Morgunblaðið - 22.07.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 22.07.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 41 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ólafur Eysteinsson tekur Gunnfaxa til kostanna. Ólafiir var elsti knapi mótsins og náði góðum ár- angri. Hann náði 3. sætinu í 250 m skeiði, varð í 4.-5. sæti i A-flokki og í 11. sæti í B-flokki. AlúÖarþakkir vil ég fœra öllum þeim, sem á einn eÖa annan hátt glöddu mig á sjötugasta afmœlisdegi mínum 3. júlí síÖastliÖnum. GuÖ blessi ykkur öll fyrir aÖ gera mér þann dag svo eftirminnilegan. Þórður Kristjánsson. Ég þakka af alhug öllum þeim sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, símskeytum og hlýju handtaki á sextugsafmœlisdaginn minn 11. júlí sl. LifiÖ heil. Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari. Hestaþing Mána í Keflavík: Hestar frá Hvassafelli sigruðu í A- og B-flokki Keflavík. HESTAÞING Hestamannafé- lagsins Mána á Suðurnesjum fór fi-am á svæði félagsins við Mána- grund í júní og stóð mótið í tvo daga. Fyrri daginn var gæðinga- keppni og kappreiðar fóru fram seinni daginn. Það bar helst til tíðinda að hest- ar frá Hvassafelli við Eyjafjörð sigruðu í A- og B-flokki. Tinni sem keppti í B-flokki fékk hæstu ein- kunn sem gefín hefur verið á móti hjá félaginu. Eigendur Tinna eru Sigurður Kolbeinsson og Rúnar Guðbrandsson og sýndi Sigurður hestinn, en eigandi TVists sem sigr- aði í A-flokki er Steinar Ragnars- son. Kappreiðamar tókust vel og náð- ist ágætur árangur í flestum greinunum. Sá fáséði atburður átti sér stað í 150 metra skeiði að Hvin- ur sem Erling Sigurðsson sat datt á marklínunni en hvorki manni né hesti varð meint af byltunni. Erling var með öryggishjálm og taldi hann að hjálmurinn hefði bjargað sér frá höfuðmeiðslum. Hvinur sigraði í þessari grein. María Júlía Pálsdóttir sigraði í unglingaflokki 12 ára og yngri á Perlu 6606, fékk eink. 8,19. Önnur varð Guðrún Hallgrímsdóttir á Neista, fékk eink. 8,13 og í þriðja sæti varð Þuríður Halldórsdóttir á Hákon, hún fékk 7,78 í einkunn. í unglingaflokki 13-15 ára sigr- aði Hrönn Ásmundsdóttir á Eldi, fékk 8,19 í einkunn. Bjami Stefáns- son á Geisla varð annar með 8,02 og Jón Guðmundsson á Feyki varð í þriðja sæti með einkunnina 7,97. Tvistur, 6 v. rauðblesóttur frá Hvassafelli í Eyjafírði, knapi Skúli Steinsson, sigraði í A-flokki gæð- inga. Tvistur fékk 8,10 í einkunn. Eigandi hans er Steinar Ragnars- son í Keflavík. í öðm sæti varð Boði, 7 v. rauður frá Áshildarholti, knapi Brynjar Sigurðsson, eigandi Guðrún Lilja Sigurðardóttir, Keflavík. Boði fékk 7,97 í einkunn. í þriðja sæti varð Salome, 8 v. frá Kvíabekk, með einkunnina 7,95. Eigandi og knapi Viðar Jónsson í Keflavík. Tinni, 10 v. brúnn frá Hvassa- felli í Eyjafírði, og Sigurður Kol- beinsson höfðu nokkra yfírburði í B-flokknum og fengu þeir 8,57 í einkunn. Eldur, 10 v. rauður frá Stóra-Hofí í Rang., varð annar með einkunnina 8,26, knapi og eigandi Þórir S. Ásmundsson. Þriðji varð Vinur, 8 v. sótrauður, með 8,25 í einkunn. Knapi var Ragnar Jón Skúlason en eigandi Kristinn Skúla- son. Helstu úrslit í kappreiðunum urðu þau að í 150 m skeiði sigmðu Hvinur og Erling Sigurðsson á 16,6 sek. Glaumur og Jón P. Ólafsson sigmðu í 250 m skeiði á 24,8 sek., Erlincr Sitnirðsson á Vnno yaprt onn. ar á 25,3 sek. og í þriðja sæti varð Ólafur Eysteinsson á Perlu, fékk tímann 26,5 sek. í 250 m stökki sigraði Gunnfaxi, knapi Jón Guðmundsson, á 19,9 sek., í 350 m stökki sigraði Skand- all á 27,1 sek., knapi Guðmundur Jónsson. Nasi sigraði í 600 m stökki á 47,5 sek.; knapi Ragnheiður E. Jónsdóttir. I 300 m brokki sigraði Trítill á 39,6 sek., knapi var Jóhann- es Þ. Jónsson. Mótsstjóri var Amoddur Tyrf- ingsson, en Steinar Ragnarsson hafði umsjón með kappreiðunum. BB Sigurður Kolbeinsson á Tinna frá H vassafelli í B-flokkskeppn- inni. Tinni fékk hæstu einkunn sem B-flokkshestur heftir fengið i gæðingakeppni hjá Mána. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sognhátíð Sumarhátíð Styrktarfélags Sogns verður haldin á Sogni um verslunarmannahelgina. Hliómsveitin Carma oa fiöldi landsþekktra skemmtikrafta. Fjölmennum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.