Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987 33 Morgunblaðið/KGA ur er hinsvegar komið fram við mig af djúpri virðingu án tillits til þess hvað ég hef sagt eða gert. Ég gæti þessvegna verið Ólympíumeistari í einhverri íþrótt. Það skiptir ekki máli, heldur það að ég hef komist í álnir. Mér var einu sinni boðið að halda ræðu í Indianapolis. Áður en ég flaug þangað bað ég um að bíla- leigubíll biði á flugvellinum. Það stóð heima, en bílinn sem þeir töldu hæfa mér best risastór hvítur Kád- iljákur. Þama ók ég um götur bæjarins að fyrirlestrasalnum í þess- um farskjóta alveg eins og hálfviti. Morguninn eftir stóð á forsíðu dagblaðs að Kurt Vonnegut hefði snúið heim, akandi á hvítum Kád- ilják og fengi svona og svona marga dollara fyrir hveija mínútu sem hann héldi ræðu. Blaðamaðurinn hafði deilt gjaldinu fyrir ræðuna með þeim eina og hálfa klukkutíma sem tók mig að halda hana. Á öðru höfðu blöðin lítin áhuga. - Hafði þetta fólk lesið bækum- ar þínar? Kannski, einhveijir höfðu gert það. - En það sem vakti áhuga var að þú ert frægur? Ekki frægur. Ríkur. Það skiptir höfuðmáli. - Þegar þú byijaðir að skrifa var þetta takmarkið, að verða frægur og ríkur? Ég hafði yndi af listum. En ég þurfti líka að finna mér eitthvert starf til að lifa af. - Og þetta fór vel saman? Jú. Maður er alltaf í viðskiptum [business]. Það eru til rithöfundar af hástétt sem erfðu auðæfi. Þeir geta skrifað án tillits til umheimsins. Þeir geta raunar gert hvað sem þeim sýnist. Slíkir höfundar hafa skrifað athygliverðar sögur um lífshætti ríka fólksins. Ég þurfti einfaldlega að vinna fyrir mér. Ég var oft skítblankur og þurfti að finna mér önnur störf. Ég var textahöfundur á auglýsingastofu og meira að segja bílasölumaður. Ég var annar sölu- maðurinn fyrir SAAB bíla í Banda- ríkjunum. Sósíalismi stór- fjölskyldunnar - Þú hefur sagt að hlutverk rit- höfundarins sé mjög mikilvægt, hið sama og hlutverk kanarífuglsins sem námamenn höfðu meðferðis til þess að gera þeim aðvart ef náman fyllist af gasi. Þegar fuglinn dettur dauður niður er hætta á ferðum. Með öðrum orðum viltu að rithöf- undarnir taki á sig þá ábyrgð að vara mannkynið við þeirri hættu sem það er í. Fyrst þú skilgreinir sjálfan þig sem sósílista, er það þá sá boðskapur sem felst í bókum þínum? Maður er alltaf að boða eitthvað. En það skiptir ekki máli hvaða nafn maður gefur þeirri skoðun. I Bandaríkjunum er ríkir almenn andúð á því að nokkur stofnun sé í almannaeigu nema ef vera skyldi pósthúsið. Eg hef efast um þetta og kalla mig því sósíalista. Það er ljóst að sósíalísku tilraun- imar hafa mistekist. Kínveijar eru búnir að gera sér grein fyrir því. Þeir keppast nú við að efla einka- rekstur, því það er góð hugmynd. Þessi skoðun mín stjómast ekki af hugsjón, heldur raunsæju mat. Augsýnilega hafa Bandaríkin beðið skaða af þeirri stefnu að allt þurfi að vera í einkaeigu. — Geturðu skilgreint þennan só- síalisma þinn frekar? Hann yrði alls ekki rekinn á ríkis- grundvelli. Við eigum að mynda „stórfjölskyldur" [extended famili- es]. Það skiptir ekki máli hveijir hafna í hverri ijölskyldu. Ættingjar eiga að veita hver öðrum stuðning, ekki einhver ríkisstofnun. Versti sjúkdómurinn sem heijar á Bandaríkjamenn í dag er ein- manaleikinn. Einmana manni líður ekki aðeins illa, hann er líka í mikilli hættu. Ef hann eða hún veikist tekur eng- inn eftir því. Fólk þarfnast alls kyns þjónustu sem áður var einfaldlega veitt af ættingjum þeirra og þótti sjálfsagt. Fólk býr ekki lengur hjá ættingjum sínum. Ég legg til allir útvegi sér „gerviættingja“. - Þú hefur kallað þessar fjöl- skyldur „karassess" Já. En þegar fólk reynir að leysa vandamálin í félagi verður lögreglan áhygraufull. - Attu við sambýli, eða „kom- múnur"? Ég er að vitna til Svörtu hlébarð- anna [Black panthers]. Hugmynd þeirra var góð, að mynda stórfjöl- skyldu og hugsa betur hver um annan heldur en yfirvöld gætu nokkru sinni gert. Ég er þessa dagana að gæla við ákveðna hugmynd. Hún varðar auð- hringi og veldi þeirra sem er gífur- legt. Hin síðari ár hafa mörg risafyrir- Kurt Vonnegut. Fjórar af tólf skáldsögum hans hafa verið þýddar á íslensku, Sláturhús fimm, Guðlaun herra Rosewater, Fuglafit og Morgunverður meistar- anna. Þær tvær síðast- nefndu voru lesnar í Ríkisútvarpið. tæki farið á hausinn og horfið gjörsamlega. Því fór ég að velta fyrir mér hvað myndi gerast ef ríkis- stjórnin færi á hausinn. Munurinn á ríkisstjóminni og International Harvester er þegar öllu er á botninn hvolft enginn. Ríkisstjómin auglýsir reglulega, tíundar hvað hún geri okkur margt gott. Það væri bráðfyndið að sjá hvað gerðist, ef þessi auðhringur færi líka á hausinn. Skaðinn yrði varla mik- ill. Nóg er af þeim. - Verður skáldsaga úr þessari hugmynd? Aukaatriði í skáldsögu. Kannski. Þegar ég fæ svona hugmynd reyni ég ekki að búa til heila bók úr henni. Eftir sex línur er púðrið far- ið. Mér nægðu örfá orð til að útskýra hana fyrir þér. - Er þetta ekki ástæðan fyrir því að þú bjóst til persónuna Kilg- ore Trout, rithöfund sem hefur skrifað ógrynni öll af bókum sem þú síðan lýsir í stuttu máli? Einmitt. - Þú svaraðir fyrirspum í hring- borðsumræðunum á þann hátt að öllum væri fijálst að skrifa bækur undir nafninu Kilgore Trout. Þannig yrði kannski einhvem daginn fyllt upp í kvótann, því hann á að hafa skrifað á annað þúsund bóka . . . Kannski grípur einhver þessa hugmynd á lofti og skrifar um hana bók eða notar hana í kvikmynd: Dagurinn þegar ríkisstjómin fór á hausinn . . . Hugsunarleysi og heimska Pólland er mjög athyglivert land. Ég dvaldi þar um hríð fyrir skömmu. Þar hefur ríkið einfaldlega visnað og horfíð án þess að almenningur taki eftir því. - Og ríkir þar stjórnleysi? Stjómleysi er alls ekki slæmur hlutur, raunar mjög góð hugmynd. Stjórnleysi felur ekki í sér að fólk sé að rekast á hvers annars hom, heldur að fólk átti sig á því hvað ber að gera og framkvæmi það sjálft án fyrirskipana að ofan. í Póllandi lítur fólk einfaldlega framhjá ríkinu. Mér finnst að við ættum að fara að dæmi þeirra. Ríkið er sífellt með puttana í öllu. Það er það eina sem ríkið getur gert til að viðhalda sér. Það auglýs- ir grimmt, er alltaf að senda skila- boð í gegnum sjónvarp og dagblöð um hvað það hafi fyrir stafni. Gener- al Motors gerir slíkt hið sama og Intemational Harvester gerði þetta á sinni tíð. - Þú hefur fjallað um auðhringi í mörgum bóka þinna. I einni þeirra, Jailbird, er auðhringurinn Ramjack raunar svo voldugur að hann á meira að segja einkaréttinn að skáldsögunni sjálfri. Auðhringimir em hræðilega vald- amiklir. Þeir fara sínu fram og jafnvel ríkið hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þeir em að gera. Sú ríkisstjóm sem við búum við í dag heldur því raunar fram að höfuðmarkmið hennar sé að beijast gegn kommúnisma. En veldi auðhringanna er ægilegt og þeir em algjörlega ómanneskju- legir. Þeir sjálfir em vélar, fást við ókunnugt fólk á vélrænan hátt. Þetta er farið úr böndunum. Enginn getur sagt til um hver ráði, hver beri ábyrgðina. Megnið af illsku heimsins á rætur sínar að rekja til hugsunarleysis og heimsku. En það hræðilega við nas- istana í Þýskalandi var að þeir gerðu þetta viljandi ! - Svo? Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir vom að gera. Þú gerir ekki hræði- legar tilraunir á mönnum óvart. - í síðustu bókinni þinni, Galapagos, lýsir þú því yfír að vandi mannskepnunnar sé sá að hún hafí of stóran heila. Finnst þér að við væmm betur sett ef við væmm ekki svona „þróuð“? Já ég held það. Ég bý í New York-borg. Þegar ég vakna á morgnana og fæ mér morgunmat lít ég gjaman út um gluggana og sé allt fólkið streyma til vinnu. Þetta em engir aukvisar. Maður verður að vera klár til þess að komast af í New York. En ímyndaðu þér allan þann skaða sem hver þessara manna getur gert. Á því em engin tak- mörk. Mér finnst það ógnvænlegt. Líttu á vinnuvélarnar, skurðgröf- umar, jarðýtumar, sprengiefnin sem bijóta allt og tæta. Við búum á svo lítilli og viðkvæmri plánetu en kunnum ekki að umgangast hana. Við eram í sömu aðstöðu og fílamir. Þeir em á góðri leið, án utanaðkomandi hjálpar, að eyði- leggja heimkynni sín. Maðurinn er háður sínu umhverfí alveg eins og aðrar skepnur, á því er enginn vafi. Viðbrögðin við vanda fílanna vom þau að eyða bara nokkmm dollumm í viðbót til að bjarga þeim. En hvað verður okkur til bjargar ? Héma stöndum við á brún hengiflugsins, nærri búin að eyða plánetunni, vegna þess hvað við höfum óskap- lega stóra heila. - Og það er ekki vegna þess hvað við emm vitlaus? Alls ekki. Við myndum græða á því að vera vitlausari. Þetta er grátbroslegt. Skömmin yfir því að vera svona hræðileg skepna hefur sett mark sitt á bók- , menntimar. Við fæðumst án þess að hafa val. Ráðum engu um það hvemig við emm, hvort við fæð- umst yfír höfuð. Ráðum ekki einu sinni hvaða dýrategund við tilheyr- um. Ef maður er skynsamur kemst maður fyrr eða síðar að þeirri hræði- legu staðreynd að eyðingarmáttur mannsins er ómældur. Ef við settumst nú að sumbli báðir tveir gætum við eflaust átt góðar stundir. Síðan gætum við tek- ið upp á því að slá tennumar hver úr öiðram og rústa staðinn. Líttu bara á fangelsi. ímyndaðu þér hversu erfitt og dýrt er að búa til mannheld fangelsi. Eini tilgang- urinn er að halda svona dýri innan veggja. Og allir fangamir sitja og velta fyrir sér hvemig þeir geti sloppið út. Okkur er ráðstafað - Þú virðist trúa á forlögin. í bókum þínum segir þú gjaman að persónumar ráði engu um gerðir sínar. Sumar geta ráðið því, aðrar ekki. Því er svo oft haldið fram í amerísk- um bókmenntum að menn hafi í f hendi sér hvað úr þeim verði. Þetta er haugalygi. Sumir fá tækifæri. Aðrir fá þau ekki. í síðari heimstyijöldinni var öll Evrópa og Norður-Ameríka kölluð í herinn. Menn vora feijaðir milli staða, allir klæddir í eins einkennis- búninga í skipum, bílum og jám- brautalestum. Á endanum var ekkert sem nokkur okkar gat gert til þess að vera frábmgðinn. - Þannig að það em ekki forlög- in sem ráða auðnu, heldur gerðir mannanna? Okkur er ráðstafað. Áðan töluðum við um peninga. Ég er með peningaveski í vasanum. Á meðan við sitjum hér lækkar doll- •* arinn óðfluga í verði og peningamir mínir verða því verðminni. Það er ekki vegna einhvers sem ég gerði. Það er vegna einhvers sem menn á Wajl Street og í Tókíó em að gera. Ég hef vald yfír því sem ég skrifa. Bækur mínar kunna að hafa einhver áhrif því þær seljast í stóm upp- lagi. En þegar ég var óbreyttur landgönguliði nítján ára að aldri var fátt sem ég gat gert til að breyta gangi málanna. - Þú varst virkur friðarsinni áð- ur en þú varst kallaður í herinn. Veltirðu því einhvem tíma fyrir þér að komast undan herskyldu eða gerast liðhlaupi? Nei. Og ég hefði verið nógu -* heimskur til þess að fara að beijast í Vietnam ef ég hefði verið á réttum aldri þegar það hófst. Ég á þijá syni. Þeir em eins heil- brigðir og sterkir og strákar geta frekast orðið. En þeir tilheyra efri millistétt þannig að engum datt í hug að senda þá til Vietnam. Það vom bara synir verkamanna, bænda og fólks af lágstétt sem voru kallað- ir í herinn. Ég hefði farið. Ég hefði farið jafnvel þótt ég hefði ekki ver- ið kallaður í herinn. Ég hefði skammast mín fýrir að horfa upp á nágranna mína, eða aðra bæjarbúa, senda í herinn og fara ekki sjálfur. Ég er einfaldlega of veikur fyrir þrýstingi frá félögum mínum. SJÁ BLS. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.