Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞMÐJUDAGUR 21. JÚIÍ 1987 43 Var þó ekkert til sparað og skipið allt hið vandaðasta að allri gerð og hið besta sjóskip. Eftir að Óskar lét af sjómennsku gegndi hann ýmsum störfum. Var vigtarmaður við hðfnina, hafnar- vörður, umboðsmaður Almennra trygginga og skipaskoðunarmaður Siglingamálastofnunar. Leysti hann öll þessi störf af hendi af stakri trúmennsku. Fyrir um það bil 8 mánuðum var ekki annað vitað en að Óskar væri við þá heilsu, er hann gat vænst. En þá heltekur hann sjúkdómur, er leiðir hann til bana. í upphafi hafði hann og aðrir sterka von um bata, en hann var tilbúinn að taka örlögum sínum ef það skyldi bregð- ast. I hvert sinn er við ræddum saman, taldi hann lfkurnar á bata góðar, nema síðustu vikurnar, er hann hafði sennilega gert sér ljóst að hverju stefndi, talaði hann aðeins um, að sér liði vel eftir atvikum, en að mikið væri fyrir sig gert en minntist ekki á bata, enda var hon- um þvert um geð að segja annað en það, sem hann vissi sannast og réttast. Sem fyrr segir, kynntist ég Óskari fyrir 8 árum, og er ég þakk- látur fyrir allar okkar samveru- stundir, sem hefðu mátt vera fleiri. Ég trúi því, að allt samferðafólk Óskars sé á einu máli um að þar fór mannkostamaður og drengur góður og að til hans sé hlýlega hugsað. Utför hans er gerð frá Hafnar- kirkju í dag. Við Gunnhildur sendum konu hans Maren, dætrum, tengdasonum og barnabörnum innilegústu sam- úðarkveðjur. Grétar Eiríksson í dag kveðjum við frá Höfn í Hornafirði Óskar Valdimarsson, sem andaðist í Landspftalanum, eftir þennan kvalafulla sjúkdóm sem herjar á fólk í dag og svo margir deyja úr. Kynni okkar hóf- ust er ég giftist inn í vinafjölskyldu hans og var ég strax tekin inn í vinahópinn eins og ég hefði alltaf verið þar. Það er alltaf erfitt að hlíta dauð- anum, þó að við vitum að hann sækir okkur öll einhvern tíma, en samt finnst mér að hann hefði mátt bíða ögn lengur með að taka Óskar frá okkur. En við mennirnir pöntum ekki neitt, við lútum bara lögmálinu, því lífíð er bara leiga hér á jörðu. Óskar var mikill athafnamaður, tók sér margt milli handa og allstað- ar dáður fyrir störf sín. Eg á honum mikið að þakka, er ég stóð uppi með mín börn fyrir tuttugu og fimm árum og get ég aldrei þakkað þeim hjónum allan þann styrk sem þau veittu mér og tengdaforeldrum mínum í sorg okkar er ég missti mann minn aðeins 37 ára f sjó- slysi. Börn mín höfðu hann sem annan föður, einkanlega yngri son- ur minn sem sótti mjög til þeirra hjóna sem barn og voru þau honum mjög kær. Þegar tengdafaðir minn missti heilsuna voru ófáar ferðirnar hingað suður frá Höfn til að sækja gamla manninn og fara með hann austur og létta honum byrðina, því alltaf var sjómennskan efst í huga þeirra, enda voru þeir báðir skip- stjórar og höfðu saman siglt tveim bátum til landsins. (Gissur hvfti I og II.) Ekki má gleyma móttökunum á Hornafirði og allt það sem fjöl- skylda mín er búin að þiggja af þeim hjónunum í öll þessi ár. Ég vona að guð launi Óskari, allan þann styrk er hann veitti Snæfells- heimilinu f sorg og gleði. Innilegar samúðarkveðjur sendum við þér Maja mfn og dætrum, tengdason- um, barnabörnum og litla lang- ömmubarninu og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og leiða áfram brautina sem eftir er. Ó, komdu vor með frelsi og fuglaklið fegri hugsjón, betrí sjónarmið. Berðu smyrsl á gömul sviðasár, sendu fríð og þerraðu grátnar brár. (SH) Guð blessi minningu hans. Oddný Jónsdóttir Með Óskari Valdimarssyni er mætur maður genginn. Mikill miss- ir og söknuður er að honum, þeim er honum stóðu næst og öllum sem þekktu hann vel. Þótt eigi væri hann allra við- hlægjandi, léti ekki allt gott heita, fundu menn að hann átti ríka rétt- lætiskennd og hlýjan hug, ræktar- legur var hann í besta lagi og mundi velvini áina. Oskar var Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Streiti í Breiðdal hinn 26. júlí 1918 og var því á 69. aldursári, er hann andað- ist hinn 13. þ.m. Hann ólst upp á Fáskrúðsfirði, og hóf ungur sjómennsku, fyrst á heimaslóð, síðar í Vestmannaeyjum og víðar, en settist svo að á Höfn í Hornafirði. Hér var þá vaxandi byggð í grennd við gjöful fiskimið, þar sem mörgum þykir fjallasýn einna fegurst á landi hér. Hingað sótti hann líka þá, er varð hans heilladís— þau Maren Júlíusdóttir frá Bæ í Lóni urðu ásátt um að ganga einn veg bæði. Heimilið var alla tíð með myndar- brag og þau áttu saman mikla hamingju. Hér uxu úr grasi dæturn- ar þrjár: Kristrún, Júlía og Hrönn en þær báru birtu í bæinn og nutu ríkulegrar umhyggju. Óskar var í öllu heill, mikill fjölskyldu- og heim- ilismaður og lét sér annt um hópinn sinn. Hann fylgdist álengdar með framvindu mála, þegar dæturnar stofnuðu sín eigin heimili, bjó í haginn á ýmsa lund og afabörnin áttu í honum hollvin og félaga. Sjómennska varð ævistarf Óskars. Ungur fékk hann manna- forráð og farnaðist vel, var löngum fengsæll, enda glöggskyggn, hafði á öllu gát og kunni vel að meta aðstæður. Hann var sérstakt snyrti- menni, hugkvæmur og hagsýnn. Snemma á sjómannsferli sfnum eignaðist hann eigin bát, síðan ann- an stærri og þann þriðja. Stýrði hann þeim farsællega, komst vel af við menn sina og átti traust allra, er við hann skiptu. Vegna' heilsubrests hlaut hann að hverfa af þeim vettvangi, er hann ungur hafði haslað sér, þótt víst hefði hann þá þegar goldið Ægi torfalögin. Alla tíð var hann þá Ifka sfstarfandi og lengst af f nánum tengslum við sjávarútveginn sem skipaskoðunarmaður og hafn- arvörður og ýmsum öðrum störfum gegndi hann. Oskar Valdimarsson var einarður maður og kappsamur, kunni vel að halda á niáli sínu og lét ógjarnan hlut sinn, útsjónarsamur og hygg- inn. Allt nýttist þetta honum í atvinnurekstri hans og sjósókn, eigi síður en í samskiptum við aðra. En í hörpu hans voru ýmsir strengir. Hann var mikill tilfinningamaður og ljóðrænn í aðra röndina— nátt- úruunnandi og kunni vel að njóta þess er lífið hefir upp á að bjóða. Þau hjónin ferðuðust víða, innan lands og utan, urðu margs vísari um menningu og háttu framandi þjóða. En heima var best. Liðinn vetur varð erfiður, er hann hlaut að dveljast langdvölum á sjúkra- húsi, illa haldinn oft. Hann hélt þó alltaf í vonina um að komast heim þegar voraði, heim 5 húsið við Boga- slóð og upp f Lón, þar sem þau hjón áttu annan unaðsreit. Þetta auðnaðist honum þá líka tvívegis að skreppa austur og huga að ýmsu því er að kallaði. En sjúkdómurinn aðgangsharði gaf ekki grið og Óskar var þeirrar gerðar, að honum varð þetta þung- bært að geta ekki svarað kröfum dagana. Vinum hans finnst hann hafa farið allt of fljótt, en úr því að bót gat ekki fengist, var gott að baráttan þurfti þó ekki að verða lengri. Hann lætur eftir sig opið skarð og autt, en með honum gafst mik- ið, á vegi daganna auðnaðist honumt að verða gjöfull þeim, er honum stóðu næst og öllum yfirleitt er vin-' áttu hans eignuðust. Við brottför hans er því margt að þakka. Að því þakklæti vildum við hjónin eiga hlut og ástvinum hans vottum við innilega samúð— sjálfur skal hann- svo Guðs náðarorði falinn. Þorbergur Kristjánsson Skuldabréfaútboð Júlí 1987 Glitnlrhf NEVI-ÐNAÐARBANKINN-SLEIPNER Ármúla7,108 Reykjavík Nýrflokkur verðtryggðra skuldabréfa Glitnis hf. 1. flokkur 1987 Verðgildi bréfanna eru kr. 50.000 og kr. 200.000. Hvert skuldabréf greiðist með einni greiðslu á gjalddaga bréfanna sem eru 15. apríl og 15. október ár hvert frá 1988 til 1992 í fyrsta sinn þann 15. október 1988. Skuldabréfin eru verðtryggð en án nafnvaxta. Söluverð skuldabréfanna miðast við að ávöxtun kaupandans sé 11,1% umfram verðbólgu. 1 H Verðbréf amarkaður = Iðnaðarbankans hf. Ármúla 7,108 Reykjavík. Sími 91-68-10-40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.