Morgunblaðið - 19.09.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987
27
Gistikostnaður Græn-
lendinga niðurgreiddur
Iðnlánasjóður og Vestnorræna samstarfsnef ndin borga brúsann
Iðnalánasjóður og Vestnor-
ræna samstarfsnefndin greiða i
sameiningu niður gistikostnað
Grænlenzkra gesta á sjávarút-
vegssýningunni. Þeir dvelja um
borð í hótelskipinu Orion og þar
kostar gisting á mann um 6.000
krónur nóttin að öllu óbreyttu,
en með niðurgreiðslunni fá
Grænlendingarnir gistingu þar
fyrir um 3.000 krónur. Iðnlána-
sjóður og Vestnorræna sam-
starfsnefndin leggja sameigin-
lega til um 900.000 krónur vegna
þessa.
Skortur á gistirými hefur valdið
nokkrum vandkvæðum fyrir vænt-
anlega sýningargesti. Meðal annars
þess vegna var gripið til þess ráðs
að fá hótelskipið Orion til
Reykjavíkur til að leysa hluta van-
dans. Gisting um borð er hins vegar
mun kostnaðarsamari en á hótelum
og kostar hún um 6.000 krónur
fyrir manninn. Þess vegna var leit-
að til Iðnlánasjóðs og Vestnorrænu
samstarfsnefndarinnar, sem veitir
Álbobbingarnir komnir undir um borð í Jóni Vídalín.
ÍSAL hefur nú hafið framleiðslu
á álbobbingum fyrir veiðar í
botntroll. Bobbingar þessir eru
meðal þeirra nýjunga, sem
kynntar verða á sjávarútvegs-
sýningunni, sem hefst í dag.
Bobbingarnir hafa verið reyndir
um borð í togurunum Jóni
Vídalín og Venusi og gefið góða
raun að sögn skipstjóra skipanna
og framleiðenda þeirra. Helzti
kostur þeirra er talinn sá, að
þeir haldi trollinu betur við botn-
inn, slitni minna og haldi betur
upprunalegri þyngd sinni en
bobbingar af öðrum gerðum.
Þetta er fyrsta fullunna affurð-
in, sem ISAL vinnur úr áli.
Álbobbingamir voru kynntir á
blaðamannafundi fyrir sýninguna
og þar sagði Guðmundur Kjalar
Jónsson, skipstjóri á Jóni Vídalín,
að þeir væru tiltölulega léttir á
dekki en þungir í sjó og héldu troll-
inu tvímælalaust betur niðri en
hefðbundnir bobbingar, sem yrði til
þess að það settist fljótar aftur,
losnaði það á toginu. Það vamaði
því að fiskur slyppi undir trollið.
Þá hefði komið mun minna gijót í
trollið eftir að álbobbingamir hefðu
verið settir undir. „Að mínu áliti
róta ábobbingamir meira upp en
aðrir bobbingar og loka því betur
bilinu milli botns og fiskilínu, sem
vamar því að fiskurinn sleppi undir
trollið," sagði Guðmundur Kjalar.
Framleiðendur álbobbinganna
segja að reynsla þeirra skipstjómar-
manna, sem hafí reynt þá, gefí til
kynna marga áhugaverða eiginleika
þeirra. Þeir séu lettir og meðfæri-
legir á dekki, en þungir í sjó þar
sem þeir séu gegnheilir. Ábobbing-
amir hafí þá eiginleika að velta
yfír gijót á hafsbotninum vegna
mátulegrar hörku í yfírborði þeirra.
Þess vegna sé mun minni hætta á
því að trollið festist, en það geti
leitt til þess að trollið slitni frá
stærri skipum en minni skip fari á
hliðina. Þá gefí þessir bobbingar
skipstjómm möguleika á veiðum á
erfiðari botni en ella.
Guðmundur Kjalar, skipstjóri á
Jóni Vidalín, segir að veiðihæfni
trollsins aukist með notkun álbobb-
inganna. „í einni veiðiferðinni hafði
fé til ýmissa verkefna í Færeyjum,
á íslandi og Grænlandi.
Bjami Einarsson er formaður
nefndarinnar og sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið, að hún
styrkti að mestu verkefni, sem
tengdust viðskiptum milli landanna,
auknum samskiptum þeirra og sam-
göngum. Hins vegar væri stundum
handbært fé til annarra hluta. Þessi
styrkur væri metinn sem viðleitni
til að auka samskipti landanna og
jafnframt til að styrkja hugsanleg-
an útflutning á íslenzkum fram-
leiðsluvömm fyrir sjávarútveg til
Grænlands.
Landssimðjan hf og
JMH sýna róbóta
ÍS AL kynnir álbobbinga
lítið veiðzt í venjulegt veiðarfæri
og hvað eftir annað kom upp mikið
gijót í trollið og það var talsvert
rifíð. Þá var sett undir troll með
álbobbingum og þá brá svo við að
á 29 tímum veiddust 80 tonn. í
annað skipti veiddu tvö skip hlið
við hlið og toguðu fram og til baka
á sama stað. A ferðinni fram veidd-
ist tvöfaldur afli í troll með álbobb-
ingum, en fjórfaldur afli á leiðinni
til baka miðað við afla skipsins, sem
ekki notaði álbobbinga."
Ábobbingamir, sem ÍSAL er nú
að hefja fjöldaframleiðslu á, eru
uppfinning Pálma Stefánssonar,
verkfræðings hjá ÍSAL. Pálmi og
nokkrir aðrir starfsmenn tækniþró-
unardeildar ÍSAL hafa unnið frá
seinni hluta árins 1986 að þróun á
nokkmm gerðum álbobbinga og
prófun á þeim um borð í fiskiskipum
og hafrannsóknaskipinu Bjama
Sæmundssyni undir umsjón Guðna
Þorsteinssonar, fiskifræðings hjá
Hafrannsóknastofnun. Sótt hefur
verið um einkaleyfi á uppfínning-
unni og vömmerki.
FYRIRTÆKIN Landssmiðjan hf
og JHM almenn verkfræðiþjón-
usta kynna á sjvarútvegssýning-
unni eina róbótann, sem þar
verður til sýnis. Þessi tvö fyrir-
tæki hafa tekið upp samstarf á
sviði hönnunar og þróunar ró-
bóta og sjálfvirknibúnaðar fyrir
framleiðsluiðnað og fiskvinnslu.
Þau vinna nú að smíði róbóta
fyrir ÍSAL og hafa nýlega feng-
ið pöntun frá Sláturfélagi
Suðurlands á róbóta til að flytja
pakkaðar vörur.
Róbótinn, sem sýndur verður á
sýningarbás Landssmiðjunnar, er
loftknúinn, en það er talið hentugt
í erfíðu umhverfi eins og í físk-
vinnsluhúsum. Hreyfíngum hans er
stjómað með iðntölvu.
Að sögn Sigurðar Daníelssonar,
framkvæmdastjóra Landssmiðjunn-
ar, hefur smíði og samsetning
róbótans fyrir ÍSAL gengið vel og
hann er nú tilbúinn til prófunar.
Sigurður segir að smíði flókins sjálf-
virknibúnaðar sé vandasöm, en
Landssmiðjan sé nú að fá til lands-
ins fullkominn tölvustýrðan renni-
bekk, sem auðvelda muni smíði
slíkra hluta í framtíðinni.
Jón Hjaltalín Magnússon, verk-
fræðingur og eigandi JHM al-
mennrar verkfræðistofu, segir að
samstarfið við Landssmiðjuna hafí
gengið vel og áformað sé að kynna
betur þekkingu og reynslu þeirra á
sviði sjálfvirknibúnaðar. Hann telur
að möguleikar séu fyrir íslenzka
aðila að ná frumkvæði á sviði smíði
róbóta fyrir fískvinnslu og útflutn-
ingi slíks búnaðar. Þá sé það
áhugavert fyrir íslenzk iðnfyrirtæki
og fískvinnsluhús að kynna sér
notkunarmöguleika sjálfvirknibún-
aðar, sem kost í stað þess að fá til
landsins fjölda erlendra starfs-
manna.
Meðan á Sjávarútvegssýningunni
stendur mun Jón Hjaltalín Magnús-
son halda fyrirlestra og sýna
myndbönd um noktun rótbóta. Fyr-
irlestramir verða haldnir í hótel-
byggingu íþróttamiðstöðvarinnar í
Laugardal.
Morgunblaðið/Einar Falur
Birgir Guðlaugsson, Landssmiðjunni og Jón Hjaltalín, JHM almennu
verkfræðiþjónustunni við róbótann
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Signý Sæmundsdóttir
sópransöngkona og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari halda
tónleika í Norræna húsinu.
Tónleikar í Norræna húsinu
SIGNÝ Sæmundsdóttir sópran-
söngkona, Sigurður I. Snorra-
son klarinettuleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari halda tónleika í Norræna
húsinu í dag, laugardaginn 19.
september kl. 16.00.
Á efnisskránni em sönglög eftir
Franz Schubert, „Hjarðsveinninn á
klettinum" einnig eftir Schubert,
„Grand duo Concertante" eftir
Carl Maria von Weber og „Steflaus
tilbrigði" eftir austurríkismanninn
Wemer Schulze.
Þau Signý, Sigurður og Anna
em á fömm til Austurríkis þar sem
þau munu halda þrenna tónleika
þar af eina í Vínarborg. Þar flytja
þau auk framangreindra verka
íslensk sönglög og „Ristur" eftir
Jón Nordal.
Signý Sæmundsdóttir tekur á
komandi vori lokapróf frá Tónlist-
arháskólanum í Vínarborg en þar
hefur hún stundað nám undanfarin
ár. Hún hefur auk þess sungið með
„Junge Oper Wien“ sem er ópem-
félag ungra söngvara í Vínarborg
og sungið þar m.a. hlutverk Greif-
afrúarinnar í „Erúðkaupi Fígarós"
eftir Mozart og hlutverk Ariadne
í „Ariadne auf Naxos" eftir Ric-
hard Strauss víða um Austurríki
og Þýskaland. í sumar tók Signý
þátt í óperauppfærslu á Tónlistar-
hátíðinni í Salzburg.
Sigurður I. Snorrason er einnig
menntaður í Vínarborg en á þessu
hausti em rétt 20 ár síðan hann
hóf framhaldsnám sitt við Tónlist-
arháskóla borgarinnar. Að þessu
tilefni er að koma út hljómplatan
„Ný tónlist fyrir klarinettu" þar
sem Sigurður leikur Klarinettu-
konsert eftir Pál P. Pálsson ásamt
Sinfónuhljómsveit íslands og verk
fyrir klarinettu og píanó eftir Jón
Nordal og Wemer Schulze ásamt
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttir
píanóleikara.
Anna Guðný stundaði fram-
haldsnám við Guildhall School of
Music í London að loknu námi við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún
lagði einkum stund á kammertón-
list og með leik með söng og
leiðbeinir hún nú við söngdeild
Tónlistarskólans í Reykjavík.