Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.09.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 Ólafur Laufdal reisir Hótel Island HÓTEL ísland verður nafnið á nýja hótelinu, sem Ólafur Laufdal er að reisa við Armúla 9 í Reykjavík, en ráðgert er að hóelið verði fullbúið næsta vor. Stærsti skemmtistaður landsins, sem verður í þessu nýja hóteli, mun hins vegar opna mun fyrr, eða skömmu fyrir næstu áramót, ef áætlanir standast. Hótelbyggingin verður 9 hæðir, með kjallara, alls um 35 þúsund rúmmetrar að stærð og 10 þúsund fermetrar að gólffleti, þar af verður skemmtistaðurinn um einn þriðji hluti gólfflatar. Áætlað er að skemmtistaðurinn geti rúmað hátt í 1.200 matargesti í einu, en alls mun staðurinn taka um 2.500 til 2.700 manns. í hótelinu verða að auki þrír aðrir veitingasalir og samtals verða barirnir 16 talsins. Þegar þessi bygging er komin i gagnið mun Ólafur Laufdal reka fjögur veitingahús í Reykjavík: Broadway, Hollywood, Borgina og nýja staðinn,hann verður með tvö hótel í Reykjavík: Hótel ísland og Hótel Borg, en að auki rekur hann stærsta skemmtistað utan Reykjavíkur, Sjallann á Akureyri og eitt hótel þar, Hótel Akureyri. Er þá ótalin nýstofnuð Ferða- skrifstofa Reykjavíkur og bílaleiga henni tengd, sem Ólafur hóf rekstur á síðastliðið vor. Það er því óhætt að segja að skammt sé stórra högga á milli hjá Ólafi og lék Morgunblaðinu forvitni á að kanna nánar fyrirætlanir þessa stórtæka athafna- manns og grennslast um leið fyrir um hina nýju byggingu, sem nú er að rísa við Ármúlann, og þá starfsemi sem þar verður rekin. Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Laufdal á efstu svölum nýja skemmtistaðarins. Neðst má sjá hluta af dansgólfinu. Morgunblaðið/RAX Loftmynd af byggingarframkvæmdum við Hótel ísland. Enn eiga eftir að rísa þar fimm hæðir. „Þetta nýja hótel er lokaáfanginn í þeirri þjónustukeðju, sem ég hef verið að byggja upp að undan- fomu,“ sagði Olafur er hann var spurður um tildrög þess að hann fór út í að reisa hótelbyggingu og skemmtistað af þessari stærð. „Með þessu get ég boðið allt í einum pakka. Ferðaskrifstofan skipulegg- ur ferðir, gistingu og skemmtun ásamt bílaleigubfl hér innanlands og munu yfir tuttugu umboðsmenn víðsvegar um land starfa að mark- aðsmálum. Með þessum hætti er hægt að ná verðinu niður og því ódýrara fyrir fólk að kaupa slíkan pakka, en að ætla sér að skipu- leggja slíka ferð upp á eigin spítur. Við munum einnig skipuleggja ferð- ir til útlanda og erum nú að vinna í að koma okkur upp markaðssam- böndum við ferðaskrifstofur erlend- is. Þannig fáum við fólk í gegnum þá, og þeir fólk í gegnum okkur. Þetta er sem sagt alhliða þjónusta inn og út úr landinu, og einnig utan af landi til Reykjvíkur og svo aftur héðan til Akureyrar." Býður upp á ótrúlega möguleika En hvers vegna nýtt hótel og nýjan skemmtistað? Nú rekurðu fyrir stærsta skemmtistað í borg- inni auk tveggja smærri, þú ert með Hótel Borg og fyrir norðan Sjallann og Hótel Akureyri. Ertu ekki kominn í hörku samkeppni við sjálfan þig? „Það er von að þú spyrjir. Auðvit- að er þessi markaður ekki ótak- markaður, ég geri mér alveg grein fyrir því. En sannleikurinn er sá að ég tel vera þörf fyrir skemmti- stað af þessari stærð. Það er enginn staður á landinu í dag sem getur tekið jafn stóra hópa í mat og boð- ið um leið upp á sýningu í hæsta gæðaflokki. Auk þess verður þama hægj; að setja upp stórar samkom- ur, flokksþing stjómmálaflokka, ráðstefnur og annað slíkt.Ég lagði dæmið niður fyrir mér og komst að raun um, að nýr skemmtistaður einn og sér myndi ekki ganga upp. Hins vegar myndi hótel og skemmtistaður saman geta styrkt hvort annað og ég held að með þessu fyrirkomulagi sé eini mögu- leikinn að láta dæmið ganga upp. Hvað varðar samkeppnina við sjálfan mig þá er ég ekki svo hrædd- ur við það. Ég mun auðvitað reyna að haga starfseminni á þessum stöðum með þeim hætti að hún rek- ist ekki á og að þeir höfði til ólíkra hópa. Það er því vel hugsanlegt að einhver breyting verði á rekstri Broadway eftir áramót. Þessi nýi staður býður hins vegar upp á miklu meiri möguleika, alveg ótrúlega möguleika. Aðalsalurinn er byggður upp á nokkrum þrepum með svöl- um, sem hægt er að loka af eftir því hversu margir eru í húsinu. Það er því enginn hætta á að menn fái víðáttubijálæði þótt staðurinn verði ekki alltaf alveg smekkfullur. Þegar það gerist hins vegar er hægt að opna inni í annan minni sal sem tekur um 250 manns í sæti, en veggimir milli þessara sala eru færanlegir með rafeindabúnaði 'þannig að hæjgt er að opna á milli eftir þörfum. I minni salnum verður einnig dansgólf þannig að hægt verður að leigja hann út fyrir minni einkasamkvæmi, fundi eða ráð- stefnur. í sjálfur hótelinu verða tveir veit- ingasalir, sem einnig verða opnir fyrir aðra en hótelgesti. Annar þeirra verður á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir sundin og borgina. í hótelinu verða 120 herbergi mis- munandi stór, þar af 6 svítur á efstu hæðinni. Þá verðum við með alla almenna þjónustu við hótelgesti svo sem hárgreiðslustofu, líkamsrækt, nudd, saunu og þess háttar. Ferða- skrifstofa verður til húsa í hótelinu og þaðan verða skipulagðar skoðun- arferðir um borgina og út á land. Hótelið verður í hæsta gæðaflokki og ég held að með þessari þjón- ustukeðju eigi dæmið að geta gengið upp,“ sagði Ólafur. Talandi um þjónustukeðjuna, það vantar eiginlega ekkert nema flug- félag til að flytja gestina á milli. Má búast við því að næsta skrefið verði að stofna flugfélag? Ólafur neitar því eindregið en bætir síðan við: „Að visu á ég hlut í Amarflugi, en það kemur þessu máli ekki við. Nei, eins og ég sagði er þetta lokaáfanginn í þessari þjón- ustukeðju og ég læt þetta duga, - í bili að minnsta kosti. Hef verið heppinn með samstarfsfólk Ólafur hefur nú um 500 manns í vinnu, margir þeirra í hlutastörf- um að vísu, og með Hótel íslandi reiknar hann með að 150 til 200 manns bætist við. Að lfkindum er hann því orðinn einn af stærstu atvinnurekendum landsins í einka- rekstri. Upphafið að umsvifum hans má rekja til þess er hann opnaði skemmtistaðinn Hollywood fyrir tæpum tíu árum. Það er því von að sú spuming vakni hvemig hann hafi farið að þessu? „Þessari spumingu er eiginlega Útlitsteikning af austurhlið Hótel íslands. Á efstu hæðinni, til vinstri, verður veitingastaður. Fyrir miðju, með bogadregnu gluggunum, verður annar veitingastaður og fyrir ofan hann yfirbyggður gangur með gleri á milli hótelálmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.