Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐEB, fcRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 17 Hún var abbadis og sem slik átti hún þátt að listasögu aldarinnar, kirkjan var á þeim tímum m.a. hvati að allri listsköpun. Hildegard varð fyrir yfírskilvit- legum vitrunum þegar i æsku; hún fæddist 1098 og lést 1179. Hún var alin upp af einsetukonu, Juttu frá Spanheim, og gerðist nunna 16 ára gömul. Hún las fyrir rit sitt „Liber Scrivias" á árunum 1141-1152, sem fjallar um heiminn allt frá sköpun- inni og endurlausninni og fram á hennar daga og einkum sýnir henn- ar og vitranir. Þetta rit er útlistun á samtiðar-ástandi og því mjög merk heimild, sem bréf hennar eru einnig. Hún virðist hafa haft sam- band við Friðrik Barbarossa keisara og ýmsa aðra landstjórnarmenn, páfa og preláta og pólitísk áhrif hennar voru mikil. Eftir hana liggja fleiri rit, m.a. um náttúruvísindi og læknisfræði og skýringarrit við guðspjöliin og önnur guðfræðirit. Heinrich Shipperges er prófessor í sögu læknavisinda i Heidelberg og meðútgefandi verka Hildegard von Bingen. Hann hefur valið i þessa bók úr verkum hennar, þau efni sem snerta sýnir hennar og vitranir og tjáningu hennar á þeirri reynslu að nálgast Guð sinn. Útgef- andinn skrifar inngang og skipar efninu niður eftir þemum. Dietmar Mieth er prófessor í Freiburg/Sviss og kennir einnig sið- fræði við kaþólsku guðfræðideildina í Töbingen. Meister Eckhart er ef- unarlaust merkasti mystiker Þjóð- verja. Hann varð strax kunnur fyrir prédikanir sinar. Hann var af aðals- ættum, fæddur 1260 og lést 1327, gerðist ungur dominikani og starf- aði á Þýskalandi og í París. Hann var ákærður fyrir villukenningar. Útlistanir og skilningur manna á kenningum og prédikunum Eck- harts eru mjög sundurleitar. Rómantíkerarnir dáðu hann fyrir það, sem þeir álitu inntak kenningu hans og féll samkvæmt þeirra skiln- ingi að þeirra stefnu, heimspeking- ar lásu hann með samskonar hugarfari og prótestantar hafa talið hann forgöngumann siðskiptanna varðandi trúaráhersluna. Sumir telja að idealismi Kants sé frá hon- um og panþeismi Hegels. Lengi var hann talinn panþeisti, en nánari rannsóknir á verkum hans benda til dominikanans. Eckhart reyndi að tjá það í orðum, sem ekki er hægt eða mjög erfitt er að tjá, þess vegna þóttust andstæðir trúarhÓpar geta eignað sér hann. Nú á dögum hafa verk hans verið rannsökuð ítarlegar en áður, ekki síst vegna aukins áhuga á mystík, sem tilraun á áttavilltra nútímamanna til þess að nálgast tímaleysið og algjört frá- hvarf frá tómhyggju nútímans, sem hlýtur alltaf að vera óseðjandi á eigin forsendum. Mieth gefur út valda kafla án skýringa, þar sem hann telur að þeir skýri sig sjálfir. Valið er úr ritum og prédikunum Eckharts, útgefandi þýðir á þýsku latnesku textana. Þessi þrjú framantalin rit eru öll vel unnin og ihngangarnir eru skil- merkilegir og efnið mjög svo tímabært. ÞORP OG ÞJÓÐVEGUR Bókmonntlr Jóhann Hjálmarsson Ágúst B. Sverrissori: EFTIRLÝST AUGNABLIK. Kápa og myiidir: Jón Óskar Sól- nes. Reykjavík 1987. Eitt ljóða Ágústs B. Sverrissonar heitir Dagarnir í þorpinu: Hver segir að dagarnir í þorpinu séu lengi að líða? Segjum kl. 3 e.h. við borðið í sjoppunni: regndropar á rúðunni puttiá brunasánplastöskubakkans, augun stillt á þjóðveginn til að upplifa bíllausa klukkutímann. Og maður Snnur ekki betur en það sé niðdimm draumlaus nótt. Þorpsstemmningar, þjóðvegir, bið setja svip á ljóð Ágústs. Hann dregur upp hversdagsmyndir að hætti margra skálda, ungra og gamalla. Myndirnar fela í sér vissa reynslu. Þær sýna okkur endur- tekningu Kfsins sem oftast er furðu óljóðræn, en getur öðlast líf hafi skáldið vald á verkfæri sínu. Á það skortir nokkuð hjá Ágústi B. Sverr- issyni, en i staðinn miðlar hann lesandanum óróleikatilfinningu gagvart kyrrstæðu lífi. Það er neisti í sumum þessara mynda og greini- legur vilji til að læra þá list að segja aðeins það sem skiptir máli, sleppa hinu. Ljóðin eru mjög misjöfn, sum þokkalegustu byrjandaverk, önnur enn leitandi og óviss. Með því að taka sig á ætti Ágúst að geta náð betri árangri. Þótt lengri ljóðin séu á margan hátt athyglisverðari eru smáljóðin betur ort, samanber Suður og Án vitna. Suður er tilbrigði við hlfðina í Njálu og þar er komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé fagurt við „þessa hlíð" og best að halda suð- ur. Án vitna er örstutt ljóð: Bensínstöðin Iokuð/ fjúkandi götu- ryk/ og handalaus dúkka. í bókinni eru nokkrar laglegar smámyndir eftir Jón Óskar Sólnes. Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3fiSl6 /FOnix HATUNI 6A SMI (91124420 HUSEIGENDUR FISLETTIR ALSTIGAR Nú er ekki eftir neinu að bíða. Álstigar og tröppur f hundraða- tali bíða eftir að þú fáir þér eintak. Það vœri margt vftlausara, þó ekki vœri nema til að fyrirbyggja slys sem off verða þegar fólk prílar í heimatilbúnum... Verio velkomin. BYGGINGAVöRUR#KAUPFELOGIN U1ANHUSSMA1NING Góð á veggi og ennþá betri á þök Mörg dæmi um endingu frá 1966-1987= 21 AR Flagnar ekki - Mikið teygjuþol - Fæst í 18 litum Er þetta ekki réfta málningin? SMIÐSBUÐ BYGGINGAVÖRUVERSLUN Sigurður Pálsson byggingameistari Garöatorgi 1, Garöabæ, sími 656300 -•- . ¦--..,. ¦ :-¦•„'-; ^fc f-^ - , ._>.-- ¦¦ it T-ií.' t * -.¦>a,- J£
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.