Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
Garðar Cortes
hlýtur góð-
ar viðtök-
ur erlendis
GARÐAR Cortes tenórsöngv-
ari er nú staddur á Englandi
þar sem hann er að æfa hlut-
verk í óperu við Opera North
í Leeds. Garðar kom í fyrsta
skipti fram á Englandi 14.
september sl. þegar hann söng
hlutverk Florestar i óperunni
Fidelio eftir Beethoven á setn-
ingu Windsortónlistarhátíð-
arinnar og hlaut hann mjög
góðar viðtökur áhorfenda.
Windsor-tónlistarhátíðin er
haldin í Windsor- kastala, eign
bresku konungsflölskyldunnar,
og er hún árlegur viðburður. Öll-
um óperustjórum á Bretlandi er
boðið á opnunina, en blaðamönn-
um og gagnrýnendum er meinað-
ur aðgangur og því kemur ekki
fram nein opinber gagnrýni.
Morgunblaðið hafði samband
við Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur
óperusöngkonu en hún hefur tal-
að við fólk sem var á tónleikunum
og sagði það að Garðari hefði
verið mjög vel tekið. Honum
hefði tekist vel upp og sungið
af mikilli tilfinningu. Olöf taldi
það vera stórkostlegt tækifæri
fyrir Garðar að hafa getað kynnt
sig á þennan hátt. Honum hefðu
borist tilboð, m.a. frá Stokk-
hólmi. Garðar er sem fyrr segir
á æfíngum við Opera North í
Leeds. Þar á hann að syngja
Macduff í óperunni Macbeth eftir
Verdi, sem frumsýnd verður 14.
október.
Framundan hiá Garðari er að
syngja í átta sýningum á Mac-
beth eftir Verdi. í lok október
verður hann á stórtónleikum í
Barbican Center í London en í
nóvember koma hann og Sigríður
Ella Magnúsdóttir til Islands og
syngja á nokkrum sýningum
Aidu í íslensku óperunni. Garðar
mun síðan fara aftur utan þar
sem hann er bókaður í Othello í
Árósum til jóla.
Færeysk loðnuskip á Siglufirði:
Ráðuneytið hafnar
beiðni SR um undanþágu
til að bræða af lann
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
hafnað þeirri málaleitan Sildar-
verksmiðju ríkisins á Siglufirði,
að undanþága verði gefin til
löndunar úr þremur færeyskum
loðnuskipum, sem nú liggja í
höfn á Siglufirði. Að sögn Arna
Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra
í sjávarútvegsráðuneytinu, er
síst talin ástæða til að veita und-
anþágu í þessu tilviki, þar sem
loðnuveiðar Færeyinga séu af
sameiginlegum stofni, sem ekki
hefur náðst samkomulag um.
Tvö færeysku loðnuskipanna
komu inn til Siglufjarðar í gær
vegna bilunar og nótaskemmda, en
hið þriðja kom fyrr í vikunni með
bilaða nót. Samtals eru þau með
hátt í 3.000 tonn af loðnu og að
sögn talsmanna Síldarverksmiðja
ríkisins var verksmiðjan á Siglufirði
reiðubúin að he§a bræðslu á farmi
skipanna. Engar ákvarðanir lágu
fyrir um verð fyrir farminn enda
þurfti fyrst að leita til sjávarútvegs-
ráðuneytisins varðandi undanþágu
á lögum frá 1922, sem banna land-
anir erlendra fiskiskipa í íslenskum
höfnum. Því var hafnað af hálfu
ráðuneytisins eins og áður segir.
Ámi Kolbeinsson sagði að stefna
ráðuneytisins væri að veita ekki
undanþágur frá þessum lögum,
þegar um væri að ræða veiði á
stofnum sem væru sameiginlegir
með Islandi og öðrum þjóðum, sem
ekki hefur náðst samkomulag um.
„Færeyingar eru að veiða loðnu
samkvæmt samningum við Græn-
lendinga," sagði Ámi. „Við höfum
ekki náð samkomulagi við Græn-
lendinga um hvemig skipta skuli
loðnukvótanum og þar af leiðandi
sjáum við ekki ástæðu til að veita
undanþágu frá lögunum í þessu til-
viki. Með því væri ráðuneytið að
auðvelda erlendum aðilum að veiða
fiskistofna sem eru sameiginlegir
með íslandi og öðrum og ekki hefur
náðst samkomulag um. Allt sem
veitt er af grænlenska hlutanum
er dregið frá, áður en þessu er skipt
á milli okkar og Norðmanna, þann-
ig að hvert tonn sem Færeyingar
veiða þýðir 850 kílóa minni veiði
Morgunblaðið/Matthías
Annað færeysku skipanna á
Siglufirði i gær.
hjá íslenskum skipum. Það er því
síst ástæða í þessu tilviki að veita
undanþágu frá lögunum. Hins veg-
ar heimilum við að sjálfsögðu
bátunum að koma í land og skera
úr nótunum," sagði Árni Kolbeins-
son, ráðuneytisstjóri.
Mjólkur-
fræðingadeilan:
Samið
eftir 42
stundafimd
Mjólkurfræðingar skrif-
uðu í gærmorgun undir
fastlaunasamninga, sem
gilda út þetta ár, eftir 42
stunda langa samningalotu.
Vinna var með eðlilegum
hætti í mjólkurstöðvunum í
gær.
Fundur mjólkurfræðinga og
viðsemjenda þeirra hófst
klukkan 17 á miðvikudag og
stóð linnulaust þangað til
klukkan 11 í gærmorgun að
samningar voru undirritaðir.
Eftir það aflýstu mjólkurfræð-
ingar aðgerðum sínum, en þeir
höfðu neitað að vinna yfirvinnu
og að vaktir væru færðar til.
Horfði í óefni með mjólkur-
vinnslu af þeim sökum.
Atkvæði verða greidd um
samningana á í dag og á morg-
un. Ekki var hægt að afla
upplýsinga um innihald samn-
inganna í gær.
Kanaríklúbburinn lagður niður:
Samvinnuferðir o g Utsýn með
samstarf um Kanaríeyjaferðir
FERÐASKRIFSTOFURNAR Út-
sýn og Samvinnuferðir/Landsýn
munu á vetri komanda standa
sameiginlega að leiguflugi til
Kanaríeyja. Lýkur þar með
fimmtán ára sögu Kanaríklúbbs-
ins, sem á undanförnum árum
hefur verið stærsti aðlinn í sölu
ferða til Kanaríeyja. Ferðaskrif-
stofurnar gengu frá samstarfs-
samningi sínum í þessari viku og
er sala í ferðimar þegar hafin.
Kanaríklúbburinn hóf starfsemi
sína fyrir um fímmtán árum og
hefur undanfarið verið rekinn í sam-
vinnu Flugleiða, Úrvals, Samvinnu-
ferða/Landsýnar og Utsýnar, en
umsjón með rekstrinum var í hönd-
um Flugleiða, sem auk þess flaug
allt leiguflug fyrir klúbbinn. Illa
mun hafa tekist til með rekstur
klúbbsins síðastliðinn vetur og varð
tap á honum. Ferðaskrifstofurnar
hafa lagt áherslu á breytt fyrir-
komulag Kanaríeyjaferða í ljósi
slæmrar reynslu á síðastliðnum
vetri. í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu skrifstofanna segir síðan að
Samvinnuferðir og Útsýn hafí talið
Kanaríeyjaklúbbinn vera kominn í
sjálfheldu og þær sjái sig tilneydda
til að skera á þann hnút sem myn-
daðist, þar sem ekki náðist sam-
komulag um breytt skipulag. Þeir
Helgi Jóhannsson og Helgi Magnús-
son, forstjórar ferðaskrifstofanna
tveggja telja að slíkur rekstur sem
þessi sé betur kominn í höndum
ferðsskrfstofanna en Flugleiða.
„Hjá báðum fyrirtækjunum er
starfsfólk, sem hefur áratuga
reynslu í skipulagningu leigufluga.
Helsti galdurinn við að þessar ferð-
ir skiii arði, þrátt fyrir hagstæð
verð, er mjög góð nýting á gisti-
Morgunblaðið/Þorkell
Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða/Landsýn og Helgi Magn-
ússon forstjóri Útsýnar.
Hanastél í sovéska sendiráðinu:
Létu boð berast um áhuga
á leiðtogafundi hér á landi
í framhaldi af því kom ályktun frá
þingflokki Borgaraflokksins
SENDIMENN í sovéska sendi-
ráðinu á íslandi létu það berast
út í hanastéli, sem haldið var þar
fyrir síðustu helgi, að Sovétmenn
vildu gjarnan að fyrirhugaður
leiðtogafundur Gorbachevs og
Reagans yrði hér á íslandi í
haust. í kjölfar þessa barst ríkis-
stjórninni ályktun frá þingflokki
Borgaraflokksins með óskum um
að ríkisstjómin komi því á fram-
færi við æðstu ráðamenn í
Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um að undirritun væntanlegra
friðarsamninga fari fram á ís-
landi.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að fyrir síðustu helgi
hefði verið haldið hanastél í sovéska
sendiráðinu og þar hefði því verið
skotið að ýmsum aðilum að Sovét-
stjómin vildi gjaman halda þennan
leiðtogafund á íslandi. Sumir gest-
anna voru beðnir um að koma
þessum skilaboðum áleiðis til
íslenskra stjómvalda en með fylgdi
að Sovétstjómin vildi hvorki taka
þetta sjálf upp við Bandaríkjamenn
né íslensk stjómvöld.
„Mér fínnst heldur óviðkunnan-
legt af hálfu Sovétmanna að láta
þessi skilaboð koma fram með þess-
um hætti," sagði Þorsteinn. „Álykt-
un Borgaraflokksins var lögð fram
í ríkisstjóminni í gær en við sáum
enga ástæðu til að blanda okkur inr>
í samninga stórveldanna um fund-
arstað þótt við hefðum að sjálfsögðu
tekið þeim opnum örmum hefðu
þeir leitað til okkar.“
Þorsteinn sagðist síðan telja
bráðabirgðasamkomulag Sovét-
manna og Bandaríkjamanna um
afvopnun og fyrirhugaðan leið-
togafund mjög merkilegan áfanga
sem markaði tímamót í samskiptum
stórveldanna. „Ég er ekki í vafa
um að þetta eykur mjög bjartsýni
manna um að það verði hægt að
stíga önnur og stærri skref til að
ná því markmiði að útrýma kjam-
orkuvopnum og draga úr vígbúnaði.
Það er auðvitað sérstaklega
ánægjulegt fyrir okkur íslendinga
að þessi niðurstaða fæst í beinu
framhaldi af leiðtogafundinum á
síðasta ári og í raun og veru sýnist
mér að miðað við þær umræður sem
þá áttu sér stað hefði þetta sam-
komulag getað orðið að veruleika
hér í Reykjavík, ef Sovétmenn hefðu
þá ekki komið með þennan fleyg
sem var geimvamaráætlunin. En
eigi að síður eru samningamir nú
ignaðarefni og sýna að vesturveld-
;n hafa haldið rétt og skynsamlega
á þessum málum. Sú stefna hefur
í raun og veru tryggt þennan árang-
ur núna og fækkun kjamorkuvopna
er ekki lengur aðeins hugsjón held-
ur raunhæfur möguleiki," sagði
Þorsteinn Pálsson.
rými. Starfsfólk okkar er þraut-
reynt í þessari skipulagningu."
Vöktu þeir athygli á að Flugleiðir
sæju áfram um leiguflugið, þannig
að þeir væru ekki að missa spón
úr aski sínum. Sala í ferðimar væri
opin öllum ferðaskrifstofum og
söluskrifstofum flugfélaganna.
Þegar hefur verið samið við Flug-
leiðir um að annast flugið til
Kanaríeyja, þó reyndar eigi eftir
að ganga formlega frá samningn-
um. Fyrsta flugið verður þann 6.
nóvember og síðan með reglulegu
miliibili fram í apríl.
Samvinnuferðir/Landsýn og Út-
sýn eru tvær stærstu ferðaskrifstof-
ur iandsins og hafa háð harða
samkeppni. Vekur það því nokkra
athygli að þau skuli hefja slíkt sam-
starf. Þeir nafnamir vom spurðir
hvað kæmi til. „Vissulega höfum
við verið í mikilli samkeppni, en sú
samkeppni hefur ávallt verið heiðar-
leg. Samkeppni er nauðsynleg, en
það verður líka að reka fyrirtækin
af skynsemi, því það eru takmörk
fyrir öllu. Kanaríeyjaferðimar em
dæmigerðar að þessu leyti. Hér er
um lítinn rúmlega þúsund manna
markað að ræða og tveir aðilar
geta ekki haldið uppi arðbæm flugi
þangað á hagstæðu verði. Þess
vegna völdum við samstarf sem
heldur verði ferðanna niðri. Fmm-
kvæði okkar hefur nú þegar skilað
þeim árangri, að nánast engin
hækkun verður á fargjöldum í vetur
frá fyrra ári.“ Aðspurðir um hvort
reikna mætti með frekara sam-
starfí fyrirtækjanna á næstunni
sögðu forstjóramir, að ekkert væri
ákveðið í þeim efnum. Við emm
fyrst og fremst í harðri samkeppni
og ekkert lát verður á henni. En
þetta dæmi um samstarf Útsýnar
og Samvinnuferða sýnir að á þess-
um markaði gerast óvænt atvik og
það hratt."
í dag
i.pgrtnB
wmwmMmur Vil
UNBLADSIN
í -, 1 /;
IGVÍ *yf-. - Jj
í'. i S f
• :y *«.
mm
TT?
4-