Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Á slóðum feðranna Viðtal við Vest- ur-Islendinginn Ben Johnson Fyrir 101 ári smíðaði Jón Þór- hallsson nikkari kirkjuna sem stendur enn á Stokkseyri, ásamt tveimur lærlingum. Jón hafði átt við kirkjubyggingar áður, en þessi varð hans síðasta, því árið eftir, fyrir 100 árum, tók hann sig upp með konu, tvo syni og tvær dætur, vinnukonu og mann og sigldi vestur um haf. Einn sonurinn varð eftir, því hann var byrjaður í Prestaskól- anum. Hann hét Gísli og var síðast prestur á Mosfelli. Jón Þórhallsson komst með börn og buru til Chicago og fór þaðan um Milwaukee til Washington- eyjar, örlítillar eyjar í Michigan vatni. Jón er auðvitað látinn og líka börnin fjögur eftir langt líf, en á eyjunni er enn töluvert af Johnson fjölskyldunni,^ eins og hún heitir fyrir vestan. A dögunum kom rúm- lega 90 manna hópur af eyjunni í heimsókn til gamla landsins. Og þá kom líka hann Ben Johnson, rétt að verða níræður, og fór í kirkjuna, sem afi hans byggði áður en hann hélt vestur um haf. Hér á landi hét Ben réttu iagi Benedikt Þorláksson, skírður eftir frænda sem dó 92 ára í þá mund er Ben fæddist, en Ben er munnhægara á eyjunni. Þorlákur tók upp nafnið Thomas, eins og flestir, sem hétu Þor-nöfnum. Jón Þórhallsson, ættfaðirinn fyrir vest- an, tók upp ættarnafnið Johnson, byrjaði reyndar hæversklega á John Thorhallason, en fékk að heyra að það væri nokkur útnesjabragur á seinna nafninu, svo hann steig skrifið til fulls og kallaði sig John Johnsson og afkomendurnir hafa haldið Johansonnafninu. Þegar eyjarskeggjarnir fóru að tínast inn í Stokkseyrarkirkju á páskadagsmorgun heyrðist hvíslað um allan hópinn að nú væri Ben að koma í kirkjuna hans afa síns. Og Ben var myndaður í gríð og erg við kirkjudyrnar og með fjölskyldu sinni fyrir framan altarið. Uppi á kirkjuloftinu hitti Ben svo Harald Júlíusson hringjara kirkjunnar. Haraldur er tíu árum yngri en Ben, hélt sumsé upp á áttræðisafmælið á sumardaginn fyrsta. Július, faðir Haralds var 14 ára þegar kirkjan var byggð og sagði syni sínum seinnameir eitt og annað af kirkju- smiðnum Jóni og kirkjusmíðinni, meginviðburð á sinni tíð. Og Þorlák- ur var 16 ára þegar hann skottaðist í kringum föður sinn við smíðarnar. Þeim Haraldi og Ben þótti nokkuð skondið að hittast þarna á loftinu. Það hafði ekki hvarflað að Ben að hann ætti eftir að komast í kirkjuna og varla hefur Harald órað fyrir því að þeir ættu eftir að hittast, hann og sonarsonur kirkjusmiðsins úr Ameríku. Þó tormerki væru á samræðum, gat Ben þó sagt Har- aldi: „Ég talar lítið en skilur svolí- tið." Talandi um tungumálið, hvað skildi Ben þá kunna að segja frá því þarna af eyjunni? „Ég tala lítið, næstum ekkert. Mamma mín var af íslenskum ættum, svo hún talaði ekki íslenzku og það var töluð enska á heimilinu. En afi og amma töluðu litla eða enga ensku, syo pabbi tal- aði íslenzku við þau. Ég gerði það víst líka eitthvað. Afi kunni reyndar svolítið í ensku, en amma ekkert og þannig var það einmitt með marga af fullorðnu innflytjendun- um. Karlmennirnir lærðu hrafl í ensku, því þeir voru meira innan um fólk, en konurnar, sem voru heima við, lærðu aldrei nýja málið. Kynslóð pabba heyrði íslenzku heima fyrir, mæðurnar töluðu við þá íslenzku, íslenzka var heimilis- mál, en svo varð enska yfírleitt heimilismál þeirra. Eg tala nú ekki um þegar hjónaböndin voru blönd- uð. En það var grunnt á íslenzkunni. Pabbi og vinir hans sungu til dæm- is íslenzk lög, þegar þeir hittust. Ég spila á munnhörpu og þó ég kunni ekki íslenzka texta, þá held ég að ég kunni að spila nokkur íslenzk lög. Núorðið eru bara nokkrir sem kunna eitthvað í íslenzku. Ég lærði svolítið, því ég vann fyrir íslenzk hjón þegar ég var á aldrinum tólf til sextán ára. Þau töluðu íslenzku saman, litla ensku, svo ég varð að læra nokkur orð til að geta skilið þau. Þau voru bændur, höfðu kýr Fjölskylda Bens Johnson í Stokkseyrarkirkju. Frá vinstri: Ivan, dóttursonuur Bens, Nicki, eiginkona Ivans, Gladys, kona Bens, Ben sjálfur, Beatrice, dóttir hans, og Fred tengdasonur Bens. og nokkra hesta, eins og fleiri þá. Núorðið er varla nokkur búskapur þarna, en það eru nýlega komnir íslenzkir hestar á eyjuna." Það er_ enn eitt og annað sem minnir á ísland þarna á eyjunni. Á milli lands og eyjar ganga fjórar ferjur á sumrin, ein á veturna. Þær eru í eigu manns af íslenzkum ætt- um. Ein þeirra heitir Eyrarbakki svo það þarf enginn að fara í graf- götur um hvaðan ferjumaðurinn er ættaður. Ben segir að enn sé vafa- laust eitthvað af íslenzkum munum á eyjunni, sem innflytjendurnir hafi haft með sér. Og eyjarskeggjar spóka sig á Gunnlaugssons Road, Johnsons Road, Bjornsons Road og Foss Road. Og vísast er þarna fleira íslenzkt ef vel er að gáð, því inn- fæddir gera sér kannski ekki nákvæma grein fyrir upprunanum. Einhverjir athugulir uppgötvuðu fyrst við Gullfoss hvað Foss í Foss Road kynni að vera. Það veitir ekki af fjórum ferjum á sumrin, því þá eru um þrjú þús- und manns þarna að jafnaði, en 500-600 á veturna. Sumarfólkið er hvorttveggja ferðamenn og líka eyjarskeggjar, sem vinna í landi á veturnar, til dæmis í Chicago og Milwaukee. Innfæddir lifa á fisk- veiðum, en þó mest á ferðamönnum. En einu sinni voru þarna mest físki- menn og bændur. Nú eru aðeins fimm bændur eftir með nautgripi, en ekkert mjólkurbú lengur, heldur er allt keypt að. Og einu sinni var þarna kartöflurækt, en ekki lengur. | En flestir hafa garða og rækta sér grænmeti eins og gerist og gengur. Skólarnir voru fjórir, nú einn og þar segir Ben að eitt hvað sé kennt um ísland. Og það er hara eitt sam- komuhús þarna núorðið, en þau voru þrjú og eða fjögur forðum. Það er reyndar dóttir Bens sem heldur uppi fjörinu þar. Hún spilar á píanó og harmóniku, tengdason- urinn á banjó, synirnir tveir á gítar og trommur og þetta er aðalhljóm- sveitin á staðnum. Þegar Ben hætti að róa 1962 var róið á þrjátíu bát- um, nú er stundaður róður á fjórum. Ben hefur sumsé lengst af verið við veiðar. „Pabbi var fiskimaður, SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson Tók lagið við búðarborðið Þá er Iokið langvarandi stjórn- armyndunarviðræðum. Ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar er sest að völdum, rúmum tveim mánuð- um eftir alþingiskosningar. Þegar viðræður um nýja ríkisstjórn hóf- ust og allt þar til þeim lauk fyrstu vikuna í júlímánuði hafa útvarp og sjónvarp flutt oft á dag fréttir af gangi mála og dagblöðin ekki látið sitt eftir liggja. Víða voru erfíðleikar í myndun nýrrar ríkis- stjórnar helsta umræðuefnið þar sem menn hittust. Bjðrn Kristjánsson, kaupmaður í Mýrabúðinni, gat ekki leynt því fyrstu dagana í júlí að hann var spenntur og taldi að mikil tíðindi væru að gerast í íslenskum stjórn- málum. Hann tók lagið við búðarborðið fyrir einstaka við- skiptavini og kvað sönginn innifal- inn í þjónustunni. Hann söng ýmist popplag í G-dúr eða stef úr íslenskum þjóðlögum og við- skiptavinur sem oft kemur í Mýrabúðinni ekki fyrr kominn út á Gunnarsbrautina að Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, heils- aði vingjarnlega þar sem hann var á gangi og viðskiptavinur kaup- mannsins f Mýrabúðinni hélt hélst að Gunnar Reynir væri á leiðinni í búðina að æfa söngraddir fyrir væntanlegan konsert. Fisksalinn f Hlíðunum snaraði ýsuflaki inn í umbúðapappír á broti úr sekúndu og vafði síðan utan um allt saman forsfðu og baksíðu af Alþýðublaðinu. Fisk- salinn taldi það styrkja væntan- lega ríkisstjórn að Jóhanna Sigurðardóttir tæki að sér félags- málaráðuneytið og þar með húsnæðismálakerfið og hann opn- aði fyrir útvarpstæki og í fréttum var sagt frá því að þeir nafnar, Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hefðu hrókerað í stöðunni. Jón Baldvin hefði sam- kvæmt éigin tillögu á fundi í æðstu stjórn Alþýðuflokksins lagt til að hann sjálfur tæki fjármálin og Jón Sigurðsson viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og mikið létti fisksalanum við þessi tíðindi. Viðskiptin voru, sagði hann, með meira móti og meira að segja nokkur sala á steinbít, gellum og kinnum, aldrei þessu vant. Við höfðum báðir gert ráð fyrir því að Jón Baldvin tæki við kirkjumálaráðuneytinu oggát- um hvorugur til þess hugsað að maður sem ekki tilheyrir þjóð- kirkjunni gerðist æðsti yfírmaður í málefnum hennar. Fisksalinn kvað það skipta mestu máli að við værum að fá ríkisstjórn með öruggan þingmeirihluta og Þorsteinn afhendir Jóni Baldvin Iykilinn að fjármálaráðuneytinu áhyggjum væri af sér létt. Emb- ættismannastjórn taldi hann nefnilega hreint neyðarúrræði. Ég þurfti að fara með ýsuflakið langar leiðir og koma við í pen- ingastofnunum og tók því leigubfl. Bifreiðastjóri af BSRB sem er áhugamaður um íslensk stjórnmál fylgdi Framsóknarflokknum greinilega að málum. Hann beinlfnis heimtaði það að Steingrímur yrði forsætisráð- herra. Kratarnir í hans huga óalandi og óferjandi og hann gat ómögulega skilið af hverju þeir væru komnir til borðs með Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Vildi frekar Albert og hans menn að borðinu, nú eða Stefán Valgeirsson til að leysa vandamál sem steðja að íslensku efnahagslífi. Á Austurvelli við styttu Jóns forseta sat fjölmiðlamaður á bekk og var ekkert alltof ánægður með nýjustu tíðindi. Var líklega ekki sáttur við að hafa ekki Alþýðu- bandalagið í st.jórn til að skapa öngþveiti í efhahagsmálum þjóð- arinnar. Það var þó ekki allt ómögulegt. Hann hafði frétt að Birgir ísleifur Gunnarsson tæki við menntamálaráðherraembætt- inu og taldi goð tíðindi. Hann var með lítið útvarpstæki og stillti á rás 2 og svo komu fréttir og Atli Rúnar að spá í væntanlega ráð- herra og ennvar Birgir Isleifur inni í myndinni en þá sem iðnaðar- ráðherra. Fjölmiðlamaðurinn' á bekknum við Austurvöll var ekki sáttur við Birgi ísleif í embætti iðnaðarráð- herra. Hann sagðist vita að Birgir væri jazzáhugamaður og kvað ekki ósennilegt að við mættum eiga von á því að hér kæmu reglu- lega helstu stórstirni jazzins. Þannig eru ýmsar væntingar hjá fólki þegar ný ríkisstjórn er að taka við. Greinarhöfundur og jazzáhugamaðurinn voru einnig sannfærðir um það að undir for- ystu Birgis ísleifs í menntamála- ráðuneytinu myndi vegur íslenskrar menningar fara stórum vaxandi. Og svo var það Keflvík- ingurinn sem ég hitti á förnum vegi og lengi hefur stutt Sjálf- stæðisflokkinn ötullega og gat ómögulega skilið af hverju menn væru ekki á eitt sáttir um ágæti Matthíasar Á. Mathiesen. — Hann hefur reynst okkur vel, hann Matthfas, og ég vil ómögulega skipta á honum og einhverjum þingmanni af krummaskeri úti á landi, sagði hann og bætti síðan við þegar hann þurfti að hraða áer út á Umferðarmiðstöð: — Við sjálf- stæðismenn þurfum að eiga í nærstærsta kjördæmi landsins ráðherra sem er í nánum tengslum við fólkið í kjördæminu. Og í kjör- dæminu eiga framsóknarmenn Steingrím Hermannsson og skyggir hann ekki á alla aðra? Eins og klettur S hafínu, segir dagblaðið Tíminn og hefur það blað nú löngum ályktað rétt þegar um foringja Framsóknarflokksins er að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.