Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 15
vspt t.Tfn. t<? jmr>AnjTiínH<J (TKTMfrvrtTOHrw MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 M 15 vinnur þar annar smiðurinn en leitað er tilboða í ýmis verk og hafa verktakar á staðnum undir forystu Sigmundar Þórðarsonar unnið flest er vinna þurfti. Af sömu ástæðum hefur níu mönnum verið sagt upp störfum með sama fyrirvara, þar af þrem vélstjórum, þrem verkstjórum, gæðastjóra og tveim viðhaldsmönnum á flökun- arvélum. Kaupfélagsstjóri taldi þetta einu færu leiðina til að koma á ýmsum breytingum til hagræð- is, annað væri fullreynt. „Ástandið er ekki nógu gott," sagði Bjarni „og það verður að breyta því." Ráðgjafafyrirtæki vinnur að þess- um skipulagsbreytingum í sam- ráði við ráðamenn kaupfélagsins og nýtir einnig hugmyndir þeirra um hvað geti bætt ástandið og afkomu fyrirtækisins. „Enginn fótur er fyrir þeim söguburði að kaupfélagið sé við það að fara á hausinn," sagði kaupfélagsstjóri, „greiðslustaðan hefur verið mjög erfið, en eignir eru verulegar fram yfir skuldir, því er engin ástæða til að óttast slíkt en greiðslustaðan þarf að batna." í niðurlagi inngangsorða kaupfélagsstjóra að ársreikning- um kaupfélagsins stendur: „Hins vegar eru mörg óleyst verk og verður að ráðast á þau sem fyrst, en ljóst er, að ekki næst árangur nema starfsfólk og félagsmenn taki höndum saman og til þess þarf jákvætt hugarfar í garð kaupfélagsins. Að því þarf fyrst og fremst að vinna og á því veltur framtíð okkar. Vinnum saman, byggjum upp styrkan Dýrafjörð." Bjarni kvað stöðu kaupfélags Dýrfirðinga mun betri en stöðu nágrannakaupfélaganna, hann bætti því við, að samgöngur þyrfti að bæta, markaðurinn hér væri lítill, því óhagstæður versluninni og of oft sæktu menn vatn yfir lækinn, versluðu mikið á ísafírði t.d. varla gæti það talist hagstæð- ur verslunarmati. Frá áramótum hefur verið full i tíiim vinna fyrir fastráðið starfsfólk, en síðan í aprfl hefur verið mikið meira en næg vinna, unnið frá 4-6 að nóttu til kl. 19.00 og flesta laugardaga til hádegis, því þá yæri byrjað að vinna kl. 4.00. Útlendingar vinna hér engir, enda engin verbúð. Þeir, sem bæru erlend ættarnöfn, væru allir skráðir til heimilis á Þingeyri og því heimamenn og sumir búnir að búa hér' um áratugi. í hraðfrysti- húsinu er aðstaða til að hita sér kaffi og greiðir kaupfélagið kaffið og þann tilkostnað er því fylgir. Bjarni taldi það bita mun en ekki fjár, uppbót á að kaffistofa starfs- fólks væri ekki, að sínu mati, nægilega góð eða aðlaðandi, þar þyrfti að betrumbæta aðstöðuna. Kaupfélagið gekkst fyrir nám- skeiði fyrir fiskvinnslufólk eins og gert hefur verið víðar og aðgang að því hafði fastráðið fólk og þeir sem lokið hafa þessari endur- menntunar starfsfræðslu bera nú starfsheitið: sérhæfður fisk- vinnslumaður. Á sama tíma og stóð yfir Hrafnseyrarhátíð 17. júní var ölium Þingeyringum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu til að vera viðstaddir hátíðlega út- skrift 45 starfsmanna hraðfrysti- hússins er luku námi. Kaupfélags- stjóri stýrði þessari samkomu og var starfsfólki afhent innrömmuð skírteini. Viðstaddur þá athöfn var Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- samband Vestfjarða, og tók hann til máls og árnaði „fisktæknun- um" allra heilla. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið við að breyta og bæta skrifstofurnar, ennfrem- ur hefur verið barist við að losna við leka í kaupfélaginu og hefur öll verslunarálman niðri verið klædd að utan en þó er efri hæð- in ekki enn orðin nógu góð og þarf meira til. Verslunaraðstaðan uppi hefur verið minnkuð en aftur á móti verið stækkað niðri nú í vor og sumar, en endanlega er því verki ekki lokið enn. Stórbætt hefur verið kæliaðstaða fyrir allar mjólkurafurðir svo engin mjólk ætti að skemmast eftir að hún er komin til Þingeyrar, „en auðvitað er ekki nógu gott að flytja hana hingað um hásumardaginn á venjulegum bflum," voru lokaorð Bjarna Grímssonar. -Hulda Frá útskrift fiskitækna á Þingeyri. Leiktu þér meö hraða Ijóssins .azerTag Geislaleikurinn er hin kröfuharða íþrótt ársins 3010. innifalið í Geislaleiknum er: ijósíöfrá stjomuGeisiaranum. Fyrsti og eini leikurinn Sem gehr *StjörnuGeislari sem geislar innrauöu Ijósi 'StjörnuBelti til að festa einnStjörnuNema á þér kleift að ná mótherja þínum á (samskonarogerísjónvarpsfjarstýringu). Þá er hægt að fá aukalega: allt að30 - 50m færi. *StjömuNemisemsýnirmeóhljóo-ogljós- *StjörnuVesti, *StjörnuHjálm, "- —---------1 merki í hvert skipti sem hann nemur innrauða *stgörnuHúfu og *StjömuNema. i UVisa UEurocard Kortnúmen i i J__L J__I__L Gildistlmi: L_ Nafnúmed i i i j Komdu og taktu spennuleik i framtíðarinnar með þér heim í dag. J__L I Nafn: Heimili: Staour: Undirskrift I Já, sendið mór eitt stk. af LazerTag Geislaleiknum I_____________________1____________I SS3 SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Kynningarverð aðeins kr. 2.980,- Sendum í póstkröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.