Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 46
46 VSór Itfll IS HflfrA/tHÍrtftM tliit í itíWtiwnvr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 ffclk í fréttum Eiginmaður Joan Collins illa svikinn Bandaríska leikkonan Joan Coll- ins er nú á ferðalagi í Evrópu og hyggst ekki snúa aftur til síns heima fyrr en lögfræðingur hennar hefur séð til þess að fyrrum eigin- maður hennar, Peter Holm, flytji út af heimili þeirra í Beverly Hills. Holm hefur borið sig heldur illa eftir skilnaðinn, en þau Joan voru gift í 13 mánuði. Hann krefst þess að fá sem svarar rúmum 3 miljónum króna í lífeyri á mánuði þar til end- anlega hefur verið gengið frá skilnaðinum. Holm, sem er fertugur Svíi, hefur komið sér fyrir með mótmælaspjöld fyrir utan heimili þeirra hjóna til að vekja athygli á málstað sínum. Meðal þess em hann hefur skrifað á kröfuspjöldin er: „Joan, heimili okkar sem kostaði 2,5 miljónir dala er þitt. Við keyptum það fyrir reiðufé á meðan við vorum gift. Nú er ég á götunni. Hjálp!" Holm er óánægður með þá mynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af honum, þar sem hann hefur verið kallaður „ómerkilegur glaumgosi sem lifir eins og sníkjudýr á Joan Collins". Hann heldur því fram að hann hafi fómað glæstum söngferli og fyrirtæki til þess að helga líf sitt leikkonunni. Hann segist hafa séð algjörlega um fjárhagsmál hennar sem hún hafi ekki ráðið við og finnst hann að vonum illa svik- inn að vera fleygt svona út á götu, slippum og snauðum. Holm bindur þó ekki miklar von- ir við að mótmælin muni hafa áhrif á dómarann, en segist aðeins vilja fá nokkrar krónur til að komast af þangað til niðurstaða fæst í skilnað- armálinu. Meðal þess sem Holm telur upp meðal helstu úgjaldaliða eru tæpar 700 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði, og þætti sum- um það dijúgur skildingur fyrir þak yfír höfuðið. Reuter Svíinn Peter Holm, fyrrum eiginmaður Joan Collins, fyrir utan heimili þeirra í Beverly Hills, þar sem hann hefur komið sér fyrir með kröfuspjöld. 1, ' iimmiataiiw .JHj U - I £ |1 IhMí í ■" 'i I mw ffim’ ^* \ 1 ■ 4®* j - iií 1* j% 1 si,. | f j 1 1' 1 1 1 8 1 B® £!££& ’il 11, ■jjjjljl i 0Hg | • «/ J W’! wBl 1 Sri Chinmoy setti heimsmet þegar hann lyfti 3,2 tonna lóðum með annarri hendi 30. janúar sl. Lyflti 3,2 tonnum með annarri hendi Sri Chinmoy, upphafsmaður friðarhlaupsins, lét sig ekki muna um það að lyfta 3,2 tonna lóðum með annarri hendi og er það sannkallað afrek, Lyftan hefur verið staðfest af breskum og bandarískum lyftingasam- böndum. Þetta ofurmannlega afrek vann Chinmoy eftir að hafa æft lyftingar í um 2 ár og þykir flestum ótrúlegt að þessum 56 ára gamla manni skyldi takast að lyfta þessu fargi, og það með annarri hendi. Sri Chinmoy er ættaður frá Indlandi en fluttist til Banda- ríkjanna á sjöunda áratugnum þar sem hann hefur kennt og iðkað innhverfa íhugun og boð- að frið. Hann leggur stund á ýmislegt annað en íþróttir og íhugun, m.a. skrifar hann ljóð, sögur og leikrit, semur tónlist og málar myndir svo þúsundum skiptir auk þess sem hann hefúr ferðast um allan heim til að efla friðinn. Chinmoy segir að tilgangur- inn með kraftaverkaiyftunni sé fyrst og fremst að vekja at- hygli á því að allt sé hægt ef að viljinn er fyrir héndi. „Þú getur sagt sem svo að einbeit- ing, bæn og hugleiðsla sé einungis fyrir andann. En því vil ég mótmæla. Við getum líka virkjað andlegan styrk til góðs fyrir líkamann. Hugleiðsla og einbeiting gefúr okkur styrk og þann styrk er Iíka hægt að nota til lfkamlegra athafna“ segir Sri Chinmoy. Hassan kyssir hönd Elísabetar drottningar þar sem hún tekur á móti honum við Windsor-kastala. Kóngiir o g drottning hittast Hassan Marokkókóngur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í síðustu viku. Hann hitti þar m.a. Elísabetu drottningu og fór vel á með þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Reuter í lok heimsóknarinnar var haldin mikil veisla á Claridges hótel- inu í London og var Hassan gestgjafí þar. Hér tekur hann á móti drottningunni sem klædd var sínu fínasta, með kórónu eins og alvöru drottning, en Hassan er i kufli að marokkanskri hefð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.