Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 52

Morgunblaðið - 21.07.1987, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Þær voru kampakátar stðllumar úr Fáki að lokinni verðlaunaafhendingu enda báðar hlaðnar verðlaun- um, Edda Sólveig til vinstri með Seif í taumi og situr Janúar og Hjörný á Stimi. íslandsmótið í hestaíþróttum á Flötutungum: Morgunblaðið/V aldimar Kristinsáon Afrakstur islandsmótsins ly á Sigurbimi Bárðarsyni; átta eignabikar- ar og fjórir farandbikarar og varð Hmn að £á borð undir allnn góðmálminn meðan á verðlaiinaafhendingnnni stóð. Með Sigurbimi á myndinni eru keppnishestar hans Kalsi og Btjánn. Sunnlendingar hirtu lungann af verðlaununum Sigurbjörn Bárðarson sigraði í fimm greinum Hestar Valdimar Kristinsson ÞRÁTT fyrir að íslandsmótið í hestaíþróttum væri haldið á Norðurlandi voru það Sunnlend- ingar sem hirtu bróðurpartinn af verðlaununum. Reglan er sú að mótin eru haldin til skiptis á Suður-, Norður- og Vesturlandi og eru keppendur úr þeim Qórð- ungi þar sem mótið er haldið ávallt nokkuð áberandi, en nú varð raunin önnur. Af 47 verð- launasætum í öllum greinum mótsins fengu Norðlendingar 11 en Sunnlendingar 43 og Vest- lendingar 2. Árangur Sigurbjöms Bárðarson- ar vakti verðskuldaða athygli en hann sigraði í öllum greinum sem hann tók þátt f að undanskildu gæðingaskeiðinu, en þar varð hann í öðm sæti. Sigraði hann með yfír- burðum í töltinu á Brjáni frá Hólum en í úrslitunum þar sem raðað var í sæti settu allir dómaramir þá fé- laga í fyrsta sæti fyrir öll atriðin, þ.e. hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð. Er það einsdæmi frá því farið var að keppa um þennan titil, að sigur hafi unnist á svo sannfær- andi hátt. Sigurbjöm hefur einu sinni áður unnið íslandsmeistaratit- il í tölti sem er eftirsóttasti titill íslandsmótsins. Það vill svo skemmtilega til að hesturinn sem hann keppti þá á hét einnig Bijánn og það er fleira sem minnir á mót- ið 1979 því þá sigraði Sigurbjöm í öllum greinum nema einni eins og hann gerði nú. Eftir það mót var hann uppnefndur Gullbjöm og virð- ist sem Gullbjöm sé kominn á kreik á nýjan leik. í mótslok afhenti Pét- ur Jökull Hákonarson formaður íþróttaráðs LH Sigurbimi bikar en hann var af íþróttaráði LH valinn hestaíþróttamaður ársins. Er í ráði að ljölmiðlar þeir er fjalla um hesta- íþróttir velji hver hljóti þennan titil í framtíðinni á sama hátt og gert er í öðrum íþróttagreinum. Vaknar þá sú spuming hvort hestamenn verði ekki gjaldgengir í keppninni um íþróttamann ársins. í forkeppni töltsins hlutu Sigur- bjöm og Bijánn 94,64 stig sem er besti árangur í þessari grein á árinu og er þetta gott vegamesti fyrir þá félaga að hafa með á heims- meistaramótið í Austurríki. En það em fleiri en Sigurbjöm sem geta fagnað góðum árangri því Dalvíkingar sem sáu um fram- kvæmd mótsins stóðu sig með miklum sóma. Gengu hlutimir vel fyrir sig að flestu leyti og öll að- staða á Flötutungum, mótssvæði þeirra Hringsmanna, er til mikillar fyrirmyndar. Mótsskráin var ágæt að undanskildu því að ekki var get- ið um fæðingarstað hrossanna sem er því miður að verða viðtekin venja á hestamótum. í skránni vom hafð- ar útskýringar um hvemig hver keppnisgrein skuli riðin og er það ágæt tilhögun sem getur komið bæði keppendum sem áhorfendum til góða. Að loknum úrslitum unglinga i Qórgangi. Frá vinstri talið: Berglind á Freyju, Heiðdis á Drottningu, Hákon á Limbó, Ragnhildur á Bróð- ur og Islandsmeistarinn í Qórgangi unglinga 1987, Halldór Viktors- son á Herði, en hann keppti nú i fyrsta skipti á íþróttamóti. Við verðlaunaafhendinguna stilltu verðlaunahafar sér upp á skemmtilegan hátt á miðju vallarins. Hestakosturinn á mótinu var með miklum ágætum eins og hæfir á íslandsmóti. Margir athyglisverðir hestar komu fram sem ekki hafa verið í fremstu röð fram að þessu og má þar til dæmis neftia tvö af- kvæmi Ófeigs 882, hryssuna Golu frá Gerðum sem er alsystir Snjalls og Óðinn frá Gerðum sem er einnig náskyldur Snjalli og minna þessi hross mjög á klárinn. Þótt ekki væru margir keppendur í unglinga- og bamaflokki var keppni krakkanna ekki sfður skemmtileg á að horfa. Vakti það nokkra athygii að meirihluti kepp- enda kom að sunnan og er það íhugunarmál fyrir Norðlendinga hversvegna svo fáir unglingar mæta þaðan til leiks. í bamaflokki vom stúlkur í miklum meirihluta keppenda en jafnt í unglingafiokki. í unglingaflokki voru þau mest áberandi Ragnhildur Matthíasdóttir á Bróður frá Kirkjubæ og Halldór Viktorsson á Herði. I unglinga- fiokki börðust þær Hjömý Snorra- dóttir á Stimi og Edda Sólveig um sigurinn í tölti og ijórgangi og höfðu þær sigur í hvorri greininni fyrir sig. Hjömý og Sigurður Matthías- son sem bæði em í bamaflokki kepptu í fimmgangi og gæðinga- skeiði með þeim fullorðnu og stóðu sig með mikilli prýði. Hjömý lenti í 7. til 8. sæti og Sigurður í 13. sæti af 21 keppanda. Skutu þau

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.