Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 4 Dalasýsla: Hestaþing Glaðs á Nesodda Búðardal. HESTAÞING Glaðs var haldið laugardaginn 4. júli sl. Dómar í flokkum unglinga og gæðinga fóru fram fyrir hádegi. Dœmdir voru 13 unglingar og 18 hestar i A- og-B flokki gæðinga. Klukk- an tvö eftir hádegi fór fram hópreið og formaður Glaðs, Skjöldur Stefánsson, setti mótið. Þvi næst var dómum i unglinga- fiokkum lýst. í yngri flokki sigraði íris Hrund Grettisdóttir ' á hestinum Litla-Grána, hlaut i einkunn 8,21. Annar varð Skjöld- ~ ur Orri Skjaldarson á hestinum Sindra, með einkunnina 8,09 og þriðja varð Inga Heiða Halldórs- dóttir á liestinum Tígli, með einkunnina 8,03. í eldri flokki sigraði Friðrika Sigvaldadóttir á Gullskó, hlaut í einkunn 8,28. Önnur varð Sólveig Ágústsdóttir á Grána, hlaut í ein- kunn 8,03 og þriðji varð Guðmund- ur Baldvinsson á Nasa, hlaut í einkunn 7,89. Þá var keppt til úrslita í flokkum gæðinga. Slík úrslitakeppni hefur ekki áður farið fram á Nesodda, en var tekiri upp nú til þess að koma til móts við áhorfendur og til að skapa spennu um úrslitin. Vonandi mælist þetta fyrirkomulag vel fyrir hjá áhorfendum og víst er að knapar eru því hlynntir, en hefðu kosið að vita um þessa ráð- stöfun áður en á mótsstað var komið. Því að þó hér sé fyrst og fremst um leik að ræða þá fylgir honum spehna og metnaður, sem betur fer. í A-flokki kepptu til úr- slita eftirtaldir fimm hestar sem hæstar einkunnir hlutu úr dómum um morguninn: Zorba, 8 v. frá Vatnsleysu með einkunnina 8,28, eign Svandísar Sigvaldadóttur, knapi Guðmundur Ólafsson. Feng- ur, 6 v. frá Þorbergsstöðum með einkunnina 7,95, eign Skjaldar Stefánssonar, knapi Jón Ægisson. Frosti, 8 v. frá Vatni með einkunn- ina 7,82, eign Haraldar Árnasonar, knapi Jórundur Jökulsson. Streng- ur 6 v. frá Stórholti með einkunnina 7,77, eign Gilberts Elíssonar, knapi Erling Kristinsson. Tígull, 8 v. úr Búðardal með einkunnina 7,76, eign Skjaldar Stefánssonar, knapi Sigurður Jóhannsson. í úrslitum gerðist það að Guð- mundur náði ekki nærri eins góðri sýningu á Zorba og um morguninn, en hinsvegar voru þeir Fengur og Jón betur upplagðir, þannig að nið- urstaða dómara var sú að Fengur hreppti fyrsta sætið, en Zorba ann- að. Að öðru leyti breyttist röðin ekki. Á sama hátt kepptu eftirtaldir fimm hestar f B flokki: Rispa, 6 v. frá Þorbergsstöðum með ein- kunnina 8,39, eign Skjaldar Stef- ánssonar, knapi Jón Ægisson. Drífandi, 7 v. frá Hrappsstöðum með einkunnina 8,31, eign Grettis B. Guðmundssonar, knapi Guð- mundur Ólafsson. Draumur, 7 v. frá Hólum með einkunnina 8,30, eign Marteins Valdimarssonar, knapi eigandi. Kólga, 6 v. frá Vatnsleysu með einkunnina 8,14, eign Svandísar Sigvaldadóttur, knapi Guðmundur Ólafsson. Garp- ur, 6 v. frá Þorbergsstöðum með einkunnina 8.05, eign Skjaldar Stefánssonar, knapi Hrönn Jóns- dóttir. Engin breyting varð á röð hestanna f úrslitum. Að lokinni gæðingakeppninni fór fram keppni í fimm greinum kapp- reiða. I kappreiðunum voru alls skráð 55 hross, þar af 23 f skeiði, en nokkur misbrestur varð á að þau mættu öll til leiks. Úrslit urðu þessi: 150 m skeið: 1. Smári 19 v., eign Guðmundar Ólafssonar, knapi eigandi, tími 15,3. 2. Léttir 9 v., eign Erlings Krist- inssonar, knapi eigandi, tími 17,8. 3. Kolbeinn 10 v., eign Halldórs Sigurðssonar, knapi eigandi, tími 18,4. 250 m skeið: 1. Drottning 10 v., eign Ámunda Sigurðssonar, knapi eigandi, tími 25,8. 2. Draumur 15 v., eign Erlings Kristinssonar, knapi eigandi, tími 26,1. 3. Gullstjarni 9 v., eign Gísla Guð- mundssonar, knapi Halldór Sig. tími 27,8. 250 m unghrossahlaup: 1. Sleipnir 6 v., eign Magnúsar Halldórssonar, knapi Magnh. Magn., tími 20,1. Iris Hrund Grettisdóttir með bikarinn. Morgunblaðið/Kristjana Marteinn Valdimarsson á Svarra. 2. Stjarni 6 v., eign Hjartar Her- mannssonar, knapi eigandi, tími 20,2. 3. Bógadyr 6 v., eign Jens Péturs Högnasonar, knapi Steinar Alf., tími 20,5. 300 m stökk: 1. Smári 11 v., eign Bærings Ingv- arssonar, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, tími 23,5. 2. Ófeigur 13 v., eign Sturlu Böðv- arssonar, knapi Vignir Jónsson, tími 23,5. 3. Kóngur 7 v., eign Harðar Her- mannssonar, knapi eigandi, tími 24,3. 500 m brokk: 1. Svarri 16 v., eign Maríu Eyþórs- dóttur, knapi Marteinn Valdi- marsson, tími 1.04,7. 2. Glófaxi 9 v., eign Högna Högna- sonar, knapi eigandi, tími 1.07,0. 3. Lukka 10 v., eign Ólafs Jónas- sonar, knapi Jens Pétur Högnason, tími 1.08,0. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri grein. Fyrstu verðlaun í flokkum gæðinga eru smíðisgripir úr silfri, annars vegar skeifa og hins vegar hestur á tölti, sem orðið Glaður stendur á. Skemmtilegir gripir, til ánægju þeim sem þá hljóta og félaginu til sóma. Auk nokkurra farandgripa, sem keppt hefur verið um í nokkur ár, voru hestamannafélaginu gefnir veglegir bikarar til að keppa um í flokkum unglinga. Gefandi er Grettir B. Guðmundsson. Svo óvænt og skemmtilega vildi til að yngsti knapi mótsins, dóttir hans, Iris, fær að varðveita annan bikar- inn fyrsta árið. Jafnframt hlaut íris viðurkenningu sem knapi móts- ins. Góður dagur hjá þeim feðgin- um. Glæsilegasta hross mótsins var valin Rispa Skjaldar Stefánssonar. Fyrir besta árangur dalahests á 250 m skeiði hlaut Draumur Erl- ings Kristinssonar Glettubikarinn. Hestamannafélagið Glaður er annað elsta hestamannafélag landsins, verður 60 ára á næsta ári. Félagið á sér merka sögu sem mjög hefur tengst Nesodda. Von- andi er að samofna sögu félagsins og Nesodda þurfi ekki að rjúfa vegna misklíðar milli félagssam- taka, sem best gera með því að standa saman um allar góðar tóm- stundir. Þess er óskandi að forráða- menn Glaðs geti snúið sér að öðrum verkefnum á afmælisári en að leita að og byggja upp nýjan mótsstað. — Kristjana Oflug starfsemi Tón- listarskóla Dalasýslu Búðardal. DALAMENN hafa frá ðndverðu verið miklir áhugamenn um tón- list. Þeir hafa ávallt sungið mikið. Hér áður fyrr var algengt áð'lagið væri tekið er leiðir manna skildu á vegamótum. Mcnn sungu á heimilunum og menn sungu í kirkjunni. Menn sungu hver með sínu nefi og eft- ir eyranu. Dalamenn hafa átt marga góða söngmenn, færri hljóðfæraleikara, en við höfum átt mörg og góð Ijóðskáld og eig- um enn. Tónlistarskóli Dalasýslu var stpfnáður 1976. í vor lauk því ell- efta starfsári hans. Tónlistarskólinn var stofnaður á grundvelli laga frá árinu 1975 og starfar nú sam- kvæmt lögum frá 1985. Allir ^hreppar sýslunnar standa að skól- anum. Skólinn hefur starfsemi sína á haustin, 1. október, og lýkur starf- inu 31. apríl vor hvert. Skólanum er skipt í tvær annir, haustönn og vorönn, og eru lokatónleikar haus- tannar haldnir um miðjan janúar og lokatónleikar vorannar um mán- aðamótin apríl/maí. Músíkfundir eða tónfundir eru haldnir reglulega í skólanum eins og öðrum tónlistarskólum og nem- endur leika við ótal tækifæri svo sem við guðsþjónustur og á árshá- tíðum skólanna og nú síðast léku þeir á Jörfagleðinni okkar sem hald- in var í vor. Jörfagleði höldum við annað hvert ár. Nemendur voru alls í vetur 65 og námsgreinar þessan orgel, píanó, gítar, kornett og trompett, horn, klannett, trommur, þver- flauta,' harmonika, altflauta og blokkflauta í forskóla. Nemendur Tónlistarskólans taka stigspróf og hefur nokkrum nemendum tekist að ljúka IV. stigi. Þá flytja flestir þeirra burtu. Þeir fara til fram- haldsnáms suður til Reykjavíkur eða á Akranes. Sumir halda þar áfram tónlistarnámi. Nemenda- fjöldinn í skólanum hefur frá upphafi verið ótrúlega stöðugur. Rokkað frá 55 og upp í 70 nemend- ur. Skólastjórinn, Kjartan Eggerts- son, hefur aðsetur í Búðardal. Með honum störfuðu í vetur þau Ingi- björg Sigurðardóttir sem býr á Ásum í Saurbæ og Halldór Þórðar- son bóndi á Breiðabólsstað. Tónlistarskólinn flytur nú í nýtt húsnæði í Búðardal og fjölgar þá um eina kennslustofu. Kennslan hefur farið fram í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal, í heimavistar- skólanum á Laugum í Sælingsdal og einnig í Saurbæ. Rekstur skól- ans gengur þokkalega enda hefur allt verið gert til að spara í rekstrin- um. Það sem háir skólanum núna er að kennslukvóti sá sem mennta- málaráðuneytið skammtar skólan- um dugir ekki fyrir þeirri kennslu sem sinna þarf. Skólinn hefur þá sérstöðu að hann er eina félagsstofnunin utan grunnskólanna í Dalasýslu sem sinnir eitthvað að ráði tómstunda- þörfum unga fólksins yfir vetrar- mánuðina. Til dæmis er ekkert íþróttahús í Dalasýslu. íþróttastarf- semi er þð alltaf í miklum blóma á sumrin. Tónlistarskólinn er veigamikill þáttur í menningarlífi Dalamanna. Með tilkomu hans jókst þátttaka í tónlistarlífi bæði meðal yngra fólks og eldra. Nú búa aðeins um það Kjartan Eggertsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu. bil 1.100 manns í Dalasýslu og varlega áætlað tekur fjórðungur íbúanna á einhvern hátt þátt í tón- listarlífinu ár hvert. Eitt af markmiðunum með stofn- un skólans var að fá hingað vestur í Dalasýslu menntað tónlistarfólk sem gæti samhliða hljóðfæra- kennslu sinnt kórþjálfun og organ- istastörfum. En þeir Kjartan Eggertsson og Halldór Þórðarson stjórna samkórunum sem starfandi eru. Kjartan stjórnar Vorboðanum og Halldór Þorrakórnum. Um það bil 60 manns taka þátt í starfi þess- ara tveggja kóra frá 50 heimilum. Auk þess starfa í sýslunni kirkju- kórar við kirkjurnar og hafa þeir Kjartan og Halldór komið þar við sögu á undanförnum árum. Til ýmiskonar annars samsöngs er efnt á ári hverju þegar tilefhi gefast. Kennarar skólans hafa alltaf reynt að kenna á þau hljóðfæri sem nem- endur hafa óskað eftir að læra á, þó svo að þeir hafi ekki stundað sérnám á viðkomandi hljóðfæri, enda alltaf skilið á milli „kennar- ans" í sér og „hljóðfæraleikarans". Jörfagleði var haldin 30. apríl til 2. maí og komu nemendur tónlistar- skólans þar fram. Nokkrir nemend- ur léku á blásturshljóðfæri undir sameiginlegum söng Þorrakórsins og Vorboðans. Einnig léku Solveig Guðmundsdóttir og Skjöldur Orri Skjaldarson dúett á klarinett og trompet. Judit A. Guðmundsdóttir, Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir og Eyþór Ingi Jónsson léku m.a. tríó- sónötu eftir J.S. Bach á tvær þverflautur og orgel. Yngstu nem- ndurnir sem fram komu eru 15 ára gamlir. Allir núverandi kennarar skólans og sumir fyrrverandi lögðu fram krafta sína við undirbúning Jörfagleðinnar, ýmist við kórþjálfun eða hljóðfæraleik. Lokatónleikar voranna og skólaslit voru 3. maí. Engum Dalamanni blandast lengur hugur um hversu mikils virði tónlistarnám er bömum og ungling- um og tónlistariðkun yfirleitt. Því ætlum við að tónlistarskólinn hafi skapað sér fastan sess í aldingarði menningarinnar í Dölum og gefi af sér góðan ávöxt. - Krístjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.