Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 HVERNIG LÍKAÐI ÞÉR DVÖLIN Á SUMAR- DVALARHEIMILINU KJARNHOLTUM? HALLA SCRAM: Mér fannst mjög gaman á hestunum og I Iþróttum. Ég fékk m.a.s. viðurkenningu fyrir langstökk. KATRÍN SCRAM: Mér fannst æöislegt! Skemmtilegast fannst mér aö fara á hestbak og aö fara f bétsferölr. DANIEL:Frábært!I Ég er alveg ákveölnn i aö skella mér i fjöriö næsta sumar. Ég kynntist fullt af krökkum. Skemmtilegast fannst mér aö fara á hestbak og aö smlða kofa. Einnig var mjög gaman I leikjunum og bátsferóunum. Bangsi var minn upþáhalds hestur. LiNDA RÓS: Mér fannst æöisiegt! Mér finnst mikið skemmtilegra I KJARNHOLTUM heldur en á Mallorca og er búln að panta attur I ágúst. Þaö eru nokkur pláss laus 19.júlí - 31 .júlí og 3.ágúst - 15.ágúst Uppl. í síma 687787 MISSIÐ EKKI AF ÞESSU TÆKIFÆRI í SUMAR ! LJÚFFENGIR MATARBAKKAR Matseðill Kabarett Mánudagur: Hrisgrjónasúpa. Köld heilhveiti- samloka með skinku og ítölsku salati. Ferskir ávextir. Þriöjudagur Súpa Minestrone. Brauð með eggi og reyktri síld. Lifrarkæfa á brauðsnittu. Miövikudagur: Kálfakjötssúpa. Léttsöltuð nautatunga með eplasalati. Fiskrönd með sýrðum rjóma. Fimmtudagur: Rabarbaragrautur með þeyttum rjóma. Sviðasulta með rófu- stöppu. Túnfisksalat og kex. Föstudagur Spínatsúpa. Ristuð brauðsneið með graflaxi og sinnepssósu. Kjúklingabiti á brauðsnittu. Eftirréttur. Matseðill Mánudagur: Hrísgrjónasúpa. Ostbökuð ýsuflök með hvitum kartöflum, hrásalati og bearnaisesósu. Þriðjudagur: Súpa Minestrone. Nautakar- bónaði með hvítri sveppasósu, frönskum kartöflum og græn- meti. Miðvikudagur: Kálfakjötssúpa. Lambapottrétt- ur „Hawaii" framreiddur með blómkáli og steiktum kartöflum. Fimmtudagur: Rabarbaragrautur með þeyttum rjóma. Soðnar saltkjötsbollur með hvítkáli, gulrótum, kartöfl- um og smjöri. Föstudagur: Spínatsúpa. Grísasneiðar með rauðkáli, steiktum kartöflum og Róbertssósu. Eftirréttur. Bíldshöfða 16, sími 686880. Telemann-tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Fimmtu tónleikamir í Skál- holti um síðustu helgi voru settir saman með verkum eftir Georg Philipp Telemann. Það mun ekki algengt að listamenn riti ævi- sögu sína en Telemann ritaði þær þrjár, þar sem hann m.a. gerir grein fyrir viðhorfum sínum til listsköpunar. Hann taldi sig mann nýjunga og vildi skemmta áheyrendum með list sinni. í því sambandi sagði hann, að „list samin fyrir fjöldann er meira virði en sú sem er samin fyrir fáa sérfræðinga". Fyrir utan þá frægð er hann hlaut fyrir tónverk sín vom samtí- ðamenn hans hreint undrandi á leikni hans í tónsköpun, svo að t.d. menn eins og Hándel, sem kunni eitt og annað fyrir sér, lýsti því yfír að Telemann gæti samið átta radda messu jafn hratt og hann sjálfur ritaði sendibréf. Fyrir þessa hamhleypni og að hann faldi það ekki fyrir mönn- um hversu honum var létt um „mál“, vildu margir ekki trúa því að tónlist hans væri góður skáldskapur og það er í raun ekki fyrr en á síðustu áratugum að verk hans hafa verið tekin að fullu til flutnings og þá undr- ast menn gjaman hversu gott tónskáld Telemann var. Það get- ur sem sagt tekið langan tíma að fá góða list viðurkennda, svo sem dæmið um Telemann kenn- ir. Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjömsson fluttu tvær samleiks sónötur og Qórar einleiksfantasíur. Telemann samdi nokkur verk fyrir eina og tvær raddir án undirleiks og var Georg Philipp Telemann því nokkurt nýnæmi í að heyra þessi verk, sem eru sannarlega góð tónlist. Fyrsta verkið, són- ata í G-dúr, er byggð á stefjum sem heyra má hjá J.S. Bach eins og stefið í öðrum kaflanum og upphaf stefsins í lokakaflanum. Verkið var frábærlega vel leikið. Tvö næstu verkin voru tvær af fíðlufantasíunum tólf, er Tele- mann samdi árið 1735. Einar Grétar Sveinbjömsson lék bæði verkin ágætlega, einkum þó þá seinni í D-dúr, t.d. hæga þáttinn og síðasta þáttinn, sem er mjög skemmtileg og sérkennileg tónsmíð. Galdraspilarinn Manu- ela Wiesler flutti tvær af flautu- fantasíunum frá 1732. Þar féll ekki á blettur eða hrukka en auk þess nær Manuela að tæla hlust- endur með sér inn í undraheim tónrænnar upplifunar, með þeim hætti að vel má trúa sögunum um dísir þær er höfðu af mönn- um erindi þeirra og villtu um fyrir þeim með fallegum söng og hljóðfæraleik. Síðasti kaflinn í seinni flautu- fantasíunni er stórfurðuleg tónsmíð og falleg. Það sama má segja um síðasta verkið á tónleikunum, A-dúr sónötuna, sem var sérlega fallega leikin af Einari og Manuelu. Það eina sem skyggði á tónleikana var að áheyrendum er bannað að klappa í kirkjunni, sem er sér- lega óþægilegt þegar hlustendur beinlínis hafa þörf fyrir að láta hrifningu sína í ljós og þakka fyrir sig. Manuela Wiesler Einar G. Sveinbjömsson Samleikur á flautu og fiðlu Tónlist Jón Ásgeirsson Til fanga fyrir sjöttu sumar- tónleikana í Skálholti sóttu flytjendur sér efni í skemmu tveggja barokkmanna og skip- uðu svo til, að í millum verka þeirra skyldi tveimur nýgerðum verkum ætlað pláss. Fyrsta verkið var Partíta nr. 3 í E-dúr, eftir meistara Bach, eitt af þeim verkum hans sem eru stór og viðburðarík hið innra en þurfa ekki mikið tilstand í ytri umbún- aði. Einar Grétar Sveinbjömsson lék þetta erfíða verk á köflum mjög fallega, enda góður fiðlu- leikari. Hann naut sín ekki síður í samleiksverkunum en annað verkið á efnisskránni var frum- flutningur á nýju verki eftir Þorkel Sigurbjömsson, sem hann nefnir Kransakökubitar fyrir flautu og fiðlu, og er eins konar brúðkaupsgjöf til flytjend- anna. Verkið er í tilbrigðaformi, þar sem stefíð er byggt upp eins og samtal (dialog), er tekur á sig alls konar svipmót í tilbrigð- unum. Verkið er einfalt og skýrt í formi og þar skiptast á „skin og skúrir", svo sem vera ber, þegar fólki er lesið fyrir til framtíðarheilla. Af samleik Manuelu og Einars mátti heyra að þau hafa þegið gjöf þessa með þökkum. Þriðja verkið er eftir Cristobal Halffter. Hann er fæddur 1930 en tveir frændur hans Rodolfo og Emesto (fæddir um aldamót- in) vom frægir tónlistarmenn. Cristobal hefur tileinkað sér fijálsa raðtækni og notar einnig rafhljóð, þar sem m.a. er glímt við „hljóðrýmið" og tilviljunar- kennda tónskipan. Debla, en svo nefnist verk Halffters, er fyrir einleiksflautu og það var alveg með ólíkindum hversu fallega Manuela lék verkið, hún „lék“ ekki á flautuna, hún talaði, svo að tónmál verksins, sem er fullt af þráhyggju leitandans, varð eins og ljóð, sem ekki verður umorðað eða þýtt með neinum hætti, en galdur þess aðeins skynjaður. Síðasta verkið var Svíta eftir Hotteterre, sem var einn af fyrstu frönsku þverflautuleikur- unum og samdi auk þess kennslubækur um þverflautu- leik. H-moll svítan er fallegt samleiksverk og þá sérstaklega síðasti þátturinn, Passkallia, sem er óvenjuleg kaflaskipan í barokksvítunni. Iþessu verki var samleikur Einars og Manuelu geislandi fallegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.