Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
Bifreiðaeftirlit og
umferðaröryggi
eftir Jón Sigurðsson
í starfsáætlun ríkisstjómarinnar
er lýst þeirri almennu stefnu að
auka skuli sjálfstæði og rekstrar-
ábyrgð ýmissa ríkisstofnana,
einkum þeirra stofnana sem gagn-
gert þjóna einstaklingum og at-
vinnuvegum, og þeim verði gert að
afla sér aukinna tekna fýrir veitta
þjónustu. Jafnframt verði fjárhags-
leg ábyrgð stjómenda stofnana
aukin, meðal annars á starfsmanna-
haldi og launamálum starfsmanna.
Ein leið í þessu máli er að leita
samstarfs við einkaaðila um rekst-
urinn á viðskiptalegum grundvelli,
þar sem það á við.
I dómsmálaráðuneytinu hefur að
undanfömu verið unnið að endur-
skipulagningu á starfsemi Bifreiða-
eftirlits ríkisins. Meðal annars
liggur nú fýrir áætlun, sem Ágúst
Þór Jónsson, verkfræðingur, hefur
samið um róttækar breytingar á
vinnuaðferðum og allri tækni við
skoðun ökutækja. í þessari áætlun
er gert ráð fyrir að komið verði á
fót fullkominni skoðunarstöð í
Reykjavík, sem uppfylli ítrustu
tæknikröfur nútímans. I þessu felst,
að horfið væri frá persónulegri
skoðun og mati á bílum með
reynsluakstri en tekin upp kerfis-
bundin prófun með mælitækjum.
Þetta breytir bílaskoðuninni í
grundvallaratriðum. Hún yrði þar
með svipuð gæðaprófun í verk-
smiðju, en þó þannig að hver bíleig-
andi gæti fylgst með prófun á sínum
bíl. Til þess að þetta kerfi gangi
þarf að byggja það á fyrirframbók-
unum á skoðunartíma og hverfa frá
núverandi tilhögun að stefna mikl-
um bílafjölda ótímasett til skoðun-
ar. Þessi nýja aðferð við bifreiðaeft-
irlit ætti í senn að fela í sér aukið
öryggi og betri skoðun og bætta
þjónustu við almenning að öllu
leyti. Bifreiðaeftirlit er rekið á
þennan hátt í flestum löndum sem
við berum okkur saman við. Enginn
vafí leikur á að úrbóta er þörf í
bifreiðaeftirliti hér á landi. Stofn-
kostnaður við skoðunarstöðvar yrði
allmikill og reksturinn frábrugðinn
núverandi bifreiðaeftirliti. Þessar
breytingar gefa því tilefni til að
endurskoða bæði rekstrarform og
fjárhagslegt skipulag bifreiðaeftir-
lits frá grunni í anda þeirrar stefnu
sem lýst er í starfsáætlun ríkis-
stjórnarinnar. Mikið er í húfi að
ekki verði ráðist í þessar fram-
kvæmdir fyrr en fundinn hefur verið
öruggur starfsgrundvöllur.
Stofnun hlutafélags
Eftirfarandi hugmynd hefur ver-
ið að mótast í málinu:
1. Stofnað verði hlutafélag (Bif-
reiðaskoðun hf.) í eigu ríkis og
einkaaðila, t.d. vátryggingarfélaga,
Bflgreinasambandsins, FIB, Félags
bifvélavirkja og fleiri aðila. Hlut-
verk félagsins verði að annast
skoðun ökutækja um land allt, þ.e.
aðalskoðun, gerðarskoðun nýrra
bfla og sérskoðanir vegna breytinga
eða umferðaróhappa og álestur
gjaldmæla díselbifreiða. Einnig
annast félagið viðhald og þróun
ökutækjaskrár, þ.e. nýskráningar,
eigendaskipti og afskráningu öku-
tækja, ásamt meðfylgjandi upplýs-
ingagjöf, m.a. vegna álagningar
skatta.
2. Eftirlit með ökutækjum á veg-
um úti verði fært til lögreglunnar.
Bifreiðaskoðun hf. verði gert skylt
að annast tæknilega úttekt á öku-
tækjum eftir meiriháttar umferð-
aróhöpp óski lögreglan eða
vátryggingarfélögin þess.
Fyrirkomulagi bifreiðaskoðunar
mætti í nánari atriðum haga t.d. á
þann hátt, að í Reykjavík verði
höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þar
verði byggð nýtísku skoðunarstöð,
sem annist alla skoðun bifreiða á
höfuðborgarsvæðinu. Þar yrði einn-
ig framkvæmd gerðarskoðun nýrra
bíla gerist hennar þörf. Aðalregla
um gerðarskoðun nýrra bíla yrði
þó sú, að haft yrði samráð við hlið-
stæðar stofnanir erlendis og niður-
stöður slíkrar stofnunar látnar
gilda, e.t.v. með viðbót vegna
íslenskra aðstæðna.
Utan höfuðborgarsvæðisins
koma fleiri en ein lausn til greina.
Nefnt hefur verið að byggja litlar
skoðunarstöðvar í Keflavík, á Sel-
fossi og á Akureyri og hafa síðan
færanlega stöð í förum milli ann-
arra staða, en þess skal getið að
bifreiðaskoðun fer nú fram á 18
stöðum. Eins kemur til greina að
semja við bifreiðaverkstæði um
skoðunarþjónustu, og má nefna að
í nýju umferðarlögunum er m.a. að
finna það nýmæli, að þar er heimil-
að að veita verkstæðum löggildingu
til að annast almenna skoðun öku-
tækja, svo og til að annast tiltekna
þætti skoðunar. Tilraun hefur nú
verið gerð um þriggja ára skeið að
láta bifreiðaverkstæði annast end-
urskoðun bifreiða, sem fá athuga-
semd bifreiðaeftirlitsmanns við
aðalskoðun. Við heildarendurskipu-
lagningu á bifreiðaskoðun er
nauðsynlegt að taka niðurstöður
þessarar tilraunar til athugunar.
Varðandi ökutækjaskráningu er
það að segja að bæði kæmi til
greina að fela væntanlegu fyrirtæki
rekstur hennar eins og ég nefndi
áður, eða fela lítilli stofnun á vegum
hins opinbera þetta verkefni. Mikil-
vægt hagræðingaratriði í sambandi
við bflskráningu er að koma á fast-
númerakerfi, þótt e.t.v. væri hægt
að leyfa mönnum einhvetja sérvisku
áfram um númer á bílum sínum
gegn aukagjaldi.
Hér að framan hafa aðeins verið
reifuð meginatriði þeirrar breyting-
ar, sem fyrirhuguð er. Áður en
lengra er haldið er nauðsynlegt að
taka afstöðu til þessara atriða. Það
liggfur í hlutarins eðli, þar sem hér
yrði um að ræða fyrirtæki, sem
starfar að nokkru leyti í krafti lög-
bundins einkaleyfls, að hið opinbera
þyrfti helst að eiga ráðandi hlut í
félaginu, en það er ekki síður mikil-
vægt að fá til samstarfs aðila sem
eiga mikið undir því að eftirlit með
ökutækjum sé öruggt og vel rekið.
Gjaldskrá fyrirtækisins yrði vænt-
anlega háð staðfestingu dómsmála-
ráðuneytisins.
Þessar hugmyndir hafa verið
kynntar fjármálaráðherra, forystu
Qárveitinganefndar og Qárlaga- og
hagsýslustofnun og hafa allir þessir
aðilar tekið þeim vel.
Hinn 11. september var haldinn
í Reykjavík kynningarfundur á veg-
um dómsmálaráðuneytisins úm
þetta mál með flestum þeim aðilum,
sem því tengjast, og voru undirtekt-
ir mjög góðar, enda er hér að mínum
dómi um mikið framfaramál að
ræða. Á næstunni verður skipuð
undirbúningsnefnd til að vinna að
málinu. Nokkurt fé var veitt til
skoðunarstöðvar á fjárlögum þessa
árs og verður einnig í frumvarpi til
fjárlaga fyrir 1988.
Jón Sigurðsson
„Þetta breytir bílaskoð-
uninni í gTiindvallarat-
riðum. Hún yrði þar
með svipuð gæðapróf-
un í verksmiðju, en þó
þannig að hver bíleig-
andi gæti fylgst með
prófun á sínum bíl. Til
þess að þetta kerfi
gangi þarf að byggja
það á fyrirframbókun-
um á skoðunartíma og
bverfa frá núverandi
tilhögun að stefna mikl-
um bilafjölda ótímasett
til skoðunar.“
Ný umferðarlög
Eins og kunnugt er samþykkti
Alþingi ný umferðarlög á síðasta
vetri, sem ganga í gildi 1. mars á
næsta ári. í þessum lögum eru
ýmis nýmæli sem ætlað er að bæta
umferðina og gera hana greiðari
og öruggari. Umferðarreglur eru
m.a. samræmdar því sem tíðkast í
nálægum löndum. Á ýmsan hátt
er tekið tillit til breyttra áherslna
í umferðarmálum, svo sem varðandi
skyldunotkun bílbelta og ökuljósa
allan sólarhringinn, endurbóta á
vegakerfinu o.fl. Þannig hefur verið
heimilaður hærri hámarkshraði en
áður. Nýju umferðarlögunum munu
fylgja ýmsar reglugerðir sem kveða
nánar á um framkvæmd þeirra,
meðal annars um gerð og búnað
ökutækja. Er nú verið að semja
þær. Ýmsum þeim sem láta sig
umferðarmál varða verður gefið
færi á að fylgjast með þessari vinnu
og segja álit sitt áður en frá endan-
legum reglum verður gengið.
Ljóst er að sú fyrirætlan er varð-
ar þær breytingar á skipulagi
bifreiðaskoðunarinnar sem lýst var
hér að framan krefst nokkurra
breytinga á umferðarlögum. Þótt
nýlega hafl verið sett ný umferðar-
lög má ætíð gera ráð fyrir því að
einstök ákvæði þeirra þarfnist end-
urskoðunar.
Eins og flestu í mannlegu lífí
fylgja bflum og umferð hættur. Dag
eftir dag berast fréttir af umferðar-
slysum. Tölur segja okkur, að
banaslys í umferðinni hér á landi
séu nú 10 á ári á hveija 100 þús-
und íbúa og hafi verið svo síðustu
árin, en hafí verið í hámarki upp
úr 1970 eða 13 á ári á hveija 100
þúsund íbúa. Miðað við bifreiðaeign
hefír banaslysum í umferðinni
reyndar fækkað, úr 12 á ári á
hveija tíu þúsund bfla upp úr 1950
í 2 á síðustu árum. Banaslys í
umferðinni hér á landi virðast nú
ámóta tíð og annars staðar á Norð-
urlöndum, hvor aðferðin sem notuð
er til samanburðarins.
Fjöldi látinna í umferðarslysum
segir þó alls ekki alla sögu. Talið
er að á þriðja þúsund manns slasist
árlega í umferðarslysum og séu frá
vinnu um lengri eða skemmri tíma.
Sumir hljóta varanleg örkuml.
Umferðarslysin valda fjölda fólks
miklum andlegum og líkamlegum
þjáningum, sem ekki er hægt að
bæta, og kostnaður heilbrigðiskerf-
isins vegna þessara slysa er geysi-
mikill.
Þótt banaslysum í umferðinni
hafi ekki fjölgað undanfarin ár er
ljóst, að fleiri farartæki og aukin
umferð auka hættu á umferðarslys-
um. Þetta gerist þrátt fyrir fram-
farir í bifreiðasmíði og aukinn
öryggisbúnað í bifreiðum og stór-
bætta vegi. En þessar framfarir
bjóða jafnframt upp á aukinn öku-
hraða með hörmulegum afleiðing-
um ef aðgát er ekki höfð og eitthvað
fer úrskeiðis.
Nauðsynlegt er að kanna betur
orsakir umferðarslysa, svo að menn
flnni réttar leiðir til að fækka þeim
og draga úr afleiðingum þeirra.
Hvers konar fræðslustarf skiptir
hér miklu máli. Lögreglan, Um-
ferðarráð, heilbrigðisþjónustan og
skólarnir þurfa að taka höndum
saman um þessa fræðslu. Á þessum
haustdögum, þegar skólar eru að
byija, er einna biýnast að tryggja
öryggi barnanna í umferðinni. Þá
þarf lögreglan að sýna árvekni við
eftirlit með ökuhraða og með um-
ferðinni yfirleitt.
Þjóðarátak í
umf erðaröryggi
Við lok síðasta þings var sam-
þykkt þingsályktun um þjóðarátak
til að auka öryggi í umferðinni.
Átakið á að hefjast í byijun næsta
árs. Hin nýju umferðarlög, bætt
bifreiðaeftirlit og þetta átak ættu
saman að vera tæki til að breyta
umferðinni til batnaðar svo að um
munar. í dómsmálaráðuneytinu er
nú verið að skipa nefnd til að leggja
á ráðin um þetta þjóðarátak. Tillaga
um sérstaka fjárveitingu til þessa
verkefnis verður í frumvarpi til fjár-
laga fyrir næsta ár.
Hér að framan eru kynntar
áhugaverðar tillögur um endur-
skipulagningu bifreiðaeftirlits í
landinu, sem geta bætt þessa mikil-
vægu öryggisþjónustu til muna
undir stjóm aðila, sem beri fulla
ábyrgð á rekstri og árangri. Til
þess að þetta takist vel þarf að leiða
til samstarfs sem flesta þá sem
starfa við bifreiðasölu og bifreiða-
þjónustu.
Bíllinn er ómissandi í daglegu
lífi fólks — án hans gengur nú orð-
ið erfíðlega að halda venjulegu
mannlífi á braut sinni. — Þess
vegna er svo mikilvægt að gera
þetta þarfaþing sem öruggast í
notkun.
Höfundur er dómsmálaráðherra.
Grein þessi er byggð á erindi, sem
höfundur flutti á aðalfundi
Bílgreinasambandsins á Akureyri
12. september 1987.
SJAVARRETTA
HLAÐBORÐ
UH HELGINA
FÖSTGDAGSKVÖLD
LAUGARDAG OG SUNNUDAG
í HÁDEGINCI OG Á KVÖLDIN
Á okkar girnilega hlaðborði
er ma.: Grafin lúða
Grafinn karfi
Gellur í portvínshlaupi
Gellur í hvítvínssósu
Fiskisúpa
Krabbaklær omfl.
VEITINGA
n HÚSIÐ
&FIS
NÝBÝLAVEGI 26
KÓPAVOGI
SÍMI 46080
Náttúruækningafélagið:
Heilsuverndardagur
á sunnudaginn
Náttúrulækningafélag íslands
gengst fyrir heilsuverndadegi
sunnudaginn 20. september, er
félagið minnist 50 ára afmælis
síns.
Skorar félagið á veitingahús
landsins að hafa á boðstólnum
þennan dag hollan mat og hollus
samlega matreiddan og Ieggi v<
ingamenn sérstaka áherslu
grænmeti, grófa komvöm, áva:
og beijadrykki, hóflega fltu
óbrasaðan mat segir í tilkynnin
frá félaginu.