Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 56
 V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! fltargtiiiÞIafelfr 3R9*$tuMftfrifr ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. - ^ I # Tveir veiktust eftir kjúklingaát GRUNUR leikur á að kjúklingar, sem seldir voru grillaðir í verslun I höfuðborginni fyrir siðustu helgi, hafi valdið matareitrun. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur bárust kvartanir frá a.m.k. tveimur aðilum. Höfðu þeir neytt kjúklings frá versluninni fyrir síðustu helgi. Rannsóknarstofu Hollustur- vemdar ríkisins voru send sýni. m.a. afgangur af kjúklingi sem tal- inn var hafa valdið matareitruninni. Einnig vom tekin sýni úr hráefni í versluninni. Samkvæmt upplýsing- um frá Heilbrigðiseftirlitinu var eldhús verslunarinnar til fyrirmynd- ar og benti því ýmislegt til að bakteríur hafi leynst í hráefninu. Fé hleypt í frið- aðan gróðurreit SPJÖLL hafa verið unnin á girðingu utan um ftiðaðan reit á Auð- kúluheiði þar sem Rannsóknarstoftiun landbúnaðarins hefúr unnið að gróðurathugunum fyrir Landsvirkjun. Að sögn Ingva Þorsteins- sonar deildarstjóra hjá RALA heftir gijót verið borið á girðinguna á um 150 metra kafla og hún lögð niður. í gær taldist mönnum til að um 1000 Qár væru inn á reitnum sem er 300 hektarar að flatar- máli. Gróðurinn er mjög viðkvæmur og sagðist Ingvi óttast að féð yrði búið að bíta allt sem bitið yrði innan tíu daga. „Við höfum ekki neinn grunaðan f þessu máli og ég býst ekki við þvf að sökudólgurinn fínnist nokkru sinni. En það er augsýnilegt að þetta er ekki einfaldlega hrekkur þvf girðingin er utan alfaraleiðar. Þetta kemur manni ekki síst í opna skjöldu vegna þess að við höfum notið einstaklega góðrar samvinnu við bændur út af þessu ræktunar- starfí," sagði Ingvi. Á Auðkúluheiði hafa verið rækt- aðir upp um 1500 hektarar lands. Þetta er liður í áætlun til að bæta bændum á svæðinu það tap sem þeir verða fyrir þegar Blönduvirkj- un kemst í gagnið. Landsvirkjun ber allan kostnað af ræktuninni sem Landgræðslan sér um. RALA hefur unnið að ýmsum rannsóknum á beitarþoli og áburð- arþörf á heiðinni. Til þess voru afmarkaðir reitir með sérstökum girðingum. Girðingin sem orðið hef- ur fyrir spjöllum er utan um langstærsta reitinn. í hann var sáð Blönduvirkjun: var fyrir fjórum árum. Tvö fyrstu sumrin var svæðið algerlega friðað, en síðan hefur fé verið leyft að bíta þar seinni hluta sumars. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem tilraunaræktun á vegum rannsókn- arstofnunarinnar verður fyrir slfkum spjöllum. Ingvi sagði að tjón- ið væri ekki óbætanlegt. Það myndi hinsvegar taka mjög langan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur. Dragnótaveiðarnar í Faxaflóa: Oréttlátt að við greiðum hserri sektir á umframafla en aðrir Grindavík. „VIÐ sjómenn sem stundum drag- nótaveiðamar í Faxaflóa erum óánægðir með að okkur er gert að greiða fyrir hvert kíló 23 krón- ur í sekt af upptækum afla á meðan aðrir greiða aðeins 16 krónur fyrir kílóið ef þeir fara fram yfír á kvóta," sagði Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 er fréttaritari Morgunblaðs- ins fór með honum í róður í síðustu viku til að fylgjast með veiðunum. Sjá nánar á miðopnu viðtal við Stefán Einarsson skip- stjóra. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Til greina kemur að draga úr hvaiveiðum VerkfeJl á morg’- un ef ekki semst Frá J6ni Ásgeiri Sigurðssyni, fríttaritara Morgunblaðsina i Bandarflqunum. HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra telur koma til greina að draga úr hvalveiðum, ef hægt er að afla nauðsynlegra upplýs- inga með öðrum aðferðum og innan skynsamlegra kostnaðarmarka. Halldór er staddur i Washington til viðræðna við Bandarikjamenn um hvalveiðar við ísland. Hvalastoftiarnir i hafinu við ísland neyta tnilli 3 og 4 milljón tonna af fseðu á ári að mati sjávarútvegsráð- herra. Hann telur að um 15.000 hrefiiur séu við landið og jafiunörg stórhveli. Fundur í deilu verkamanna við Blönduvirkjun, stóð enn á mið- nætti í gærkvöldi. Bar mikið í milli samkvæmt heimildum blaðsins. Verkfall hefur verið boðað í deil- unni frá og með morgundeginum, 22. júlí. „Bandaríkjamenn hafa valið þá leið að samþykkja það sem þeir kölluðu „saklausa" ályktunartillögu í Alþjóðahvalveiðiráðinu, þar sem Bandaríska viðræðunefndin: 10 manns, þijú ráðimeyti Frá Jóni Ásgeiri Signrðssyni, fréttarita Viðræðunefndir íslands og Bandarfkjanna í hvalveiðideil- nnni koma saman til ftmdar í viðskiptaráðuneytinu í Was- hington árdegis í dag. Af hálfu Bandaríkjanna stjómar Dr. Anthony Calio ráðheira við- ræðunum, en Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra stjómar þeim af íslands hálfii. Átta manns eru í íslensku við- ræðunefndinni, þeir Halldór Morgunblaðsins f Bandarflqunum. Ásgrímsson, Jóhann Siguijóns- son, Ámi Kolbeinsson, Kjartan Júlíusson frá sjávarútvegsráðu- neytinu, Ingvi Ingvason, Helgi Ágústsson og Hörður Bjamason frá sendiráði Islands í Washington og Guðmundur Eiríksson frá ut- anríkisráðuneytinu. í bandarísku viðræðunefndinni verða tíu manns, þeir Dr. Anthony Calio aðstoðarráiðherra og yfír- maður sjávarútvegsdeildar við- skiptaráðuneytisins, Dr. Evans, Dr. Tillman, Dean Swanson og Spradley frá viðskiptaráðuneyt- inu, Negro Ponte sendiherra, Wilkinson, Crosby og Coleson frá utanríkisráðuneytinu, Carr frá dómsmálaráðuneytinu og loks tekur Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, þátt f viðræðunum. kom fram að hún væri á engan hátt bindandi og það þurfti aðeins einfaldan meirihluta til samþykkis," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra í viðtali við Morgun- blaðið í Washington í gær. „En síðan koma þeir og segja að þetta sé stefnumarkandi ályktun og þar af leiðandi séu þeir skyldug- ir til að grípa til lagaákvæða hér í Bandaríkjunum. Hinsvegar kom fram f hæstaréttardómi vegna hval- veiða Japana að bandarísk stjóm- völd hafa töluvert svigrúm. Ennfremur þarf samþykki allra til að breyta stofnsamningi hvalveiði- ráðsins, en samkvæmt honum er hveiju aðildarríki algjörlega í sjálfs- vald sett hvemig það hagar hval- veiðum í vísindaskyni. Við erum mjög óánægðir með vinnubrögð Bandarílq'amanna í þessu máli. Þeir þurftu ekki að leggja svo mikla áherslu á að fá þessa ályktun samþykkta og gátu líka ráðið þvf að hún yrði öðruvísi. Þessi staða sem nú er komin upp er því að mestu leyti verknaður Bandaríkjamanna. Framhaldið mun að sjálfsögðu ráðast mikið af þeirra hugmyndum. Við teljum það nauðsynlegt að framkvæma áætlunina um hvala- rannsóknir og í því felst að það er veiddur takmarkaður fjöldi hvala. Með því móti fást niðurstöður sem við teljum nauðsynlegar fyrir fram- haldið. Ég get nefnt sem dæmi að það er talið að nú séu um 15.000 hrefnur við landið og það er ekki ólíklegt að það séu um 15.000 stór- hveli í sjónum. Við erum þá að tala um hvalastofna sem gætu verið um það bil 700.000 tonn og það er tal- ið að þeir þurfí um 3 til 4 miiljónir tonna af fæðu á ári. Þetta eru ágiskunartölur og okkur skortir nauðsynlega upplýsingar til að bæta þær. Menn spyija hvort ekki sé hægt að afla þessara upplýsinga með því að drepa ekki hvali. Þvf er til að svara að það væri hægt að ná hluta þeirra án þess að drepa hvali, en þær aðferðir eru miklu, miklu dýr- ari en hvalveiðar. Þá kemur sú upp spuming hver gæti kostað slíkar rannsóknir og hveijir séu tilbúnir til þess. Við höfum ekki orðið varir við áhuga annarra þjóða á að leggja til það fjármagn sem þarf. En við höfiim sagt við okkar vísindamenn að ef aðrir vísindamenn geti bent á aðrar leiðir en hvalveiðar til að afla sömu upplýsinga, en innan skynsamlegra kostnaðarmarka, þá sé það allt í lagi. Okkar áhugamál er að ná þessum niðurstöðum," sagði Halldór Ásgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.