Morgunblaðið - 19.09.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
Sagan af Krös-
osi konungi í
Lydíu, I. þáttur
________Mynt_____________
Ragnar Borg
Menn höfðu verslað í árþúsund-
ir áður en fyrsta myntin leit
dagsins ljós. Öll viðskipti áttu sér
stað, sem vöruskipti. Hver það var
raunverulega, sem lét slá fyrstu
peningana veit enginn, en margir
fræðimenn hallast að því, að Krös-
os konungur í Lydíu hafí verið
meðal þeirra fyrstu. Allavega er
mynt hans ein hin elsta, sem þekk-
ist. Aukin verslun við eyjamar og
yfirleitt íbúa jónísku ríkjanna á
Grikklandi, uppúr 650 f.Kr. stuðl-
aði að því, að einhvers konar
myntkerfi yrði tekið upp. Lengi
hafði verið vöntun á dýrmætum,
en samt meðfærilegum hlut úr
málmi, af staðlaðri þyngd og með
gæðastimpil opinbers aðila og not-
hæfur í viðskiptum. Það var
einmitt með svona hlutum, sem
Lydíumenn greiddu með í viðskipt-
um. Eftir því sem árin liðu, og
hlutimir urðu staðlaðir, var farið
að kalla þá peninga. Er svo enn í
dag.
Gríski sagnfræðingurinn
Heródótus segir frá því, um 430
árum fyrir Krist, að Lydíumenn
hafi verið fyrstir til að taka mynt
í notkun. Fyrsta myntin var þó
hvorki úr gulli né silfri, heldur úr
náttúrulegri blöndu þessarra
málma, elektrum. Menn héldu
lengi vel, að þessi föla málmblanda
væri sérstök málmtegund, en hún
fannst í árfarvegum fljótanna Pac-
tolus og Hermus, sem mnnu rétt
við höfuðborg Lydíu, Sardis. Einn-
ig var málmurinn grafinn í
Tucolus-fjöllunum, inni í landi, og
Sipylus-fjöllunum úti við strönd-
ina. Hlutfallið milli gulls og silfurs
var þó svo óstöðugt, í elektrum,
að fljótlega var farið að slá mynt-
ina annað hvort úr gulli eða silfri,
og hefir svo verið gjört síðan.
Frægasti og síðasti konungur
Lydíu-ríkis var Krösos, en hann
ríkti á ámnum 560 til 546 fyrir
Krist. Ætla ég hér að segja frá
seinasta valdaári hans, sem kon-
ungs Lydíu, í þessum og tveim
næstu myntþáttum.
Krösos og nágrannakonungar
hans vom orðnir uggandi um
framgang Kyrosar Persakonungs,
/ tilefni sjávarútvegssýningar í Laugardalshöll um
helgina, höfum við dekkhlaðið víkingaskip af öllu
því besta sem úr hafinu kemur.
Lítið við og kitlið bragðlaukana með úrvals sjávar-
réttum.
Borðið í Blómasal - ánœgjunnar vegna
HÚTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA /S? HÓTEL