrir fleiri báta að komast fyrir á bleyðunni. Stefán notaði gamla astikið til að varast hraunklettana því berg- málið breyttist þegar þeir nálguðust og á litdýptarmælinum teiknáðist leiðin sem hann dró svo hann gat stýrt tímanlega framhjá festum sem vora merktar inn á skjáinn. „Hífa strákar, hér lóðar aldeilis," kallaði hann brosandi og benti á dýptarmælinn. „Það færi betur að þetta væri allt koli því annars fær maður niðurgang," hann skimaði út um brúargluggann og kannaði aðstæður. Skipsveijar sem staðið höfðu í aðgerðinni vora nýfamir niður að borða. Maturinn, steikt læri, var gleyptur í skyndi og síðan hlupu þeir aftur á til að taka á móti nót- inni. Þeir Rafn Guðlaugsson stýrimað- ur, Oddur Halldórsson vélstjóri, Sigurður Ingólfsson matsveinn og Knútur Knútsson háseti lögðu nót- ina klára fyrir næsta kast jafnóðum og hún kom inn. Þeir höfðu staðið í stanslausri aðgerð frá klukkan rúmlega sex um morguninn á milli þess sem þeir hífðu og köstuðu. Og nú var greinilegt að lítið frí væri framund- an því þyngslin á blökkinni gáfu til kynna að eftir því sem meira kom inn af nótinni að mikið væri í henni. Koli var ánetjaður í vængjum og niður allan belg svo tveir þeirra þurftu að hrista hann jafnóðum nið- ur svo safnaðist í pokann. „Þetta era margir pokar,“ kallaði Rafri, „við skulum byija að hífa í gilsinn." Oddur hljóp fram á og setti gils- spilið í gang. Sigurður kom með gilsinn afturá og hjálpaði Knútur Stefán Einarsson skipstjóri í brúnni fylgist með astik- Knútur Knútssor inu og dýptarmælinum sitt á hvað. er Sigurður matf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.