Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 42
42 trpt í.tttt. r<? smpunmaTíTd ama.títwttoínw MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Oskar Valdimarsson Hötii - Minning Fæddur 26. júlí 1918 Dáinn 13. júlí 1987 Að kvöldi dags 13. júlí andaðist í Landspitalanum Óskar Valdimars- son, skipstjóri, eftir langa og erfíða sjúkdómslegu, frá því fyrir síðustu áramót er hann fór inn á spítalann með litlum batahléum. Var með ólíkindum hvað hann hélt lengi sigri í þeirri hörðu baráttu. Óskar var elstur af 8 börnum þeirra hjónanna Valdimars Bjarna- sonar og konu hans Kristínar Kristjánsdóttur, sem bjuggu flest sín búskaparár á Fáskrúðsfirði. Að vísu var Öskar fæddur að Streiti í Breiðdal, en barnsskónum sleit hann á Fáskrúðsfirði, þar sem hann ólst upp í foreldrahúsum í hópi systkina sinna, sem öll eru hið mætasta dugnaðarfólk. Fullu nafni hét hann Bjarni Óskar Sigurgeir, en Óskars nafnið var alltaf látið gilda gegnum árin. Þegar litið er yfir farinn veg við fráfall góðs vinar og frænda er margs að minnast. Við frændurnir (bræðrasynir) áttum samleið í leik og starfi, sem litlir drengir á Fáskrúðsfirði, og lá þá leiðin oft niður á bryggju, sem er víst algild hefð drengja í sjávar- plássum og innan við fermingu vorum við farnir að taka þátt í sjó- mennskunni, bæði af ævintýraþrá og svo brýnni nauðsyn að bjarga okkur áfram í lífinu. Óskar var snemma harðduglegur og ákveðinn piltur, sem vissi hvað hann vildi og með dugnaði sínum fylgdi hann eftir sínum björtustu vonum, að komast eitthvað áfram í lífinu og ná því marki að standa á eigin fótum. Æskuárunum eyddi hann í að undirbúa lífsstarfið í áföngum og hefði hann getað valið um margar leiðir á þeim vettvangi, því guð hafði gefið honum í vöggu- gjöf góða námshæfiieika. Þessir meðfæddu eðliskostir komu honum til góða á mörgum sviðum í lífinu, þó hin hefðbundna menntabraut væri ekki þrædd gegnum skólana, til þess voru efnin of smá. Sjómannsstarfið varð ofan á í þessum efnum, eins og síðar kom í ljós. Fyrsti bátur Óskars var opin trilla, 2 1/2 tonn. Það var árið 1940, þá byrjaði samstarf okkar Óskars. Þetta sumar var gert út frá Löndum í Stöðvarfirði með góðum árangri, rérum við 4 saman með handfæri og var beitt með skel. Svo er það aftur veturinn 1941, að þetta sama fley var gert út frá Hornafirði, þótt ótrúlegt sé hafði slíkt ekki gerst áður með svo lítinn bát, þótt heimamenn skryppu út þegar best og blíðast var, en úthald heila vetrarvertíð þekktist ekki fyr- ir svona skip. Farið var að öllu með gát og það var Óskars aðalsmerki, sem skipstjóra, að hafa alla hluti í góðu lagi. Eins var í þessu tilviki og alla sína skipstjóratíð var gæfan honum svo hliðholl, að vernda bæði skip og skipshafnir frá slysum og tjóni. Leið Óskars lá aftur á Fá- skrúðsfjörð, en um áramótin 1947 hefst nýtt tímabil á hans sjómanns- ferli. Við Óskar kaupum þá í félagi 19 tonna bát frá Vestmannaeyjum. Bar sá bátur nafnið Gissur hvíti og er það upphafið að Gissurs-útgerð, sem stóð til ársloka 1973. Útgerðin þróaðist á þann veg, að alls keyptum við 4 báta sem allir báru sama nafnið og voru þeir endurnýjaðir hver fram af öðrum og á öllum þessum bátum nema þeim síðasta var Óskar skipstjóri. Allir nema sá fyrsti voru smíðaðir í erlendum skipasmíðastöðvum og hafði Óskar aðalumsjón með að verktakar gerðu nú hiutina rétt, en það vildi oft kosta mikla árekstra og þras. Reyndi þá mjög á samn- ingahæfni Oskars í þeim málum, en hann var ekki sú manngerð að gefast upp hér, fremur en á stjórn- palli og þó sú tíð sé liðin, þá þótti það mikill viðburður þegar þessir bátar sigldu undir flöggum í heima- höfn. Allir reyndust þessir bátar vel og skiluðu þjóðarbúinu miklum verðmætum, en sá siðasti var ekki mörg ár í okkar eigu. Það má segja að hann hafi mætt örlögum sínum í skipalyftu, sem er þó nokkuð óvenjulegt. Við þetta glæsilega skip höfðum við bundið miklar vonir, svo vel var til þess vandað og um borð öll fullkomnustu tæki síns tíma, en sú snögga eyðilegging á öllu þessu dóti varð til þess að þá fyrst var staldrað við og okkar útgerðarmál tekin til endurskoðunar. Niðurstað- an varð sú að hér væri best að setja endapunktinn og í árslok 1973 var Gissurs-útgerð hætt endanlega. Árið 1938 kynnist Óskar konu- efni sínu, Maren Júlíusdóttur, fædd 1921 að Bæ í Lóni, en fjölskylda hennar fluttist á Höfn árið 1935. Óskar og Maren hófu búskap sinn á Fáskrúðsfirði. Til Horna- fjarðar fluttu þau svo í árslok 1947. Hafði Óskar þá lokið við smíði á nýju húsi, sem nú er Bogaslóð 14. Þar hefur heimili þeirra staðið alla tið síðan. Þau hjón eignuðust 3 dætur. Elst er Guðný Kristrún, þá Júlía og yngst Hrönn. Ólust þessar systur allar upp í föðurranni við indælt atlæti og í gegnum árin hefur ein- læg samheldni ríkt í þeirri fjöl- skyldu. I hópinn bættust seinna tengdasynir og barnabörn og ekki spillti það ánægjunni hjá þessari hamingjusömu • fjölskyldu. En eng- um duldist hver fór þar með stærsta hlutverkið og var alltaf fyrstur á vettvang ef rétta þurfti fram hjálp- arhönd, en sú umhyggja var jafhan endurgoldin af ástúð og hlýju af hans nánustu og engin takmörk sett að létta langþreyttum, sjúkum manni byrðina til hinstu stundar. Minning um slík mannleg sam- skipti verma og græða best sorgar- sárin sem nú svíða mest. Eftir að Óskar hætti á sjónum sneri hann sér að ýmsum verkefn- um í landi. Siðustu árin var hann hafnarstjóri á Hornafirði, einnig starfaði hann lengi fyrir Skipaskoð- unina, hafði á hendi tryggingaum- boð og fleiri heimaverkefni. I sex sumur voru þau hjón með tjaldstæð- in í Þórisdal í Lóni á vegum Náttúruverndarráðs. Sjálf bjuggu þau í eigin hjólhýsi öll sumur. Þar var allt í röð og reglu, eins og hvar- vetna hjá Óskari og oft var það sama fólkið sem valdi sér náttstað þar sumar eftir sumar. Ekki hallaðist á með þeim hjón- um í snyrtimennskunni, um það ber heimili þeirra að Bogaslóð 14 vitni. Hannyrðir húsmóðurinnar prýða heimilið og blómskrúðið garðinn, enda er Maja fædd blómakona, eins og fleiri konur í hennar móðurætt. Samvera hjónanna þessi sex sumur á þessum yndislega fallega stað við rætur fjallanna um há- sumarið hefur að sjálfsögðu eitt- hvað bætt upp andvökunætur sjómannskonunnar og sjómannslíf húsbóndans áður fyrr, því að svo óaðskiljanleg voru þau og ómiss- andi hvort öðru, og Óskar og Maja voru eitt og hið sama í orði og at- höfnum, enda ekki vikið frá hans banabeði meðan beðið var umskipt- anna. Óskar var í eðli sínu mikill nátt- úruunnandi og átti sumarbústað og mikinn trjálund í Stafafellsfjöllum og þangað lá leiðin er stund var milli stríða og honum auðnaðist máttur að heimsækja heimaslóðir í sumar. A meðan heilsan var fyrir hendi fóru þau hjón oft á sumrin í sumar- leyfum sínum í ferðalög út um landið og leituðu þá uppi hina ólík- legustu staði til skoðunar, enda fóru þau aldrei öðruvísi en á góðum far- kosti og vel útbúin. Alltaf var myndavélin tekin með til að festa á filmu augnablikið og taka lands- lagsmyndir, sem fleiri fengu að njóta goðs af þegar myndasafnið var tekið upp til skoðunar og fengu eldri borgarar bæjarins þá að fylgj- ast með honum á hvita tjaldinu, því honum var mikil ánægja að geta glatt aðra. Einnig nutu þau þess munaðar á seinni árum að ferðast og skoða fjarlæg lönd og skildu þær ferðir jafnan eftir góðar og víðsýnar minn- ingar, ekki síst þegar Hrönn og Kristján voru með. Þannig fjöl- skylduminningar gefa lífinu ómet- anlegt gildi. Þessi fáu kveðjuorð segja lítið urnmanngildi mikils manns. Ég vil að lokum taka undir orð hans sjálfs, sem hann lét falla í blaðaviðtali um okkar samstarf í aldarfjórðung: „Það hefði ekki getað gengið svona lengi, nema að við vorum að mínu mati samhentir og varð aldrei nein sundurþykkja á milli." Eftirlifandi eiginkonu, dætrum, systkinum, tengdasonum, barna- börnum, ásamt aldraðri tengdamóð- ur sendum við hjónin og synir hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að blessa minningu Óskars Valdimarssonar, um leið og honum er þökkuð samveran og samstarfið. Þar sem Óskar var góður hagyrð- ingur verður hann kvaddur með eftirfarandi versi: Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim, þar sem sálir stríð sitt heyja. Mig skelfa engin sköp, sem bíða min þá skil ég líka að það er gott að deyja. (Tómas Guðmundsson) Arsæll Guðjónsson Jónína Brunnan Er við hjónin komum á tjaldsvæð- ið í Þórisdal í Lóni þann 17. júlí 1979 áttum við að sjálfsögðu ekki von á öðru en að hitta fyrir vinsam- legan landvörð eins og á öðrum þeim svæðum, er við höfum gist á ferðum okkar víðsvegar um landið. En að við mættum þarna gæslu- manni, sem við áttum eftir að bindast vináttuböndum, grunaði okkur ekki. í þann mund er við stöðvuðum bílinn, kom til okkar maður, er virt- ist um sextugt, rétti fram hendina og bauð okkur velkomin, kvaðst hann heita Óskar Valdimarsson og vera gæslumaður svæðisins. Spurði hann hvort við hugsuðum okkur að tjalda eða hafa skamma viðdvöl. Þar sem heldur var farið að halla að degi, sögðumst við gista þarna nóttina og skoða dalinn að morgni. Benti hann okkur þá á þá staðir er hann taldi að best færi um okkur, en ég hafði mestan áhuga á að tjalda í gamalli rétt eða tóft, er stóð skammt frá hjólhýsinu sem landvörðurinn bjó í. Óskar gat þess þá, að það gæti orðið stormasamt í dalnum og væri þessi staður ekki sá albesti þegar þannig léti. Aftur upplýsti ég hann um, að tjald okkar væri afbragðs- gott, og teldi ég litla hættu á að það stæðist ekki þau veður er yrðu að sumarlagi. Gæslumaðurinn, sem auðheyranlega var kurteis og agað- ur maður, fór að sjálfsögðu ekki að deila við gesti sína, en hafði á öllu gætur. Um kvöldið kom Óskar til að bjóða okkur í hjólhýsið í kaffi, þáð- um við það með þökkum. Kom þá í ljós, að hann var þarna ekki einn, heldur var kona hans Maren með honum. Tók hún jafn hlýlega á móti okkur sem maður hennar hafði gert áður. Sátum við hjá þeim hjón- um fram eftir kvöldi og áttum með þeim skemmtilega stund. Kom þá fram, að gestgjafi okkar var enginn annar en skipstjórnar- maðurinn og hinn landskunni aflamaður, er stýrði og gerði út happaskipið Gissur hvíta frá Höfn í Hornafirði. Þegar við vissum hver maðurinn var, er ekki óeðlilegt að tal okkar beindist í þann farveg að ræða sjó- sókn, því að það hlaut að vera mjög áhugavert að ræða við^ þennan kunna skipstjórnarmann. Ég hygg, að Óskar hafi verið gæddur mikilli frásagnargleði. Setti hann mál sitt skemmtilega fram, en af mikilli hófsemi, þannig að ánægja var á að hlýða. Mér er það vel í huga, er við satum í hjólhýsinu og hlustuðum á fraáagnir hans af ýmsu því er á daga hans hafði drifið meðan hann stundaði sjómennsku. Sat Óskar þá við gluggann og fylgdist með allri umferð á tjaldsvæðinu, því að ekki vildi hann laía þá sem koinu, bíða eftir sér. Ef til vill hefur það verið líkt þessu, er hann stóð við brúar- gluggann á Gissuri hvíta. Ekki voru sagðar neinar hetju- sögur, aldrei talað um að hann hefði komist í hann krappan, heldur sagði hann frá lífi sjómannsins á lát- lausan hátt sem hverju starfi. Þegar ég spurði hann hvort ekki hefði stundum verið erfitt á sjó vegna slæmra veðra, svaraði hann því aðeins til, að slíkt fylgdi starfi sjó- mannsins. „Við verðum að læra að lifa með hafinu líkt og bændur með landinu". Auk þess að segja okkur frá lifi sjómannsins fræddi hann okkur um Þórisdal og hvað væri þar að sjá. Fór svo, að í stað þess að gista eina nótt, urðu þær þrjár. Var sú þriðja þeirra eftirminnilegust. Kom þá fram það, sem Óskar hafði ótt- ast, að tjald okkar stæðist ekki þau veður, sem geta orðið í Þórisdal. Þegar líða fok á annan dag, fór að hreyfa vind og um kvöldið var komið hávaðarok. Var þá engu líkara en tjaldið stæði undir fossi. Lék allt á reiðiskjálfi, og kom þar að tjaldstengurnar gáfu eftir, bogn- uðu og brotnuðu síðan, tjaldið rifnaði, og við sátum í öllu saman eins og pökkuð í poka. Þau hjónin höfðu haft vakandi auga með öllu er gerðist. Kom Óskar strax og leit yfir sviðið, þar sem við vorum að pakka saman farangri okkar inn í tjaldið. Bað hann okkur að bíða ögn við, hljop til hjólhýsisins, sjálfsagt að ráðfæra sig við Maren. Komu þau bæði strax til baka á bíl sínum, og kom þá skipstjórinn upp í Óskari er hann sagði: „Við látum allt dótið í báða bilana, og þið gistið í sumarhúsi okkar í Lóni austan Jökulsár, að minnsta kosti í nótt". Er þangað kom var stillilogn og besta veður. Komum við þarna í hið skemmtilegasta umhverfi og vandað sumarhús. Hjónin vísuðu okkur svo til með hvernig við gæt- um náð í vatn, gas og annað er til þurfti. Eftir að Maren hafði hitað kaffí og borið fram meðlæti, sátum við saman smástund. Gistum við þarna um nóttina og fór vel um okkur. Voru þessi fyrstu kynni af þeim hjonum einstaklega ánægjuleg og hefir vinátta haldist síðan. Hvernig má það vera, að lands- kunnur sjósóknari og eigandi að vönduðu sumarhúsi í gróðursælu umhverfi austan Jökulsár í Lóni gerist landvörður í gróðurlitlu um- hverfi sunnan árinnar? En allt á sér skýringu. Síðustu árin, sem Óskar stundar sjósókn, átti hann við sjúkdóm að stríða, sem gerði honum starfið erfitt. Kom loks að því, að hann hættir sjómennsku og selur skip sitt. Myndast þá tómarúm meðan hann er að átta sig á hvað gera skuli sem landmaður. Að sjálfsögðu gat hann eytt sumrinu í sumarhúsi sínu, en hann var því óvanur að vera aðgerðarlítill. Það sem réði því, að Óskar ákvað að taka starfi landvarðar, var að þar bauðst honum meiri hreyfing, en hún var honum nauðsynleg. Stóð þá ekki á Maren að fylgja honum, enda hyggég að í huga henar hafi góð líðan Óskars setið í fyrirrúmi. Þau hjónin voru í Þórisdal í tvö sumur. Sagði hann mér síðar, að veran í dalnum hefði gert sér mikið gott og minntist þess tíma með þakklæti. I byrjun þessa mánaðar var ég á ferð um suðausturland að sinna verkefni, sem ég hef áhuga á í frístundum mínum. Þurfti ég þess vegna að leita til ýmissa, er búa á Hornafirði og í nágrenni hans. Áður en ég fór hafði Óskar gert lista yfir það fólk, sem ég skyldi hafa tal af. Varð ég þá áþreifanlega var við í heimsóknum mínum hvað maðurinn var vinsæll hjá þeim, sem honum kynntust. Laugardaginn 18. þ.m. töluðum við lengi saman, því að honum lék forvitni á að heyra hvað mér hefði orðið ágengt. Gladdi það hann að allt hefði gengið að óskum, en þeg- ar ég sagði honum, að mér hefði verið gefinn góður hákarlsbiti á Höfn, sagði hann: „Grétar, hákarl og súrt slátur, það á vel saman og er góður matur. Einu sinni lagði ég hákarlalínu og fékk nokkra há- karla, verkaði þá sjálfur og hafði þetta í skrínu minni." Svona kom hann manni skemmtilega á óvart. Eg minntist á, að þegar ég leit inn í Þórisdal, hefði mér þótt hún Snorrabúð stekkur. Þá svaraði hann því til að ef til vill ætti maður eftir að komast austur að Lóni, og þá gætum við kannske átt stund sam- an þar. Að kveldi mánudags var hann látinn. Vegna þess, að ég kynntist ekki Óskari fyrr en eftir að hann hætti sjómennsku, treysti ég mér ekki til að tjá mig inikið þar um, en þori að fullyrða, að enginn sé sem fylgd- ist með fréttum af sjávarafla fyrr á árum, var í minnsta vafa um hver var formaðurinn á Gissuri hvíta frá Höfn í Hornafirði. Óskar fæddist að Streiti í Breið- dalshreppi 26. júlí 1918, en flyst sem barn með foreldrum sínum til Fáskrúðsfjarðar og elst þar upp, en þaðan byrjar hann útgerð um tvítugt á opinni trillu. Hann var ekki einn þeirra sem fæðast með silfurskeið í munni, því að foreldrar hans voru sárafátækir með mikla ómegð. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Maren Júlíusdóttur árið 1941. Er óhætt að segja, að næstum það eina sem þau áttu þá, var traustið hvort á annað, sem bilaði aldrei. Hafði Óskar orð á því við mig oftar en einu sinni, að það dýrmætasta sem hann nokkurn tíma hefði átt, eftir að hann fór úr foreldra húsum, væri kona sín og börn þeirra. Hann fór aldrei dult með hve hann dáði Maren. Fyrstu búskaparár sín eru þau á Fáskrúðsfirði eða þar til þau flytj- ast á Höfn í Hornafirði um áramótin 1948—49 og bjuggu þar síðan. Þeim fæddust þrjár dætur og eru tvær þeirra búsettar í Reykjavík, en sú þriðja á Höfn. Um_ sama leyti og þau giftu sig, varð Óskar mjög heppinn á vertíð með trillu sína. Fékk hann þá tölu- verða peninga í lófana, þannig að hann hefði getað komið upp hús- næði fyrir sig og konu sína. En það gerði hann ekki, heldur keypti hús fyrir foreldra sína, sem þurftu þess svo sannarlega með. Þau Maren voru ung og höfðu nægan tíma. Á ég von á, að með slíkri breytni gagnvárt meðbræðrum sínum, hafí hann á göngu sinni reist nokkrar vörður, smáar og stórar, er vísa veginn þeim er vilja feta slóð hans. Þegar þau flytjast á Höfn, kaup- ir Óskar fyrsta þilbátinn, gamalt skip frá Vestmannaeyjum og nefnir bátinn Gissur hvíta, og báru allir bátar hans, en þeir urðu fjórir, það nafn. Gekk honum flest í haginn, og varð hann fengsæll og traustur útgerðar- og skipstjórnarmaður. Þegar Óskar lét smíða síðasta bát sinn, gerðist hann sjálfur fram- kvæmdastjóri og umboðsmaður með byggingu hans. Fylgdist hann með aílri smíði bátsins frá upphafi. Tókst honum að halda öllum kostn- aði innan þeirra marka, að þegar endanlegt verð skipsins lá fyrir, var það svo hagstætt að vakti undrun og athygli allra þeirra er til þekktu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.