Morgunblaðið - 29.08.1987, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1987
01908 Univarul Pr«u Syndlcate
„ sag8> p'erofove'kjo- ek.ki
upp draug hér innú."
ást er.
r,'v
.. . að vera saman í
öldurótinu.
TM R*q. U.S. P«t Off.—all nghts resarvsd
° 1987 Los AnQeles Times Syndicate
Hér gildir það að fólk
borgar mér fyrir að spila
ekki ...
Hvaða bjáni er það sem
sendir hingað steypubíl til
að styrkja varnimar?
HÖGNI HREKKVtSI
4
Þessir hringdu . . .
Hraðamælingar á
ómerktum bílum
Móðir hringdi:
„Ég vil gjaman beina þeirri
áskorun til lögreglunnar að hún
noti bíla sem ekki sést að eru lög-
regjubflar við hraðamælingar.
Öðru vísi ná þeir ekki ökuníð-
ingum. Ég og fleiri íbúar í sama
íbúðahverfi höfum tekið eftir því
að ökuníðingar keyra eins og
englar er merktir lögreglubflar
eru við mælingar en taka upp
gamla akstursiagið er mælingum
lýkur. Lögreglan nær því líklega
fæstum þeirra og jafnskjótt og
hún hættir mælingum fellur allt
í sama farið aftur.
Ef ökuníðingar ættu það hins
vegar á hættu að lögregluþjónar
væru hvar sem er að mæla öku-
hraða myndu þeir væntanlega
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir stofna lífi og limum s^mborg-
ara sinna í hættu.
Mér þætti afar vænt um ef lög-
reglan tæki þetta til greina og
veit að ég tala fyrir hönd margra
mæðra sem óttast um bömin sín
í umferðinni. Ég hef talað um
þetta við lögregluna og þeir hafa
verið afskaplega almennilegir en
segja að það margir hafí kvartað
þegar þeir hafí reynt að mæla
ökuhraða í ómerktum bflum að
þeir hafí hætt því.
Munum að slysin gera ekki boð
á undan sér.
Leigðu ót herbergi án
þess að skoða það
Guðrún Guðlaugsdóttir hringdi:
Við hjónin pöntuðum herbergi
á Hótel Stykkishólmi þann 6.
ágúst með þriggja vikna fyrir-
vara. Okkur var sagt þegar við
pöntuðum að það gæti verið að
við yrðum að dvelja úti í bæ og
við gátum alveg sætt okkur við
það.
En herbergið sem við fengum
var þannig að það var ekki hægt
að bjóða gestum upp á það. Það
var í gömlu húsi og við gátum til
dæmis ekki lokað hurðinni al-
mennilega, eins var með bað-
herbergið, það var ekki hægt að
loka því og ekkert heitt vatn þar.
Rúmin voru tveir bekkir með
þynnstu gerð af dýnu. Við erum
bæði fullorðin og gátum iítið sofíð.
Þegar við kvörtuðum við þá á
hótelinu virtust þeir ekki einu
sinni hafa skoðað herbergið og
þykja okkur það ófyrirgefanleg
vinnubrögð. Herbergið var að vísu
hreint og við fengum ágætis mat
á hótelinu og 900 krónu afslátt
en okkur fínnst samt ekki hægt
að leigja út herbergi sem ekki var
búið að líta á áður.“
Hækkunin til að
stækka pottinn
Hákon Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri íslenskra get-
rauna hringdi:
„Mig langar að svara nafnlaus-
um óánægðum getraunaþátttak-
anda varðandi verðhækkun á
getraunaröðum.
Hún er gerð til að stækka pott-
inn og gera vinninga veglegri.
Margir hafa hringt og lýst ánægju
sinni með þá ráðstöfun. Hvatning
bréfritara um að landsmenn snúi
sér að lottóinu í staðinn er undar-
leg. Þar kostar hver röð 25 krónur
en 10 krónur hjá getraunum. Ég
læt landsmönnum eftir að meta
líkur á vinningi."
Minkar eiga rétt á
betri meðferð
Grétar Eiríksson hringdi:
„Það var fyrir nokkrum árum
að það þótti til tíðinda að nokkrir
Akureyringar unnu það einstæða
afrek að elta uppi ref á vélsleðum
og drepa dýrið með því að aka
yfir það. Þótti þetta svo vasklega
að verki staðið að Morgunblaðið
birti ýtarlega myndskreytta frétt
þar sem þetta var talin hin mesta
hetjudáð. Ekki voru allir lesendur
blaðsins á einu máli um afrekið
og létu vanþóknun sína í ljósi.
Nú gerist það á miðvikudaginn
að lesa má á annarri aðalfrétta-
síðu blaðsins frétt með viðeigandi
Ijósmjmd af þekktum minkabana
eins og segir í fréttinni sem vinn-
ur það einstæða afrek, að vísu
með aðstoð annars manns að mér
skilst, að elta uppi minkahvolps
vesaling, króa hann af og vinna
á honum með skóflu.
Já, miklir menn erum við Hrólf-
ur minn. Ég hygg að það hefði
verið rétt af fréttastjóra blaðsins
að hafna þessari afrekasögu, þó
ekki væri nema af tillitsemi við
þann sem afrekið vann þó svo að
ef til vill sé það frétt í sjálfu sér
að enn skuli vera til þeir er telja
slíkan verknað til afreka. Öll dýr
sem aflífa þarf skal deyða á
snöggan og mannúðlegan hátt,
svokölluð meindýr líka. Sé þess
ekki kostur skal dýrið halda lffí.
Menn skulu muna það að mink-
urinn sóttist aldrei eftir landvist
á íslandi heldur var honum boðið
hingað af okkur sjálfum og á
sama rétt á mannúðlegri meðferð
sem önnur húsdýr, sem raunar
öll dýr.“
Hvenær eru börn full-
orðin hjá S VR?
Björn Guðmundsson hringdi:
„Mig langar að beina spumingu
til forráðamanna SVR. Hvenær
eiga böm að byija að borga full-
orðinsgjald?
Ég hef hringt í SVR en ekki
alltaf fengið sömu svör. Getur það
til dæmis verið að bam sem fætt
er 15. maí 1975 og annað bam
sem fætt er 15. september 1975
eigi að greiða mismunandi mikið
fyrir hveija ferð næsta vetur? Þau
fara bæði í tólf ára bekk. Mér
skilst af sumum sem ég hef talað
við innan SVR að þau eigi að
greiða mismikið."
Gullarmband fannst
Gullarmband fannst í Austurbæn-
um snemma í sumar. Eigandinn
getur hringt í síma 671226.
Gullkeðjan komst til
skila
Kona hringdi:
„Mig langar til að koma þakk-
læti til Velvakanda og konunnar
sem auglýsti að hún hefði fundið
gullkeðju. Ég hélt að ég myndi
aldrei sjá keðjuna aftur en það
er greinilega enn til heiðarlegt
fólk á íslandi."
Víkverji skrifar
Víkveiji ók um Öldugötu á leið
sinni til vinnu árla morguns
fyrr í þessari viku og blasti þá við
honum heldur ófögur sjón. Rusla-
tunnur stóðu á gangstéttum framan
við flest hús öðru megin götunnar,
troðfullar margar hveijar þannig
að drasl hafði oltið úr þeim. Þegar
Víkveiji ók sömu götu nokkru síðar
stóðu tunnumar þar enn. Vinnu-
brögð þau sem viðhöfð em við
sorpsöfnun í höfuðborginni hljóta
að teljast gamaldags og vorkennir
Víkveiji starfsfólkinu — það dröslar
tunnum út á götu og síðan aftur á
sinn stað. Fjöldi ára er síðan það
var tekið upp á Akureyri að plast-
pokar em settir í tunnumar og
þeir síðan teknir úr þegar losað er.
Sama er upp á teningnum á Selt-
jamamesi og hugsanlega víðar. Þau
vinnubrögð hljóta að teljast mun
betri fyrir starfsfólk, þrifalegri, létt-
ara er að bera pokana í stað þess
að rogast með þungar tunnur. Hef-
ur borgaryfírvöldum virkilega ekki
dottið í hug að gera breytingu þama
á?
XXX
ASeltjamamesi hafa í sumar
staðið yfir lagfæringar á göt-
um, og er Víkveija efst í huga
Suðurstrandar-spottinn frá Eiðs-
granda að Nesvegi, svo og kaflinn
framan við Mýrarhúsarskóla eldri,
þar sem bæjarskrifstofumar em til
húsa. Lagfæringar á Suðurströnd
vom svo sannarlega löngu tímabær-
ar, og andaði Víkveiji því léttar
þegar framkvæmdir hófust þar fyrr
í sumar. En svo? Starfsmenn bæjar-
ins hafa verið að dunda við þetta
síðan og framkvæmdir gengið með
hraða snigilsins. Enn hefur ekki
verið lokið við að malbika kaflann,
sem þó virðist ekki mikið mál. Hvað
kaflanum framan við bæjarskrif-
stofumar viðvíkur þá vom umferð-
arhindranir settar þar upp, unnið
að Iagfæringum í nokkra daga, en
síðan ekki söguna meir. Enn standa
hindranir á „sínum stað“ en starfs-
menn bæjarins hafa ekki sést á
staðnum í nokkra daga. Umferð er
því aðeins hleypt á eina akrein á
kafla. Hvemig væri að drífa í að
klára þetta smotterí og koma um-
ferð í eðlilegt horf á ný? Eða á
þetta „skraut“ ef til vill að standa
þama í vetur?
egar Víkveiji las íþróttasíðu
Morgunblaðsins á þriðjudaginn
hélt hann að meinleg prentvilla
hefði slæðst inn í frásögn af vali
hóps leikmanna sem skipa ólympíu-
landsliðið. Einn þriggja markvarða
þar var Valsarinn Guðmundur
Hreiðarsson. Guðmundur hætti um
tíma í sumar að æfa með liði sínu,
en er nú að vísu kominn í herbúðir
Vals á ný. Markverðir 1. deildarlið-
anna hafa staðið sig vel í sumar
og því vakti þetta val furðu
Víkveija. Þorsteinn Bjamason ÍBK
og Guðmundur Baldursson, aðal-
markvörður Vals, eru ekki gjald-
gengir í liðið þar sem þeir hafa
báðir leikið í heimsmeistarakeppni,
en hvers eiga aðrir markverðir að
gjalda sem leikið hafa á fullri ferð
í sumar, menn eins og Þorfínnur
Hjaltason hjá Völsungi, Baldvin
Guðmundsson úr Þór, Halldór
Halldórsson FH og Jón Örvar Víðis-
maður? Var aldrei til umræðu að
leyfa þeim að spreyta sig? Án þess
að rýið sé kastað á Guðmundur
Hreiðarsson, þá hljóta hinir að vera
betur undir það búnir um þessar
mundir að taka þátt í erfíðri bar-
áttu á knattspymuvellinum.