Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. 17 Gull stater, þyngd 8,1 gramm, þvermál 16 mm. Sleginn í Lydíu á vald- atíma Krösosar. -I- sem lagði undir Persaveldi hvert ríkið á fætur öðru. Lydíuríki náði yfir svæði það, þar sem Tyrkland er á vorum dögum. Til austurs náði landið til Halys-fljóts, þar sem það fellur í Svartahafið. Héraðið umhverfis Sardis var óvenju frjó- samt og, svo sem að ofan stendur, ríkt af gulli, silfri og elektrum. Krösos gerði bandalag við konung- ana í Babylon og á Egyptalandi, um að hver kæmi hinum til hjálp- ar, ef Persar gerðu innrás í eitt- hvert ríkjanna. Sá, er Krösos hræddist svo mjög, Kyros, var fæddur í héraði því, er Faristan nefnist, þar sem nú heitir íran, en Persaland í fornöld. Persar voru hermenn miklir. Þeir áttu helgi- höld sín undir berum himni og trúðu á sól, tungl og stjömur, en höfðu hvorki goðahof né goðalík- neski. í fymdinni voru Persar háðir Mediumönnum, nágrönnum sínum, en höfðu þó valdsmenn yfir sér af innlendri konungaætt. Einn af valdsmönnum þeim hét Kambýses og var kvæntur Mand- ane, dóttur Astýagesar Medíukon- ungs. Astýages dreymdi, að honum þætti vintré eitt furðu mik- ið vaxa úr kjöltu Mandane, og dreifðust limimar um alla Asíu. Prestar hans réðu draum þennan á þann veg, að Mandane myndi son eiga þann, er yfirráð fengi yfir allri Asíu. Líður nú að því, að Mandane verður léttari, og elur sveinbarn, og var kallað Kyros. Astyages felur frænda sínum Harpagusi, að bera drenginn út, en eins og í öllum góðum ævintýr- um, lifir sveinninn. Þegar hann er 12 ára að aldri kemst það upp hver hann er, og enn er lífi hans þyrmt. Vex hann upp við hirð for- eldra sinna í Persalandi, en þegar Harpagusi þótti tími til kominn, gjörði hann samtök við nokkra höfðingja í Medína um að steypa Astyagesi, sem var mjög óþokkað- ur af þegnum sínum sökum grimmdar. Persar og Medíumenn hófu nú uppreisn og var Harpagus fyrir konungsmönnum, en Kýros fyrir Persum. Svo hafði Harpagus talað fyrir sínum mönnum, að þeir veittu Kýrosi lítið viðnám og varð honum því sigurinn yfir Astyges auðunninn. Þannig fengu Persar yfirráð yfir Medíu og lá nú beint við að ráðast gegn Krösosi, sem var mikill höfðingi og vellauðugur og áhrifamikill um mörg lönd. Krösos hafði fregnað herför Persa og gat sér til um, hvað í vændum væri. Hann hugðist því verða fyrri til, og ráðast á Persa, áður en þeir réðust á hann. í næstu tveim þáttum segir frá viðskiptum þeirra Kyrosar og Krösosar. Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins við Einholt 4 er opið á sunnudögum kl. 14—16. Ég vek athygli á því, að á Þjóð- minjasafninu er einnig sýnd mynt. Þar er til dæmis hinn frægi Gaul- verjabæjarsjóður, sem fannst árið 1930. Sjóðurinn er frá því um árið 1000 og gefur innsýn í mynt víkinganna. HAUSTSALA A ÚRVALSFERDUM TIL SEX BORCA ÍEVRÓPU! Helgar-, fimm daga- og vikuferðir. LONDON Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunverði. Verð frá kr.^ Gildir frá 15. sept. CLASCOW Uppselt í helgarferðir fram í desember. NÝJUNGi Bjéðum einnig Glasgowferðir frá þriðjudegi til laugardags. Innifalið afsláttarkort sem veitir verulegan afslátt í helsta vöruhús Glasgow, House ofFraser. Fimm dagar - fjórar nætur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 16.370.- Gildir frá 15. sept. LUXEMBORC Tvœr til þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 14.643,- Sérstakt tilboð í október og nóvember. VIKUFERÐ TIL PARÍSAR 23.-30. okt. Innifalið flug, ferðir til og frá flug- velli erlendis, gisting m/morgun verði og íslensk fararstjórn: Sigmar B. Hauksson. Verð kr. é% Æ é%é% 34.33 AMSTFRDAM Þrir dagar - tvœr nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 17.130.- Gildir frá 1. okt. KAUPMANNA- HÖFH Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 21.100,- Gildir frá 15. sept. FERDASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.